Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 Sundrung í Einingu á Akureyri: Starfsm aður félagsins rekinn að frumkvæði annars starfsmanns r Agúst Petersen sýnir á Akureyri Ákúsí F. Petersen opnar í dag, laugardag, málverkasýningu í Gallerý Háhól á Akureyri og stendur sýningin fram á næstu^ helgi. Að undanförnu hefur staðið yfir sýning á verkum Ágústar á Kjarvalsstöðum í Reykjavík, en þar var með fylgjandi mynd tekin. Ríkisstjórnin stadfestir tillög- ur Saudf jársjúkdómanefndar — Á fundi ríkisstjórnarinnar var fallizt á tillögur Sauðfjár- sjúkdómanefndar um nauðsyn- legar f járveitingar til aðgerða og fébóta vegna riðuveikinnar, sagði Steingrímur Hermannsson land- búnaðarráðherra í samtali við Mbl. — Ekki var tekin afstaða til einstakra þátta tillagna nefndar- innar nema hvað varðar varnar- girðingarnar og niðurskurð á Brú á Jökuldal, en skoða þarf nánar hugmyndir um niðurskurð á öðr- um svæðum. Sérfræðingur sauð- fjársjúkdómnefndar og dýralækn- ir eystra munu gera nánari tillögur og kemur ma.a til greina að lóga öllu sjúku fé á stærra svæði en talað hefur verið um, en síður lóga heilu hjörðunum á bæjunum. Steingrímur sagði að fénu sem lóga ætti yrði lógað nú í lok sláturtíðarinnar. ÞAU TÍÐINDI gerðust nýlega á almennum félagsfundi í verka- lýðsfélaginu Einingu á Akureyri, að einum starfsmanna félagsins var vikið úr félaginu. Starfsmað- urinn sem hér um ræðir, er Sævar Frímannsson, en tillöguna bar upp samstarfsmaður hans á skrifstofu verkalýðsfélagsins, Þorsteinn Jónatansson. Er Morgunblaðið hafði samband við Þorstein í gær, vildi hann lítið úr málinu gera, en sagði að árlega væru strikaðir út af félagaskrá Einingar eitt til tvö hundruð manns, þó það væri að vísu ekki fyrir félagsfund eins og nú hefði gerst. Ástæður þess að menn væru strikaðir út af félagaskránni, væru aðallega tvenns konar: Að menn væru farnir að vinna aðra vinnu en þá sem undir verkalýðsfélagið heyrði, eða þá að skuldir félags- manna við félagið væru orðnar óeðlilega miklar. Hvað mál Sævars varðaði, sagði Þorsteinn að árum saman hefði hann ekki uppfyllt þau skilyrði sem gerð væru til að menn gætu verið í félaginu. Sævar Spá Vinnuveitendasambandsins um verdlagsþróunina: 57% hækkun frá 1. sept- ember til ársloka 1979 Hér fer á eftir verðlagsspá hagdeildar Vinnuveitendasam- bands íslands, sem hún gerði f samvinnu við Framleiðni sf. og vitnað er til í fréttatilkynningu VSÍ sem birtist á öðrum stað f blaðinui Hagdeild Vinnuveitendasam- bands Islands hefur í samvinnu við Framleiðni sf. gert spá um þróun framfærsluvísitölunnar og launa og þróun dollaragengis til loka ársins 1979. Meðal þeirra forsenda sem lagðar eru til grundvallar spánni er að vísitölubætur á laun verði greiddar samkvæmt núgildandi vísitölukerfi allt næsta ár, en ekki verði um grunnkaupshækkanir að ræða. Samkvæmt niðurstöðum spárinn- ar mun framfærsluvísitalan hækka um 42.9% frá 1. nóvember n.k. til 1. nóvember 1979 og laun hækka um 57% frá 1. september s.l. til ársloka 1979. Gert er ráð fyrir, að gengi dollarans hækki um 58% frá því sem nú er og til áramóta 1979-1980. Af þessu má ráða, að að óbreyttu núverandi vísitölukerfi muni reyn- ast ókleift að stemma stigu við þeirri 40—50% verðbólgu sem hér hefur geisað. Því er mikið í húfi að samkomulag takist um endurskoð- un vísitölunnar. Hér á eftir fylgja forsendur spárinnar sem og niðurstöður henn- ar: Forsendur 1. Engar grunnkaupshækkanir á árinu 1979, en óbreytt vísitölukerfi. 