Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 Furðuljós sjást á lofti SLYSAVARNAFÉLAGI íslands barst í gærkvöldi íjöldi tilkynn- inga um furðuleg Ijósfyrirbæri í lofti. Bárust tilkynningar frá Ströndum suöur um til Reykjavíkur og austur um, þar lengst frá Ilvassafelli. sem statt var 100 sjómflur suðsuðaustur frá Hornafirði. Flestir lýstu ljósfyrirbrigði þessu sem bláleitu eða grænleitu og sögðu á því ýmsar hreyfingart ýmist upp eða niður og í suður eða austurátt. Tíminn sem þessar tilkynningar bentu til var að sögn Hannesar Hafstein framkvæmdastjóra SVFI frá 18i25 til 18.55. Hannes gat þess að frá Finn- bogastöðum á Ströndum hefði komið tilkynning, einnig frá fólki við mynni Ófeigsfjarðar og á Gjögri. Bílstjóri við Grundartanga sá ljósið í vesturátt og færðist það til austurs, fólk í Breiðholti sá ljósfyrirbrigðið sem yfir Viðey, menn í Keflavík sáu það norður yfir flóanum, frá bát við Grinda- vík sást það sem inni yfir landi, frá bátum við Vestmannaeyjar sást það í norðaustri til landsins, tilkynnt var um það frá flugvél sem þá var stödd á milli Eyrar- bakka og Votmúla, starfsmenn við Sigöldu sáu til ljóssins og síðast sást það frá Hvassafellinu sem fyrr segir. Að sögn Hannesar tilkynnti enginn um rauðan lit á ljósfyrirbrigðinu. Ekki var ljóst í gærkvöldi hvað þarna var á ferð. Mbl. tókst ekki að ná tali af Þorsteini Sæmunds- syni stjörnufræðingi. Sjá. Ljósagangur í Mývatns- fjöllum. BIs. 12. Fjórir háhyrningar voru í gærkvöldi fluttir frá Grindavík og vestur um haf. A myndina er einn þeirra hffður upp úr búrinu í Grindavíkurhöfn. Sjá frá sögn og myndir á bls 16 og 17. Ljósm. Mbl. Rax. Fjárlaga- frumvarpið lagt fram á mánudag „Það var upplýst á fundi fjárveitinganefndar f dag, að fjárlagafrumvarpið yrði lagt fram á mánudaginn," sagði Halldór Blöndal alþingismaður í samtali við Mbl. í gærkvöldi en hann á nú sæti í fjárveitinga- nefnd í fjarveru Lárusar Jóns- sonar. Almennur fundur félaga BHM: BHM-menn ætla að fella niður vinnu sem nemur kjaraskerðingunni LAUNAMÁLARÁÐ Bandalags háskólamanna efndi til almenns fundar vegna kjarmálanna í Súlnasal Hótel Sögu í gær og var þar samþykkt að hefja aðgerðir til stuðnings kröfum handalags- ins um „samningana í gildi“. Var samþykkt að beina þeim tilmæl- um til allra félagsmanna „að leggja niður vinnu scm kjara- skerðingunni nemur“. í máli Jóns Hannessonar. formanns launa- málaráðsins. kom fram. að kjara- skerðingin þýddi miðað við 110. launaflokk 5 dagvinnustundir á mánuði á timabilinu septem- ber-nóvember, en 7 dagvinnu- stundir á timabilinu desem- ber-febrúar 1979. Miðað við 114. launaflokk BIIM nemur kjara- skerðingin á timabilinu septem- ber-nóvember 9 dagvinnustund- um á mánuði og 12 dagvinnu- stundum á tímabilinu desem- berfebrúar 1979. Ályktun um að fella niður vinnu að því marki, sem áður er nefnt, var samþykkt með samhljóða atkvæðum. Ennfremur var sam- þykkt samhljóða áskorun til alþingismanna um að nema þegar úr gildi þau ákvæði bráðabirgða- laganna frá því í september sem kveða á um þak á hlutfallslegar verðlagsbætur á laun. Með um- ræddu þaki eigi sér stað einstakt óréttlæti og mismunun milli fólks eftir því, hvernig laun þeirra eru reiknuð. Síðan segir í áskoruninni: „Því verður seint trúað, að alþingismenn leggi eyru við þeim alröngu staðhæfingum að fullar verðlagsbætur á öll laun auki launamun í landinu. Með núver- andi fyrirkomulagi er að því stefnt að láta verðbólgu smám saman rýra gildi háskólamenntunar og ábyrgðar en hins vegar ekki t.d. iðnmenntunar og annarrar verk- menntunar og þeirrar ábyrgðar er þeim fylgir.“ Frumvarp fjögurra sjálfstæðismanna á Alþingi: Stefnt að fullkomnara lífeyr- istryggingakerfi landsmanna Gert er ráð fyrir að núverandi lífeyrissjóðir verði gerðir að lánasjóðum ÞINGMENNIRNIR Guðmuncþir H. Garðarsson, Oddur' ólafsson, Eyjólfur K. Jónsson og Guðmundur Karlsson hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um Lífeyrissjóð íslands, sem samkvæmt frumvarpinu á að verða sameiginlegur tryggingasjóður landsmanna og á að annast lífeyristryggingar fyrir alla landsmenn. Frumvarpið felur í sér, að í stað svonefnds uppsöfnunarkerfis, sem felst f tugum smárra og stórra lífeyrissjóða er tekið upp einfalt gegnumstrcymiskerfi, er byggist á iðgjöldum, sem ákveðin eru á hverjum tfma f samræmi við tryggingaþörf og vcrðlag, er greiðslur eiga sér stað. Markmið frumvarpsins um Lífeyrissjóð íslands er samkvæmt greinargerð, sem því fylgiri • Að tryggja öllum, sem