Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 Guðmundur H. Garðarsson: Lífeyrissióður Islands Svo sem skýrt hefur verið frá í Morgunhlaðinu hafa þingmennirnir Guðmundur H. Garðarsson, Oddur Ólafsson, Eyjólfur K. Jónsson og Guðmundur Karlsson lagt frm á alþingi frumvarp til lag um Lífeyrissjóð íslands. I frumvarpinu er gert ráð fyrir stofnun eins lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs íslands, sem leysa skal af hólmi þá 95 lífeyrissjóði, sem núna starfa í landinu á vafasömum grundvelli. Þessi lífeyrissjóður á að starfa á grundvclli gegnumstreymis, þ.e. iðgjöld hvers tíma eru notuð til þess að greiða lífeyrir beint til lífeyrisþeganna. Þannig verði horfið frá því kerfi söfnunar, sem hinir fjölmörgu lífeyrissjóðir starfa eftir á pappírunum. en fær ekki staðist til lengdar í þcirri óðaverðbólgu, sem hér hefur geysað og grandar sérhverri söfnun. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu eru höfuðmarkmið þess eftirfarandii 1. Að tryggja öllum, sem eru komnir á ellilífeyrisaldur, að lokinni starfsævi viðunandi og mannsæmandi lífsviðurværi. 2. Að veita örorkulífeyrisþegum öryggi og viðunandi tryggingarbætur. 3. Að auka barnalífeyri og bæta aðstöðu þeirra, scm verr eru settir í þjóðfélaginu. 4. Að tryggja konum fæðingarlaun. 5. Að einfalda lífeyriskerfi þjóðarinnar og útrýma misrétti. Hér fara á eftir kaflar úr ræðu Guðmundar H. Garðarssonar (S), fyrsta flutningsmanns frum- varpsinsi er hann mælti fyrir frumvarpinu síöastliðinn mið- vikudg í efri deild alþingis. A 97. löggjafaþingi í ársbyrjun 1976 lagði ég fram í neðri deild frumvarp til laga um Lífeyrissjóð Islands, sem var efnislega svipað. því, sem hér er til umræðu. Fyrrnefnt frumvarp náði ekki fram að ganga og hafnaði í nefnd. Nokkrar umræður urðu um það í neðri deild á sínum tíma og fékk frumvarpið allgóðar undirtektir, en þrátt fyrir það náði það ekki fram að ganga. Að vissu leyti var það skiljanlegt á sínum tíma vegna þess að hér var á ferðinni frumvarp til laga, sem fól í sér algjöra umbyltingu í lífeyrismál- um þjóðarinnar. Hugmyndir, sem brutu í bága við skoðanir og hefðbundnar venj- ur í þessum efnum. Þar var því vart við því að búast að jafn róttækar breytingar, þótt þær sköpuðu allt annan og betri lífeyrisgrundvöll fyrir meginn þorra lífeyrisþega, fengju hljóm- grunn hjá útvörðum gamla úrelta kerfisins, eða þeim, sem annað hvort geta ekki né vilja viður- kenna nauðsyn þeirra breytinga, sem hér um ræðir. Hvað sem því líður, hafði frumvarp um Lífeyris- sjóð Islands, sem lagt var fram árið 1976, mjög mikil áhrif, bæði beint og óbeint. • í fyrsta lagi færði það mönnum heim sanninn um það, að unnt væri að setja á laggirnar einfalt og réttlátt ellilífeyriskerfi, sem tryggði öllum landsmönnum aðgang að verðtryggðum ellilíf- eyri á grundvelli ævitekna, án þess að útgjaldabyrði þjóðar- innar ykist. • í öðru lagi vísaði frumvarpið veginn um nýjungar í trygging- armálum sem hefðu haft geysi- legan sparnað í rekstri og útgjöldum vegna þessara mála. • í þriðja lagi var uppbygging lífeyristryggingarkerfisins á grundvelli frumvarpsins með þeim hætti, að staða konunnar, sem sjálfstæðs aðila, var virt að öllu leyti óháð starfi eða stöðu. • í f jórða lagi hleypti frumvarpið af stað jákvæðum og miklum umræðum um lífeyrismál. Um- ræðum, sem meðal annars leiddu til þess að aðilar vinnumarkaðar- ins gerðu fyrir milligöngu fyrrver- andi