Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 45 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA I0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI j^ujAiniPi'íia'u if sósíalistarnir sem hafa afneitað þjóðerni sínu og með Internationalinn og svívirðingar á frelsi og fræg íslenzk skáld hafa eyðilagt þennan dag svo að maður kvíðir fyrir hverjum fyrsta desem- ber ár eftir ár. Húsmóðir.“ • Nagladekkin Nú er að byrja tími rysjótts veðurfars og menn keppast við að setja snjóhjólbarða undir bíla sína í stað sumarbarðanna og hefjast þá gjarnan deilur um notagildi negldra hjólbarða. Hér kemur fyrsti skammtur af slíkum skrif- um: „Óvenjulítið hefur verið deilt um notkun nagladekkja á þessu hausti og er ekki ljóst hverju það sætir. Fréttir hafa verið sagðar af talningu bíla með neglda hjól- barða og gatnamálastjóri hefur hvatt menn til að spara naglana eins og hann gerði í fyrravetur. Það er að mínu mati ákaflega erfitt að segja af eða á um það hvort sé betra nagladekk eða ekki, þvi aðstæður t.d. á Reykjavíkur- svæðinu eru svo misjafnar að liggur við að segja megi að ein tegund snjóbarða sé nauðsynleg í hverri viku: Keðjur duga í vissum tilvikum bezt, negldir barðar í öðrum og ónegldir í enn öðrum. Og stundum væri alveg nóg að aka á sínum sumarbörðum mestan part vetrarins. En í framhaldi af þessu langar mig til að minna á einn hlut, sem reyndar hefur oft verið talað um áður í blöðum og öðrum fjölmiðl- um, en það er uppfinning Einars Einarssonar um hjólbarða þar sem hægt er að draga inn nagla þegar þeir gerast ónauðsynlegir, en setja þá niður þegar þeir eru öruggari. Hvers vegna hafa ekki einmitt íslendingar reynt að gera uppfinn- ingamanninum kleift að koma þessari hugmynd í almenna notk- un hérlendis? Er það virkilega svo kostnaðarsamt? Heyrzt hefur að erlend fyrirtæki hafi lýst nokkrum áhuga fyrir þessari uppfinningu, en ætli það gangi ekki nógu vel að koma fjöldaframleiðslu á? Mér finnst að félög bíleigenda, F.Í.B., BFÖ, tryggingafélög og fleiri aðilar ættu að gefa þessu máli gaum, það hlýtur að vera fyrir hendi einhver nefnd eða „aðili" sem getur tekið þetta mál upp á sína arma föstum tökum, því ef það er rétt að við skemmum götur fyrir mörg hundruð milljón- ir á ári, þá hlýtur það að vera nauðsynlegt að gera eitthvað þessu til úrbótar því greinilegt er að menn vilja ekki hætta alveg notkun nagladekkja þó svo að e.t.v. hafi nokkuð dregið úr henni. Ökumaður.“ Þessir hringdu . . . • Verða börnin fyrir aðkasti? Inga Helgadóttir, Sörla- skjóli 84« — Eg vil leyfa mér að gera smávegis athugasemd við skrif Ásgeirs Guðmundssonar hjá Vel- vakanda í gær, þar sem hann lýsir furðu sinni á nafnleynd þeirra er skrifa um hundahald. Það er vegna þess að þeir sem skrifa og tjá sig andstæða hundahaldi verða oft fyrir aðkasti og vilja þá helzt leyna nafni sínu sé það hægt, en þó er hitt e.t.v. mikilvægari ástæða, að börnin verða fyrir aðkasti og af því hefi ég reynslu. Maður vill ekki draga fólk í dilka þó svo maður tjái sig andvígan hundahaldi. Um leið vil ég nota tækifærið til að benda á að hér í nágrenninu eru 6 hundar og er aðeins einn þeirra passaður nógu vel og gengur hann undir nafninu Keli. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Niksic í Júgóslavíu í ár kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Uhlmanns, A-Þýzkalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Ljubojevics, Júgóslavíu. 17. Rxf7! og svartur gafst upp. Eftir 17. ... Kxf7 18. Bh5 er hann mát og að öðrum kosti tapar hann skiptamun óbættum. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1.—2. Guljko, Sovétr. og Timman, Hollandi 8 v. af 11 mögulegum. 3. Vaganjan (Sovétr.) 6V2 v. 4.-5. Portisch (Ungverjal.) og Hort (Tékkósl.) 6 v. • Góð tilbreyting Hlustandi morgunútvarps vildi þakka útvarpinu fyrir góða tilbreytingu að honum fannst þar sem væri þáttur Páls Heiðars Jónssonar og Sigmars B. Hauks- sonar, „sem vissulega er skemmti- leg nýlunda í íslenzku útvarpi. Þó má kannski segja að það sé ekki skemmtilegt að heyra fréttirnar þannig í útvarpi áður en maður er farinn að lesa blöðin, en ég held að það sé hvort eð er í svo litlum mæli að menn geti vart agnúast út í það. Spurning er hins vegar hvort þessi þáttur mætti vera örlítið seinna að morgninum, t.d. frekar frá 8—9 en milli 7 og 8, en það er þó sennilega smekksatriði, því e.t.v. eru jafn- margir komnir á fætur á fyrri tímanum og hinum síðari og myndu þá e.t.v. missa af þessum þætti ef þeir mæta snemma í vinnu. En þetta er þakkarverð nýjung og mætti gjarnan leita að fleiri nýjungum í þessa veru. • Hrein borg hunda og mannJ Ásgeir Guðmundsson, Kópa- vogsbrauti „Einhver sem nefnir sig „Gamlan hundavin" kvartar und- - aUa an að hann hafi stigið á hundaskit. . «andi Þetta er eftirtektarvert, hann a - lætur ekki nafns síns getið, skammast hann sín fyrir þessi skrif? Sé svo ætti hann ekki að skrifa. Ef hann er „gamall hunda- vinur" ætti hann a.m.k. í áratugi „t ott. að hafa sloppið við að stiga a reyndu , hundaskít. En áratugirnir hða og Kaldnar loks kemur að því að tes?U*K^B'utn inni\ega hundavinur^ st^u'í heiðri. EgJ«na daskítspost- ¥£&****6,4 ' annað sinn“ ft- •askít og skrifar ju sér ekki að hunda- linu eins og fram á að ma, en með HÖGNI HREKKVISI Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiöar og jeppabifreiö. Ennfremur nokkrar ógangfærar bifreiöar, er veröa sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 31. október kl. 12—3. Tilboðin veröa opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliöseigna. Spónlagðar viðarpiljur Enn einu sinni bjóðum við viðarpiljur á ótrúlega hagstæðu veröi. Koto Oregon pine Hnota Antik eik Gullálmur Teak Palesander Ofangreind verð pr. Þiljurnar lakkaðar uppsetningar. Kr. 3.100,- Kr. 3.490,- Kr. 3.590,- Kr. 4.390,- Kr. 4.390,- Kr. 4.390,- Kr„ 4.390,- m2 meö söluskatti. og tilbúnar til Ennfremur bjóðum við: Spónaplötur í 8 pykktum og 7 stærðum, rakavarðar, eldvarðar, spónlagðar, plastlagöar í hvítu og viðarlitum. Birkikrossvið. Harðtex. Furukrossvið. Hörplötur. Panel-krossviö. Gipsplötur. Steypumótakrossvið. Gaboon. Trétex. Hilluefni í lengjum. Gerið verðsamanburð það borgarsig. IBJÖRNINN: Skúlatúni 4. Sími 25150. Reykjavik I LÆRIÐ AÐ SNÍÐA HEIMi Utfyllið, klippiö auglýsing- una út og sendiö til: Brevskolen SCANDIA, Hælderni 15, DK 2850, Nær- um — og þér munuð án nokkurra skuldbindinga fá nánari upplýsingar um nám- skeiö okkar. Nafn_______________________ Á námskeiöi okkar læriö þér allt sem viökem- ur konu- og barnafatasniöi. Námskeiöiö er gert af sér- fræöingum, sem hjálpa yöur á leið yöar aö takmark- inu, sem er: —100% nýtingu á saumavél yö- ar. — aö sauma faiieg föt á börn og táninga. — að sauma falleg föt á sjálfa yður á ódýran hátt. í stuttu málí: aö gera saumaskap bæöi aö tómstundagamni og til að hafa góö not af. Þér og fjölskylda yöar verö- ið vel klædd fyrir litla peninga. Námskeiöið krefst engrar undir- búningsþekkingar. í því eru húsmæöur og ung- ar stúlkur, sem vilja fá meira fyrir fatapeningana. Staöa. Heimilisfang,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.