Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 Heilsuræktin og Reykjavikurborg: Bjóða ellilifeyrisþegum ókeypis þjálfunar- og endurhæfingamámskeið JAFNFRAMT því, sem almenn heilsuræktarstarfsemi er rekin í Ileilsuræktinni f Glæsibæ, er þar starfrækt sérstök endur- hæfingarstöð. Er endur- hæfingarstöðin eingöngu ætluð ellilífeyrisþegum. Hafa bæði félagsmálaráðherra og endur- hæfingarráð veitt samþykki sitt til starfrækslu stöðvarinnar. Samningur er í gildi milli Heilsuræktarinnar og Reykja- víkurborgar þess efnis, að Heilsuræktin tekur að sér að veita íbúum Reykjavíkur, 67 ára og eldri, sjúkraþjálfun og endur- hæfingu í formi hópþjálfunar sem sérstaklega er ætluð öldruðum. Hins vegar er hvorki einstaklingsbundin meðferð á boðstólum né nudd. Auk hópþjálfunarinnar stendur fólki svo til boða bað-aðstaða, í heitum hvera- laugum, steypiböðum, ljósböð- um og einnig saunaböð og hvíldaraðstaða. Ábyrgist Reykjavíkurborg 40% greiðslu af öllum kostnaði fyrir allt að 50 sjúklinga á dag. Trygginga- stofnun ríkisins og Sjúkrasam- lag Reykjavíkur greiða hins vegar 60% af endurhæfingar- kostnaðinum einum, en ekkert af kostnaði við böð og aðra þá aðstöðu sem fólki stendur til boða. Heilsuræktin greiðir því sjálf 60% af kostnaði, öðrum en beinum endurhæfingarkostnaði. Endurhæfing fer fram undir stjórn sjúkraþjálfara, og eftir- liti læknis stöðvarinnar. Þeir ellilífeyrisþegar sem áhuga hafa á að taka þátt í hópþjáfun endurhæfingar- stöðvarinnar í Heilsuræktinni Glæsibæ, eiga að snúa sér til síns heimilislæknis. Eiga lækn- ar að útfylla beiðnir um þjálfun- ar- og endurhæfingarþjónustu fyrir aldraða á vegum Reykja- víkurborgar og Heilsuræktar- innar. Beiðnir þessar á síðan að póstleggja í þar til gerðum umslögum, og þarf ekki að frímerkja umslögin. Samband verður síðan haft við hlutaðeig- andi frá Heilsuræktinni. Heilsuræktin er til húsa í Glæsibæ, Álfheimum 74 í Reykjavík. Búningsklefar kvenna í endurhæfingarstöð Heilsuræktar innar í Glæsibæ. Sturtuklefar karla í endurhæfingarstöðinni. Einn æfingasalanna í endurhæfingarstöðinni. Ljósmi RAX. Úr fórum fyrri aldar Þýddar sögnr Helgafells í útgáfu Kristjáns Albertssonar Morgunblaðinu hefur borizt bókin Úr fórum fyrri aldar, þýddar sögur í útgáfu Kristjáns Albertssonar. Ilelgafell gefur bókina út. Ilér er um að ræða 15 þýddar smásögur eftir 13 höf- unda. þeirra á meðal Edgar Poe, H.C. Andersen, Turgenjef, Tolstoj. Paul Ileyse, Mark Twain, Björnstjerne Björnson, Jonas Lie, Alexander Kielland og Maupass- ant. Meðal þýðenda eru Bcnedikt Gröndal. Matthías Jochumsson, Þorsteinn Erlingsson. Jón Ólafs- son. Þorgils gjallandi og Hannes Hafstein. Kristján Albertsson ritar for- mála að bókinni. En bókmennta- ráðunautur Helgafells, Kristján Karlsson, skrifar um bókina á kápu og segir þar undir fyrirsögn- inni: Frægar smásögur þýddar af snillingum tungunnar á nítjándu öld: „Ein höfuðprýði' blaða og tíma- rita á öldinni sem leið voru þýddar smásögur. Þar lögðu margir helztu rithöfundar og ljóðskáld þjóðar- innar hönd að verki, eins og sjá má af efnisyfirliti þessa safns: Grön- dal, séra Matthías, Þorsteinn Erlingsson, Hannes Hafstein, Þor- gils gjallandi. Menn settu sér hátt mark og leituðust við að kynna ýmislegt hið fremsta í smásagna- gerð aldarinnar; því er hér að finna sögur eftir Tolstoy, Turgenjef, Poe, Kielland, nóbels- verðlaunaskáldið Paul Heyse o.s.frv. Þessar sögur eru þýddar á einu blómaskeiði tungunnar og bera það með sér. Málfarið er vandað, en einkum óþvingað og eðlilegt, eins og þá þótti bezt, og þannig kemur það fyrir enn. Kristján Albertsson hefir valið sögurnar af kunnugleik og smekk- vísi eins og hans er vísa; hann skrifar ennfremur ágætan formála þar sem hann gerir í fáum orðum ljósa grein fyrir hlutverki sögu- þýðinga í framgangi bókmennta vorra á þeirri tíð.