Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 31 1. Framlag ríkissjóðs til lífeyristr. Tryggingast. ríkisins 2. Verðtrygging ríkissjóðs á Lífeyrissj. stm. ríkisins o.fl. sjóða 3. Framlag ríkissjóðs til Umsjónarnefndar 4. Framlag atvinnuleysistr. til Umsjónarnefndar 5. Greiðslur atvinnuleysistr. til íæðingarorlofs 6. Framlag atvinnurekenda til lífeyristr. Tryggingast. ríkisins 7. Framlag atvinnurekenda til lífeyrissjóða (6%) áa'tlun 8. Iðgjöld launþega til lífeyrissjóða (4%) áætlun Samtals voru lífeyrisgreiðslur 1977i 1. Tryggingastofnun ríkisins 2. Lífeyrissjóðir (áætlað) 3. Umsjónarnefnd eftirlauna 9.8 milljarðar kr. 1.3 milljaðar kr. 0.1 milljarður kr. 0.2 milljarðar kr. 0.3 milljarðar kr. 1.8 milljarðar kr. 6.6 milljarðar kr. 4.4. milljarðar kr. Samtals 24.5 milljarðar kr. 11.5 milljarðar kr. 3.4 milljarðar kr. 0.3 milljarðar kr. Fæðingarorlof nam samtals> Samtals 15.2 milljarðar kr. 0.3 milljarðar kr. Bruttótekjur 16—66 ára námu ca 223.5 milljörðum kr. 1977. Iðtpaldið til Lífeyrissjóðs íslands er áætlað 12.2% eða 27.3 milljarðar kr. Aætlaðar lífeyrisgreiðslur Lííeyrissjóðs íslands hefðu orðið 1977, ef hann hefði starfað þá, sem hér segirt EHilífeyrir = 16.2 milljarðar kr. Örorkulífeyrir, maka- og barnalífcyrir = 8.1 milljarðar kr. Fæðingarlaun = 1.0 milljarður kr. Útgjöld samtals 25.3 milljarðar kr. 1.9 milljarðar kr. Tekjur umfram gjöld Verði frumvarp þetta að lögum má áætla, að ríkissjóður og þarmeð skattborgararnir losni við fjárskuldbindingar, sem eru af svipaðri stærðargráðu og tekju- skattar eða um 11.100 milljónir króna samkv. fjárlögum 1977. Með núverandi tryggingakerfi almennra lífeyristrygginga og greiðslna í lífeyrissjóði, sem greiða margir hverjir mjög lítinn lífeyri miðað við uppsöfnun, er raunveru- lega verið að leggja á þjóðina tvöfalda skattlagningu vegna þess- ara mála, án þess að almenningur fái til baka sambærilegar lífeyris- greiðslur miðað við álögur. Þá er það mikið vafamál, að íslenskir atvinnuvegir geti staðið undir þessum tvöföldu álögum vegna tryggingarmála, sem almenna tryggingakerfið og lífeyrissjóða- kerfið er. Þar við bætist útlána- starfsemi á gífurlegu fjármagni, sem streym almenna tryggingar- kerfið og lífeyrissjóðakerfið er. Þar við bætistútlánastarfsemi á gífurlegu fjármagni, sem streymir að óverulegum hluta aftur til þeirra atvinnugreina og fyrir- tækja, sem eru uppsprettur þess fjármagns, sem safnast fyrir í lífeyrissjóðunum. Aframhaldandi þróun þessara mála til lengdar í núverandi farvegi getur gjörsamlga sporð- reist fjármála- og peningakerfi þjóðarinnar og þar með gjöreyði- lagt lífsgrundvöll þúsunda manna. Meðal annars af þessum ástæðum er nauðsynlegt, að mótuð verði ný og heilbrigðari stefna í lífeyris- sióðsmálum. Jómfrúrræða Eggerts Haukdals: Völ sé á fjölbreyttum atvinnutækifærum -Undirbúin sé löggjöf um byggingu iðngarða Sl. iimmtudag ílutti Eggert Haukdal (S) jómfrúrræðu sína á Alþingi, þegar hann mælti fyrir tillögu sinni um iðngarða, þar sem ríkisstjórninni er falið að undirbúa löggjöf um byggingu iðnaðarhúsnæðis með samstarfi einstaklinga, félagasamtaka og sveitarstjórna og með stuðningi ríkisins. Hafa skal samráð við Samb. ísl. sveitarfélaga, Iðnlánasjóð, Iðnþróunarsjóð, Byggðasjóð, Fél. ísl. iðnrekenda og Landssamb. iðnaðarmanna. Könnun þessari og undirbúningi skuli hraðað svo sem unnt sé. Ræða Eggerts Haukdals fer hér á eftir, en ýmsir þingmenn, þ.