Morgunblaðið - 29.10.1978, Page 15

Morgunblaðið - 29.10.1978, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 1 5 Rússar koma inn úr kulclanum Edward Crankshaw, hinn kunni brezki sérfræðingur í málefnum Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja, segir í meðfylgjandi grein, að þess sjáist greinileg merki, að Rússar séu að draga sig inn í skel og hann telur skýringuna vera þá, að þeir óttist Kínverja meira en nokkurt annað og að Brezhnev-stjórnin sé komin á fallanda fót. Aftur og aftur í sögu sinni hafa Rússar sveiflazt á milli þeirrar löngunar að opna glugga sína í vestur og þeirrar löngunar að loka honum. Þessar sveiflur eru miklu örari en áður og það er erfiðara að skilgreina þær. Það er engin furða því að allt gerist með meiri hraða nú orðið og í litlum heimi eldflauga og hljóðfrárra flugvéla er ógerningur fyrir nokkurt land, jafnvel eins stórt land og Sovétríkin, að draga sig algerlega inn í skel eins og til dæmis var hægt eftir storm- sama tíma Péturs mikla. En löngunin er enn fyrir hendi og óvisst mislyndi sömu- leiðis. Löngun Rússa til að draga sig í hlé er sterk og þrjózkufull og hún á oft rætur í óstjórnlegri öryggisleysistilfinningu sem vera má að stafi síður af vonlausri tilfinningu um van- mátt til að bjarga sér í flóknum heimi, hræðslu við hugmyndir, en ótta við utanaðkomandi árás. Fylgifiskur þeirrar viðleitni að draga sig í hlé er að sjálfsögðu hótanir og hávætar ávítur sem líka geta átt að dylja þessa viðleitrti. Eftir öllum sólarmerkjum að • dæma — og þau hafa verið nokkur í nokkurn tíma — er þetta að gerast núna. Rússar eru að reyna að komast inn úr kuldanum, hvað sem sýnist á ytra borðinu. Líklegt virðist að tvær beinustu orsakirnar séu Kína og síðbúin upplausn Brezhnev-stjórnarinnar. Hugmynd Krúsjeffs Kínverska gátan er sjálfur kjarni slökunarhugmyndarinn- ar, deténte. Hugmyndin er ekki ný og þótt Brezhnef hafi slegið eign sinni á hana var hún ekki hugmynd. hans upphaflega held- ur Krúsjeffs. Öll afstaða Rússa. hefur í raun réttri mótazt af détente-hugmyndinni síðan í Kúbu-deilunni 1962 með tveim-. ur meiriháttar hléum. Ein af ástæðunum til þess að Krúsjeff var settur af tveimur árum síðar var að hann fylgdi henni of fast eftir og gekk of langt í átt til samkomulags við Vesturveldin. Aðalhvötin var ótti við Kínverja — ekki af því að frá þeim stafaði tafarlaus heldur hugsan- leg hætta. ' Þegar Krúsjeff féll fraus allt. I tvö ár voru nýju leiðtogarnir sem lamaðir meðan þeir reyndu aö ráða fram úr vandamálunum, koma lagi á efnahagsmálin, sleikja sár valdagosa flokksins, sem höfðu orðið að þola virð- ingarleysi Krúsjeffs, og hers- höfðingjanna, sem kröfðust (og fengu) óteljandi skriðdreka og eldflaugar og ákveðin en mis- heppnuð tilraun var gerð til að ná sáttum við Mao Tse-tung án nokkurra fórna. Síðan var aftur hafizt handa við détenta-stefnuna af fullum krafti 1967 (þrátt fyrir þá heimskulegu ráðstöfun Banda- ríkjamanna að hefja loftárásir á Hanoi meðan Kosygin var þar í heimsókn) og Brezhnev tók upp gamla hugmynd Krúsjefss um ráðstefnu um öryggi Evrópu. Þessi hugmynd varð fyrir áfalli þegar rússneskir skriðdrekar murkuðu lífið úr vorinu í Tékkóslóvakíu, en að einu eða tveimur árum liðnum höfðu allir gleymt Prag (í þriðja skipti á rúmum 30 árum) og 1975 fékk Brézhnev ráðstefnu sína í Helsinki og hófst upp í æðri loftlög þar sem hann sveif á rauðu skýi alsettur heiðurs- merkjum. Þá var þegar farið að slá dálítið í détente-hugmyndina. Því að nú hafði bætzt