Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Stórleikur í höllinni Á SUNNUDAGSKVÖLD kl. 19.00 fer fram stórleikur í 1. deild í handknattleik i Laugardalshöllinni, er Vikingur og Valur mætast. Þetta eru þau lið sem flestir spá sigri í deildinni í ár, og verður fróðlegt að fylgjast með viðureign þeirra. Valsmenn hafa haft betur í síðustu tveimur leikjum, en víst er að Víkingar munu leggja allt í sölurnar til að klekkja á þeim að þessu sinni. • Allar líkur eru á að Einar Magnússon leiki með Víkingi á sunnudagskvöldið. Nú eru rúm þrjú ár síðan Einar lék með Víkingi. Fáir hafa yfir að ráða jafn miklum þrumuskotum og Einar. Allar líkur eru á að Víkingar fái góðan liðsauka fyrir leikinn á sunnudagskvöld. Ólafur Einarsson verður sennilega í liði Víkings, en hann hefur ekki leikið með að undanförnu, og horfur eru á að stórskyttan Einar Magnússon leiki nú sinn fyrsta leik með Víkingi eftir langt hlé. Einar hefur átt við slæm meiðsli að stríða í hné, og er ekki fyllilega búinn að ná sér. Ekki var búist við því að hann hæfi að leika fyrr en eftir áramót en þar sem svo mikið er í húfi, verður reynt að fá hann til leiks. Sigur í leiknum á sunnudags- kvöld er mikilvægur því að það lið sem sigrar er komið yfir erfiðan þröskuld. Góð byrjun í íslands- móti er þýðingarmikil. Hvort tveggja liðið er í mjög góðri æfingu um þessar mundir og síðustu leikir þeirra hafa verið hin besta skemmtun. Víst er að enginn verður svikinn af að sjá þau leika á sunnudag. - þr. • Þessi mynd er tekin í úrslitaleik Vals og Víkings í Reykjavikurmótinu í handknattleik á dögunum. Eins og sjá má er handagangur f öskjunni. Ekki er að efa að leikmenn beggja liða koma til með að fara ómjúkum höndum hver um annan á sunnudagskvöldið er liðin mætast í fyrri leik sínum í íslandsmótinu. •Aðgangseyrir í •Höllinni hækkar ▲ MBL. frétti það að til stæði að ♦ hækka aðgangseyri að hand- boltaleikjum í íslandsmótinu. ^ Til að fá það staðfest hafði ▲ blaðið samband við Gunnar £ Guðmannsson, forráðamann $ Laugardalshallarinnar. ▲ Gunnar sagði, að fulltrúi ♦ HKRR hefði sagt sér í gær- morgun að hækkunin stæði til ^ og tæki hún gildi um þessa ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ helgi. Sagði Gunnar ennfrem- ur, að hækkunin væri algerlega ákvörðun HKRR, en starfs- menn Hallarinnar hefðu ekk- ert með hana að gera. Frá og með þessari helgi munu full- orðnir borga 1000 krónur á hvern leik, áður 700, en börn borga hér eftir 300 krónur, en borguðu áður 200 krónur. - gg- Handknattleik ur um helgina MIKIÐ verður um að vera í handboltanum um helgina og leikir í flestu deildum úti um allt land. Á tímabilinu frá laugardegi og fram á mánudag, verða leiknir 3 leikir í fyrstu deild karla, 4 í 1. deild kvenna og nokkrir aðrir bæði í 2. deild karla og kvenna og 3. deild karla. Hæst ber líklega viðureign risanna Vfkings og Vals í Höllinni á sunnudaginn. Hefst sá leikur klukkan 19.00. Honum var flýtt til þess að gera mönnum kleift að sjá hvernig fer fyrir vesalings Rudy í Gæfu eða gjörvuleika síðar um kvöldið. Á laugardaginn klukkan 16.30 Ieika í Höllinni ÍR og Fram, lið sem margir spá að komi til að berjast um hin óæðri sæti 1. deiidar. Á mánudagskvöld klukkan 21.00 fer síðan fram í Hafnarfirði leikur Hauka og nK í 1. deild karla. Lcikir helgarinnar ásamt mánudcgi og þriðjudegi eru þessir. Laugardagun Laugardalshöll 1. deild kvenna Fram - UBK kl. 15.30 Laugardalshöll 1. deild karla ÍR — Fram kl. 16.30 Laugardalshöll 2. deild kvenna ÍR — Njarðvík kl. 17.45 Varmá 2. deild kvenna UMFA - UMFG kl. 14.00 Varmá 3. deild karla UMFA - Dalvík kl. 15.00 Akureyri 1. deild kvenna Þór Ak. — Haukar kl. 15.00 Akureyri 2. deild karla Þór Ak. - KR kl. 16.00 Vestmannaeyjar 2. deild karia Þór VM - KA kl. 13.15 Vestmannaeyjar Sunnudagur. 