á m. iðnaðarráðherra, lýstu stuðningi sínum við málið. Aðgerðir um land allt Ég hef leyft mér ásamt háttvirt- um 5. þingmanni Suðurlands að flytja tillögu til þingsályktunar um iðngarða á þingskjali 5. A nýloknu iðnkynningarári, þar sem menn voru mjög hvattir til þess að kaupa íslenskar vörur og efla þannig íslenskan iðnað, og sem vissulega hefur haft áhrif, var einnig mjög rætt um, hvað verða mætti að öðru leiti til þess að styrkja iðnaðinn. En allir eru sammála um að hann hlýtur að taka við meginhluta þess fólks sem bætist á vinnumarkað, ef vel á að fara. Eitt þeirra atriða, er þá var rætt um, er það mál sem tillaga þessi fjallar um, þ.e. bygging iðnaðar- húsnæðis. Það er kunnara en frá þurfi að segja hversu bygging húsnæðis er stór hluti af stofnkostnaöi fyrir- tækja. Það að sveitarfélög ásamt einstaklingum og félögum með stuðningi ríkis byggi iðngarða, myndi óefað mjög létta iðnfyrir- tækjum byrjunarspor. Hér er hreyft máli sem kallar á aðgerðir um land allt og getur ef vel tekst til orðið undirstaða stórvaxandi atvinnutækifæra um breiðar byggðir landsins. Fleiri stoðir undir atvinnulífið Til þess að hægt sé að standa undir þeirri félagslegu og menn- ingarlegu velferð sem allir eru Eggert Haukdal sammála um að efla beri og viðhalda, þarf að renna fleiri stoðum undir atvinnulífið þannig að ávallt sé völ á fjölbreyttum atvinnutækifærum í þjóðfélaginu í samræmi við menntun og hæfni hvers og eins. Það má segja, að stutt sé síðan við íslendingar hófumst handa um uppbyggingu atvinnuveganna með nútímasniði og meginkrafturinn hafi farið í að byggja upp hina hefðbundnu atvinnuvegi, landbún- að og fiskveiðar. I þeim atvinnuvegum liggja enn fyrir mikil verkefni til úrlausnar og síður en svo allt fullgert enda stundum verið sótt fram meira af kappi en forsjá. Meðan þessi öra þróun í landbúnaði og sjávarútvegi hefur verið í gangi, hefur vaxið upp framleiðsluiðnaður og að sjálfsögðu þjónustuiðnaður og byggingariðnaður sem að verulegu leyti hefur verið tengdur áður- nefndum frumgreinum. Sá iðnaður hefur meira verið gjaldeyrisspar- andi iðnaður fyrir heimamarkað heldur en útflutningsiðnaður, en sem betur fer hefur iðnaður hin síðari ár sótt á erlendan markað í vaxandi mæli. Þannig að í dag er talið að í iðnaði starfi 28—29 þús. manns eða rúmlega 30% starfandi manna í landinu. í grófum drátt- um mun skipting mannaflans vera á þann veg að 11700 starfi í framleiðsluiðnaði, 4900 í þjónustu- iðnaði og 12000 í byggingariðnaði. Af þessum tölum sést hversu snar þáttur iðnaður er þegar orðinn í þjóðarbúskap íslendinga. * A undir högg að sækja íslenskur iðnaður á undir högg að sækja þar sem annars vegar er smæð hins íslenska markaðar og hins vegar öflugur iðnaður