2. Niðurgreiðslum frá 1. sept. verður haldið áfram í núverandi formi, en engar frekari niður- greiðslur 1. des. 3. Viðskiptakjör verði svipuð og á síðasta ári. 4. Að fiskverð frá 1. okt. 1978 hækki um,8% eða sama og meðal- hækkun launa í fiskvinnslunni. 5. Spáin gengur út frá sömu hækkun á fiskverði og launahækk- unum fiskvinnslufólks. 6. Að fiskvinnslan verði rekin með 2% halla eftir vaxtalækkun. 7. Gengið er út frá að 8% fiskverðshækkun 1. okt. verði greidd 1979 verði Verðjöfnunarsjóður tónj- úr Verðjöfnunarsjóði, fram til ur og þá verði að koma til 12.5% ársloka 1978. gengisfelling, það vill segja rúmlega 8. Gengið er út frá að í janúar 14% hækkun á erlendum gjaldeyri. F-vísitála, stip.. 1.8. 1978 HHl.fi 1.11. 1978 1218 1.2. 1973 1329.4 l.b. 1979 1435.1 1.8. 1979 1581.4 í.n. 1979 1741.0 Itikk.jn lt’ á 1 ’—V-Tl; i i <" • 111 ■' .ii’sr.ruiKlvL.* 1.1 ,i. i 1.2. 1977 1.2. 1978 = 37.2% Haunveruleiki I 1.5. 1977 1.5. 1978 = 42.8% - J 1.8. 1977 1.8. 1978 = 52% - j 1.11. 1977 i lD '-0 co = 45% Spá I 1.2. 1978 1.2. 1979 - 42% - 1 | 1.5. 1978 1.5. 1979 = 37.5% - 1 1.8. 1978 CC '•J = 36,1% - 1 1 í.n. 1978 1.11. 1979 = 42.9% - 1 Ijriun. I 1.5. 1977 100.0(1(1 1 22.6. 1977 120.500 1 1.9. 1977 124.020 1.12. 1977 138.339 I 1.3. 1978 147.717 I 1.6. 1978 168.332 1 1.9. 197» 184.484 I 1.12. 1978 202.934 10% launahækkun £ I 1.3. 1979 221.198 9% 1 1 1.6. 1979 238.894 8% 1 I 1.9. 1979 262.783 10% I I 1.12. 1979 289.062 10% 1 I Ilækkun launa frá 1.5. 1977 - 1, .12. 1979 = 189%. 3 DolldraRenp.i, 1 20.9. 1978 307.90 I 1.1. 1979 349.70 (Hækkun á gjaldeyri 14.08%) I 1.6. 1979 406.20 (llækkuri á gjaldeyri 16.15%) 1 1.10. 1979 444.80 (HEkkun á gjaldeyri 9.5%) 1 1 1.1. 1980 487.00 (Ilfkkun á gjaldeyri 9.5%) 8 ynni á skrifstofu, þrátt fyrir að hann væri í hlutastarfi sem dyravörður í Sjálfstæðishúsinu, og því ætti hann að vera í félagi verzlunar- og skrifstofufólks. „Þetta eru ástæður þess að tillagan var borin upp, en við Sævar erum ágætis kunningjar, og mér líkar ágætlega að vinna með honum," sagði Þorsteinn að lokum, og útilokaði þar með að um væri að ræða persónulegan ágreining þeirra tveggja. Þá leitaði Morgunblaðið einnig til Sævars, og hafði hann þetta um málið að segja: „Ég veit hreinlega ekki hvort ég var rekinn úr félaginu eða ekki á fundinum á sunnudaginn. Ég var sjálfur ekki á fundinum, og hef ekki séð neinar bókanir um þetta atriði, en hef heyrt að á fundinum hafi verið borin upp tillaga um að ég yrði strikaður út af félagaskrá. Það var gert eftir því sem ég hef heyrt og mér vikið úr félaginu, en hart mun hafa verið á því. Ástæða þess að ég þótti ekki æskilegur í félagið var víst sú að ég er lærður iðnaðarmaður og þó svo að ég starfi hjá veitingahúsi að hluta sem dyravörður og að hluta hjá félaginu, þá þótti ekki tækt að lærður iðnaðarmaður væri í félag- inu. Það skipti greinilega engu máli þó öll mín gjöld fari til Einingar, en ekki annarra verka- lýðsfélaga. Ég sótti um inngöngu í Einingu á síðasta vetri og var tekinn í félagið án þess að því væri mótmælt. Nú er ég ekki lengur æskilegur félagsmaður, en ég verð að segja, að mér finnst fráleitt að maður sem lærir til einhverrar iðnar, en gerist síðan verkamaður við höfnina fær ekki að vera í verkalýðsfélagi eins og Einingu. Morgunblaðið náði í gærkvöldi einnig tali af Jóni Helgasyni, formanni Einingar, en hann var þá staddur í Reykjavík. Jón sagði að fundurinn sem