við upphaflegu hvötina (tryggingu gegn Kína) næstum því örvænt- ingarfull meðvitund mannanna í Moskvu um, að ef afturför ætti ekki að eiga sér stað í efnahags- málum Sovétríkjanna, yrði að flytja inn matvæli og tækni. Breytingin Og jafnvel fyrir Helsinki-ráð- stefnuna, í lok ársins 1974, voru Bandaríkjamenn farnir að boða endalok jákvæðasta tímans (fyrir Brezhnev) sem hófst 1970 meö samningnum við Þýzka sambandslýðveldið? Þeir neit- uðu að samþykkja þau gífurlegu lán, sem Brezhnev hafði treyst á, og voru farnir að krefjast einhvers í staðinn (quid pro quo) í mynd bættrar framkomu innanlands — einkum gagnvart sovézkum Gyðingum, sem ósk- uðu að flytjast úr landi. Rússar létu undan að vissu marki; þeir allt að því neyddust til þess um tíma. En það lá í augum uppi að stolt Rússa þoldi ekki svona þrýsting endalaust. Frá sjónarmiði Rússa borg- uðu sig nokkrar fórnir, ekki aðeins til að fá hveiti. frá Vesturlöndum heldur einnig til þess að fá þegjandi viðurkenn- ingu með Helsinki-ráðstefnunni á hlutdeild Vesturveldanna í hinu óbreytta ástandi (status quo) í Austur-Evrópu, sem var komið til leiðar með sovézku hervaldi. En þegar Helsinki-ráðstefnan fór fram var tilgangurinn með henni þegar farinn að blikna og þær örlitlu tilslakanir sem Vestur- Eftir Edward Crankshaw veldin kröfðust, loforð frá Rúss- um um að hafa í heiðri viss lágmarksréttindi, komu Rússum í mikinn bobba. Aður en eitt ár var liðið sendi Brezhnev frá sér yfirlýsingu um að mannréttindi væru það sem hann segði að þau væru og að hvað sem öðru liði stæðu Rússar dyggari vörn um mannréttindi en nokkrir aðrir. Ein af afleiðingum Helsinki-ráðstefnunnar var sú að hún beindi athyglinni að sovézkum andófsmönnum, sem eru einstakar hetjur en því miður of sundraðir. Þegar ein- hverjir ágætustu þessara bar- áttumanna samvizkunnar settu á fót nefnd til þess að fylgjast með því hvernig KGB stæði við Helsinki-yfirlýsinguna komst Brezhnev að þeirri niðurstöðu að bezta leiðin til þess að sýna þeim að honum væri alvara væri að ákæra vissa útvalda baráttu- menn fyrir að vera útsendarar CIA og leggja þannig að jöfnu mannlega sómatilfinningu, sjálfsvirðingu og landráð. (Ef hann vill vita fyrir hvað hans verður minnzt þá er það þetta). Kínverska hættan Jafnvel meðan gengisfelling varð á détente, þar sem sú stefna fólst í því að fá eitthvað fram án þess að leggja nokkuð af mörkum í staðinn og hjálpa Rússum að klöngrast upp úr efnahagslegu kviksyndi, tók kínverska hættan fljótlega á sig nýja og ógnvekjandi mynd, þótt hún hefði virzt fjarlæg áður. Að minnsta kosti sumir leiðtogar Rússa höfðu lengi vonað að þegar Mao andaðist mætti koma til leiðar einhvers konar frið- samlegri sambúð við Kínverja. En viðbrögð Hua, sem var tilnefndur eftirmaður Maos, sýndi fljótt að svo gat ekki orðið. Þar sem verra var: Kínverjar höfðu lengi biðlað til landa Þriðja heimsins og nú gengu þeir til samstarfs við Vestur- veldin, aðallega á tæknisviðinu, og ólík hugmyndafræði skipti þar engu máli. Auðvelt er að gera sér í hugarlund þann ugg blandinn furðu, sem að því er virðist stöðugar heimsóknir stjórnmálaleiðtoga til Peking hafa vakið í Moskvu, heimsóknir manna, sem hafa vottað leiðtoga kommúnistaflokks virðingu, þótt sá flokkur beri ekki snefil af virðingu fyrir mannréttind- um eftir ferli hans til þessa að dæma. Og ofan á allt annað hefur komið fram i dagsljósið sá djúpstæði ágreiningur og vafi, sem lengi hefur búið um sig í öðrum kommúnistaflokkum er eitt sinn hlýddu Moskvu í einu