Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 47 Víking- ur náði óvænt jafn- tefli ÞAU óvæntu úrslit urðu í 1. deild kvenna í Haínarfirði í gærkvöldi að Víkingur gerði jafntefli við FH 13:13 og miðað við gang leiksins máttu FHstúlkurnar jafnvel vera ánægðar með jafn- teflið. Eru þetta nokkuð ný tíðindi því FH var eitt af topplið- unum í fyrra en Víkingur þurfti að leika aukaleiki á botninum til þess að halda sæti sínu í deild- inni. Þessi leikur var einnig merkileg- ur fyrir þær sakir að þarna mættust tveir pólskir þjálfarar með lið sín. FH-liðið hefur ekki náð sama styrkleika og í fyrra en hins vegar virðist þjálfari Víkings vera á góðri leið með að gera Víkingsliðið að sæmilegasta liði. Verður fróðlegt að fylgjast með þessum tveimur liðum í vetur. FH hafði yfir í fyrri hálfleik, med1^4 mörk, en í hálfleik hafði Víkingi tekist að minnka muninn í eitt mark, 8:7. í seinni hálfleik mættu Víkingsstúlkurnar ákveðn- ar til leiks og tókst þeim um tíma að ná tveggja marka forystu, 12:10 en FH tókst að jafna með góðum endaspretti. Mörk FH: Kristjana Aradóttir 6 (4 v), Svanhvít Magnúsdóttir 3, Katrín Danivalsdóttir 2, Björg Gilsdóttir og Sigrún Sigurðardótt- ir 1 mark hvor. Mörk Víkings: Ingunn Bernódusdóttir 4, Agnes Braga- dóttir 3 (1 v), íris Þráinsdóttir 2, Sigurrós Björnsdóttir 2, Sigrún Olgeirsdóttir og Guðrún Helga- dóttir 1 mark hvor. — SS. Sæmundur Stefánsson brýzt í gegnum vörn Fylkis og skorar eitt af mörkum FH. Ljósm. RAX. FH-INGAR eru nú á toppi 1. deildar eftir að hafa sigrað Fylki í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í gærkvöldi 22*17 en í hálfleik hafði staðan verið 14*7. Sigur FH var mjög öruggur og reyndar leit út fyrir það um tíma í seinni hálfleik að FH-ingar ætluðu að kafsigla Fylkismennina en undir lokin slökuðu þeir á klónni og munurinn varð minni en lengi vel leit út fyrir eða fimm mörk. a toppinn Leikurinn var jafn til að byrja með en fljótlega kom að því að FH-ingarnir sigu framúr. Þegar 21 mínúta var liðin af leiknum hafði Rifist um jakkaföt í herbúðum Forest! AF ÓLÍKLEGUSTU ástæðum rífast menn eins og smákrakkar. Nú hefur Larry Lloyd, hinn firnasterki miðvörður Notthing- ham Forest, farið fram á sölu frá félagi sínu og er aðdragandinn að því hinn ótrúlegasti og jafnframt hlægilegasti. Þannig er mál með vexti, að leikmenn Forest klæðast jafnan sérstökum jakkafötum, er ferðast er til útivalla. Einhvern tímann var jakkinn hans Larry Lloyd á botninum á ferðatösku hans og hann nennti ekki að grafa hann upp. Jakkalaus var hann sektaður um 100 sterlingspund af fram- kvæmdastjóra sínum, Brian Clough, sem viðhefur jarnaga meðal leikmanna sinna. Lloyd var hins vegar ekkert yfir sig hrifinn af aðgerðum stjórans, eins og vænta mátti og neitaði hann að borga. Þá hækkaði Clough sektina í 150 sterlingspund. Enn neitaði Lloyd að borga og var nú bjarg- fastari í trúnni en nokkru sinni fyrr. Hækkaði þá Clough sektina í 200 pund og var Lloyd þá orðinn svo móðgaður og reiður, að hann fór fram á sölu. Við það situr enn og ólíklegt er talið að