ýmissa nágrannríkja, sem stendur á gömlum merg og auk þess kröftug- lega studdur leynt og ljóst af ríkisvaldi viðkomandi landa. Þegar við stöndum andspænis því að landbúnaður og sjávarút- vegur geta ekki tekið á móti meiri mannafla svo nokkru nemi þá hljóta augun að beinast til iðnaðarins. Nú þurfum við að samhæfa krafta okkar til að létta iðnaðinum erfið spor til vaxtar og eflingar. Tillaga þessi snertir eina mikil- væga forsendu iðnþróunar sem hægt er að segja að sé samnefnari fyrir allan iðnað þ.e. að leita leiða til að auka framboð á hentugu iðnaðarhúsnæði með byggingu iðngarða. Hér er alls ekki um óþekkta leið að ræða, heldur hefur hún verið farin með góðum árangri víða erlendis þar sem hið opinbera hefur reist iðngarða, sem hafa haft víðtæk áhrif á iðnþróun í þessum löndum. Hér á landi hafa verið umræður um slíkar bygging- ar svo sem áður kom fram og hafa þær komist í framkvæmd hjá sumum sveitarfélögum með góðum árangri. Fjármagnið nýtist betur Það sem fyrst og fremst liggur að baki þessari tillögu er að magn í hlutfallslega auknum mæli til fjármögnunar nauðsynlegum véla- og tækjabúnaði og til rekstr- ar. Þá má nefna, að með samstarfi um undirbúning og teikningar og með sameiginlegu skipulagi fram- kvæmda og fjármögnunar má eflaust auka hagkvæmni hvað byggingarkostnað snertir, þótt jafnframt sé tekið tillit til marg- breytilegra þarfa iðnaðarins fyrir húsnæði. Þá má nefan hagræð- ingu, sem getur falist í samstarfi um ýmsa sameiginlega þjónustu vegna rekstrar, til dæmis sam- eiginlegt mötuneyti og félagslega aðstöðu starfsfólks, einnig notkun sérhæfðra véla og bókhaldsþjón- ustu. Þótt gert sé ráð fyrir að hér sé m.a. um leiguhúsnæði að ræða, þá á ekkert að vera því til fyrirstöðu að fyrirtækin gætu í upphafi keypt húsnæði sem byggt væri með þessum hætti eða síðar meir samkvæmt ákveðnum skil- málum, þegar þau hefðu fjárhags- legt bolmagn til. Ekki er farið út í það af tillögumönnum að benda á ákveðnar fjármögnunarleiðir s.s. hvernig hinir ýmsu sjóðir er þegar veita lán út á iðnaðarbyggingar mundu fjármagna byggingu iðn- garða eða hver þátttaka sveitar- félaga og ríkisins að öðru leyti yrði. Fjáröflun sé á hreinu En að sjálfsögðu er það grund- vallaratriði í væntanlegri löggjöf um iðngarða, ef samþykkt verður, að fjáröflun sé á hreinu og beinlínis að ríkisvaldið stuðli að því að svo sé. I þessu sambandi má benda á þátt ríkisvaldsins í endurnýjun og dreifingu togaraflotans. Hvernig sú aðgerð varð til þess að efla og styrkja atvinnulífið víða um land. Gæti ekki aðstoð rikisvaldsins við skipulega uppbyggingu iðnaðarhúsnæðis, ekki aðeins í stærri byggðarlögum heldur og á smærri stöðum, kauptúnum og í sveitum, verkað hliðstætt sem aflgjafi kröftugrar iðnþróunar, sem yrði til hagsældar byggðum landsins og þjóðinni í heild. Herra forseti Að öðru leyti vísa ég til meðfylgjandi greinargerðar. En að lokum til marks um mikilvægi þessarar tillögu til þingsályktunar um iðngarða vil ég benda á að það eru bóndi og útvegsmaður sem flytja hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.