Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 39 Fréttamolar Gideon-félagar NÆRRI 3000 þátttakendur voru á alþjóðaráðstefnu Gideonfélaga á Miami s.l. sumar. Höfuðverkefni Gideon-félaga er að dreifa Biblíunni og einstökum ritum hennar m.a. á hótel, skip, flugvélar, meðal hjúkr- unarfólks o.s.frv. Á ráðstefnunni söfnuðust um það bil 125 milljónir íslenskra króna. Megnið af upphæð- inni rennur til kaupa á einni milljón eintaka af Nýja testamentinu sem dreift verður í Kóreu. Islenskir Gideon-félagar hafa fjöl- mörg undanfarin ár gefið öllum 11 ára gömlum börnum á Islandi Nýja testamentið, auk þess sem þeir hafa dreift ritningunni á hótel, sjúkrahús, skip o.s.frv. Angola EFTIR að MPLA tók völdin í Angola 1975, hafa engir erlendir kristniboð- ar verið í landinu. Dr. Juel Nordby, sem verið hefur kristniboði í Angola í 30 ár, segir að ástæðulaust sé að óttast um kirkjuna í Angola, þar sem hún hafi fest rætur í landinu og hafi góðum mönnum á að skipa. Á hinn bóginn má gera ráð fyrir að kristinna manna í Angóla bíði miklir erfiðleikar. Vöxtur kirkjunnar er um ,10% árlega. Árið 2000 — helminqur íbúa Afríku kristinn? ÁRIÐ 1974 var haldin í Lausanne fjölmenn ráðstefna um boðun fagn- aðarerindisins. Af þessari ráðstefnu spratt öflug hreyfing sem dreifst hefur víða um heim og hefur það að meginmarkmiði að boða fagnaðarer- indið og leita leiða til að gera það með sem áhrifaríkustum hætti. Norskir meðlimir hreyfingarinnar héldu ráðstefnu í Drammen s.l. sumar og tóku þátt í henni 150 leiðtogar evangelískra krikjudeilda og félagasamtaka í Noregi. Á blaðamannafundi sem haldinn var í tengslum við ráðstefnuna sagði Gottfried Osei Mansah, sem er meðlimur í alþjóðlegri nefnd Laus- anna-hreyfingarinnar, að útbreiðsla kristinnar trúar í Afríku væri meiri en nokkru sinni. Hann fullyrti að stjórnmálaástandið í álfunni væri enn sem komið er ekki þrándur í götu fagnaðareiindisins. Mensah taldi að árið 2000 myndi helmingur íbúa Afríku játa kristna trú. Á blaðamannafundinum var séra John R. Scott, einn af leiðtogum hreyfingarinnar, spurður að því hvort Lausanne-hreyfingin hefði orðið það sem henni var ætlað að verða. Scott svaraði því til, að enginn vafi væri á því að andinn frá Lausanne væri enn virkur í kirkju- deildum um allan heim. Þetta gilti ekki aðeins um boðun fagnaðarer- indisins, heldur einnig að því er varðaði hvatningu til kristinna manna til að axla ábyrgð og hafa áhrif með kristnum vitnisburði sínum á hinum ýmsu sviðum mann- legs lífs, svo sem sviðum lista, menningar, fjölmiðlunar, menntunar og stjórnmála. Aðspurður kvaðst Stott hafa orðið fyrir vonbrigðum með að ýmsar kristnar kirkjudeildir, einkum í Evrópu, hefðu ekki tekið boðunar- hlutverk sitt nógu alvarlega. Tæknivæðing og siðferðisstyrkur „MAÐURINN er of tæknivæddur með tilliti til siðferðilegs þreks hans. Það eru ekki rétt hlutföll milli tæknivæðingar annars vegar og siðferðilegrar upplýsingar og sið- ferðisþreks. Við erum síngjörn fyrir mannsins hönd með tilliti til náttúr- unnar almennt. Við erum síngjörn fyrir hönd hins „hvíta“ hluta heims- ins gagnvart hinum fátækari". Þetta er haft eftir Gunnari Breivik lektor, á norrænni ráðstefnu um félagslega siðfræði, þar sem einkum var fjallað um samfélagið og umhverfið. Breivik benti á að í Evrópu nútímans væri maðurinn hið æðsta gildi. Allt er miðað við manninn, óskir hans og vilja. Breivik undirstrikaði að Bibl- ían fjallar um tvenns konar gildi, sem eru óháð manninum: Guð og náttúran. Guð er hið æðsta gildi, sem allt verður að lokum að taka tillit til. „Maðurinn verður í eins ríkum mæli og mögulegt er að nýta gæði náttúrunnar í þágu fjöldans og Guði til dýrðar," sagði Gunnar Breivik. Hann varaði við þeirri einföldun vandans og blekkingu að gott samfélag verði til með því að auka hagvöxtinn. Uppþvottavelin sem nægt er að Nu þegar i stærstu mötuneytum landsins. Samstæður fyrir 50 — 300 manna mötuneyti. Veitum ráðgjöf og tæknilegar upplýsingar. Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum. Einkaumboð: A. KARLSSON H/F GRÓFINN11 — SÍM112570 101 REYKJAVÍK Ryklaus heimili með nýju Philips ryksugunni! Gúmmíhöggvari (stuöari). , sem varnar skemmdum f rekist ryksugan í. Þægilegt handfang. Stillanlegur sogkraftur. Einstaklega þægiiegt grip með innbyggðum sogstilli og mæli, sem sýnir þegar' ryksugupokinn er fullur.' Nýja Philips ryksugan sameinar hvoru tveggja, fallegt útlit og alla kosti góörar ryksugu. 850 W mótor myndar sterkan sogkraft, þéttar slöngur og samskeyti sjá um aö allur sog- krafturinn nýtist. Nýjung frá Philips er stykkiö, er tengir barkann viö ryksuguna. Það snýst 360° og kemur í veg fyrir aö slangan snúi upp á sig eöa ryksugan velti viö átak. Þrátt fyrir mikiö afl hinnar nýju ryksugu kemur manni á óvart hve hljóölát hún er. Stór hjól gera ryksuguna einkar lipra í snúningum, auk þess sem hún er sérlega fyrir- feröalítil í geymslu. Skipting á rykpokum er mjög auðveld. Rofi Snuningstengi eru nýjung hjá Philips. Barkinn snýst hring eftir hring án þess Meðal 6 fylgihluta er stór ryksuguhaus, sem hasgt er að stilla eftir því hvort ryksuguö eru teppi eöa gólf. að ryksugan hreyfist. Philips býður upp á 4 mismunandi geröir af ryksugum, sem henta bæði fyrir heimili og vinnustaöi. PHILIPS heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 850 W mótor. Inndregin snura.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.