Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 6
38 M0RGUNBLAÐ1Ð, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 Þegt i himins og jardar 23. sunnudagur eftir Trinitatis (l) PISTILL: Fil. 3,17—21: Þvi aðföðurland vort er á himni, ogfrá himni vœntum vér frelsara, Drottins Jesú Krists. GUÐSPJALL: Matt. 22,15—22: Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það sem Guðs er. Jesús sagðist vera góði hirðirinn, sem leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Líf hans og dauði, orð og verk er leit Guðs að manninum, sem villst hefur af leið og misst hefur sjónar á tilgangi lífsins. Hjónabandið í brennidepli VI LÍFSSKOÐUN Ef við heimsækjum félagsmála- stofnanir og sjúkrahús með deildir fyrir fjölskyldumeðferð á erlendri grund, verðum við Norðurlandabú- ar undrandi yfir áherslunni sem aðrir leggja á þau vandamál, er skapast ef hjón eru með mismun- andi lífsskoðun. I Þýskalandi, Sviss og í Ameríku er talað um blönduð hjónabönd og er þá átt við að mótmælanda trúar giftist kaþólskum eða gyðingur sem kvænist kristnum. A Norðurlöndum er þetta lítið vandamál og það er reyndar eftirtektarvert hversu trúarlegar spurningar og spurningar sem snerta lífsskoðun eru vanræktar í þessu tilliti. Þegar flett er erlendum lækna- blöðum sér maður iðulega fjallað um lífsskoðun fólks, þ.e.a.s. trúar- leg staða sjúklingsins og lífsskoð- un hans er athuguð í tengslum við meðferðina sem hann fær. Því miður er þetta ekki eins algengt hér heima. Það verður líka að segjast að hér ríkir mikill þekk- ingarskortur á því hvað trú og lífsskoðun hefur að segja og hve mikill munur getur verið á hinum ýmsu kirkjudeildum og trúarsam- félögum. Mjög sjaldan er t.d. talað um hvort það skipti máli í hjónabandi ef fólk hefur tileinkað sér ákveðna lífsskoðun og vill lifa samkvæmt henni. Hvað sem öllu líður, þá vitum við, að það eru fáir þættir sem grípa eins náið inn í persónuleik- ann og sú grundvallar lífsskoðun sem manneskjan hefur. Þetta gengur svo nærri fólki tilfinninga- lega, að sjaldan er rifist meira en einmitt þegar þessi mál eru rædd. Fátt hefur líka valdið eins miklum erfiðleikum í sögunnar rás en þegar mismunandi lífsskoðunum er beitt hverri gegn annarri. Það er lífsskoðun fólks sem lýsir best afstöðu þess til samfélagsins, bæði til kynþáttamála, fjárhags- mála og kynferðismála. I hjóna- bandinu hlýtur því spurningin um lífsskoðun að vera brennandi. Það veldur sársauka þegar annar aðilinn í hjónabandinu finnur að innsta sannfæring hans er ekki virt heldur jafnvel gert grín að henni og hún gerð hlægileg og torkennileg. Það er því ekki út í hött að einmitt lífsskoðun heyri til í þessari umfjöllun um hjónaband- ið. Ljóst er að skortur á lífsskoðun er eitt af því erfiðasta sem maður mætir. Ef t.d. litið er yfir línurit frá stofnunum sem fást við fjölskylduráðgjöf í Sviss þá verður maður urtdrandi á hve hátt hlutfall þeirra, sem leita hjálpar, þjáist af tómleika í hjónabandinu. Ég nefni eitt dæmi í þessu sambandi, sem ég hef fengið leyfi til að segja frá. Kona kom til mín í neyð sinni, en hún þjáðist af dapurð og kvíða. Einn daginn sagði