Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjórí Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mónuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Vegid ad öldruðum Fjölmargir ellilífeyrisþegar — í öllum skattumdæmum landsins — sjá ekki fram úr því, hvern veg þeir geti axlað eignarskattsauka, sem hin nýja vinstri stjórn hefur gert þeim að greiða. Hér um ræðir fólk, sem aðeins hefur ellilífeyri til viðurværis en á skuldlausa eða skuldlitla húseign, sem það hefur eignazt á langri starfsævi. Þessi eignaskattsauki, sem bitnar með fullum þunga á rosknu ráðdeildarfólki, nær hins vegar ekki til þeirra, er hafa lag á að tíunda skuldir er samsvara bókfærðu eða matsverði eigna sinna. Hann er að því leytinu til af sömu tegund og tekjuskattsaukinn, sem fer í stórum sveig fram hjá meintum skattsvikurum, en leggst einvörðungu á heiðarlega framteljendur, sem lagt hafa á sig mikið vinnuálag, eins og t.d. sjómenn eða hjón sem bæði vinna úti, oft til að eignast þak yfir höfuðið. I þingræðum um skattaákvæði bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar hafa verið nefnd fjölmörg dæmi um ellilífeyris- þega, sem orðið hafa fyrir skattagleði vinstri stjórnarinnar. 83 ára gömul kona, sem aðeins hefur ellilífeyri til viðurværis, og býr í gömlu húsi á hátt metinni lóð, fékk 98 þúsund króna skattauka til viðbótar 196 þúsund króna eignaskatti. Annarri 76 ára gamalli konu, sem hefur sér til framfærslu ellilífeyri og lífeyrissjóðsgreiðslu, sem nemur fjórðungi ellilífeyris, er gert að greiða 54 þúsund króna eignaskattsauka. Hér eru aðeins tínd til tvö dæmi af mýmörgum sem sýnishorn af því, hvern veg þessi skattlagning kemur við fjölda roskins fólks, sem býr í skuldlausu húsnæði en hefur takmarkaða fjármuni til daglegrar framfærslu. Það er mál út af fyrir sig en engu að síður fádæma smekkleysa, hvern veg Þjóðviljinn afgreiðir þetta mál í leiðara 24. október sl. Þetta sjálfhælna blað og sjálfskipaði „málsvari" lítilmagna í þjóðfélaginu segir um eignaskattsauka elli- lífeyrisþega: „Skattsvikarar eru ekkert skárri þótt þeir séu komnir til ára sinna og því vorkennir þeim enginn að greiða eignaskatt.“ Nei, málgagn sósíalismans á íslandi vorkennir ekki ellilífeyrisþegum — sem það kallar í „háttvísi" sinni skattsvikara — þótt þeir þurfi að selflytja takmarkaðan ellilífeyri sinn frá Tryggingastofnun í Gjaldheimtu, eftir að hafa skilað þjóðarbúskapnum gjörvallri starfsævi sinni. Þessi köpuryrði Þjóðviljans eru til háborinnar skammar. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þingræðu um þessa skattlagningu, að hún næði ekki til þeirra, sem hagnazt hefðu á verðbólgufjárfestingu og tíunduðu skuldir á móti matsverði eigna. Ráðdeildarsemi ellilífeyris- þega, sem búi að skuldlausri eða skuldlítilli eign, sé hins vegar sakfelld með óeðlilegri skerðingu ellilífeyris þeirra. Krafðist hann þess að fjárhags- og viðskiptanefnd þingdeildarinnar kannaði niðurfellingu eignaskattsaukans í heild, en til vara, að þeir agnúar, er sneru að ellilífeyrisþegum, yrðu sniðnir af frumvarpinu. Matthías Bjarnason, fv. tryggingaráðherra, flutti síðan við framhaldsumræðu um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar breytingartillögu, sem gerir ráð fyrir því, að ekki verði innheimtur eignaskattsauki af