sættir takist, því að Clough er þekktur fyrir allt annað en að láta undan síga og haft er eftir eiginkonu Lloyds, að hann sé svo stórmóðgaður að hann muni aldrei greiða eyri, auk þess sem hann muni seint fyrirgefa Clough kenjarnar. FH náð yfirburðastöðu, 11:6, og í hálfleik var staðan sem fyrr segir 14:7. Helmingur marka FH í fyrri hálfleik var úr hraðaupphlaupum og réðu Fylkismenn ekkert við þau í fyrri hálfleiknum en það átti eftir að breytast í þeim seinni. í upphafi seinni hálfleiks héldu FH-ingar uppteknum hætti og þeir Geir og Janus, sem voru atkvæðamestu leikmenn FH að þessu sinni skoruðu hvert markið af öðru. Þegar 7 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var staðan orðin 18:9 þ.e. 9 marka munur og stórsigur Fylkis blasti við. En þá greip hinn pólski þjálfari FH til þess ráðs að setja unga og óreynda menn inn á völlinn og um sama leyti fór Jón Gunnarsson mark- vörður Fylkis að verja hvern boltann eftir annan og snerist nú leikurinn Fylkismönnum í vil. Þeir söxuðu smám saman á forskotið og þegar flautað var til leiksloka hafði FH 5 mörk yfir, 22:17. Þetta var tvímælalaust bezti kafli Fylkis í leiknum en þrátt fyrir að Fylkir næði sér þarna á strik var sigur FH-inga aldrei í hættu. FH-ingar hafa byrjað mótið vel að þessu sinni, hafa sigrað í þeim tveimur leikjum, sem lokið er. I þessum leik skiptist leikur liðsins í tvo hluta. I fyrri hálfleik og framan af seinni hálfleik léku FH-ingar ágætan handknattleik, hraðan og skemmtilegan og þeir beittu hraðaupphlaupum með mjög góðum árangri. Réðu Fylkis- mennirnir ekkert við hraða FH- inga á þessum kafla og sérstaklega voru þeir félagar Janus og Geir iðnir við að finna smugur á vörn Fylkis. Seinni hluta leiksins léku FH-ingar hins vegar slaklega og ef þeir ætla sér að halda stöðu sinni á toppnum mega þeir ekki missa Einkunnagionn Blakmót Víkings FH: Sverrir Kristinsson 1, Hafsteinn Sigurðsson 1, Sæmundur Stefánsson 3, Janus Guðlaugsson 3, Gils Stefánsson 2, Guðmundur Arni 3, Valgarður Valgarðsson 1, Sveinn Bragason 1, Theódór Sigurðsson 2, Hans Guðmundsson 1, Geir Hallsteinsson 3, Magnús Ólafsson. FYLKIR: Jón Gunnarsson 2, Halldór Sigurðsson 2, Gunnar Baldvinsson 2, Guðni Hauksson 1, Stefán Hjálmarsson 2, Örn Hafsteinsson 1, Einar Einarsson 2, Einar Ágústsson 2, Sigurður Símonarson 2. Jón Águstsson 1, Oskar Ásgeirsson 1, Ragnar Blakdeild Víkings heldur mikið og fjölmennt blakmót um helgina og hefst mótið í íþróttahúsi kennaraháskólans laugardaginn 28. okt. kl. 2. e.h. með leikjum í m.fl. karla, en 8 lið í mfl. karla taka þátt í þessu móti. Þau eru Þróttur a, Þróttur b, Í.S., U.M.S.E., Fram, Víkingur a, Víkingur b, og Breiðablik. Það verður að öllum líkindum um nýtt fyrirkomulag að ræða í þessu móti, þ.e.a.s. það verður eynt að leika á tveimur blakvöllum samtímis í húsinu, en hús Kennaraháskólans er eitt af fáum húsum þar sem þetta er hægt. I m.fl. kvenna eru 5 lið, Þróttur, Í.M.A., Völsungur, Í.S. og lið frá Breiðablik. Ennfremur á að leika í 3 fl. karla á sunnudaginn í íþróttahúsi Réttarholtsskóla og hefst