Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 48
At’íiLÝSINíiASÍMINN ER: 22480 JWíröimtlnöiii LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 Viðskiptakjör við útlönd: Hafa versnað um 4-5% síðastliðna þrjá mánuði VIÐSKIPTAKJÖR íslands við útlönd hafa farið versnandi upp á síðkastið. Benda bráðabirgðaútreikningar Þjóðhagsstofnun- ar til þess að innflutningsverðið hafi hækkað 4—5% meira en útflutningsverðlagið s.l. þrjá mánuði. þ.e. frá ágústbyrjun til októberloka. Væntanlega liggja nákvæmari útreikningar fyrir um miðja næstu viku. Fyrri hluta þessa árs fóru viðskiptakjör Islands batnandi en síðustu vikurnar hefur verulega. sigið á ógæfuhliðina. Ástæðurnar fyrir þessu eru ýmsar en helstu ástæðurnar eru þær að verð á frystum fiski á Bandaríkjamark- aði hefur verið óbreytt frá í vor í dollurum talið, við erfiðleika hefur verið að etja á saltfiskmörkuðum okkar og verð á mjöli og lýsi hefur farið lækkandi frá því sem var fyrri hluta sumars. Jafnframt þessu hefur gengi Evrópumynt- anna hækkað miðað við dollar en okkar útflutningsverð er að mestu leyti skráð í dollurum. Allir þessir þættir hafa haft áhrif á viðskipta- kjörin til hins verra. Missir Norðurstjarn- an af samningum fyrir um 400-500 milljónir? Niðursuðuverksmiðjunni Norðurstjörnunni h.f. í Hafnarfirði hefur gengið illa að útvega hráefni til að vinna úr léttreykta síld, kippers, til sölu á Banda- Fjórði gúmbát- urinn fundinn FLUGVÉL Landhelgisgæzlunn- ar TF-SÝN fann um hádegisbilið f gær enn einn gúmbát 25 manna sem virtist svipa til hinna sem áður höfðu fundist að sögn Þrastar Sigtryggssonar í stjórn- arstöð Gæzlunnar. Þröstur sagði að flugvélin hefði verið beðin sérstaklega um að svipast um eftir gúmbátum í framhaldi frétta af fundi þriggja slíkra báta. Jón á Hofi, bátur frá Þorlákshöfn, var nærstaddur og tók bátinn um borð og hélt síðan á síldveiðar, en er væntanlegur til hafnar fljótlega. Ekki hefur enn fengizt skýring á hvaðan bátarnir eru komnir. ríkjamarkaði, en Sölu- stofnun lagmetis gerði fyr- ir hennar hönd um mánaðamótin september — október samninga á sölu 31/2—4 milljóna dósa er nema kr. 400—500 milljón- um að verðmæti. Að sögn Péturs Péturssonar forstjóra Norðurstjörnunnar h.f. var ætlunin að fá síld beint úr bátunum til vinnslu hjá fyrirtæk- inu upp í þessa samninga, en ekki hefur enn tekizt að fá nema lítið magn. Sagðist Pétur hafa rætt við útgerðarmenn, en það hefði ekki borið árangur. — Við höfum verið í sambandi við bæði iðnaðarráðu- neytið og sjávarútvegsráðuneytið, sagði Pétur, en ég held að hvorki ráðuneytin né við höfum fundið lausn ennþá. Um það bil mánuður er eftir af vertíðinni, en fáist hráefnið ekki er hætta á að samningar þessir falli niður og er því nauðsynlegt að stjórnvöld geri einhverjar ráðstafanir til að útvega hráefni. í Reykjavík hefur um tíma vcrið starfræktur útimarkað- ur á Lækjartorgi og samþykkt hefur verið að koma upp annars konar útimarkaði við Bernhöftstorfuna og í gær bættist við enn nýr aðili í þessum sölumálum er maður- inn á myndinni hóf að bjóða vegfarendum í Austurstræti heilsubrauð á 100 krónur. Ljósm. Emilía. Vinnuveitendasambandid: Fellst ekki á. aft- urkölhin kaupliða kjarasamninganna Framkvæmdastjórnarfundur Vinnuveitendasambands Is- lands hefur ákveðið að sam- þykkja ekki afturköllun upp- sagna kaupliða kjarasamninga heldur freista þess að ná Tómas Ámason fjármálaráðherra: Þetta er fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar en ekki neitt einkafrumvarp mitt „Á ÞESSUM FUNDI var lögð síðasta hönd á fjárlagaundirbúninginn,“ sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann um fund hans og