ríkisstjórnar með sér sam- komulag um auknar ellílífeyris- greiðslur úr Hfeyrissjóðunum. Um var að ræða ákveðna verðtrygg- ingu. • í fimmta lagi varð mönnum ljóst að brýnna aðgerða var þörf í þessum efnum og þá ekki hvað síst vegna þeirra þúsunda manna, sem voru utan þáver- andi og núverandi lífeyriskerfis. Nú er svo komið, að flest allir vilja breytingar til hins betra i þessum efnum. Og ýmsir gefa loforð um breytingar til hins betra, en fæstir hafa tekið rögg í sig og lagt fram beinar tillögur, sem fela í sér framtíð- arlausn þessara mála. Örugglega koma ýmsar leiðir til greina og skoðanir geta verið skiftar um með hvaða hætti beri að þróa núverandi kerfi með tilliti til framtíðarinnar. Ýmsir vilja hægfara breytingar og lengri tíma aðlögun núverandi kerfis við nýtt kerfi, sem stefndi í svipaða átt og felst í því frumvarpi, sem hér er til umræðu. Við flutningsmenn þessa frum- varps, en meðflutningsmenn mínir eru háttvirtir þingmenn þeir Oddur Ólafsson, Eyjólfur K. Jóns- son og Guðmundur Karlsson, leggjum hins vegar til að gengið verði beint til verks. Við leggjum til að lífeyriskerfi þjóðarinnar verði án tafar breytt á þann veg, að allir landsmenn njóti verð- tryggðs lífeyris á grundvelli ævi- tekna. Jafnframt því, sem tryggt verði að tekjulaust fólk fái ákveð- inn lágmarkslífeyri, sem verði einnig verðtryggður. A sama tíma verði lífeyrissjóðunum — gömlu mjög tekjulágir. Þetta á að tryggja að enginn fái lægri lífeyri en sem nemur 30% af vísitekjum eða helming meðallífeyris. Samkvæmt þessu frumvarpi skipta hjón með sér þeim lífeyris- réttindum, sem þau afla í sambúð- inni, enda er erfitt að meta sérstaklega vinnuframlag þess, er vinnur á heimilinu, og hins aðilans, sem aflar tekna utan heimilisins. Þessi tilhögun stuðlar að frekara jafnrétti kynjanna, þar sem húsmóðirin hefur til þessa búið við skarðan hlut. Með hlið- sjón af þessu er óþarft að hafa sérstök ákvæði um makalífeyri í frumvarpinu. Á grundvelli skattaframtala er tekjuhlutfallið fundið út. Þetta fyrirkomulag hlýtur að stuðla að því að skattframtöl verði nákvæm- ari. Með vísitekjum er gerð tilraun til að meta meðaltekjur á hverjum tíma, til þess að lífeyrir hækki í hlutfalli við aðrar tekjur. Lífeyris- þegar eiga með þessum hætti að vera tryggðir gegn áhrifum verð- lagshækkana og verðbólgu. Það, að lífeyrisprósentan í elli- og örorkulífeyri er ævitekjuhlut- fallið margfaldað með 60, þýðir, að ellilífeyrisþeginn fær 60% af meðaltekjum sínum verðtryggðar í lífeyri. Sá, sem aldrei hefur haft það verkefni sérstaklega að reikna út iðgjaldið á grundvelli tölfræði- iegra upplýsinga þar að lútandi. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að iðgjald til Lífeyris- sjóðsins verði ákveðin prósenta af heildartekjum einstaklings. Þetta verður að teljast eðlilegt, þar sem lífeyrir er einnig háður heildar- tekjum. Þá er sá háttur á hafður að viðkomandi einstaklingur greiði allt iðgjaldið sjálfur, en ekki vinnuveitandi hluta eins og nú tíðkast. Hins vegar er gert ráð fyrir þvi, að laun hækki sem nemur iðgjaldaprósentu vinnuveit- andans í núverandi kerfi lífeyris- sjóða. Búast má við því, að iðgjald vegna þeirra trygginga, sem þetta frumvarp nær til, þyrfti að vera 12,2% af heildartekjum allra einstaklinga í landinu. Breyting núverandi lífeyrissjóða í lánasjóði Lífeyrissjóður Islands mun í framtíðinni greiða öllum lands- mönnum lífeyri, ef lög