Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 39 seinna heimsstríð og allt fram til þess dags, að dauðinn nam hann á brott úr augsýn okkar — um sinn. Þaö eru fáir menn, sem ég hefi kynnst um dagana, er verið hafa jafn-fjölþættum hæfileikum búnir og Adolf Karlsson. Allt lék bók- staflega í hendi hans. Hann hafði frábæra skipulags- og forystu- hæfileika. Vandvirkni hans og snyrtimennska var slík að til fyrirmyndar var. Þetta eru engar ýkjur. Allir, sem þekktu Adolf vita, að þetta er satt. Það er hreint út talað þjóðfélagslegt tjón að missa svona samvizkusaman og góðan stjórnanda úr atvinnulífinu, einkum þegar tillit er tekið til þess, að hann hefði aldursins vegna getað sinnt störfum mörg ár enn. En það þýðir ekki að deila við dómarann. Þegar stundin stóra rennur upp, erum við ekki spurð neins. Adolf Karlsson var maður hæg- látur í framkomu, en hann var einnig mjög gamansamur og átti mikið af skemmtilegum bröndur- um í fórum sínum. Hann var fróðleiksfús og mikill tungumála- garpur. T.d. var hann mjög vel fær í spænsku. Tungumálakunnáttan kom sér vel fyrir hann, þegar hann sótti ráðstefnur erlendis fyrir hönd fyrirtækis síns. Adolf hafði mikla ánægju af að taka ljósmyndir, og sumar Ijós- myndir hans fengu verðlaun í keppni, sem erlend ljósmyndarit héldu fyrir áhugamenn* Það var alveg sama hvað Adolf snerti á. Það var aldrei hálfkák í neinu. Mér er vel kunnugt um það, að hann bar hag fyrirtækis þess, sem hann vann hjá síðustu árin (og raunar allra, sem hann starf- aði hjá um ævina), mjög fyrir brjósti. Samvizkusemi og vahd- virkni voru leiðarstjörnur hans. Ég veit, að eigendur fyrirtækisins og samstarfsfólk hans, sakna hans þegar hartn er horfinn af sviðinu, því að enda þótt maður komi manns í stað, finnast afbragðs- menn ekki á hverju strái. Adolf var einlægur trúmaður og óvíða leið honum betur en við guðsþjónustu í kirkjunni sinni. Hann átti sæti í stjórn St. Jósepsspítalans og lét sér mjög annt um félagsstarf kaþólskra leikmanna. Það er bjargföst trú mín, að hann hafi fengið góðar móttökur á æðra tilverusviði og í þeirri vissu kveð ég þennan gamla og góða vin með virðingu og þökk. Ég sendi systkinum Adolfs Karlssonar, og heitmey hans, Erlu Einarsdóttur svo og öðrum vanda- mönnum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Magnús Guðbjörnsson Okkur langar til að minnast örfáum orðum góðs vinar og félaga Adolfs Karlssonar sem nú hefur kvatt okkur. Adolf Karlsson fædd- ist í Reykjavík þann 15.4 1916, þar sem hann ólst upp. Æviatriði hans munum við ekki rekja hér í smáatriðum, til þess verða sjálf- sagt aðrir. Við kynntumst Adolf fyrst að ráði þegar hann kom til starfa í fyrirtæki Hans Petersen h/f þann 1. júní 1974. Hann var æskuvinur Hans P. Petersen og hafði í mörg ár verið í tengslum við fyrirtækið, uns hann var ráðinn framkvæmdastjóri árið 1974. Adolf var mjög nákvæmur og reglusamur maður. Aldrei fór hann svo heim að kvöldi að ekki væru öll mál dagsins frágengin og allt í röð og reglu. Hann hafði mikinn persónuleika og var skap- stór maður sem sagði ávallt meiningu sína, en var jafnframt reiðubúinn að hlusta á skoðanir annarra og virða þær. Adolf var mikill ferðamaður, og ferðaðist jafnt innanlands sem utan. Ótaldar eru þær ferðir sem hann hélt á vit íslenskrar náttúru, upp á fjöll og jökla, og var þá myndavélin jafnan með í ferðinni. Hann hafði sérlega næmt auga fyrir mótífum, og mun mynda- fjöldinn sem hann tók skipta þúsundum. Utanlandsferðir fór hann margar og stórar, ferðaðist hann þá mikið á viðkomandi stöðum og gerði sér jafnan far um að kynnast fólkinu á staðnum til þess að skilja menningu þess og mannlíf. Það var mjög gaman að hlusta á lýsingar hans af ferðalög- um sínum, þær voru lifandi og fullar áhuga. Við áttum báðar því láni að fagna að ferðast með Adolf erlendis. Var hann sérlega góður ferðafélagi, skemmtilegur og glað- vær. Var þá oft hlegið dátt, því að hann hafði alveg einstakt lag á að komast skemmtilega að orði og gera hversdagslega hluti spaugi- lega. Minnumst við þessara ferða með þakklæti og ánægju. Adolf var mjög víðlesinn og spannaði lestraráhugi hans yfir vítt svið. Hann var mjög trúaður og var trúarstyrkur hans mikill. Ekki hefði okkur órað fyrir því fyrir örfáum vikum að í dag