Morgunblaðið - 28.10.1978, Page 1

Morgunblaðið - 28.10.1978, Page 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 246. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. EBE varar við hækk- unum á olíu Briissel. 27. október — AP GUIDO Brunner, aðalsérfræð- ingur Efnahagsbandalags Evr- ópu, EBE, í orkumálum, lagði í dag mjög hart að olíufram- leiðsluríkjum heimsins að halda olíuverði óbreyttu á næstu mánuðum. Sérstaklega lagði hann hart að þeim að gera engar breytingar á fyrirhuguð- um fundi olíuframleiðsluríkja í desember næst komandi. Þá gerði Brunner nokkuð harða hríð að Bandaríkjamönn- um fyrir ofnotkun þeirra á olíu og sagði m.a. að ekki yrði hjá því komist að þeir drægju úr olíu- notkun sinni á næstu árum, ætti hún ekki að valda verulegum vandræðum á næstu árum. Ummæli Brunners eru þau fyrstu sem koma frá fulltrúum vestrænna ríkja vegna væntan- legs fundar olíuframleiðsluríkja í Abu Dhabi í desember og einnig er gagnrýni hans á Bandaríkjamenn talin sú harð- asta sem komið hefur úr vestur- átt til þessa. Vegna gagnrýni sinnar á Bandaríkin sagði Brunner að hún væri greinilega tímabær, þar sem allar yfirlýsingar þeirra um orkusparnað virtust ekki vera annað en orðagjálfur, aftur á móti gæti hækkandi olíuverð haft hinar alvarlegustu afleið- ingar fyrir stöðu dollarans sem væri ekki of sterk um þessar mundir. Friðarverðlaunahafar Nóbels 1978, Anwar Sadat Egyptalandsforseti t.v. og Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels Fridarverdlaun Nóbels 1978: Sadat og Begin verðlaunahafar Ósló. 27. októbcr. AP. Rcutcr. ANWAR Sadat, forseti Egyptalands, og Menachem Begin, forsætisráð- herra ísraels, hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár, segir í tilkynningu norsku Nóbelsnefndarinnar í Ósló. — Einnig kom fram að Jimmy Carter var lofaður fyrir hans hlut í friðarumleitunum í Mið-Austur- löndum. I tilkynningu Nóbelsnefndarinn- ar segir, að ákvörðunin um útnefn- ingu þeirra félaga sé ekki sprottin einvörðungu af þeirra fyrri gjörð- um, heldur einnig ætlast til að útnefningin hafi jákvæð áhrif á gang mála í Mið-Austurlanda- deilunum. Viðbrögð við útnefningunni víða um heim hafa verið misjöfn, en fyrstur reið á vaðið Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og óskaði þeim Sadat og Begin til hamingju fyrir hönd stjórnar sinnar. Vance sagði að Banda- ríkjamenn væru hreyknir af því, hversu nátengdir þeir væru þeim aðgerðum sem væru forsendur fyrir útnefningu Sadats og Begins. Ekki var gefin út nein yfirlýsing frá Sameinuðu þjóðunum, en mikill meirihluti diplómata þar lýsti yfir ánægju sinni með útnefninguna. Fréttir hermdu að Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri samtakanna, myndi ekki gefa út neina yfirlýsingu vegna útnefningarinnar. Israel-Egyptaland: Mikil óvissa ríkir í friðarviðræðum Washington, 27. október. AP — Reuter CYRUS Vance, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur í dag ítrekað reynt að fá ísraelsmenn til að falla frá þeirri ákvörðun sinni að efla byggð Israelsmanna á vestur- bakka Jórdanárinnar, en sú ákvörðun þeirra hefur valdið miklum úlfaþyt í Egypta- landi. Mjög sterkar raddir voru uppi þess efnis að Egyptar kynnu að kalla heim sendi- nefnd sína í Washington, sem tekið hefur þátt í friðarvið- ræðum við ísraelsmenn undanfarnar tvær vikur vegna þessa. Cyrus Vance og Moshe Dayan, utanríkisráðherra Israels, ræddust við í hálfa klukkustund í dag og sagði Dayan eftir fundinn að þeir hefðu ekki náð neinu sam- komulagi, enda stæðu ísraelsmenn fast á þessum hugmyndum sínum. Ráð- herrarnir ætluðu síðan að hittast aftur seinna í kvöld og reyna til hlítar um sættir. Bæði Vance og Jimmy Carter Bandaríkjaforseti hafa lýst sig andvíga hug- myndum Israelsmanna um aukna búsetu þeirra á vestur- bakka Jórdanár. Vance sagði að þessi ákvörðun ísraels- manna væri mjög alvarleg með tilliti til friðarsamninga og Carter sendi Begin skeyti, þar sem hann lagði mjög hart að honum að endurskoða afstöðu sína. 2 milljónir fyrir síga- rettureyk Van Nuys, Kaliforníu, 27. október. AP. DÓMARI í Van Nuys í Kaliforníu hefur úrskurðað að kona sem heldur því fram að hún hafi fengið höfuðverk vegna sígarettureyks í kvik- myndaveri sem hún starfar í skuli fá greidda tæpar tvær milljónir íslenzkra króna í skaðabætur. Carl Ringhoff dómari sagði, að þetta mál væri einstætt og tilkynnti að stefnandi, Jacqueline Scheck, 27 ára, hefði haldið því fram að hún hefði haft ónæmi fyrir tóbaki síðan í bernsku. Hún lagði fram læknisvott- orð um að sígarettureykingar starfsfélaga hennar hjá kvik- myndaveri Warner-bræðra 1974 hefði orðið þess valdandi að ónæmi hennar hefði aukizt. Dómarinn sagði að á vinnu- stöðum þar sem hún hefði unnið á áður hefðu starfsfélag- ar hennar alltaf slökkt í sígarettum sínum að beiðni hennar en í þessu tilfelli hefði jafnvel ekki blævængur komið að notum. Mikil óánægja ríkti í herbúðum Palestínuskæruliða, og í yfirlýs- ingu Abu Sharar, forsvarsmanns PLO, segir að tveir fasistar hafi hlotið friðarverðlaunin að þessu sinni. Mikil gleði varð bæði í Egypta- landi og ísrael þegar útnefningin var kunngerð, og í fréttum frá Jerúsalem segir að Begin hafi verið bæði hrærður og ánægður, og haft var eftir einum aðstoðar- manna ráðherrans, að nú væri engrar undankomu auðið, „við verðum að skrifa undir friðar- samninga í Washington". Mugabe vill fund allra deiluaðila Maputo, Mozambique, 27. október AP — Reuter ROBERT Mugabe, leiðtogi annarrar af tveimur stærstu skæruliðahreyfingunum í Rhódesíu, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að hann væri alls ekki á móti sameiginleg- um fundi allra aðila Rhódesíu- deilunnar. Aðeins þyrfti að upp- fylla ákveðin skilyrði til að svo ga'ti orðið. Tvö aðalskilyrðin að mati Mugabes eru annars vegar að Ian Smith, núverandi forsætisráð- herra landsins, víki úr valda- aðstöðu og hins vegar, að hætt verði hervæðingu Rhódesíuhers. Einnig kom fram hjá Mugabe, að hann gagnrýndi mjög þær hugmyndir sem komið hafa fram hjá bresku stjórninni, þess efnis að halda ekki almennar kosningar fyrr en hvíti minnihlutinn léti af stjórn landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.