Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 Hafinn rekstur saumastofu á Borg- arfirði eystra ÁsbyrKÍ 23. okt. 1978. Á veturnóttum er við hæfi að staldra við og minnast þess sem ?erst hefur á liðnu sumri. Varla verður sagt að sumarið sem er nú að kveðja hafi verið meira en í meðallagi gott hér um slóðir. Of fáir sólskinsdagar og veðurfar óstöðugt. Hafði þetta sín áhrif bæði til sjós og lands. Heyfengur bænda mun yfirleitt í lakara lagi. Þó mun sumum hafa tekist að afla mikilla og góðra heyja þann stutta, samfellda góðviðristíma, sem gafst í sumar, en öðrum gekk miður. Til sjós er svipaða sögu að segja. Gæftir voru mjög stopular og yfirleitt lítill fiskur, þegar gaf á sjó. Héðan voru gerðir út 23 bátar frá 1—10 smál. sem allir lögðu upp hjá Kaupfélaginu. Frystihús er eitt, svo að þegar slátrun hófst, hætti það að taka á móti fiski og eftir það var hann verkaður í salt. Auk þess lögðu hér upp fisk í sumar tveir stærri bátar á vegum Hilmars Jónssonar, en hann hefur reist hér stórt og myndarlegt fiskverkunarhús og rekið fisksölt- un og hafa Borgfirðingar notið góðs af þeim framkvæmdum með aukinni atvinnu. Nú er slátrun lokið og var slátrað u.þ.b. 6000 dilkum. Hér eru nú í smíðum fjögur íbúðarhús, tvö í sveitinni og tvö í þorpinu. í sumar var hafinn rekstur saumastofu sem hlaut nafnið „Nálin“. Er það hlutafélag með 40 hluthöfum og er Borgarfjarðar- hreppur stærstur þeirra. Eins og er, þá fær samastofan verkefni sín frá Sambandinu, en það eru ullarjakkar sem ætlaðir eru á Vesturlandamarkað. Á saumastof- unni vinna nú tíu konur ýmist heilan eða hálfan daginn, en vonir standa til að fleiri konur geti fengið þar vinnu í framtíðinni. Framkvæmdastjóri saumastof- unnar er Björn Aðalsteinsson. Tilgangurinn með stofnun „Nálar- innar“ var fyrst og frmst sá að bæta eitthvað úr því árstíða- bundna atvinnuleysi, sem hér ríkir yfir háveturinn. í Barna- og unglingaskóla Borgarfjarðar eru nú aðeins tutt- ugu nemendur og hafa þeir aldrei verið svo fáir áður. Skólastjóri er Sigurlaugur Elíasson. í sumar var unnið að lengingu og breikkun flugvallarins hér. En hann er okkur Borgfirðingum alger lífsnauðsyn, þar sem fólks- og vöruflutningar (a.m.k. á veturna) fara nú einkum fram flugleiðis og er flogið daglega milli Egilsstaða og Borgarfjarðar nema á laugardögum og sunnudögum. Það er líka þessum flugsamgöng- um að þakka að nú kemur læknir hingað vikulega frá Egilsstöðum og má það heita gott, miðað við það sem áður var. í sumar fengu síðustu sveita- bæirnir sjálfvirkan síma og er því „sjálfvirka kerfið" nú allsráðandi í Borgarfirði eystra. Um hina illræmdu sauðfjár- veiki, riðuna, þarf ekki að fjölyrða. Það hefur verið gert í flestum fjölmiðlum landsins, en hún herjar hér grimmilega á fjárstofn bænda. í sumar hefur félagslíf hér verið í algeru lágmarki og enda þótt ýmsir skemmti- og fræðslukraftar hafi lagt leið sína um Austurland, þá hafa þeir oftast sneitt hjá Borgarfirði. Sannast þar, að lítið stoðar að eiga stórt og gott félagsheimili, ef í því gerist fátt sem til menningar horfir. Sverrir. Vetraráætlun Flugleiða: Flug hafið til Baltimore, Freeport og Stokkhólms VETRARÁÆTLUN Flugleiða í millilandaflugi tekur gildi 1. nóvember n.k. og hefst þá flug til tveggja nýrra ákvörðunarstaða. Eru það flug frá íslandi og Luxemborg til Baltimore/ Washington í Bandaríkjunum og flug frá Luxemborg til Freeport á Bahamaeyjum. Alls verður samkvæmt vetraráætlun flogið 42 sinnum í viku á vegum Flugleiða milli 14 staða og eru viðkomu- staðirnir þremur fleiri en sam- kvæmt síðustu vetraráætlun. Staðirnir, sem bætast við, eru Baltimore, Freeport og Stokk- hólmur en þangað verður flogið að sumri til. Til New York verður flogið daglega með farþega og vörur og að auki fraktflug til jóla. Flug til Chicago verða nú þrjú í viku en voru tvö síðastliðinn vetur. Til Kaupmannahafnar verður far- þegafllug alla