væri hann allur. En enginn fær örlög sín umflúið, eða eins og hann sjálfur sagði eitt sinn: Maður skildi aldrei geyma til morguns að gera það sem hægt er að gera í dag, því enginn veit hvenær kallið kemur. Og þegar kallið kemur með svo skjótum hætti sem nú hefur orðið, stöndum við eftir hugsi og orðvana. Allt starfsfólk Hans Petersen h/f vottar ástvinum hans og ættingjum dýpstu samúð. Við þökkum stutta og góða samfylgd og biðjum þeim styrk guðs er sárast trega. Guð blessi minningu Adolfs Karlssonar. Hildur Petersen Ragnhildur Ásmunds- dóttir í dag kveðjum við vin okkar, Adolf Karlsson, sem lést í Land- spítalanum snemma morguns laugardaginn 21. október. Þar hafði hann um tveggja mánaða skeið háð harða baráttu við þann sjúkdóm, sem varð honum að aldurtila, æðrulaus og stilltur eins og hans var vandi. Adolf var fæddur 15. apríl 1916, sonur hjónanna Carls Lárussonar kaupmanns og Maríu Thejll og voru systkinin 9 talsins. Þegar Adolf var 6 ára, andaðist móðir hans og fluttist hann þá til Óskars Lárussonar, föðurbróður síns. Þegar Adolf eltist, hóf hann nám við Verslunarskóla íslands og lauk þaðan prófi 1935. Að því loknu vann hann við skrifstofu- störf, lengi hjá Skóverslun Lárus- ar G. Lúðvíkssonar, þá hjá Magnúsi Kjaran, síðar hjá Ölgerð- inni Egill Skallagrímsson og síðustu árin var hann fram- kvæmdastjóri hjá Hans Petersen h.f. Var það starf í góðu samræmi við aðaláhugamál hans, sem var ljósmyndun. Hann var afburða snjall ljósmyndari og átti geysi- fjölbreytt safn mynda sem hann hafði tekið bæði innanlands og utan, enda var þekking hans á öllu sem þar að laut frábær. Adolf kvæntist ekki en fyrir nokkrum árum bast hann vinýttu- böndum við Erlu Einarsdóttur og ætluðu þau að ganga í hjónaband á þessu ári. Var það samband þeirra okkur vinum þeirra mikið gleði- efni því að við þekktum þau bæði að góðu, en sínum hinsta degi fær enginn ráðið. Adolf gekk í kaþólsku kirkjuna 1962 og þar hófust kynni okkar, sem jukust við það að við sóttum báðir Sundlaug Vesturbæjar á morgnana um árabil. Adolf var nokkuð hlédrægur og tók því lítinn þátt í félagslífi kaþólska safnaðar- ins í fyrstu, en þegar leitað var til hans um liðveislu, var hann boðinn og búinn til þess og gegndi starfi í stjórn Félags kaþólskra leikmanna til dauðadags. Allt starf hans þar bar vott um þá einstöku snyrti- mennsku sem einkenndi hann, hann annaðist reikninga félagsins og jafnvel rithönd hans var eins og annað, fínleg og hreinleg. Við vorum því mjög fegin að fá svo ágætan dreng til samstarfs við okkur og okkur er ljóst að það skarð, sem hann lét eftir sig, muni verða vandfyllt. Ég veit að ég mæli fyrir hönd allra safnaðarsystkina okkar þegar ég votta systkinum Adolfs innilegustu samúð vegna brott- kvaðningar hans af þessum heimi. Við þökkum Guði fyrir þær stundir sem við fengum að njóta samvista við hann og vonum að hitta hann aftur þegar að okkur kemur að flytja í annað ljós. Friður Drottins sé með sál hans. Torfi Ólafsson. E]E]E]G]G]G]B]G]B]B]E]E]E]E]G]E]E]E]E]E]Q1 ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Leikhúskjallarinn Leikhúsgestir, byrjiö leikhúsferöina hjé okkur. Kvöldveröur frá kl. 18. Boröpantanir í síma 19636. 101 Ql 01 01 01 01 0] SSgtún Bingó kl. 3 laugardag Aðalvinningur vöruúttekt fyrir kr. 40.000.-. 01 01 01 01 01 01 01 G]E]E]E]E]E]E]E]G]G]E]E]E]E]E]E]E]E]E]010] Félag járniðnaðarmanna FELAGSFUNDUR verður haldinn mánudaginn 30. okt. 1978, kl. 8.30 e.h. að Hótel Esju, 2. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Erindi: Um heilbrigöiseftirlit vinnustaöa, Hrafn Friöriksson forstööum. flytur. 3. Önnur mál. Mætiö vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Skuggar leika til kl. 2. Spariklæðnaður. ARATUNGA Stórhátíð laugardagskvöld Hinir frábæru Halli og Laddi skemmta. Finnbogi María Vignir Rúnar Hrólfur Hljómsveitin Geimsteinn sér um fjöriö. Sætaferðir frá B.S.Í. Selfossi, Laugavatni og Hveragerði. Hlutavelta Eyfirðingafélagsins í Reykjavík verður í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigar- stíg á morgun 29. október og hefst hún kl. 2 e.h. Þ»ar veröur fjöldi góöra muna. Einnig flóamarkaö- ur. Komiö og freistiö gæfunnar og styrkiö störf Eyfiröingafélagsins. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.