“ Hér fer á eftir Formáli Kristjáns Albertssonar. „Oft er til þess vitnað að maðurinn lifi ekki á einu saman brauði. Eitt af því sem hann þarfnast er — sögur. Þegar skáld 19. aldar höfðu með ljóðum sínum gerbreytt kveð- skaparsmekk þjóðar vorrar, og þó ekki hvað sízt þungur áfellisdómur Jónasar Hallgrímssonar um rímur Sigurðar Breiðfjörðs, og gengi rímnanna tók óðum að hnigna, unz heita mátti að þær lognuðust út af með öllu, þá hefur þjóðinni vafalítið fundizt sem hún hefði, þrátt fyrir það sem unnizt hafði, misst spón úr askinum sínum svo um munaði. Æfintýralegar frásög- ur rímnanna höfðu löngum verið ein mesta dægrastytting og upp- lyfting frá einmanaleik, striti og vetrarríki út um dreifðar byggðir hins fámenna lands. Hvernig yrði þjóðinni bættur hinn tilfinnanlegi missir, svo að kvöldvökur hennar yrðu ekki dauflegri en verið hafði á blómatímum rímnanna? íslenzk skáldsagnagerð hefst að nýju eftir margra alda hlé, en fer sér hægt. Aðeins örfáir skálda leggja rækt við þessa endurvöktu bókmenntagrein. Lætur nærri að telja megi á fingrum annarrar handar þau skáld sem fram til síðustu aldamóta höfðu auðgað þjóð sína að frumsömdum sögum sem fengur þætti að — og mest af því stuttar frásögur. En þeir sem réðu blöðum og tímaritum hafa snemma skilið að fátt var betur þegið af þjóðinni en nýjar sögur, og eins hitt, að svo sem áður hafði verið um rímurnar fór vel á að efni væri sótt utan úr heimi. Og ekkert varð órækari vottur um söguhungur þjóðarinn- ar á þessari nýju ritöld en hið tiltölulega ríflega rúm sem blöð og tímarit vörðu til birtingar þýddra skáldsagna, og þó framan af mestmegnis lengri eða skemmri smásagna. Sögurnar voru eðlilega misjafnar að gæðum, en samt yfirleitt mikil viðleitni að kynna öndvegisskáld samtímans eftir því sem tök voru á, og að vanda til þýðinga — enda lögðu ýmsir af snillingum tungunnar hér hönd að verki. Þannig varð þessi aðfengni söguforði önnur aðalundirstaða í andlegri næringu þjóðarinnar, ásamt innlendum skáldskap — og má segja að svo hafi staðið fram yfir aldamót. Við sem vorum ungir snemma á öldinnni munum hve þýddar sögur í blöðum og tímarit- um voru mikill og ómetanlegur þáttur í andlegu lífi þeirra tíma, en auðvitað ekki hvað sízt æsk- unni, og öllum þeim sem ekki lásu nein útlend mál. Sögur þær sem valizt hafa í þessa sýnisbók eru misjafnar að skáldlegu gildi, enda skal því ekki neitað að sumar hafi hvað mest notið málfars á þýðingunni. Því auk þess að forða frá gleymsku ágætum sögum sem birtust í blöðum og ritum sem nú eru í fæstra höndum, er þessari bók ætlað að gefa hugmynd um merki- legt skeið í þróun íslenzks sögu- máls á nýrri tímum. Hvernig kom íslenzkan fyrir og hvers var hún megnug þegar ýmsir þeir sem mest höfðu vald á máli tóku að beita henni að nýju til þýðinga á erlendum sagnaskáldskap — eftir að fimm alda hlé hafði orðið í þeirri grein ritlistar, og hin tigna, auðuga tunga var í ýmsu orðin mál þjóðar sem bjó við fátæklegri innri sem ytri kjör en allar aðrar skyldar þjóðir, og fábreytilegra hugsanalíf? Þeirri spurningu er þessu sögu- safni ætl lað að svara eftir.því sem föng eru á í ekki stærra riti, og er það von mín að margt í því svari muni þykja tungu vorri til sæmd- ar, og snillingum hennar á frum- býlingsárum nýrri tíma bók- mennta á Islandi. — Mér þótti sýnt að á einum stað í þýðingu Þorsteins Erlings- sonar á sögunni Fást hefði eitt- hvað raskazt þannig að skaut skökku við efnisþráð, og kom í ljós að svo var við samanburð við aðra þýðingu, í mjög vandaðri enskri útgáfu af skáldverkum Turgenjefs; og þótti mér sjálfsagt að leiðrétta, enda hægt með örlitlum orðbreyt- ingum. Eins hef ég bætt inn tveim ómissandi dagsetningum á bréf- um, sem fallið höfðu úr í íslenzku þýðingunni, og einkunnarorðum framan við söguna — eins og þau eru í ensku útgáfunni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.