Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur 29. október pJtr^iiwMiílíííi Bls. 33—64 eftir HALLDOR LAXNESS 'JP- #b»v, ¦>' #" f^fewiiu^#iÍi'iiw^j;i^»tfiwI*>aW't«wi C~S? ¦: JT.,«~ ' #' «/' % /c *. <* :: ¦ ;Æ^ Hér a eftir fer kafli úr nýrri bók Halldórs Laxness Sjömeistarasögunni, sem Helgafell er að senda frá sér um þessar mundir. Bókin er í raun og veru miðbókin í þriggja binda skáldsögu í ritgerðarformi, eins og Laxness hefur kallað þessa bókmenntagrein. Fyrsta bindið var í túninu heima og þriðja bindið, sem kom út í hitteðfyrra, nefnist Úngur eg var, eins og kunnugt er. Kaflinn, sem hér birtist, nefnist Eftir pláguna og segir frá skáldinu unga, þegar hann 16 ára gamall kemur með fyrstu skáldsögu sína, Barn náttúrunnar, næstum fullbúna til föður síns. í kaf lanum er óviðjaf nanleg lýsing á samskiptum föður og sonar. Eftir pláguna Oðar en ég fór að ná mér hríngdi ég heim að spyrja um heilsufar. Móðir mín hafði ekki sýkst, amma mín ekki heldur né próventukallinn okkar, hann Magnús í Melkoti. Þessi pest skágekk gamalmenni, börn reyndar líka og hafði komið létt niður á systrum mínum úngum. En vinnufólkið hafði flest orðið veikt og varð faðir minn að gánga í verk þess utanhúss, og reyndi að fylgja fötum um miðjan daginn þó sjálfur væri hann maður ekki heill. Ég hafði einlægt verið hræddur um föður minn fyrif sjúkdómum frá því ég vaknaði sjö ára gamall við það um nótt að ég heyrði hann nefna guðsnafn í and- köfum af þúngri taksótt. Spænsku veik- inni fylgdi tak, og nú var farið að kalla lúngnabólgu. Bæarlíf í Reykjavík var alt úr greinum geingið eftir pláguna; sáust varla farartæki á götu utan líkvagnar; þurfti að vera forvitri til að láta sér detta í hug hvar finnast kynni farar- skjóti uppí Mosfellssveit. Mér datt í hug Þorleifur í Pípugerð- inni kunníngi föður míns og átti reiðhesta; bjó á Barónsstíg. Þetta var frostleysudagur í svartaskammdeginu. Faðir minn var gugginn og óstyrkur, lítt talaður; en návist hans eins holl og nokkru sinni. Hann spurði mig tíðinda af námi og ég sagði sem var: ég væri ófær að festa hugann við námsgreinar sem mér voru fyrirskrifaðar af öðrum; þó eink- um og sérílagi ef þær stefndu til annars en efla mér dug til skáldskapar og þeirra fræða sem rithöfundi var nauðsyn á. Ég sagði föður mínum sem var að ég ýmist skrópaði eða væri aðgerðar- laus í mörgum námsgreinum af því mér fyndust þær Um fermingu toga mig í •¦¦^•¦¦^fmy-: ..... ¦ lfc»atf 1 ^ -1 p I * k. f« 1 Jfc* t. a > ? v V Cf ¦-. ,.-e» 2 ^•v_._... ' t,-t. N ?¦*¦¦ t , A ¦1 i V *-,."¦'"*¦** J, '¦'^¦¦¦~>*.-^-:-&-^--> f i f o " \ k -¦ m - -¦- \* sÉ i.i i x f ¥ 4F .j0 Wf?S^»m^^is, i. í •v V lK i "X tm........iii I yf '- a-^,; ( . ^ , V-* _f 11 . t> *i# h **¦ "¦ Jí* ..«-¦* ¥¦* ¦0 * X —2-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.