Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 Adolf Karlsson fram- kvœmdastj. -Minning Fæddur 15. apríl 1916. Dáinn 21. október 1978. Þegar kunningjar, vinir eða ástvinir hverfa okkur á vald dauðans, erum við sjálf tekin að deyja. Á meðan allt virðist leika í lyndi, verður fæstum okkar hugs- að til þess, að þennan örlagadóm hafi alveldið kveðið upp yfir okkur þegar með lífsgjöf, og að við sjálf hljótum að fylgja á eftir, þegar því hugnast að þóknast sér sjálfu. Óvæntum sviptibyljum í mann- legri tilveru gerum við okkur því ekki nema óljósa grein fyrir á meðan okkur sjálfum er léð heilsa og hamingja, sem við öll höfum að misjafnlega skilyrtu láni. Við gefum okkur þess vegna ekki heldur tóm til að íhuga, að lífið er skuld, sem ekki verður að fullu greidd nema með dauða, alveg án tillits til þess, hvernig lífinu hefir verið lifað. Að öðru leyti eru okkur dulvegir lífs og dauða í meginatriðum ókunnar slóðir. I þeim efnum vitum við það eitt með fullri vissu, að allt, sem lífsanda er gætt, hlýtur að deyja. Um stað og stund skuldaskila vitum við ekki neitt fyrir víst; hvorki getum né megum vita neitt. Þessi skipan örlaganna hlýtur að vera okkur fyrir beztu, að öðrum kosti væri þessu ekki á þennan veg farið. Þrátt fyrir þetta verða viðbrögð okkar flestra við því, sem ekki verður undan vikizt, oftast með svipuðum hætti. I vanmætti okkar og umkomuleysi undrumst við og fyllumst söknuði, þegar kærir kveðja. Sumum okkar verður jafnvel á að efast um réttmæti örlagadómsins og spyrja í ein- feldni: Hvers vegna? Þetta verður ósjálfrátt þó að við eigum að vita, og okkur beri að trúa, að í dómnum felst, með einum eða öðrum hætti, líkn öllu, er líður og þjáist. Reyndar væri ekki sannleikan- um samkvæmt, ef ég léti í veðri vaka, að mér hafi komið rauna- fregnin um andlát Adolfs Karls- sonar, góðvinar míns allt frá ungdómsárum, á óvart. Báðir höfðum við búizt við ótímabærri burtköllun hans um allmargra ára skeið, þótt við hefðum ekki þar með talið okkur gefið að öðlast hennar nánari skil, né heldur þess, hver eða hverjir kynnu að hlýða kalli áður. Ótti okkar var reistur á vitneskjunni um langvarandi • og þjakandi heilsuleysi hans, sem okkur fannst vonlítið um, að breytzt gæti til batnaðar. Vegna dæmalausrar og aðdáunarverðrar karlmennsku, viljastyrks og sjálfs- ögunar, undir handleiðslu sam- vizkusamra lækna, auðnaðist hon- um eigi að síður að ná þeim aldri, sem í æsku okkar var talinn hár. Við dauða sínum var hann því vel búinn og tók af æðruleysi. „Eg hef alltaf verið mikið gefinn fyrir ferðalög," mælti hann, þegar læknisrannsókn hafði farið fram og niðurstöður hennar lágu fyrir. Adolf Karlsson, framkvæmda- stjóri, er borinn verður til hinztu hvílu að lokinni minningarguðs- þjónustu í kirkju sinni, Krists- kirkju í Landakoti, var fæddur í Reykjavík hinn 15. apríl árið 1916. Foreldrar hans voru hjónin María Thejll og Karl Lárusson, kaup- maður, einn sona Lárusar G. Lúðvígssonar, skósmíðameistara og kaupmanns, sem lengi var í hópi athafnasömustu og farsæl- ustu stéttarbræðra sinna, stofn- anda stærstu skóverzlunar lands- ins, er bar nafn hans, og flestum miðaldra og eldri Reykvíkingum og fjölda annarra landsmanna er enn í minnum að góðu einu. Áður en Adolf hafði slitið barnsskónum, varð hann og fjöl- skylda hans fyrir þeirri þungu raun, að móðir hans andaðist skyndilega frá eiginmanni og stórum hópi barna, öllum á bernsku- og æskuskeiði. Aðeins þeir, sem svipað ólán hefir hent, geta gert sér nálægt fullri grein fyrir, hversu harmþrungin slík lífsreynsla ávallt er, sérstaklega tápmiklu ungviði á viðkvæmu þroskaskeiði. Enda þótt Adolf og systkini hans hafi átt því láni að fagna í óláni sínu að eiga vísa ástúð og hjálpfýsi göfuglyndra ættmenna, sem ekkert töldu standa sér nær en að verða hinum sorgmæddu styrkur og hlíf, hlaut að verða sem vildi, að hin sviplegu umskipti mörkuðu spor, sem seint hurfu, í særð hjörtu og óharðnaða skapgerð. Óþarft er að orðlengja, að öll áttu systkinin öruggt athvarf hjá föðurfólki sínu. Þau heiðurshjónin, Anna