forsætisráðherra með Benedikt Gröndal og Lúðvík Jóscpssyni í gærmorgun. „Það kemur í ljós á Alþingi,“ sagði fjármálaráðhcrra, er Mbl. spurði hann, hvort eining væri í stjórnarflokkunum með fjárlagafrumvarpið. „Þetta er fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar en alls ekki neitt einkafrumvarp mitt eða Framsóknarflokksins,“ sagði Tómas, þegar Mbl. spurði um það atriði. Mbl. bar undir Tómas þau ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar alþingis- manns í blaðaviðtali í gær, „að vinnubrögð Tómasar Árnasonar við þetta fjárlagafrumvarp eru einstök í sögunni" og heldur Ólafur því fram að Tómas fari svo leynt með fjárlagafrumvarpið að þingmenn stjórnarflokkanna viti ekkert og jafnvel leiki vafi á því, hversu mikið aðrir ráðherrar viti um innihald frumvarpsins. „Eg held nú að ef Ólafur Ragnar Grímsson væri ráð- herra, þá vissi hann það að ráðherr- ar hafa aðgang að fjárlaga- og hagsýsludeildinni og geta fyigzt með stöðu fjárlagafrumvarpsins, hvenær sem þeir vilja. Stjórnarskráin mælir svo fyrir að fjárlagafrumvarp eigi að leggja fyrir Alþingi og í því felst að alþingismenn eru þeir fyrstu utan ríkisstjórnarinnar til að sjá fjár- lagafrumvarpið. Við gerð fjárlagafrumvarpsins hafa verið höfð samráð við aðila vinnumarkaðarins um stefnuna í frumvarpinu og þessum samráðum verður haldið áfram. Þá hafa stjórnarflokkarnir átt viðræður um meginstefnuna og fjárlagafrumvarp- ið hefur verið rætt í ríkisstjórninni. Það er því alrangt að halda því fram að ég hafi leynt rétta aðila einhverju í sambandi við gerð fjárlagafrum- varpsins," sagði Tómas Árnason. samningum um þá við verka- lýðsfélögin miðað við raunveru- lega fjárhagsafkomu atvinnu- veganna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá VSÍ. Þar segir jafnframt að komi áætlaðar 10—12% launa- hækkanir vegna verðlagsbóta á laun 1. desember muni þær innan skamms leiða til atvinnu- leysis vegna rekstrarstöðvana atvinnuveganna eða stórfelldrar gengisfellingar og nýrrar víxl- hækkunaröldu launa og verðlags með áframhaldi þess ófremdar- ástands sem einkennt hefur íslenzkt efnahagslíf undanfarin ár. I fréttatilkynningu Vinnuveit- endasambandsins er minnt á spá hagfræðinga sambandsins frá því 20. september s.l. um þróun verðlags þessa árs og næsta ár, en niðurstöður hennar voru að framfærsluvísitalan hækkaði um 42,9% frá 1. nóvember n.k. til 1. nóvember 1979 og laun hækki um 57% frá 1. september s.l. til ársloka 1979. Gert er ráð fyrir að gengi dollarans hækki um 58% frá því sem nú er og til áramóta 1979—80. Til að koma í veg fyrir að þessi spá rætist kemur fram í frétta- tilkynningunni að VSI telur að meðal annarra nauðsynlegra aðgerða við þær efnahagsað- stæður, sem hér eru, sé að koma í veg fyrir hækkanir á verðbóta- greiðslum á laun frá og með 1. desember n.k. og er minnt á að verðbætur séu ekki greiddar á laun í nágrannalöndum okkar nema lítils háttar í Danmörku og Svíþjóð. Með skírskotun til þess muni VSÍ ekki samþykkja afturköllun uppsagna kaupliða kjarasamninga heldur freista þess að ná samningum við verkalýðsfélögin. Sjá spá VSÍ um þróun verðlags bls 26. Dragnótabátur álitinn með ólög- legan frágang Varðskip kom í gær að báti í Eyjafirði sem talið var að væri með ólöglcgan frágang dragnótar, en að sögn Þrastar Sigtryggssonar hjá Landhelgisgæzlunni var bund- ið fyrir aftasta hluta vörpunnar, pokann, en hann hefur stærri möskva en fremri hlutinn. — Við teljum þetta brjóta í bága við gildandi lög og reglugerðir, sagði Þröstur og játaði skipstjórinn að hafa útbúið þetta á skipinu. Réttarhöld áttu að hefjast á Akureyri í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.