þessi verða samþykkt, og í flestum tilfellum mun hærri lífeyri en núverandi sjóðir gera. Því þykir ekki rétt að láta sjóðina renna inn í væntan- legan lífeyrissjóð, heldur verði þeim breytt í lánasjóði í vörslu og Framtíðarlausn á lífeyrismálum á grundvelli gegnumstreymis höguðstólunum — breytt í lána- sjóði til að fullnægja þörf fólks fyrir fjármagn vegna húsnæðis- mála eða þarfa atvinnuveganna. Flutningsmenn gera sér grein fyrir, að hér er um viðamikið mál að ræða, er krefst nákvæmrar umræðu og samráðs við mikinn fjölda aðila. En með því frumvarpi til laga um Lífeyrissjóð Islands, sem hér er lagt fram, eru lögð drög að nýrri uppbyggingu þessara mikilvægu trygginga fyrir alla landsmenn. Hljóti frv. hljómgrunn og skilning hjá hv. Alþingi, er þess að vænta, að það taki þeim breytingum í meðförum Alþingis, er nauðsynlegar kunna að teljast til þess að lögin geti komið til framkvæmd 1. janúar 1980, svo sem ráð er fyrir gert í frumvarp- inu. Guðmundur H. Garðarsson tók fram að flutningsmenn hafi notið aðstoðar dr. Péturs H. Blöndals, tryggingarstærðfræðings, við samningu frumVarpsins. Gallar núverandi lífeyrissjóða Lífeyrissjóðirnir í núverandi mynd geta því ekki staðið við skuldbindingar sínar og veita lífeyrissjóðsfélögunum ófullnægj- andi lífeyri. Kemur þetta skýrar í ljós eftir því sem sjóðurinn er eldri og ellilífeyrisþegum fjölgar í viðkomandi lífeyrissjóði. Sem dæmi má taka Lífeyrissjóð ljósmæðra, þar sem sjóðseignin minnkaði í krónutölu árið 1977 og sjóðþurrð blasir við innan örfárra ára. Og þó greiðir Lífeyrissjóður ljóðsmæðra sjálfur óverðtryggðan lífeyri. Verðtryggingu lífeyrisins greiðir ríkissjóður. Hver tekur að sér að greiða lífeyri áfram í þessum og fleiri sjóðum, þegar gjaldþrot er orðið staðreynd? Stór hluti iandsmanna er enn ekki í lífeyrissjóði þrátt fyrir lögskipaða aðild allra launþega að lífeyrissjóði. Þá eru mjög margir einungis tryggðir að því er varðar dagvinnutekjur, sem þýðir alvar- lega vantryggingu hjá mörgum. Ymsar hugmyndir eru uppi um stofnun samtryggingakerfis lífeyr- issjóðanna, sem þróist í einn lífeyrissjóð, er stundir líða. Hætt er við að erfiðleikar við slíkt kerfi verði óyfirstíganlegir og reglur um lífeyrisgreiðslur verði það flóknar að lífeyrisþegarnir skilji ekki neitt í neinu, eins og reyndar er orðið nú þegar með samspili lífeyris frá lífeyrissjóði, samstarfssamningi lífeyrissjóða, umsjónarnefnd og Tryggingastofnun. Þetta er einn meginókosturinn við núverandi kerfi. Auk þess fær þetta kerfi ekki staðist til lengdar af margvis- legum ástæðum, svo sem vegna neiðkvæðrar ávöxtunar á fé sjóð- anna og misræmis milli iðgjalda og lífeyris. Auk þess er kerfið óréttlátt og fjöldi manna eru að miklu leyti utan kerfisins. Lífeyrisgreiðslur og lágmarksellilífeyrir Lífeyrisgreiðsla samkv. frum- varpi þessu er háð tveimur atrið- um. í fyrsta lagi byggist greiðsla á tekjum einstaklingsins um ævina og er lífeyrisprósentan mælikvarði á vinnuframlag hans. I öðru lagi er greiðslan háð svokölluðum vísi- tekjum (verðtrygging). Lífeyrisprósentan er meðaltal tekjuhlutfalla einstaklings um starfsævina, leiðréttra. Prósentan er því mælikvarði á það, hvað einstaklingurinn hefur haft að meðaltali í tekjur um ævina samanborið við samtíðarmenn sína. Leiðrétting tekjuhlutfall- anna, hækkun í 0,5 eða lækkun í 3,0, ef þau eru undir 0,5 eða yfir 3,0, er tilraun til að meta vinnu- framlag hinna tekjulitlu