Sigurjónsdóttir og Oskar Lárusson, föðurbróðir Adolfs, tóku honum opnum örmum og ólu síðan upp í hópi sinna eigin barna af góðum efnum og atlæti, og vissi enginn til annars en að þau litu á Adolf sem eitt þeirra. Árið 1935, strax að loknu námi við Verzlunarskóla Islands-, sem hann hafði ástundað af eðlislægri skyldurækni og lokið með sóma, hóf Adolf störf við verzlun þá, er áður getur og föðurfaðir hans hafði stofnað og þeir föðurbræður hans, Óskar og Lúðvíg, höfðu tekið við af föður sínum látnum og starfrækt síðan við vaxandi vel- gengni á meðan þeim entist aldur. Hjá þeim starfaði Adolf í rösklega 23 ár, eða þangað til árið 1958, en þá voru þeir föðurbræður hans látnir, báðir fyrir aldur fram. Eftir það fannst honum hann ekká heima þar lengur, það greip hann óeirð og útþrá. Hann tók skjóta ákvörðun eins og hans var venja og brá á það ráð að leita sér starfsvettvangs víðsfjarri heima- högum. Haustið 1958 flutti hann búferl- um til Vancouver á vesturströnd Kanada. Á borgina og umhverfi hennar leizt Adolf þegar við komuna þangað ákaflega vel. En tvennt vantaði. Hið fyrra: hreint loft. „Hvergi, sem ég hefi komið, eru litirnir og loftið eins dásamlega hreint og á íslandi, og fyrir það er mikið gefandi, því það er lítið varið í að hafa fallegt umhverfi, ef það sést varla,“ segir hann í bréfi til mín fáum dögum eftir komuna. Já, og kom mér ekki á óvart, að Adolf vildi hafa allt hreint, þar sem hann var, ekki sízt andrúms- loft, og það ekki bara í veðurfars- legum skilningi. Hið síðara, sem vantaði, var atvinna, og hana var allt annað en auðvelt að fá í Kanada um þessar mundir; þú verður að skrifa fljótt, annars get ég kannske verið kominn heim áður!“, segir hann í lok bréfsins. Atvinnu varð hann að fá, ekkert gat verið honum amalegra en að vera iðjulaus. Að vinna og vinna vel — nei, óaðfinnanlega — það var honum bæði nautn og lífsfyll- ing fyrr og síðar. Og atvinnu fékk Adolf eftir tiltölulega stutta en harðsnúna baráttu, hjá ágætum manni, sem ekki mátti til þess hugsa að missa hann úr þjónustu sinni, þegar hann hafði ákveðið að hverfa heim aftur, þó að honum hafi geðjast vel bæði að vinnuveit- anda og vinnuskilyrðum. Um miðjan apríl 1959 lagði hann af stað frá Vaneouver, og „býzt ég við að fara frá N.Y. 25. apríl og verða í gömlu, góðu Reykjavík sunnudaginn 26. apríl." Á tilsettum tíma lagði hann upp frá Vancouver áleiðis til New York. Þangað kom hann fárveikur eftir 4 sólarhringa stanzlaust ferðalag með langferðabifreið, og leitaði sér þegar í stað neyðar- hjúkrunar í nokkra daga, en jafnaði sig furðufljótt. Heilsan, sem aldrei hafði verið sterk, var á þrotum. Eftir heimkomuna varð fyrst fyrir að setja sig niður á ný og útvega sér atvinnu. Enginn, sem Adolf þekkti, efaðist um, að hvort tveggja myndi verða auðvelt úr- lausnar, og er ástæðulaust að geta annars í því sambandi en að í störf var hann alls staðar eftirsóttur. Störf fékk hann enda meiri og ábyrgðarþyngri heldur en hollt reyndist honum sjálfum. Adolf Karlsson, góðvinur minn um áratugi, hefir nú lokið erfiðri göngu. Hann hlaut þjáningaminna and- lát en ástæða hafði verið til að óttast í upphafi banalegu hans. Kallið kom að morgni hins 21. þ.m. í Landspítalanum. Góðvinurinn, sem nú er genginn, var ekki vanur að spyrja, hvað kæmi næst, heldur um hitt, hvort gerðin eða ákvörðunin væri hrein og rétt, því að hann var sannfærð- ur um, að afleiðing alls, sem var hugsað, sagt eða gert hreinlega og rétt, gat ekki orðið nema á einn veg. Sjálfsagt mun eitthvað vera til í því, að maður komi manns í stað, eins og algengt er að komast að orði. En það á ekki alltaf við. Þegar kvaddir eru þeir, sem eingöngu láta manni eftir minn- ingar um hlýtt og prúðmannlegt viðmót, góðvilja í garð allra og ógleymanlega drenglund, þá verður sætið autt. Héðan af getur enginn komið til mín í stað Adolfs Karlssonar. Að leiðarlokum er mér einkar ljúft, og reyndar ekki fær um að kveðja hann með einlægari orðum en þeim, að hans er sárt að sakna og sælt að minnast; honum var eiginlegt að hugsa það, sem er satt, leita og