hún mér eftirfarandi draum: Mig dreymdi að ég gekk við hliðina á vini mannsins míns. Hann var með góða fóðraða skinnhanska enda var kalt í veðri. Ég sá að hann hafði einnig fallega prjónaða vettlinga í frakkavasanum svo ég sagði: „Þú sérð að mér er kalt á höndunum, get ég ekki fengið lánaða prjónavettlingana, sem þú hefur í vasanum?" „Nei,“ sagði hann, „það færð þú ekki, þetta eru vettlingar konunnar minnar, hún hefur prjónað þá og ég get ekki lánað þér þá.“ Geðlækninum datt að sjálfsögðu fyrst i hug að þessi draumur hefði eitthvað með það kynferðislega að gera. Hún sá á mér hvað ég hugsaði, nefnilega að hún hefði löngun til þess að fá hlýju frá ókunnugum manni. En þá sagði hún eftirfarandi: Þér haldið kannski að eitthvað sé að í kynferðislegu sambandi okkar hjónanna, en sannleikurinn er sá að í þeim efnum er allt í besta lagi. Ég get varla hugsað mér að nokkur geti haft það betra hvað það snertir, en það er einmitt þetta kynferðislega og aðeins það sem líf okkar snýst um. Við lifum í leik og ástríðu. Ég held að þessi 15 ár sem við höfum verið gift höfum við ekki rætt neitt saman í alvöru! Það er e.t.v. einu sinni á ári sem það þó kemur fyrir og þá þegar ákveðnir vinir okkar koma í heimsókn. Þau eiga sér lífsskoðun og innihaldsríkt líf sem gerir þessi kvöld ógleymanleg og heimilið verður eins og nýtt. Við hjónin getum þá bæði tekið þátt í umræðunum. Það er á þessum kvöldum sem ég lifi allt árið. Ef ég nú reyni að tæpa á svipuðum umræðuefnum þegar við erum ein, það þarf ekki einu sinni að vera trúarlegar vangaveltur, heldur aðeins tal um almenn vandamál, þá segir hann: „Nei, farðu nú ekki að vera leiðinleg." Svo byrjar leikurinn og grínið aftur, og vissulega getur það verið skemmti- legt, en það er svo innantómt og kalt að ég veit ekki hvort ég held þetta út öllu lengur. Hversu mörg hjónabönd eru ekki einmitt með þessu markinu brennd? Yfirborðsmennskan í framkomu og lífi er slík að heimilið einkennist af skorti á lífsskoðun og lífsgrundvelli. Um skeið var ég fangelsislæknir. Ég get aldrei gleymt hvað einn fanginn, sem var læknir, sagði mér um ástæðuna fyrir því að hann gerðist nasisti á stríðsárunum. Hann sagði: „Ég geri mér fullkom- lega ljóst að ég hef gert rangt, en líf mitt var svo innantómt að ég varð að finna eitthvað til að lifa fyrir og trúa á. Ég sagði við sjálfan mig, rangt eða ekki rangt, ég veit það ekki nú, en ef til vill seinna. Én ég hef lifað 5 stórkost- leg og innihaldsrík ár þrátt fyrir allt það illa sem ég hef fengið að reyna, ekki síst frá vinum mínum.“ Á þessu sjáum við hve hættulegt það er að lifa án lífsskoðunar. Manneskjan leitar að tilgangi með líf sitt, hjúskap sinn og með heimili sitt. Sjálfur hef ég aldrei dregið dul á mína kristnu lífsskoðun og trú og þess vegna hef ég oft fengið spurningar þess eðlis hvort æski- legt sé að fólk gifti sig ef annað er kristið en hitt ekki og hefur ef til vill lífsskoðun sem stangast á við kristna trú. — Um þetta hefur löngum verið deilt. Óháð kristinni lífsskoðun hefur gjarnan verið varað við að stofna til hjúskapar ef lífsskoðanirnar eru gjörsamlega ósættanlegar. Ef