hér um ræðir hafi verið mjög fámennur og varla ályktunarfær. Sagði Jón að mál Sævars yrði tekið fyrir á stjórnar- og trúnaðarráðsfundi í Einingu á morgun, og fram að þeim fundi vildi hann sem minnst tjá sig um málið. Sagði Jón þó, að hann teldi Sævar fyllilega eiga rétt á því að starfa innan félagsins sem full- gildur félagi, enda ynni hann að hluta til við vinnu sem félli undir Einingu, og að hluta til starfaði hann sem fulltrúi félagsins á vinnustöðum. „Á þeirri forsendu var hann tekinn inn í félagið á sínum tíma“ sagði Jón ennfremur. Að lokum sagði Jón að hann teldi að á fundinum hefðu verið innan við þrjátíu manns þegar atkvæða- greiðslan fór fram, en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið fyrr en eftir fundinn á morgun, sunnudag. Þess má að lokum geta, að þeir Sævar og Þorsteinn, starfsmenn Einingar, voru báðir í framboði til bæjarstjórnar á Akureyri í vor, Sævar fyrir Alþýðuflokkinn en Þorsteinn fyrir Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna. Glasgow-flugið: Viðræður við Breta í janúar Ákveðið hefur verið að viðræð- ur milli brezkra og íslenzkra flugmálayfirvalda um flug milli Kaupmannahafnar og Glasgow fari fram í London í janúar næstkomandi. Viðræður þessar eru í framhaldi viðræðna sem fram fóru hér á landi sl. vor og fjölluðu um umsókn British Airways um flug á leiðinni Glasgow — Kaupmanna- höfn, sem Flugleiðir hafa flogið á í mörg ár. Munu fulltrúar flugfélag- anna og flugmálayfirvalda land- anna taka þátt í viðræðunum. Ólögmæt kosning í Reykholtsprestakalli Talin hafa verið atkvæði í prestskosningum í Reykholts- prestakalli í Borgarfirði. Á kjör- skrá voru 325, 131 kaus og hlaut umsækjandi, sr. Kolbeinn Þor- leifsson, 12 atkvæði. Auðir seðlar voru 118 og einn ógildur. Kosning- in var ólögmæt. Fjölnir FUS í Rang- árvallasýslu 40 ára FJÖLNIR, félag ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu, verður 40 ára á sunnudag, 29. október, en afmælisins verður minnst með hátfðarfundi í dag, laugardag, á Hellu. Á hátíðarfundinum verður saga félagsins rakin en stofnendu; félagsins voru 138 en nú eru félagar þess tæplega 300. Núverandi formaður félagsins er Hilmar Jónasson, Hellu, en fyrsti formaður félagsins var Leifur Auðunsson, Dalseli. Á hátíðarfundinum verður saga félagsins eins og fyrr sagði rakin og verður sú frásögn flutt í þrennu lagi. Hilmar Jónasson, núverandi formaður félagsins, segir frá sögu félagsins almennt, Ingólfur Jóns- son, fyrrverandi ráðherra og einn stjórnarmanna í fyrstu stjórn félagsins, segir frá aðdraganda að stofnun félagsins og starfsemi þess fyrstu árin og Jón Þorgilsson, formaður Kjördæmasamtaka sjálfstæðismanna á Suðurlandi og formaður Fjölnis 1948 til 1963, segir frá starfsemi ungra sjálf- stæðismanna og annarra sjálf- stæðisfélaga í Suðurlandskjör- dæmi fyrr og nú. Sem fyrr sagði var Leifur Auðunsson, Dalseli, fyrsti formað- ur Fjölnis en auk hans áttu sæti í fyrstu stjórninni Kristján Gunnarsson, Marteinstungu, rit- ari, Ingólfur Jónsson, Hellu, féhirðir, og meðstjórnendur voru Bogi Nikulásson, Hlíðarbóli, Ragnar Jónsson, Hellu, Þórður Loftsson, Bakka, og Magnús Guðmundsson, Mykjunesi. Núverandi stjórn Fjölnis skipa Hilmar Jónsson, Hellu, formaður, Gunnar Jóhannsson, Ásmundar- stöðum, varaformaður, Gunnar Húbner, ritari, Jón Thorarensen, gjaldkeri, og meðstjórnendur eru Oli Már Aronsson, Óskar Jónsson og Sævar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.