kl. 1. e.h. þar keppa Víkingur, Þróttur og H.K. Síðustu leikir mótsins verða síðan í íþróttahúsi Kennara- háskólans sunnudaginn 29. okt. strax eftir mikið júdómót sem þar verður haldið svo að nánari tímasetning er enn ekki fyrir hendi. En álitið er að júdómótinu ljúki um kl. 16 til 17. St jarnan vann KA STJARNAN sigraði KA í 2. deildarkeppninni í handbotta í gærkvöldi með 21—17 eftir að hafa haft mikla yfirburði í fyrri hálfleik. Komust Stjörnumenn í 11—2 og síðan 15—4 áður en KA-menn vöknuðu. Leikið var í Garðabæ. í síöari hálfleik jafnaðist leikurinn töluvert, leikur Stjörnunnar virtist nokkuð vandræðalegur og KA-menn béttu mjög vörnina, en pað dugði ekki til og leikurinn endaöi með sigri Stjörnunnar eins og áöur sagði. Markhæstir voru hjá Stjörnunni: Magnús Teitsson 7 (1), Gunnar Björnsson 5 (1), Eggert ísdal 3 og hjá KA, Jón Hauksson 4 (4), Páll Kristjánsson 3, Jón Rúnarsson 3. Beztu menn liðanna voru, hjá Stjörnunni: Magnús Teitsson og Ómar Karlsson markvörður, og hjá KA Jón Hauksson. leikinn svona niður eins og þeir gerðu á móti Fylki í gærkvöldi Nokkrar breytingar voru gerðar á FH liðinu frá síðasta leik og munaði mestu um það að Janus Guðlaugsson lék nú með að nýju Er geysilegur styrkur fyrir FH að endurheimta Janus. Auk hans var Geir Hallsteinsson góður en undir lokin varð hann heldur skotbráð- ur. En því skal ekki neitað að sum marka Geirs í þessum leik voru með þeim fallegri, sem maður hefur séð hann skora og eru þau þc æði mörg mörkin, sem hann hefu: skorað falleg um ævina. Ef dæma á Fylkisliðið eftir þessum leik í gærkvöldi er ljóst að botnbaráttan bíður liðsins í vetur Leikmenn Fylkis voru mjög óákveðnir bæði í vörn og sókn lengi vel og það var aðeins undir lokin að þeir fóru að sýna einhverja getu, enda höfðu FH-ingar þá slakað mjög á. Sóknarleikur liðsins virðist manni vera einhæfur og bitlítill og hraðaupphlaupin voru illa útfærð og flest misheppnuð enda þótt færi gæfist á því að nýta þau vel. í STUTU MÁLI: islandsmótiö 1. deild ípróttahúsiö Hafnarfirði, 28. október, FH — Fylkir 22:17 (14:7). Mörk FH: Janus Guðlaugsson 7, Geir Hallsteinsson 7 (1 v), Guö- mundur Árni Stefánsson 4 (1 v), Sæmundur Stefánsson 3, Theódór Sigurðsson 1 mark. Mörk Fylkis: Gunnar Baldvinsson 4, Einar Agústsson 4 (1 v), Halldór Sigurðsson 4 (1 v), Óskar Ásgeirs- son 2, Siguröur Símonarson 1, Stefán Hjálmarsson 1 og Örn Hafsteinsson 1 mark. Brottvísanir af leikvelli: Theódór Sigurösson FH í 2x2 mínútur, Valgarður Valgarösson FH í 2 mínútur. Misheppnuð vítaköst: Magnús Ólafsson FH varði tvívegis víti Halldórs Sigurðssonar í f.h. og Ragnar Árnason Fylki varði víti Geirs Hallsteinssonar. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmars- son og Björn Kristjánsson og dæmdu peir leikinn vel. Hins vegar fannst manni skrítiö að tveir leikmenn FH skyldu leika í peysu númer 4 án bess að athugasemd væri gerö. Smámunir að vísu, en reglur eru til pess að fara eftir peim. - ss. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ 4 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.