Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 37
1 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 Áhorfendur eru yfirleitt bún- ir aö gera sér allt aðrar hugmyndir og reikna oftast meö einhverju, mér liggur við að segja yfirnáttúrulegu, peg'ar jafn frægar myndir eiga í hlut. Og hvernig kemur STAR WARS útúr þessum samanburði? Að mínu áliti Að upplifa ævintýri * Þetta gífurlega umtal hefur fyrst og fremst skapast af aðsókninni, en um þessar mundir hefur STAR WARS tekið inn tæpar 300 millj. dala í N-Ameríku einni (en sá misskilningur gerði vart við sig hérlendis, að myndin hafi hesthúsað „aðeins“ 74 millj., og er hann vafalaust tilkom- inn vegna auglýsingar Nýja Bíós á frumsýningardegi. I henni birtist listi úr VARIETY yfir 50 mest sóttu myndirnar vestan hafs í dag, og þar stóð cfangreind tala. En hins ber að gæta að umræddur listi er byggður á úrtaki af markaðnum í N-Ameríku og spannar að- eins yfir röskan þriðjung hans). Frægar og umtalaðar myndir eiga jafnan mun erfiðara uppdráttar en hinar, sem litlar sögur fara af. NÝJA BÍÓ: STAR WARS Það er mannskepnunni ekki svo afleitur vitnisburður að hún hefur nú séð til þess að ævintýramyndin STAR WARS er orðin lang-vinsæl- asta mynd nútímans, reyndar eru yfirburðir hennar yfir næstu piynd slíkir að metið verður ekki slegið í bráð. Leyndardómur velgengninn- ar er fyrst og fremst sá að STAR WARS er ein af sárafáum myndum þessara tíma sem hafa náð því torsótta marki að fylla hjarta áhorfandans ómengaðri ánægju — barnslegri gleði sem blundar í barmi okkar flestra, vona ég, en á ærið örðugt uppdráttar í kaldranalegu umhverfi nú- tímaþjóðfélags. Og til að geta notið myndarinnar er galdur- inn allur sá að gefa sig þessari einstöku fantasíu á vald og lifa sig inn í fáránleg- an efnisþráðinn — líkt og yfir ævintýrabókunum og hasarblöðunum hér í eina tíð. Svo mikið hefur verið rætt og ritað um STAR WARS á því röska ári sem liðið er frá því að myndin var frumsýnd, að ekki er ástæða til að bæta þar miklu um. Efnisþráðinn kannast örugglega flestir við þegar þessar línur birtast. mjög vel — ef fólk hefur það hugfast sem í upphafi var skrifað — að hér er á ferðinni fantasía, ævintýri, sem ein- ungis er ætlað að gleðja og skemmta áhorfandanum og tekur sig aldrei hátíðlega. Tæknilega er STAR WARS „minni háttar“ kiassík (eins og CLOSE ENCOUNTERS...), allir leikmunir, svið og búningar eru framandi og forvitnilegir, draga ljóslifandi upp töfr- andi teiknisöguveröld. Tón- list John Williams (Oscars- verðlaun) er sérstakur kapí- tuli og setur hann i fremstu röð í hópi þeirra fjölmörgu, frábæru tónlistarmanna, sem starfa við kvikmyndir í dag. Leikstjórn Lucas er blátt áfram og í anda ævintýrisins, sömuleiðis er handritið sem er einfalt — bergmál þeirrar veraldar, sem það er sprottið úr: teiknimyndablöðum og ævintýramyndum frá ýmsum skeiðum kvikmyndanna. Það býður því ekki uppá dramat- ísk tilþrif, enda ekki ætlunin, leikararnir eru „fígúrur" í risavöxnu ævintýri og er val þeirra óaðfinnanlegt. í stuttu máli: STAR WARS er ein skemmtilegasta mynd síðari ára. Góða skemmtun. Ánæstunni TÓNABÍÓ: LET IT BE Núna eftir helgina verður frumsýnd hér hin þekkta „live" mynd Bítlana. LET IT BE. Eins og flestum er kunnugt þá var það einmitt þessi Studio-mynd sem varð síðasti ávöxtur hinnar sögu- frægu hljómsveitar. Kærkomin. þótt hún sé nokkuð á eftir áætlun. Atriði úr lokakafla Bítla- ævintýrisins — mvndinni LET IT BE I I i i i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.