Morgunblaðið - 29.10.1978, Síða 20

Morgunblaðið - 29.10.1978, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 Orgeltónleikar Undir yfirskriftinni ColleKÍum Musicum hélt Imelda Blöchlijíer tónleika í Kristkirkju s.l. föstudag. Tónleikarnir hóf- ust á Sónötu nr. 5 eftir Mendels- sohn. Sem orgeltónskáld er Mendelssohn frekar einhæfur. Þykkur hljómbálkur meö óaflát- anlegum endurtekningum smá- stefja er einkennandi fyrir flest orgelverk hans. Annað verkefn- iö var eftir Brahms, fimm sálmforleikir úr op. 122. Sumir sálmforleikirnir eftir Brahms eru gullfallegar tónsmíöar og vandasamt að finna þeim fal- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON lega raddskipan. Ekki var orgel- iö vel hreint, þó stillt hafi það verið eftir því sem undirrituðum var sagt. Skemmtilegasta verk- ið, sem Imelda Blöchliger lék, er eftir César Franck og heitir Pastorale. Þar fór víða saman góður leikur og reisuleg tón- smíð. Aría eftir Alain er nokkuð snoturt verk en sundurlaust í formi. Tónleikunum lauk með gotneskri svítu op. 25 eftir Leon Boellmann. Svítan er á köflum þægilegt verk og endar á rismikilli Tokkötu. Imelda Blöchliger er góður orgelleikari en heldur er svona efnisskrá einhæf, bæði hvað stíl og gerðir tónverka snertir, til að gera sér vel grein fyrir getu orgelleikarans. A laugardaginn kemur heldur Imelda Blöchliger fyrirlestur um orgel og orgelsmíði í Sviss og fer fyrirlesturinn fram í Norr- æna húsinu. Sjómannablaðið Víkingur 40 ára Sjómannablaðið Víkingur hefur um þessar mundir komið út i 40 ár og er síðasta tölublað Víkings 40 ára afmælisrit. Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Víkingi og lét Guðmundur Jensson af því starfi og við tekur Guðbrandur Gíslason. í frásögn blaðsins af ritstjóra- skiptunum eru Guðmundi þökkuð margra ára störf í þágu blaðsins og vonast eftir að blaðið megi enn njóta krafta hans með því að senda því greinar og annað efni, og hinn nýi ritstjóri er boðinn velkominn, en hann hefur m.a. starfað við blaðamennsku, kennslu og sem fulltrúi hjá Ferðamálaráði íslands. Meðal efnis í þessu tölublaði Víkings er grein um öryggi fiski- skipa eftir Hjálmar R. Bárðarson, viðtal við Markús Guðmundsson 1939 40afaiælisrit 1978 Forsíða afmælisritsins. eftirlistmann sjávarútvegsráðu- neytisins, Guðmundur Hallvarðs- son og Steinar Sigurjónsson rita greinar, sagt er frá norrænni fiskveiðiráðstefnu og birtar eru launatöflur FFSÍ og Stýrimanna- félagsins. I ritstjórnargrein segir m.a.: „Víkingurinn tekur stakkaskiptum á fertugsafmælinu. Þakka ber það sem vel hefur verið gert í útgáfu blaðsins á undanförnum árum — það er vissulega margt sem liggur ekki gleymt. En því er eins farið með tímarit og önnur mannanna verk, að eigi þau að halda notagildi sínu verða þau að aðlaga sig aðstæðum hverju sinni, tileinka sér ný og síbreytileg viðhorf. Með þetta í huga var ákveðið að breyta útliti Víkings og auka fjölbreytni efnis sem hann flytur lesendum sínum.“ m(KVTM( Jól á skíðum Austurríki 22.12—5.1. (nt^VTMC FERÐASKRIFSTOFA lönaöarhúsinu - Hallveigarstíg 1, s. 28388 — 28580. Brldge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Frá Tafl- og bridgeklúbbnum Sl fimmtudag hófst hjá félaginu fimm kvölda hrað- sveitakeppni með þátttöku 18 sveija. Spilað var í tveimur riðlum og varð árangur efstu sveita þessii A-RIÐILL. Sveit Sigurðar Steingrímssonar 676 Sveit Gests Jónssonar 647 Sveit Eiríks Helgasonar 618 B-RIÐILL. Sveit Margrétar Þórðardóttur 643 Sveit Ingvars Haukssonar 626 Sveit Ingólfs Böðvarssonar 614 Meðalárangur 576. Næsta spilakvöld verður á fimmtudag í Domus Medica og hefst klukkan 19.30. Breidgedeild Breiðfirðinga Fjórtán sveitir mættu til leiks í aðalsveitakeppni félags- ins sem hófst sl. fimmtudag. Fjórar sveitir unnu leiki sína hreint og eru með 20 stig. Þær eru: Sveit Jóns Stefánssonar, Ingibjargar Halldórsdóttur, Hans Nielsens og Hreins Hjartarsonar. Sveit Elíasar Helgasonar hefir 17 stig og sveit Sigríkar Pálsdóttur 13. Keppni þessi mun standa í 13 kvöld. TELPURNAR á myndinni, sem heita Erna Björg Bjarnadóttir og Helga Bryndís Jónsdóttir — og eiga heima vestur á Seltjarnarnesi, efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Krabbameinsfélag Reykjavík- ur, að Sæbraut 17 þar í bæ. Söfnuðu þær 11.000 krónum til félagsins. ÞESSAR telpur efndu fyrir nokkru til hlutaveltu vestur á Seltjarnarnesi til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna. Söfnuðu þær 6200 krónum til félagsins. — Telpurnar heita. Sonja Victorsdóttir, Hlín Osk Þorsteinsdóttir, Guðbjörg Ruth Kristjánsdóttir og Sigrún Sif Kristins- dóttir. NÍU þúsund og níu hundruð krónur söfnuðust á hlutaveltu sem þessir krakkar efndu til í Espigerði 4 hér í bænum, til ágóða fyrir Sjálfsbjörg, lamdssamb. fatlaðra. Krakkarnir heita. Birna P. Kristinsdóttir, Kristín G. Jónsdóttir, Agnes Ólafsdóttir og Lára Ásgrímsdóttir. Á myndina vantar Magnús Kristinsson. ÞESSIR krakkar efndu fyrir nokkru til hlutaveltu að Kópavogsbraut 93 í Kópavogi til ágóða fyrir Styrktar- félag vangefinna. Söfnuðu þau 1600 krónum. Börnin heita. Bergþóra Ólafsdóttir, Bryndís Ingimundardóttir og Davíð ölafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.