ellilífeyrisþegum. Jafnframt beindi hann þeim tilmælum til fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, að réttar örorkulífeyrisþega yrði gætt ekki síður en aldraðra. Matthías sagðist alfarið andvígur eignaskattsaukanum. Hann gerði hins vegar ekki ráð fyrir, að vinstri menn féllust á að fella niður með öllu þessa ranglátu og óheilbrigðu skatta. Með þessum tillöguflutningi væri hann að freista þess að taka agnúa af skattlagningunni, sem einkum kæmu við hina öldruðu í þjóðfélaginu. — Breytingartillaga Matthíasar Bjarnasonar felur það í sér að einstaklingar, sem náð höfðu 67 ára aldri fyrir 1. janúar 1978, verði undanþegnir eignaskattsaukanum. Hann óskaði einnig eftir upplýsingum um það, hve mörgum ellilífeyris- og örorkulífeyrisþegum væri gert að greiða þessa skatta og hve háar upphæðir væri hér um að ræða. Morgunblaðið tekur eindregið undir kröfur Geirs Hallgrímssonar og Matthíasar Bjarnasonar um niðurfellingu eignaskattsauka á ellilífeyrisþega og hvetur alþingismenn, hvar í flokki sem eru, til að samþykkja umrædda breytingartillögu. Þingflokkar geta deilt um markmið og leiðir í erfiðri stöðu íslenzkra efnahagsmála, en þingmenn ættu að hafa manndóm og reisn til að leiðrétta skattalegt ranglæti eða mistök gagnvart ellilífeyrisþegum, sem þegar hafa skilað sínu í þjóðarbúið og eiga að fá að sitja á friðarstóli sómasamlegs afkomuöryggis á ævikveldi. • Erlend samkeppni hefur engin áhrif haft En hvernig er unnt að sýna fram á að 1.312,50 dollarar fyrir hvern gám sé of lágt verð? Þórir Jónsson svaraði og sagði, að 10% hækkunin, sem áður er vitnað til og gilti fyrir öll farm- gjöld, jafnt fyrir Islendinga sem Bandaríkjamenn hafi verið talin nauðsynleg. Þá var hækkað úr 2.100 dollurum í 2.309 dollara. Bifröst var þá ekki komin i spilið og engar raddir bárust um að erlendur samkeppnisaðili hefði áhuga á að flytja vörur fyrir varnarliðið. Raunar fullyrða for- ráðamenn Bifrastar, að það sé úr lausu lofti gripið, að nokkur hætta hafi verið á erlendri samkeppni, enda hefði farmgjaldahækkunin þá ekki komið til. Eimskipafélagið sat eitt að markaðinum, eins og það segist hafa gert síðastliðin 25 ár. Bifröst kemur svo í spilið í desember í fyrra og afleiðingin hefur verið 50% lækkun farm- gjalda fyrir varnarliðið. I febrúar síðastliðnum leyfðu verðlagsyfir- völd 15% meðaltalshækkun á farmgjöldum til og frá Islandi. Farmgjöldin til Bandaríkjanna hreyfðustekki við þá verðlagsbreyt- ingu, heldur var öll meðaltals- hækkunin sett á farmgjöld til og frá Evrópu. Hækkunin, sem átti að verða á farmgjöldum til Banda- ríkjanna var hreinlega flutt yfir á farmgjöld til Evrópu. Af þessum sökum er í raun lækkun þessara farmgjalda meiri en nemur þess- um 50%. • Farmgjöld Bifrastar og Eimskips sambærileg En hefur Bifröst tök á að veita sömu þjónustu og Eimskipafélag- ið, sem flutt getur varning til eða frá hvaða höfn á landinu sem er? — var spurning, sem Morgunblað- ið lagði fyrir Bifrastarmenn. „Við gerum það á sama hátt og Eimskipafélagið," sögðu forráða- menn Bifrastar. „Inni í farmgjöld- um Bifrastar felast farmgjöld frá Hafnarfirði og á aðrar hafnir landsins. Vegna þess, að Bifröst hefur ekki skipakost til þessara flutninga, eru vörurnar sendar með Skipaútgerð ríkisins, Hafskip eða vöruflutningabifreiðum, allt eftir því, hvað