eða tekjulausu og um leið stuðlar hún að tekjujöfnun, því að þeir, sem hafa mjög 'háar tekjur, greiða af lífeyri sínum til hinna, sem eru neinar tekjur, fær ævitekjuhlut- fallið 0,5 og þar með lífeyri, sem er 30% af meðaltekjum á hverjum tíma. Fæðingarlaun I frumvarpi þessu er tekið upp það nýmæli að veita konum hið minnsta þriggja mánaða fæðing- arlaun, hvort sem um er að ræða konur sem vinna utan heimilis eða innan. Til þessa hafa konur búið við mjög misjöfn kjör fjárhagslega séð þegar svo hefur verið ástatt um þær sem hér um ræðir. Sumar konur njóta nú þegar þriggja mánaða fæðingarlauna, en svo eru aðrar, sem fá engar greiðslur. Til þess að leiðrétta þetta misrétti hefur verið gripið til ýmissa úrræða. M.a. hafa verið samþykkt lög frá Alþingi, sem skylda Atvinnuleysistryggingasjóð ti! að greiða fæðingarorlof til kvenna sem starfa úti í atvinnulífinu og eru aðilar að almennum verkalýðs- félögum. Þótt þessum konum hafi verið tryggt fæðingarorlof, er enn mikili fjöldi kvenna, sem flokkast ekki undir nein lög eða reglur, sem tryggja þeim fæðingarlaun. Með þessu frumvarpi er viðurkenndur réttur allra kvenna til fæðingar- launa. Samkvæmt frumvarpi þessu hljóta konur meðallaun síðustu þriggja ára í 3 mánuði við fæðingu, en aldrei þó lægra en 43.000 kr. á mánuði miðað við núverandi vísitekjur. — Fæðingar- styrkur verður greiddur áfram samkvæmt núgildandi lögum. Iðgjaldagreiðslur Grundvallaratriði þessa frum- varps varðandi tekjuöflun til þess að fullnægja þeim tryggingar- skuldbindingum, sem í frumvarp- inu felast, er, að á hverjum tíma sé lagt á iðgjald, er mæti þeim tryggingargreiðslum, sem Lífeyr- issjóður Islands á að inna af hendi. Tryggingarfræðingutn skal falið eigu þeirra aðila, sem hafa mynd- að sjóðina. Núverandi lífeyrissjóð- ir gegna veigamiklu hlutverki í peningakerfi þjóðarinnar, auk þess sem þeir hafa haft geysimikla þýðingu í húsnæðismálum. Með því að breyta þeim í lánasjóði geta þeir í nánustu framtíð fullnægt því hlutverki, sem þeir hafa gert á undangengnum árum. Hugsanlegt er, að aðilar komi sér saman um, að ákveðnar greiðslur, t.d. 1% af dagvinnulaunum, skuli renna í þessa sjóði og að útlánareglur þeirra verði víkkaðar þannig að lánað verði bæði til sjóðfélaga og þeirra fyrirtækja, er standa á bak við sjóðina. Eðlilegt er, að hinum nýju lánasjóðum verði af hinu opinbera settar ákveðnar reglur um starfsemi og lánveitingar o.fl. Verði það gert í samráði við viðkomandi eignaraðila. Þátttaka í lánasjóðunum verði frjáls. Ekki er gert ráð fyrir því, að lífeyrissjóðir sem slíkir verði bannaðir, heldur eru settar strangar reglur um starfsemi þeirra, sem koma eiga í veg fyrir að þeir geti orðið gjaldþrota. Fjármálalegar afleiðingar frumvarpsins Ljóst er að verði frumvarp þetta að lögum, munu verða miklar breytingar á fjármagnsstreymi. T.d. hætta þær greiðslur, sem ríkissjóður greiðir til Trygginga- stofnunar ríkisins. Þá minnka væntanlega iðgjaldagreiðslur til þeirra lífeyrissjóða, sem núna starfa. Þá hætta greiðslur ríkis- sjóðs og Atvinnuleysistrygginga- sjóðs til Umsjónarnefndar eftir- launa og greiðslur þess síðar- nefnda til fæðingarorlofs. Mesta breytingin er svo tekjur og gjöld Lífeyrissjóðs íslands. Hér á eftir verður gerð tilraun til þess að meta, hvernig fjárstreymi ársins 1977 hefði breyst ef frumvarpið hefði þá verið orðið að lögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.