viðhorfin eru svona ólík verða flestir þættir samlífsins í hættu og hjónabandið þar með. Þetta á vissulega við um kristna trú líka, þó að erfitt sé að alhæfa í þessum efnum. Biblían kennir t.d. að þótt aðeins a.nnar makinn sé kristinn þá geti hann með kærleika og auðmýkt skapað slíkan anda á heimili að heimilisfólkið smátt og smátt sjái að trúin á Guð er verðmæt og skiptir máli í lífi og dauða. Mörg dæmi eru til um þetta, sem sýnir hve erfitt er að gefa algilda reglu. Nú vitum við að sama lífs- skoðunin getur haft margar hliðar og oft getur orðið viss barátta á heimilum hvernig lifa á sam- kvæmt lífsskoðuninni. Sumir eru opnir, úthverfif, eins og talað var um í fyrri grein. Þeir vilja t.d. biðja með maka sínum, vilja hafa opið samfélag og tala um trú sína. Aðrir eru innhverfir, lokaðir, vilja sem mest hafa trú sína fyrir sig. — Þetta bendir til þess að fólk þarf nauðsynlega að samræma framkvæmd lífsskoðunarinnar ef svo má segja. Þetta á t.d. við um allt helgihald á heimilinu, hvaða form það á að hafa o.s.frv. Það er mikil gjöf fyrir hvert hjónaband þegar hjónin geta staðið saman í lífss'koðun og unnið saman á grundvelli hennar. Þessi samstaða er í rauninni eins mikilvæg og sú samstaða sem þarf viðkomandi næsta efni sem við tökum fyrir: Kynlífið. Frh. (Þessar greinar eru úr greinaflokki eftir norska geðlækninn Gordon John- sen). Guð er faðir þinn Þegar trúarjátningin vill lýsa þeim Guði, sem við játum, þá byrjar hún með orðinu Faðir. Þar með tjáir hún þá fullvissu trúarinnar, að að baki alls sem er, slái hlýtt hjarta. Það sem kom alheiminum af stað er ekki einhver tilviljun eða lögmál, heldur faðir, sem elskar það, sem hann skapar, elskar, elur og nærir. Tilveran á sér hjarta, og ef þú ert nógu hljóður, þá getur þú heyrt hjartslátt hennar. Hvernig veistu þetta? Af því að Guð hefur sjálfur sýnt sig mönnunum í Jesú Kristi. Guð er faðir Jesú Krists og hann er faðir þinn. í bæninni megum við tala við hann eins og börn við föður sinn: Faðir vor ... Til- gangur lífs þíns er að lifa með honum og fyrir hann hér á jörðu, og vera með honum að eilífu í dýrð og gleði eilífðar. Alls staðar í lífinu erum við metin og dæmd eftir því sem við getum afrekað, hve gáfuð við erum, skemmtileg, falleg, aðlaðandi. En í augum Guðs erum við börn hans, sem hann elskar. Hvert mannslíf er í augum hans óendalega mikils virði. Hvert mannsbarn er sem sjáaldur auga hans, eins við- kvæmt og ómissandi og augað er þér. í augum Guðs föður er hinn varnarlausi og eínskis verði á mælikvarða mannanna og sam- félagsins, óbætanlegur með öllu. í Jesú Kristi leitar hann uppi manninn til að bjarga honum úr vítahring sjálfselsku, tilgangs- leysis, firringar og sektar og hjálpa honum að lifd sem Guðs barn í þessum heimi og að eilífu. Biblíulestur Vikuna 29. okt. — í. nóv. SunnucL 29. okt. Matt. 22: 15 - 22. Mdnud. 30. okt. MatL 12:15 - 21. Þriójud. 31. okt. Amos 5: 6 -15. Miövikud. 1. nóv. Jes. 1:13 - 27. Fimmtud. 2. nóv. Jes. 10: 1 ■ 16. Föstud. 3. nóv. Post. 21:27 - 22: 5. Laugard. 5. nóv. Post. 22: 22 - 23: 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.