finna það, sem er gott, og gera það, sem er rétt, en í þeirri þríeiningu töldum við ætíð vera fólginn kjarna þess lífs, sem er heilbrigt og þróttmikið. Jón Þ. Árnason. Þegar ég frétti um andlát vinar míns, 'Ádolfs Karlssonar, sl. laugardag, hinn 21. október, komu margar endurminningar upp í huga mínum. Það eru nú 44 ár síðan ég kynntist Dolla, eins og hann var kallaður meðal vina. Þetta var á unglingsárunum og síðan hefur verið óslitin vinátta með okkur, sem enginn skuggi hefur fallið á. Og eftir að ég kvæntist fyrir 35 árum síðan hefur hann verið fastur heimilisvinur, sem hefur heimsótt okkur hjónin reglulega öll þessi ár. Það er því skiljanlegt að mig langi til að minnast hans með þakklæti fyrir tryggð hans við okkur, sem hefur verið okkur svo mikils virði. Þær eru margar skákirnar, sem við höfum teflt um dagana. Og margar skemmtilegar minningar á ég um samverustundir okkar fyrr og siðar. F’rásagnarsnilld Adolfs var mikil og unun að hlusta á hann tala um áhugamál sín. Ég ætla ekki að rekja æviatriði Dolla vinar okkar vegna þess, að það munu aðrir gera. En hlýja kveðju sendum við hjónin þessum góða vini okkar og óskum honum fararheilla á nýjum brautum handan við móðuna miklu. Innilegar samúðarkveðjur sendum við hjónin til Erlu og skyfdmenna Adolfs. Guð blessi minningu Adolfs Karlssonar. Magnús Magnússon. Vinur minn Adolf Karlsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Hans Petersen h.f., kvaddi þennan heim fyrsta vetrardag 21. okt. s.l. eftir stutta legu. Þetta er ekki aðeins sorglegt fyrir hans nán- ustu, heldur einnig fyrir hina mörgu vini, sem hann átti í öllum stéttum þjóðfélagsins, því að hann var maður vinsæll og vel metinn af öllum, sem til hans þekktu. Mig langar til að nota tækifærið og minnast þessa góða vinar með þakklæti fyrir hans löngu vináttu og alla þá velvild, sem ég hef mætt af hans hendi frá því að við kynntumst fyrst á árunum fyrir + Móöir okkar, SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, Auöarstrnti 15, Reykjavík, andaöist fimmtudaginn 26. október síöastliöinn. Börnin. t Utför eiginmanns míns og föður, GÍSLA KRISTJÁNSSONAR, Sundhallarforstjóra, Eyrargötu 6, ísafiröi, fer fram frá ísafjaröarkirkju í dag, laugardaginn 28. október kl. 14.00. Guðrún Vigfúsdóttir, Eyrún Gísladóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur minnar, stjúpmóöur okkar og ömmu, SALBJARGAR KRISTÍNAR ARADÓTTUR, Hofsvallagötu 20. Anna J. Kjartansdóttir, Dýrleif Andrésdóttir, Soffía Andrésdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir, Hallgrímur Guömundsson og aðrir vandamenn. t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, SVANBORGAR MARÍU JÓNSDÓTTUR, Ólafsvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Elliheimilis og Sjúkrahúss Akraness. Sigríöur H. Stefánsdóttir, Erla Stefánsdóttir, Friöa Stefánsdóttir Eyfjörð, Friórik J. Eyfjörö, Þorgils Stefánsson, Ingibjörg F. Hjartar, Alexander Stefánsson, Björg Finnbogadóttir, Gestheióur Stefánsdóttir, Elínbergur Sveinsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir vináttu og hjúkrun í veikindum þróöur okkar, SIGMUNDAR JÓNSSONAR, Syöra-Velli, Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför hans. Systkinin. Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jarðarför GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, frá Eyrarbakka. Vandamenn t Þökkum auösýnda samúö og hluttekningu viö andlát og jaröarför, HJARTAR M. HJARTARSONAR, Frá Hellisholti, Vestmannaeyjum. Sérstaklega þökkum viö læknum og hjúkrunarliöi á Landakotsspítala. Sólveig Hróbjartsdóttir, Kristinn Hjartarson, Jóhanna Arnórsdóttir, Klara Hjartardóttir, Elías Kristjánsson, Marta Hjartardóttir, Daníel Guómundsson, Óskar Hjartarson, Rut Kristjánsdóttir, Aöalheiöur Hjartardóttir, Gústaf Sigurjónsson, Hafsteinn Hjartarson, Fríða Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Fyrirtæki vort veröur lokaö í dag, laugardaginn 28. október vegna jarðarfarar. ADOLFS KARLSSONAR, framkvæmdastjóra, HANS PETERSEN H/F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.