daga vikunnar eins og í fyrra en sætaframboð þangað verður hins vegar aukið þar sem farþegarými Boeing þotanna, 126 sæti verður fullnýtt í öllum flugum, nema á fimmtudögum, en þá verða vörupallar og 79 sæti. í fyrravetur voru fimm af sjö flugum vikunnar með vörupalla. Nú verða tekin upp tvö fraktflug í r SPARILAN vegna óværrtra úfgjalda Getur þú fengið sparilán um leið og óvænt útgjöld koma í Ijós? Sparilán Landsbankans eru tilvalinn varasjóður, sem grípa má til, þegar greiða þarf óvænt útgjöld. Ef fjölskyldan hefur safnað sparifé á sparilána- reikning í ákveðinn tíma, á hún rétt á spariláni strax eða síðar. Sparilán Landsbankans geta verið til 12, 27 eða 8 mánaða — eftir 12,18 a 24 mánaða sparnað. Þegar sparnaðar- pphæðin og sparilánið ru lögð saman verða tgjöldin auðveldari iðfangs. iðjið Landsbankann m bæklinginn im sparilánakerfið. Sparifjársöfnun tengd réttí tíl lán UIJP Sparnaður þinn eftir 12 mánuði 18 mánuði 24 mánuði Mánaöarleg innborgun hámarksuppbæð 25.000 25.000 25.000 Sparnaður í lok tímabils 300.000 450.000 600.000 Landsbankinn lánar þór 300.000 675.000 1.200 000 Ráðstöfunarfé þitt 1) 627.876 1.188.871 1.912.618 Mánaðarleg endurgreiðsla 28.368 32.598 39.122 Þú endurgreiöir Landsbankanum á12 mánuðum á 27 mánuðum á 48 mánuðum B 1) I tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytzt miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. LANDSBANKINN viku til Kaupmannahafnar, en var eitt í fyrra. Ennfremur fraktflug til London og New York fram á áramótum. Millilandaflugið verður að öðru leyti sem hér segir: Til New York verður flogið daglega. Til Cicago þriðjudaga fimmtudaga og sunnu- daga. Til Baltimore föstudaga. Til Kaupmannahafnar verður flogið daglega. Til London verður flogið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Til Luxemborgar verður flogið 11 sinnum í viku, þ.e.a.s. daglega, en tvær ferðir á þriðjudögum, fimmtudögum, sunnudögum og föstudögum. Til Oslo verður flogið á mánudögum, þriðjudögum og sunnudögum. Til Gautaborgar verður flogið á laugardögum. Til Glasgow verður flogið á mánudögum, miðvikudög- um föstudögum og laugardögum. Til Stokkhólms verður flogið á mánudögum. Til Færeyja verður flogið á fimmtudögum go sunnu- dögum. í sunnudagsferðinni er komið við á Egilsstöðum í báðum leiðum. Milli Luxemborgar og Nassau verða þrjár áætlunarferðir í viku og einni ferðinni verður komið við í Freeport. Flugfloti Flugleiða verður hinn sami og verið hefur fram yfir áramót, þ.e. Douglas DC-8-63, Boeing 727 og F-27 Friendship. Eftir áramót bætist væntanlega DC-10-30 CF þota í flotann svo sem sagt hefur verið frá í fréttum. Félag snyrtivöruverzlana: Sérverzlanir með snyrtivörur leggj- ast niður verði smásöluálagning- in ekki leiðrétt - FUNDUR í Félagi snyrtivöru- verzlana samþykkti að skora á verðlagsyfirvöld að verða nú þegar við beiðni Kaupmannasam- taka íslands um að leiðrétta álagningu smásöluverzlunarinn- ar. Segir í ályktun fundarins að hann veki athygli á því, að verði ekki leiðrétting gerð nú þegar, leiðir það til þess, að sérverzlanir með snyrtivörur leggjast niður. Þá segir í ályktun fundarins: „Fundurinn mótmælir eindregið 30% vörugjaldinu (lúxus-skattin- um) og telur, að með honum sé stuðlað að því að sala á snyrtivör- um fari fram með öðrum hætti en eðlilegt er. Þegar tollar voru lækkaðir á snyrtivörum á sínum tíma, marg- földuðust tolltekjur ríkissjóðs af þeim. Fundurinn skorar því á viðkomandi yfirvöld að fella nú þegar niður áðurnefnt 30% vöru- gjald. Þá telur fundurinn, að nú þegar ætti að leyfa verzluninni að selja vörubirgðir sínar á raunvirði, en þvinga hana ekki með valdboði til að selja á úreltu verði, því á þann hátt skapast fjármagnsskortur, sem leiðir til margháttaðra vand- ræða.“ MYNDAMÓTHF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SlMAR: 17152-I73S5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.