hentar bezt. Það er meira að segja möguleiki á að vörurnar fari út á land með skipum Eimskips. Þetta hefur verið innifalið í töxtum okkar frá upphafi. Eimskip fer því vísvitandi með rangt mál, þegar það hamrar á því sí og æ í fjölmiðlum, að Bifröst bjóði ekki upp á fram- haldsfragtir." En hvernig er útlitið nú, þegar Eimskip er komið í rúmlega 1.300 dollara? • Er Eimskip að losa sig við keppinaut? „Við erum satt að segja mjög Hagræðing í framkvæmd — öllum farartækjum, stórum og smáum ekið til og frá borði. Bifröst rauf áralanga ein- okun aknenningi til hagsbóta — segja Bifrastarmenn, sem hafa hug á að kaupa nýtt fhitningaskip uggandi," sagði Finnbogi Gíslason framkvæmdastjóri. „Við erum ekki búnir að taka ákvörðun um það, hvort við lækkum farmgjöld okkar til jafns við Eimskipafélag- ið. En lækkum við farmgjöld okkar gagnvart varnarliðinu, er ljóst, að Islendingar munu einnig njóta lækkunarinnar. Vissulega getur niðurstaða okkar orðið sú, að þetta sé hreinlega ekki hægt. Ef sú varður raunin, förum við í Evrópu- siglingar. Það væri vissulega mikill skaði fyrir íslenzka farm- flytjendur, ef Eimskip tækist með gjörsamlega óraunhæfum undir- boðuna að losa sig við keppinaut á leiðinni milli íslands og Banda- ríkjanna, því að þá er aftur komið að einokuninni, sem brotin var á bak aftur fyrir aðeins tæplega ári.“ „Það er alveg ljóst," sagði Finnbogi Gíslason, „að í því ástandi efnahagsmála, sem við búum í er í raun enginn grundvöll- ur fyrir lækkunum sem þessum. Við skulum rétt hugleiða, hvað gerzt hefur á þessum tíma frá því er Bifröst hóf siglingar milli íslands og Bandaríkjanna. Allur reksturskostnaður hefur stórlega hækkað hér innanlands og erlend- is hefur verið verðbólga, þótt hún sé að vísu hæg, sé hún borin saman við okkar. Dollarinn hefur lækkað á alþjóðagjaldeyrismark- aði og eigi menn síðan að segja, að sú breyting, sem gámaflutningar hafa í för með sér, geri útslagið, þá er það ekki rétt, því að gáma- flutningar eru mun eldri en þessi lækkunarþróun. • Markmiöið er hagkvæmari kjör almennings Yfirlýsing forstjóra Eimskipa- féigsins í Morgunblaðinu á fimmtudag, þar sem hann segir: „Því höfum við sagt öllum okkar viðskiptavinum, að ef þeir geti fært sönnur á að aðrir flytji vörur á lægra verði en við, verðum við að mæta slíkri samkeppni, því að öðrum kosti myndum við missa flutningana“ — er Eimskipafélagi Islands til vansæmdar. Þessi yfirlýsing er ekki í anda frjálsrar samkeppni, þar sem inntakið er, að enginn megi flytja vörur til og frá landinu nema Eimskip." Að lokum vildu þeir félagar taka undir það sjónarmið, sem fram kom í leiðara Morgunblaðsins hinn 10. ágúst síðastliðinn í ljósi þess, að Bifröst hafi rofið áralanga einokun Eimskipafélagsins, öllum almenningi til hagsbóta — eins og þeir komust að orði. Þar hefði verið sagt, að skipafélögin ættu að „stefna fast og ákveðið að því marki, að samkeppni þeirra l'eiði til hagkvæmari kjara fyrir okkur Islendinga en ella mundi. Almenn- ingur gerir kröfu til þess, að skipafélögin sameinist um þetta mikilvæga markmið." Efra þilfar Bifrastar, sem ætlað er flutningavögnum. Bflar á vörugeymslusvæði Bifrastar í Hafnarfirði. SKIPAFÉLAGIÐ Biíröst stendur nú um þcssar mundir íyrir 14. ferð sinni til Bandaríkjanna með vörur, en félagið rckur skipið Bifröst, sem