Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 VtEP MORö'dN-^, KAFr/Nd * V ~A1: •> J __ r^/ GRANI GÖSLARI rÖ£oRð6. t '-RgNSH^ Vitanlega eru til minni númer af skóm. en þá seljum við dömum. sem eru fótnettari! Hér crum við eins og samhent, lífsglöð fjölskylda. það mun þér íljótt lærast. ungi maður! Er ekki ástæðulaust að hafa svona mikið fyrir því að koma töskunum þinum fyrir, ef þú allt f einu skyldir vilja flytjast til hennar móður þinnar? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í Imudansi varnarspilara er oft ckki rúm fyrir víxlspor. Slík spor þurfa ekki að vera merkileg, nema þá í augum makkers. En hann jafnar sig þó jafnvel undan svíði þegar hann hefur átt þátt í upptökum glataðra tækifæra. Norður gaf, austur-vestur á hættu. COSPER Norður S. G H. Á96532 T. D1094 L. 109 Vestur S. D9532 H. D T. K753 L. G82 Austur S. K1076 H. 1087 T. ÁG8 L. ÁD5 COSPEK 784 6 Suður S. Á84 H. KG4 T. 62 L. K7643 Eftir pass norðurs opnaði austur á einu grandi sem suður doblaði. Vestur sagði tvo spaða, norður þrjú hjörtu, austur þrjá spaða og suður lauk einkennilegum sögnum sínum með fjórum hjörtum. Austur spilaði út spaðasexi, sem norður tók með ásnum í borðinu og fór heim á höndina með spaða- trompun. Laufið var skársti mögu- leikinn og hann spilaði tíunni. Austur lagði drottninguna á og kóngurinn tók slaginn. Aftur lauf en vestur var með á nótunum, stakk upp gosanum og fékk slaginn. Eftir þetta átti vörnin möguleika og vestur spilaði lágum tígli. Austúr tók tíuna með gosa, tók á tígulásinn og hefði síðan getað banað spilinu því að spila þriðja tíglinum. Sagnhafi yrði að trompa í borðinu en það þýddi, að innkomu vantaði til að nýta lauflitinn. Og ekki þýddi að trompa tíglana í borðinu en þá yrði tía austurs slagur. En ekki tókst að fylgja eftir þessari vel skipulögðu vörn. í stað þess að spila tígli spilaði austur spaða. Þá varð spilið auðvelt. Sagnhafi trompaði, tók á hjartaás, spilaði hjarta á gosann, trompaði lauf og hjartakóngurinn var inn- koma til að taka frílaufin tvö. — níunda og tíunda slaginn. Er það ekki ánægjulegt að hún Dúlla okkar skuli hafa fengið fasta vinnu í þessum loftfimleikaflokki? Enginn millivegur „Lærður er í lyndi glaður, lof ber hann hjá þjóðum, hinn er ei nema hálfur maður, sem hafnar siðum góðum, og á öðrum stað segir: Þursinn heimskur þegja hlýtur, sem þrjóskast við að læra. Mér datt þetta í hug þegar ég var að lesa í morgun afsakanir þeirra háskólastúdenta sem ekki greiddu atkvæði í kosningunni á laugardaginn. Heimurinn er í dag búinn að fá þann smjörþefinn af sósíalismanum að maður þarf alls ekki að kunna að lesa til þess að vera á móti honum. Það sýnir bezt hvað sósíalisminn stríðir á móti heilbrigðri skynsemi að í 4 ár barðist kúguð og fátæk alþýða Rússlands á móti honum og varð sigruð bara af hinum föstu fylgi- fiskum sósíalismans, skortinum og örbirgðinni. í dag, þegar óhæfuverk þessarar helstefnu hrópa til himins, þá er 'ekkert sem heitir millivegur, það er annaðhvort lýðræði eða sósíalismi, sem ekki getur þrifizt nema með alræði K.G.B. Ég bind þær vonir við Háskóla íslands að þaðan komi vísinda- og listamenn, sem verða hjá sósíalismanum að mæta andlegri kúgun sem er að vísu nokkuð breytileg frá einu sósíalríkinu til annars. Ef þeir sleppa þá verða þeir aldrei merki- legir á heimsmælikvarða. Fyrsti desember verður alltaf í hugum þeirra sem muna 1918 merkileg- asti dagur í sögu þjóðarinnar og þess vegna mega þeir stúdentar sem ekki kusu núna skammast sín gagnvart okkur sem kostum Háskólann. Það er á þeirra ábyrgð að JOL MAIGRETS Framhaldssaga eftir Georges Simenon. Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaöi. 19 — Nei. ekki lengi. Sá síðasti sem ég man eftir kom hér fyrir sennilega um tveimur árum. — Yður fellur ekki við frú Martin? Iiver8 vegna spyrjið þér? — Ég spurði hvort yður félli við frú Martin eða ekki? — Tja, ef ég ætti son... — Haldið áfram. — Ef ég hefði átt son hefði ég ógjarnan viljað eiga hana fyrir tengdadóttur. Og sérstaklega þar sem herra Martin er svo yndislegur maður og skilnings- ríkur. — Haldlð þér að hann sé ekki ánægður með henni? — Ég hef ekki sagt það. Ég hef ekkert sérstakt á móti henni. Hún er öðruvísi mann- gerð en ég — og öðruvísi manneksja en mér er að skapi en það breytir því ekki að hún getur verið ágæt sarat. r..’ - v '"'■/■■ ■■ f% — Hvernig öðruvísi? — Ég get ekki skýrt það. Þér hafið sjálfur hitt hana. Og þér skiljið svona áreiðanlega betur en ég. Hún er ekki alvörukona. Ég þori að hengja mig upp á að hún hefur aidrei á ævi sinni grátið ærlega, Hún annast telpuna af prýði, sér um að hún sé hrein og snyrtileg. En hún segir aldrei við hana vinalegt orð, hvað þá meira og ég hef veitt því athygli að þegar ég er að segja telpunni sögur og ævintýri verður hún óþolin- móð. Ég er viss um að hún hefur sagt henni að jólasveinn- inn sé ekki til. En sem betur fer held ég að Colette trúi henni ekki. — ?ykir Colette ekki vænt um hana? — Hún hlýðir henni og leggur sig fram um að gera henni til geðs. Ég held að hún skeyti því ekki þótt írú Martin fari frá henni. — Er hún mikið í burtu. — Ekki sérlega. Ég get ómögulega lagt henni slíkt tit, lasts. Ég veit ekki aimennilega hverju ég á að svara. Ég finn að hún lifir sfnu eigin lífi, ef þér skiljið hvað ég á við. Hún hefur ekki áhuga á öðru fólki. Hún talar heldur aldrei um sjáifa sig.'Hún er kurteis og alltaf eins og hún á að vera, kannski einum um of. Hún hefur senni- iega unnið á skrifstofu áður en hún giftist. — Vitið þér hvaða skoðun hinir leigjendurnir. hafa á henni? — Hún á bara heima hérna. Ég hygg að þeír velti henni ekki svo mikið fyrir sér. Það er ekki auðvelt að komast í samband viö hana. það er með herkjum að hún býður fólki góðan dag ef hún hittir það í stiganum. Ég hef ekkcrt kynnst henni fyrr en eftir að Colette kom til hennar. — Hafið þér hitt mág henn- ar? — Já. En þó varla svo að það taki þvf að minnast á það. Nokkrum sinnum rekist á hann talað við hann. Hann gengur alltaf áiútur, eins og hann blygðist sín og maður hefur sterklega á tilfinningunni að hann hafi sofæið f fötunum. enda þótt ég sé viss um að hann reynir að laga sig til og bursta fötin sfn áður en hann kemur hingað. Ég heid ekki að það hafi verið hann sem var á ferðinni í nótt, herra Maigret. Hann er eftki sú manngerð. Eliegar þá að hann heíur verið útúrdrukkinn. Maigret tafði einnig um stund hjá húsverðinum. Þar var svo skuggsýnt að hann varð að láta Ijós loga allan daginn. Klukkan var að vcrða tólf þegar hann gekk aftur yíir götuna. Giuggatjöldin blöktu fyrir golunni í ýmsum fbúðum hússins. Einnig sá hann gar dfnuna í stofunni hjá sér hreyfast. Það var ugglaust írú Maigret að fylgjast með ferðum hans. Hann ieit upp, veifaði til hennar og fann mjúkar snjó- fiyksurnar leika um vanga sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.