Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 21 Spjall um síld og aftur síld í Eyjum Texti: Ágúst I. Jónsson Myndir: Sigurgeir Jónasson I - t m m L - * er samstæðan sem slík og það sem mannshöndin gerir til að hjáipa upp á tæknina er að við höfum stúlkur á vélunum til að setja síldina í sérstakar skúffur á bandinu og 2 menn eru við tunnurnar og fylgjast með niður- lagningunni. — Hugmyndina að þessari sam- stæðu eiga þeir Matthías Bogason, verkstjóri, og Kristinn Muller, sölustjóri hjá okkur. Kristinn lagði á ráðin um hvað þyrfti að vera í samstæðunni, en Matthías útfærði síðan hugmyndir Kristins og sá um uppsetninguna. Sam- stæðan er smíðuð á verkstæði fyrirtækisins, nema að sjálfsögðu vélarnar en við erum sjálfum okkur nógir með alla iðnaðar- menn. Rétt er að geta þess að inn í samstæðuna er sett flökunarkerfi með tveimur flökunarvélum. I þeim er smásíldin flökuð í frost. Það er mögulegt að fækka enn því fóiki, sem vinnur við þessa síldar- söltunarsamstæðu, en ég reikna þó ekki með að við förum út í slíkt. — Afkastageta samstæðunnar er um 45—50 uppsaltaðar tunnur á klukkustund og hámarksafköst hverrar hausskurðarvélar er 190 síldar á mínútu. Ætli það séu ekki um 30 stúlkur sem sparast með þessari aðferð, en kostnaður við vélarnar var um 14 milljónir og við samstæðuna í heild vel yfir 20 milljónir króna. — Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur í haust og núna erum við búnir að salta í hátt í 5000 tunnur. Þessi aðferð við söltunina mætti andúð í haust og margir voru svartsýnir á að þetta væri mögu- legt. Nú er hins vegar annað hljóð komið í strokkinn og menn segja að svona verði síld söltuð í framtíðinni og ekki öðru vísi. — Þetta er eina samstæðan af þessu tagi sem ég veit um á landinu, en hjá Björgvini Jónssyni í Þorlákshöfn hefur hluti af þessari samstæðu verið notaður, þ.e. hausskurðarvél. Margir hafa sýnt þessu áhuga og margir koma til að skoða þetta hjá okkur. Mér hefur virzt mönnum lítast vel á þetta og það kæmi mér ekki á óvart þótt fleiri slíkar samstæður yrðu komnar upp fyrir næsta síldarúthald, segir Einar Sigur- jónsson að lokum. Vélarnar hjá ísfélaginu voru teknar í notkun 9. 'september síðastliðinn, en framan af var lítið aðstreymi. Upp á síðkastið hefur þó rætzt úr og á miðvikudaginn var saltað meira hjá Isfélaginu en áður á vertíðinni. Þann dag voru saltaðar 500 tunnur á 11 klukku- tímum. Eins og áður sagði var þá búið að salta í um 5000 tunnur, en að auki var búið að frysta 90—100 tonn, sem þýðir að frystar hafi verið um 1800 tunnur síldar upp úr sjó. Árangurinn er góður og þeir Matthfas Bogason, verkstjóri og hönnuður samstæðunnar, og Einar Sigurjónsson, forstjóri, hafa ástæðu til að brosa. JT „I nótt lentum við í góðum hittingi” Spjall við Jóel Andersen, skipstjóra á reknetabátnum Danska Pétri — ÞETTA er spurning um að lenda á góðri síld. Þó að mælar sýni góðar lóðningar getur verið að aðeins sé um smásíld að ræða. Þannig hefur þetta verið í haust, en þó erum við á rek- netunum ekki eins illa settir í þessu efni og hringnótabátarnir. I nótt lentum við í góðum hittingi og ætli við séum ekki með rúmar 500 tunnur af fallegri síld, yfir 70% stórt. Við erum nú komnir með um 1900 tunnur og þessi túr er sá bezti hjá okkur frá því að við byrjuðum að gera út á síldina fyrir þremur árum. Það er Jóel Þór Andersen, skipstjóri á Danska Pétri, sem hefur orðið, en fréttamenn Morgunblaðsins hittu hann að máli við bryggju í Vestmanna- eyjum, en hann var þá nýkom- inn að landi. Þeir á Danska Pétri byrjuðu á síldinni 7. september sl. og voru á miðviku- dag komnir með um 1900 tunn- ur. Danski Pétur er 103 tonna stálbátur, smíðaður á Akranesi 1971, og Jóel segir okkur að þeir séu níu á. Við biðjum hann að segja okkur stuttlega frá rek- netaveiðunum í haust. — Það var hreinlega ekkert aö hafa í septembermánuði, en það sem af er þessum mánuði hefur veiðin verið ágæt, segir Jóel. Við vorum aðallega við Skaftárósa til að byrja með, en undanfarið höfum við verið í bugtinni austan við Ingólfs- höfða. Okkur hefur virzt að það sé ekki fyrr en upp á síðkastið og þá nálægt landi að stóra síldin aðskilji sig frá þeirri smærri. Það er ekki fyrr en hún er kominn upp í fjörurnar, á 10 faðma eða svo, að maður getur Jóel skipstjóri á Danska Pótri í hrúarglugganum, nýkominn í höfn með um 500 tunnur, meiri afla en skipið hafði fengið áður á sfldinni. verið nokkuð viss um að fá sæmilega síld, þá fyrst aðskilur hún sig. — Eg held að það sé ljóst að það er aukning á síldinni frá ári til árs og strax meira af henni í ár heidur en í fyrra. Þá byrjuðum við ekki fyrr en um 20. október og fengum þá strax ágæta veiði, en í ár fórum við miklu fyrr af stað. Rekneta- bátarnir kláruðu kvóta sinn 11. nóvember í fyrra, en ætli þeir séu ekki rúmlega hálfnaðir núna með þann 15 þúsund tonna kvóta, sem þeir fengu í ár. — Það tekur á að gizka fimm tíma að landa þessum afla, sem við erum með, en síðan höldum við strax út aftur. Ef við förum á sama stað og við vorum á í nótt er það um 8 tíma sigling héðan frá Eyjum. Síldin byrjar aö ganga um dimminguna og ef um góðar lóðningar er að ræða getum við dregið eftir 2—3 tíma. Ef við erum snemma á ferðinni getum við lagt 2—3 sinnum, en ef við komum ekki á miðin fyrr en t.d. um miðnætti og erum á djúpu þá er gjarnan látið reka fram undir morgun. Það sem við komum með núna fengum við í tveimur lögnum og sú fyrri var einstaklega góð. Við fengum þá um 5 tunnur að meðaltali í þessi 70 net, sem við erum með, segir Jóel að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.