3. deild karla Týr — ÍA (skv. leikskrá) kl. 15.00 Laugardalshöli 1. deild kvenna Víkingur — Valur kl. Laugardalshöll 1. deild karla Víkingur — Valur kl. Varmá Mánudagur. 3. deild karla UBK - Dalvík kl. 13.30 Hafnarfjörður 1. deild kvenna Haukur — KR kl. 20.00 Hafnarfjörður Þriðjudagur. Ásgarður, Garða 1. deild karla Haukar - HK kl. 21.00 bæ, 2. deild karla Stjarnan — Leiknir kl. 20.30 Hörkuleikir í körfu- knattleiknum um helg ina í úrvals-og 1. deild HÖRKULEIKIR eru á dagskrá úrvaldsdeildarinnar í körfuknattleik um helgina. KR-ingar sækja Þórsara heim í dag og hefst leikur þeirra klukkan 14.00. Þórsarar töpuðu eina leiknum sem þeir hafa leikið til þessa í Islandsmótinu, en sá leikur var í Reykjavík. Heima eru þeir jafnan harðskeyttari, þannig að vænta má spennandi viðureignar. Njarðvíkingar fá Vals- menn í heimsókn, og hefst sú viðureign klukkan 14.00. Njarðvíkingar eru hvergi sterkari heldur en einmitt á heimavelli og Valsmenn hafa tapað 2 leikjum í röð. Þarf því vart að ræða frekar um hvort liðið sé sigurstranglegra, þó að auðvitað geti allt gerst. Á sunnudaginn leika síðan í Hagaskólanum ÍR og ÍS og hefst leikur þeirra klukkan 15.00. ÍR-ingar hafa sýnt allmiklar framfarir og eru líklega sigurstranglegri þó að hér verði vafalaust um geysijafnan leik að ræða. Þá má geta þess, að keppni í fyrstu deild hefst um helgina. 4 Bandaríkjamenn leika með liðum í 1. deild og bestu liðin standa úrvalsdeildarliðunum ekkert að baki. Leikir helgarinnar bæði í úrvalsdeildinni og 1. deild eru þessir: LAUGARDAGUR. Akureyri Úrvalsdeild kl. 14.00. Þór Ak. — KR Njarðvík Úrvalsdeild kl. 14.00 Njarðvík — Valur Hagaskóli 1. deild kl. 14.00 Fram — Grindavík Hagaskóli 1. deild kl. 15.30 Ármann — ÍBK Glerárskóli 1. deild kl. 15.00 Tindastóll — KFÍ Vestmannaeyjar 1. deild kl. 13.30 ÍV — Snæfell SUNNUDAGUR. Hagaskóli Úrvalsdeild kl. 15.00 ÍR — ÍS Glerárskóli 1. deild kl. 15.00 KFÍ — Tindastóll Clough til Sund- erlands? FYRST Jimmy Adamson tók vö Leeds, hlaut eitthvert lið að sitja uppi framkvæmdastjóralaust, því ekki var kappinn atvinnulaus fyrir. Adamson var síðast stjóri hjá Sunderland og félagið er því nú á höttunum eftir nýjum manni til að taka við stjórninni. Sunder- land hefur mikinn hug á að reyna að tæla til sín Brian Clough og fyrir skömmu hugðist einn stjórnarmanna Sunderlands hefja viðræður við Clough, sem sólar sig á Spáni um þessar mundir. Æðsta stjórn Forests tók hins vegar af skarið og harðbann- aði allt leynimakk milli Sunder lands og Cloughs. Nú er það mál manna, að Brjánn Clough eigi næsta skrefið. Uppskera Vals Uppskeruhátíð Vals í knatt- spyrnu fer fram í Sigtúni sunnu- daginn 29. október kl. 14.30. Allir sem iðkuðu knattspyrnu á vegum Vals í sumar og þeir sem eru þeim náskyldir eru hvattir til þess að mæta, svo og allir fylgismenn og velunnarar og fylgismenn Vals. Góð skemmtiatriði verða, m.a. Halli og Laddi, Stjörnusöngkvart- ettinn, bingó, verðlaunaafhending og kaffiveitingar. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.