Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 11 Edda Þórarinsdóttir, Kjartan Ragnarsson og Pétur Einarsson í híutverkum sínum. Leikfélag Reykjavíkur: Nýtt gamanleikrit, „Rúmrusk”, frumsýnt í kvöld LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum- flytur nýtt leikrit í Austurbæjar- bíói klukkan 23.30 í kvöld. Nefnist það „Rúmrusk“, „Bedroom Farce“, og er gaman- leikrit í tveimur þáttum eftir Alan Ayckbourn. Leikurinn gerist samtímis á þremur heimilum. Gengur það í stórum dráttum út á misskilning og hjónaerjur og hvernig at- burðarásin tvinnast saman á þcssum þremur stöðum. Leikur- inn gerist allur á einni nóttu. Alan Ayckbourn er einn vinsæl- asti gamanleikritahöfundur Breta. Þetta leikrit hans, „Rúmrusk", hefur þegar verið sýnt á annað ár í brezki^ þjóðleikhúsinu og er enn verið að flytja það. Ayckbourn hefur samið fjöl- mörg leikrit í léttum dúr, en „Rúmrusk" mun vera hið fyrsta, sem flutt er eftir hann hér. í helztu hlutverkum leikritsins eru Karl Guðmundson, Guðrún Stephensen, Pétur Einarsson, Edda Þórarinsdóttir, Jón Hjartar- son, Helga Stephensen, Kjartan Ragnarsson og Soffía Jakobsdótt- ir. Guðrún Ásmundsdóttir hefur leikstjórn á hendi. Þýðingu annaðist Tómas Zöéga. Leikmynd er gerð af Steinþóri Sigurðssyni og búninga hannaði Andrea Oddsteinsdóttir. Gissur Pálsson og Daníel Williamssori sjá um lýsingu, en tækja- og ljósabún- aður í Austurbæjarbíói hefur nú verið bættur og endurnýjaður. Æskulýðskór KFUM og K. Æskulýðsvika hjá KFIM og K EINS og mörg undanfarin ár gangast KFUM og K fyrir æsku- lýðsviku í húsi félaganna við Amtmannsstíg 2b i Reykjavík. Þessar æskulýðsvikur eru nú orðnar árviss þáttur í starfi þessara félaga, en eins og kunnugt er reka þau æskulýðsstarf í hinum ýmsu hverfum borgarinnar og víðar. Samkomur verða hvert kvöld vikunnar 29. október til 5. nóvem- ber og hefjast þær kl. 20.30. Aðalræðumenn verða Helgi Hró- bjartsson, kristniboði, séra Jón Dalbú Hróbjartsson og séra Jónas Gíslason, dósent. Auk þeirra tekur margt ungt fólk til máls. Mikill söngur hefur verið á þessum vikum, bæði almennur og svo ýmsir sönghópar, einsöngvarar og æskylýðskór. Allir eru velkomnir á samkomurnar. (Fréttatilkynning). lÍStQSD rang Eftir Arna Johnsen 110 ár hefur bókaútgef- andinn Emil Thomsen í Færeyjum gefið út meira en eina bók að jafnaði á ári á færeysku, bæði bækur færeyskra skálda og erlendar heimsbókmenntir sem hann hefur látið þýða á færeysku. Með starfi sínu hefur Emil treyst rammbyggilega grunninn fyrir framtíð fær- eyskrar tungu, ritmáls og sjálf- stæðra menningar og hann hefur hlotið viðurkenningu út á við fyrir framtak sitt, því 2. júní s.l. var hann gerður heiðurs- doktor við Háskólann í Lundi, sömu stofnun og dr. Kristján Eldjárn er heiðursdoktor við. Er athöfnin fór fram í dómkirkj- unni í Lundi var tilkynnt að ástæðan væri það stóra sem Emil hefði gert fyrir færeyska menningu, mál og bókmenntir. Um þessar mundir er Prent- smiðjan Oddi að prenta 11 bækur fyrir Bókagarð, en þar eru flestar bækur útgáfunnar prentaðar. Bækur Bókagarðs eru yfirleitt prentaðar í stóru upplagi, því 4000 félagar eru í Bókagarði og stór hluti þeirra kaupir flestar bækurnar. Þær bækur sem nú er verið að vinna í Odda eru: Skáldsagan Osvald eftir Valdimar Poulsen, Ljóð eftir- Thomas Napoleon Djurhus, Karanassovbræðurnir eftir Dostojevsky i þýðingu Heðin Brú, en bindin eru þrjú, Pestin eftir Camus, Salka Valka II, tvær bækur Louis Zakarías- sen, Stikilsberja-Finnur eftir Mark Twain í þýðingu Olafs Michaelsen og Barba og herra Páll í 2. skipti á færeysku. Á næsta ári huggst Emil gefa út um 30 bækur og Oddi mun prenta þær. „Ég hef átt frábært samstarf við Odda og Baldur Eyþórsson," sagði Emil, „og það hefur haft stóra þýðingu fyrir mig.“ Ég spurði hann hvaða bækur Færeyingar vildu helzt lesa? „Þeir vilja helzt lesa bækur færeyskra rithöfunda, en ég hef einnig lagt áherzlu á að láta þýða til útgáfu á færeysku góðar erlendar skáldsögur. Það hygg ég að sé gott fyrir færeyska menningu. Það getur bæði haft góð áhrif almennt og einnig liðkað til færeyska málið og gefið því byr í baráttu fyrir sjálfstæði sínu. Danskar bók- menntir streyma inn á okkur og eina vonin er að við getum bjargað okkur sjálf. Stærsta þýðingin er að koma færeysku bókinni inn í skólana til barn- anna þannig að tungan og unga fólkið fylgist að. Að auðga og styrkja færeyska málið, fá það út til unga fólksins, það er það sem skiptir öllu máli varðandi framtíð sjálfstæðrar menningar í Færeyjum.“ Emil Thomsen. „Aðal- atriðið að fœreyska tungan og unga fólkið fylgist að” Fyrir framan Dómkirkjuna í Lundi er framtaki Emil bókaútgefandi í Bókagarði var gerður doktor við Háskólann þar ásamt kunnum fræðimönnum annarra landa. Á myndinni blaktir færeyski fáninn við hún á milli tveggja stórvelda, Bretlands og Bandarfkjanna. Emil Thomsen með heiðurs- doktorsskjalið í hendinni við athöfnina í Dómkirkjunni í Lundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.