Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna | Skrifstofustarf Stórt iönfyrirtæki óskar eftir að ráða greinda og duglega stúlku til skrifstofu- starfa. Starfið krefst leikni í vélritun, sjálfstæðis og góðra umgengnishæfileika. Verzlunarskólamenntun mjög æskileg. Góð laun í boði. Fyrirspurnum, ásamt uppl. um menntun, aldur og fyrri störf, skal skila til Mbl. fyrir þriöjudagskvöld merkt. „Góö laun — Gott starf — 3832.“ Allar fyrirspurnir eru trúnaöarmál og veröur svarað fyrir 20. nóvember n.k. Vaktavinna — Vaktstjórar Plastprent h.f. óskar eftir að ráöa nokkra karlmenn til verksmiðjustarfa m.a. 2 vaktstjóra. Umsækjendur komi til viötals mánudag kl. 10—11 og 14—16, eöa hringi í síma 85600 og 71437 (kvöldsími). Plastprent h.f., Höföabakka 9. Skrifstofustúlka Plastprent h.f. óskar eftir að ráða stúlku til að annast almenna vélritun og símavörslu. Verzlunarskólamenntun æskileg. Fyrirspurnum svarar skrifstofustjóri í síma 85600 og 71437 (kvöldsími). Plastprent h.f., Höfðabakka 9. Verslunarstjóri — lagermaður Kaupfélag Saurbæinga óskar að ráða verslunarstjóra — lagermann. Starfiö er fólgið í daglegri umsjón meö lager og verslun félagsins. Aðeins reglusamur fjölskyldumaöur kemur til greina. Einbýlishús fylgir starfinu. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjóri, Hafþór Helgason sími um Neöri-Brunná. Bókhald Stórt innflutningsfyrirtæki óskar eftir aö ráöa manneskju til bókhaldsstarfa. — Góö vinnuaöstaða og góö laun fyrir hæfan starfskraft. Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 8. nóv. ’78, merkt: „B — 3838“. Konur óskast í heimasaum. Upplýsingar í síma 14085 eöa 11520. Sjóklæðagerðin h.f., Skúlagötu 51. Fulltrúastarf Útflutningsstofnun í miöborginni óskar eftir að ráöa fulltrúa til starfa nú þegar. Umsækjandi þarf að hafa góöa menntun, rita og tala vel ensku og a.m.k. eitt Noröurlandamál auk íslenzku. Starfsreynsla æskileg. Góö launakjör. Handskrifaöar umsóknir merktar: „Fulltrúastarf — 3851“ þurfa aö berast Morgunblaöinu sem fyrst. Ritari Ritari óskast hálfan daginn. Góö vélritunar- og málakunnátta nauðsynleg. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 5. nóvember merkt: „Ritari — 3839“. Símavarzla Óskum aö ráöa starfskraft til símavörzlu auk almennra skrifstofustarfa. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri, (ekki í síma). JÖFUR HF Auðbrekku 44—46, Kópavogi. Grunnskólann í Sandgeröi vantar nú þegar stundakennara í hand- mennt, tréiön eöa eitthvaö hliöstætt. Uppl. gefur skólastjóri í síma 92-7436 og 92-7610. Sölumaður Fasteignasala í miöborginni óskar nú þegar eftir sölumanni. Starfsreynsla æskileg. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiöslu Morgunblaösins fyrir 2. nóvember n.k. merkt: „Fasteignasala — 8907“. Sendill — vélhjól Viljum ráöa sendil til starfa fyrir hádegi. Þarf aö hafa vélhjól. Umsóknir sendist augl.deild Mbl. sem fyrst merkt: „Sv — 869“. Ritari Fyrirtæki í Reykjavík óskar aö ráöa ritara til starfa viö vélritun og símavörslu. Vinnutími kl. 1—6. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 3. nóv. n.k. merktar: „Ritari — 3840“. Húsasmiðir Tvo—þrjá húsasmiði vantar strax í 4 raöhús í Garðabæ. Uppl. í síma 43221. Laus staða Staöa brunamálastjóra er laus til umsókn- ar. Nauðsynlegt er aö umsækjandi hafi sérþekkingu á brunamálum og sé annaö- hvort verkfræöingur eöa tæknifræöingur. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist félagsmálaráöuneytinu fyrir 1. desember n.k. Félagsmálaráöuneytið, 27. október 1978. Rúmlega þrítugur vélstjóri meö sveinspróf í vélvirkjun og staögóöa reynslu bæöi í meöferö smærri og stærri véla, óskar eftir starfi. Tilboö sendist Mbl. fyrir 10. nóv. merkt: „Vélstjóri — 3843“. íslenska járnblendifélagið hf. auglýsir til umsóknar stööur: 7 starfsmanna á vélaverkstæði félagsins að Grundartanga Um er aö ræöa störf á vélaverkstæði sem mun sjá um allt viöhald vélbúnaöar í járnblendiverksmiöju félagsins. Vélaverk- stæöiö skiptist í 3 deildir, járnsmíöa-, vélvirkjunar- og fartækjadeild. Nauösynlegt er aö umsækjendur hafi iönmenntun eöa þjálfun viö störf í járniön- aöi. Allar frekari upplýsingarum störf þessi veitir Guðmundur Borgþórsson í síma 93-1092 mánudaga til föstudaga kl. 7.30—10.00 (árdegis). Starfsmanna í flutningadeild félagsins að Grundartanga. Starfiö er fólgiö í kranstjórn á 12 t hafnarkrana félagsins og öörum störfum innan flutningadeildarinnar, svo sem eftirliti með færiböndum, kvörnum, siktum og vogum. Vegna kranastjórnarinnar er nauðsynlegt aö viökomandi hafi tilskilin réttindi, þar meö talin 5 ára starfsreynsla. Allar frekari upplýsingar veitir Jón Stein- grímsson í síma 91-83833 mánudaga til föstudaga kl. 9.00—11.00 (árdegis). Umsóknum ber aö skila til skrifstofu íslenska járnblendifélagsins, Lágmúla 9, Reykjavík, eöa aö Grundartanga, Skil- mannahreppi, 301 Akranes, fyrir 20. nóvember 1978. Umsóknareyöublöö eru fáanleg á skrif- stofum félagsins aö Grundartanga og Lágmúla 9, Reykjavík, í bókabúöinni á Akranesi og póstsend ef óskaö er. Framkvæmda stjóri óskast aö Prjónastofunni Dyngju, Egilsstöö- um. Starfiö felur í sér yfirumsjón fjármála og framleiöslu og umsjón meö öllum daglegum rekstri. Skriflegar umsóknir sendist starfsmanna- stjóra lönaðardeildar Sambandsins, Glerár- götu 28, Akureyri fyrir 15. nóvember n.k. Samband ísl. samvinnufélaga. Sölustarf Þekkt iðnfyrirtæki í borginni óskar eftir dug- legum og reglusömum sölumanni eöa sölukonu til sölu á þekktri framleiðsluvöru. Þarf aö fara söluferðir um landið og geta starfaö sjálfstætt. Áskilin er stundvísi og reglusemi. Tilboö sendist Mbl. fyrir 5. nóvember merkt: „I — 3842“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.