er svokallað „roll on. roll off“-skip, sem er þannig að unnt cr að aka til og frá borði um skut skipsins. Tilkoma þessa skips hefur haft í för með sér, að Eimskipafélag íslands hefur lækkað fragtflutninga sína í verði milli íslands og Bandaríkjanna allverulega eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu nú síðustu daga. Stjórnendur félagsins eru nú um þessar mundir að undirbúa kaup á nýju skipi fyrir félagið, sem smíðað er í Noregi og er það fjögurra þilfara skip með opinn skut eins og Bifröst. Morgunblaðið átti nú í vikunni samtal við forráðamenn Bifrastar. Þóri Jónsson stjórnarformann, Ingimund Sigfússon stjórnarmann og Finnboga Gíslason, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Bifröst hefur nú komið sér upp aðstöðu í Hafnarfirði og hefur þar til umráða 17 þúsund fermetra lóð við Oseyrarbraut í suðurhöfninni, þar sem gerð hefur verið löndunarbrú, svo að unnt sé að ferma og afferma skipið á þann hátt, sem það er smiðað fyrir. Hefur félagið á leigu þar stóra skemmu auk- þess sem það hefur þegar girt það geymslusvæði, sem það hefur til afnota við höfnina. • Reksturinn hefur gengið mjög vel Að sögn þeirra félaga hefur rekstur Bifrastar gengið mjög vel, en skipið hefur þegar farið 13 ferðir milli Bandaríkjanna og íslands frá því er starfræksla þess hófst. Fyrst eftir að skipið var keypt var það í leiguflutningum fyrir erlenda aðila í 7 'k mánuð, en nú þegar hefur skipið flutt til íslands um 800 bifreiðar, vélar og flutningatæki, þungavinnuvélar, auk annars varnings frá Banda- ríkjunum. M.a. hefur það flutt talsvert fyrir varnarliðið. Þórir Jónsson sagði, að það farmgjaldastríð, sem nú væri hafið á flutningum til og frá Bandarikjunum væri í raun til þess gert að reyna að koma Bifröst út af markaðinum. Eimskipafélag- ið hefði lækkað flutningsgjöld sín gagnvart varnarliðinu. „Leikurinn er augljóslega gerður til þess að losna við keppinaut, rétt eins og gert var á sínum tíma gagnvart Jöklum h.f.,“ sagði Þórir Jónsson. • Niðurgreiddir Ameríkuflutningar Þá sögðu þeir forsvarsmenn Bifrastar, að tap þjóðarbúsins í minnkuðum gjaldeyristekjum vegna þessara farmgjaldalækkana væri ekki um 900 milljónir króna eins og fram hefði komið í fréttum. Tapið í gjaldeyri væri nær 1.100 milljónum króna á ári, sem kæmi varnarliðinu og Banda- ríkjastjórn til góða. „Það var ekki ástæða til þess að lækka úr 2.300 dollurum fyrir hvern 20 feta gám, því að það var í raun sanngjarnt • Bifröst hefur aldrei undirboðið Eimskip En hvers vegna stendur Bifröst í þessum undirboðum ásamt Eim- skipafélaginu — hvers vegna undirbjóða félögin hvort annað? Þessari spurningu svöruðu þeir með því, að Bifröst hefði aldrei undirboðið Eimskipafélagið. Upp- haflega hafi Bifröst verið stofnuð vegna þess að nokkrir aðilar, sem nutu þjónustu Eimskipafélagsins hefðu verið óánægðir með hana, bæði með meðferð varningsins og eins með farmgjöld enda engin virk samkeppni og því ekki við góðu að búast. Þeir kváðu það staðreynd að þjónustan hefði öll batnað mjög við tilkomu Bifrastar, en Eimskipafélagið hefði sjálft riðið á vaðið og lækkað farmgjöld á bifreiðum um 25% og uppskipun um 40%. Bifröst hefði aðeins auglýst sama verð. Hins vegar sögðu þeir það ekki tilviljun, að Eimskip lækkaði rétt í þann mund, er fréttist af því að kaupa