eru komnir á ellilifeyrisaldur, að lokinni starfsævi viðunandi og mannsæmandi lífsviðurværi. • Að veita örorkulífcyrisþegum öryggi og viðunandi tryggingabætur. • Að auka barnalíféyri og bæta aðstöðu þeirra, sem verr eru settir f þjóðfélaginu. • Að tryggja konum fæðingarlaun. Að einfalda lífeyriskerfi þjóðarinnar og útrýma misrétti. Fyrsti 'flutningsmaður frum- varpsins lagði fram í ársbyrjun 1976 hliðstætt frumvarp til laga um Lífeyrissjóð Islands. Það frumvarp náði ekki fram að ganga og býr þjóðin enn að mestu við sama lífeyriskerfi, þótt nokkrar breytingar hafi orðið til batnaðar — segir í greinargerð með frum- varpinu. Það felur í sér þá grundvallarbreytingu frá núver- andi trygginga- og lífeyrissjóða- kerfi, að í stað svonefnds upp- söfnunarkerfis, er felst í tugum smárra og stórra sjóða, er tekið upp einfalt, en érangursríkt gegnumstreymiskerfi, er byggist á iðgjöldum, sem ákveðin eru á hverjum tíma í samræmi við tryggingaþörf og verðlag, er greiðslur eiga sér stað. Þá segja flutningsmenn í greinargerð með frumvarpinu: „Lífeyrissjóður Islands mun í framtíðinni greiða öllum lands- mönnum lífeyri, ef lög þessi verða samþykkt, og í flestum tilfellum mun hærri lífeyri en núverandi sjóðir gera. Því þykir ekki rétt að láta sjóðina renna inn í væntan- legan lífeyrissjóð, heldur verði þeim breytt í lánasjóði í vörzlu og eigu þeirra aðila, sem hafa mynd- að sjóðina. Núverandi lífeyrissjóð- ir gegna veigamiklu hlutverki í peningakerfi þjóðarinnar auk þess sem þeir hafa geysimikla þýðingu í húsnæðismálum. Með því að breyta þeim í lánasjóði geta þeir í nánustu framtíð fullnægt því hlutverki, sem þeir hafa gert á undangengnum árum. Hugsanlegt er að aðilar komi sér saman um að ákveðnar greiðslur, t.d. 1% af dagvinnulaunum skuli renna í þessa sjóði og að útlánareglur þeirra verði víkkaðar þannig, að lánað verði bæði til sjóðfélaga og þeirra fyrirtækja, er standa á bak við sjóðina." Þá gera flutnings- menn ekki ráð fyrir að lífeyris- sjóðir verði bannaðir, heldur verði þeim settar strangar reglur að starfa eftir. Þá segja flutningsmenn að verði frumvarpið að lögum muni verða miklar breytingar á fjármagns- streymi og megi m.a. áætla að ríkissjóður og þar með skattborg- ararnir í heild losni við fjárskuld- bindingar, sem eru af svipaðri stærðargráðu og tekjuskattar eða um 11.100 milljónir króna sam- kvæmt fjárlögum 1977. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu, að tekjur Lífeyris- sjóðs Islands skuli vera iðgjöld þeirra, sem orðnir eru 16 ára en ekki orðnir 67 ára og lögheimili eiga á Islandi. Iðgjöld skulu greidd sem prósenta af öllum tekjum þess er í hlut á, nema lífeyristekjum frá Lífeyrissjóði íslands. Á launa- greiðandi að hafa gert skil á iðgjaldi eigi síðar en tveimur vik ' eftir greiðslu launa. Kjaramálaályktun fundarins var svohljóðandi: „Almennur fundur ríkisstarfs- manna innan BHM haldinn að Hótel Sögu 24.10. 1978 skorar á ríkisstjórnina að hefja nú þegar viðræður við bandalagið um þá kröfu, að staðið verði við gerða kjarasamninga og þeir taki gildi strax. Til frekari áherzlu beinir fundurinn þeim tilmælum til allra félagsmanna að þeir leggi niður vinnu sem kjaraskerðingunni nemur. Fundurinn heitir á alla ríkis- starfsmenn að beita samtaka- mætti sínum til hins ítrasta og koma í veg fyrir endurteknar árásir á kjarasamninga þeirra. BHM mótmælir einnig endur- teknum fullyrðingum ýmissa aðila um að fullar verölagsbætur á öll laun auki launamun. Hið sanna er að fullar verðlagsbætur á öll laun tryggja aðeins, að laun haldi verðgildi sínu og umsömdum launáhlutföllum sé ekki raskað. Margendurtekinn áróður um að þegar einstakir matvöruliðir hækka, sé sanngjarnt að laun allra launþega hækki um sömu krónu- tölu byggist á vanþekkingu eða misskilningi á eðli verðlagsbóta." Þá samþykkti fundurinn stuðning við kjarabaráttu grunnskólakenn- ara og annarra kennara. Sjá nánari frásögn af fundinum á bls 2. Útsýn í samvinnu við enskt fyrir- tæki um leigufiug Ferðaskrifstofan Útsýn hefur samið við enska fyrirtækið Thompson Travel um samstarf varðandi ferðir milli íslands og London. Farþegar Thompson travel koma hingað með enskri leiguflugvél og meðan þeir dvelja hér á landi fara Útsýnar farþegar með flugvélinni til London, dvelja þar frá föstudegi til mánudagsmorguns og koma þá aftur heim með vélinni, sem sækir þá farþega Thompson Travel í leiðinni. Fyrsta ferðin er á kveðin í byrjun nóve--.-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.