og öllu, og skýrasta dæmið um þetta hefur verið það fyrirbæri sem er þekkt undir heitinu Evrópukommúnismi. Sú hvöt, sem mennirnir í Moskvu finna hjá sér til þess að snúa baki við umheiminum, hlýtur vissulega að yera sterk. Ognun Rússa við okkur er auðvitað ennþá til staðir og við verðum að vera vopnaðir gegn henni — helzt miklu betur en við erum. En um leið og. við gerum allar hugsanlegar varúð- arráðstafanir er leyfilegt að velta þvi fyrir sér hvort óhófleg efling landhers og sjóhers Rússa eigi ekki að miklu leyti rætur að rekja til ofsóknar blöndnum stolti fremur en árásarfyrirætl- ana. Þörfin á viðurkenningu Það hlýtur að vera geysimikið atriði fyrir öreiga- og bænda- þrjótana, sem nú stjórna Sovét- ríkjunum, og eigi síður þá hershöfðingja og flotaforingja, sem enn eru uppistandandi eftir síðari heimsstyrjöldina og enn bera sár auðmýkinganna frá II ua 1941 og 1942, aö þeim sé auðsýnd sú virðing og lotning, er fyrsta flokks stórveldi á kröfu til á blómaskeiði heimsvaldastefnu. Þegar á allt er litið hafa Sovétríkin eins mikinn rétt á að halda uppi eftirliti á heimshöf- unum og hvert annað stórveldi; eins mikinn rétt til að hafa herstöðvar í Afríku, ef út í það er farið. Ennfremur virðist líklegt, að núverandi umsvif Rússa miði að því að koma Kínverjum í opna skjöldu, þar sem veldi þeirra eykst, og að stilla sér upp milli Kínverja og Vesturveldanna, ef til stríðs skyldi koma. Rússar eru ekki árásargjarnir að eðlis- fari, hvað sem trúboðsákafa þeirra líður; en þeir ýta fast á allar dyr sem virðast munu láta undan með smáátaki. Ef við höfum ekki vörð við slíkar dyr veröur aö gera ráð fyrir að við séum haldnir sjálfseyðingarhvöt og þá munum við vissulega deyja. Valdastreitan Onefnd er önnur ástæða fyrir því öryggisleysi, sem mér virðist Moskvustjórnin vera haldin nú um þessar mundir. Óteljandi smávísbendingar (svo ekki sé minnzt á heilbrigða skynsemi) sýna ljóslega, að djúpstæður klofningur ríkir í röðum sovézkra valdamanna. Brezhnev hbefur hvað eftir annað verið veikur og er 72 ára gamall. Staðgengill hans, Kirilenko, sem eitt sinn var bráðefnilegur maður á uppleið, er jafngamall. Kulakov, sem spáð var að taki við af honum, maður flokkskerfisins og steypt- ur í sama mót og Brezhnev en tíu árum yngri, en hann er nýlátinn. (Hvers vegna mættu hvorki Brezhnev né Kosygin eða leiðinlegasti sovézki framámað- urinn af gamla skólanaum, Suslov, við útförina? Voru þeir allir veikir? Eða lágu dýpri ástæður að baki?) Enginn hefur minnstu hug- mynd um hvernig yngri menn, til dæmis V.I. Doligikh, maður- inn frá Síberíu sem hefur fengið skjótan frama, geta rutt sér braut með skjótum hætti gegn- um raðir öldunganna sem eftir eru. Eða hvernig þeir hagi sér ef þeim tekst að ryðja sér braut; það eina sem er hægt að vera viss um er að þeir trúa ekki og geta ekki trúað á heimsbyltingu og það verður breyting frá því sem áður var, jafnvel þótt herská og grimm þjóðernis- hyggja leysi af hólmi útjaskaða kreddutrú. Þessu borgar sig ekki að veltá fyrir sér. Það eina sem máli skiptir í bráð er að þegar ríkisstjórn í Rússlandi er á heljarþröm eins og þessi tekur við ofsóknarótti sem er aldrei langt undir yfirborðinu í valda- stétt Sovétríkjanna. Við fáum nú að fvlgjast með hræðslusýn- ingu heilmargra hræddra manna sem re.vna að sýna hvað þeir eru voldugir. Fyrstu fórnar- lömbin eru hinir virku efasemd- armenn innan Sovétríkjanna; einhverjar mestu hetjur vorra tíma. Kreml

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.