ætti skip af „ro/ro-gerð“. Þetta væri staðreynd, hvað sem liði endur- teknum yfirlýsingum um hið gagnstæða. Síðan hefði það gerzt, að frá því í maí síðastliðnum hefðu farmgjöld milli Islands og Banda- ríkjanna lækkað um 50%, úr 2.309 dollurum hver 20 feta gámur í 1.750 dollara og síðan nú í 1.312,50 dollara, sem þeir félagar töldu allt of lágt verð og mjög hæpið að stæði undir þeim rekstri, sem fylgdi flutningum milli Bandaríkj- anna og íslands. Þegar og Eim- skipafélagið lækkaði í 1.750 doll- ara var það aðeins gagnvart Finnbogi Gíslason framkvæmdastjóri verð. Augljóst er, að farmgjöld á leiðinni Island /Evrópa eiga að niðurgreiða flutninga milli Banda- ríkjanna og Islands og þau gera það eins og nú er háttað, því að hlutföll farmgjalda milli Evrópu og Íslands annars vegar og Banda- ríkjanna og íslands hins vegar hafa raskazt verulega við þessar breytingar. T.d. kostaði að flytja amerískan bíl frá Bandaríkjunum 102 þúsund krónur 1976 og sams konar bíl frá Þýzkalandi 51 þúsund krónur. í dag kostar þessi sami flutningur frá Bandaríkjun- um 148 þúsund krónur, en frá Þýzkalandi 135 þúsund krónur," sögðu þeir félagar. varnarliðinu en ekki gagnvart Islendingum, sem sendu vörur með félaginu. Svar Bifrastar var að lækka einnig í 1.750 dollara. Hins vegar fór Bifröst í þessu tilfelli lengra í ákvörðun sinni, þar sem félagið lækkaði farmgjöld til íslenzkra framflytjenda um 25%. • Sanngjart, aö íslendingar sitji við sama borö og varnarliöiö Morgunblaðið spurði þá félaga í ljósi þess, að þeir fullyrtu, að þeir hefðu aldrei undirboðið Eimskipa- félagið í þessu farmgjaldastríði, hvort það væri ekki röng staðhæf- ing vegna þessa. Undirboð hefði átt sér stað frá hendi Bifrastar á farmgjöldum er lutu að flutning- um fyrir íslendinga. Ingimundur M/s Bifröst Sigfússon kvað fráleitt að tala um undirboð í þessu tilfelli. Siðferði- lega hefði stjórnendum Bifrastar ekki fundizt hægt, að íslendingar og Bandaríkjamenn sætu ekki við sama borð — ef Bandaríkjamönn- um væru boðin ákveðin kjör, yrði einnig að gefa Islendingum kost á þeim. „Ásakanir Eimskipafélags- ins um undirboð Bifrastar eru mjög alvarlegar, ekki sízt vegna þess, að þær eru endurteknar æ ofan í æ í fjölmiðlum, þrátt fyrir að forráðamenn þess hljóta að gera sér grein fyrir að þeir fari með rangt mál. í nóvember 1977 fór m/s Bifröst í sína fyrstu ferð til Bandaríkj- anna á vegum Skipamiðlunar Gunnars Guðjónssonar, en skipa- miðlunin hafði þá skráð farmgjöld nákvæmlega samhljóða farm- gjöldum Eimskipafélagsins. Eim- skipafélagið hafði farið fram á 10% hækkun farmgjalda frá og með 1. nóvember 1977, en ekki hirt um að hafa um það samráð við skipamiðlunina, sem þess vegna hækkaði ekki sína taxta. Skylt er gagnvart bandarískum lögum, að tilkynna allar hækkanir á farm- gjöldum til Bandaríkjanna með 30 daga fyrirvara. Þetta ákvæði laganna er til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða nokkur önnur farmgjöld en þau sem skráð eru. Tilgangur löggjafans er að koma í veg fyrir að hægt sé að drepa af sér samkeppnisaðila. Frá því er Bifröst lét skrásetja farm- gjöld sín í Bandaríkjunum hinn 1. janúar 1978 og hóf flutninga á eigin vegum, hafa farmgjöldin ávallt verið samhljóða farmgjöld- um Eimskipafélagsins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.