Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 49 er heldur nein bót aö því að hella vodka í fólk, er fer þessa leiö flugleiðis, áður en lagt er af stað — ef á áfangastaö yrði það að gangast undir slíkar tiltektir. — Þjónusta hefur verið með af- brigðum góö, er ég hef flogið með erlendum flugvélum, en þó hefur mér hvergi liðið betur né verið öruggari en í þeim íslenzku — þar ríkir sérstaklega gott andrúmsloft, — létt og óþvingað, og ég hef á engum áfangastaö átt von á að gangast undir slíka tollskoöun, sem er löngu úrelt nema í einstaka tilviki — a.m.k. í hinu vonda vestri... — Ég hef orðiö var viö það hér í Finnlandi, að Rússum er ekki sama um, hvað sagt er þar og gert og eru með óviðurkvæmilega af- skiptasemi. Dæmi um það er t.d., þegar kornungur þingmaður úr röðum kommúnista, llkka- Cristian Björklund, leyfði sér aö hrósa bók eftir austur-þýskan fræðikennn- ingamann, Rudolf Bahro, er féll í ónáð eftir útkomu bókarinnar. Pravda mótmælti Björklund og kvað hann hafa notfært sér borg- aralegu blööin til árásar á sósíal- ismann! — Björklund taldi þetta algjöran misskilning og spunnust út af þessu ^nokkrar umræður í fjölmiölum. Allan tíma minn hér í Helsingfors het ég ekki komið auga á eina einustu biöröö, en sá þær fjölmargar á tveim dögum í Len- ingrad. En þó les ég hér furðulega sögu, sem í raun og veru á að vera dæmisaga um eðli sósíalismans: Eele Alenius og Taisto Sinisalo höfðu lent í biöröö í Helsingfors. „Ó, aðeins ef landið væri orðið sósíalistískt .segir Taisto. „Já, þá væru hér engar biðraðir," svarar Eele og andvarpar ... — Taisto: „Náttúrulega væri hægt að finna hér biðraðir. En þá þyrftum við, — þú og ég, ekki að hanga í þeim!" — O — Þetta var raunar útúrdúr, en nú segir frá heimsókn til hjónanna Helgu Helenu Reinakainen og Heikki Somersalo. Þetta var merki- lega menningarlegt og skemmti- legt kvöld, og vil ég Ijúka þessu rabbi með nokkrum finnskum gamansögum af þarlendum lista- mönnum, en ófáar slíkar voru sagðar það kvöld. Fyrst segir frá því, að í tilefni þess að ég settist í ákveðinn stól, sagði Heikki mér frá afa sínum. Það var algengt hér áður í finnlandi á erfiðum tímum að búa til hin margvíslegustu efni úr pappír og vildi svo til, að stóllinn, er ég sat í, var kominn til ára sinna og var áklæðið einmitt úr pappír þó ekki væri hægt að sjá það. Sagði Heikki okkur að ýmislegt skrítið hafi komið fram varðandi þessi efni úr pappír, t.d. skeöi þaö ósjaldan að hann gat ekki sofið á nóttunni er hann var strákur vegna þess, að það skrjáfaði svo mikið í náttfötum afa hans! Bókmenntlr Bragi Ásgeirs- son skrifar frá Helsingfors Nafntogaður áhrifamaöur í félagsmálum myndlistarmanna átti bróður sem lengi var hægri hönd forsetans. Eitt sinn, er hann gerði sér glaöan dag og geröist félítill, hugðist hann slá bróður sinn um nokkra skildinga — fór í forsætis- ráðuneytið og stóð þá svo á að þar var þá allt fullt af háttsettu fólki í sínu fínasta skarti. Hann lætur það þó ekki aftra sér að biðja um viðtal við bróöur sinn og beið eftir honum innan um fína fólkið og var hífaður vel. Svo vildi til, að hann hafði keypt fullan poka af smáþorski á leiöinni til að færa konu sinni í mat og hélt hann á pokanum. Er bróðir hans kom gangandi niður tröppur miklar til að veita málaranum áheyrn, vildi sá eðlilega fagna sínum fræga og kæra bróður, en gerði það með slíkum tilþrifum, að pokinn rifnaði og smáþorskurinn þeyttist um öll gólf. Segir sagan, aö hinn háttsetti bróðir málarans hafi orðið svo reiður, að hann talaöi ekki við bróður sinn næstu 10 ár — en var þó viðstaddur jarðarför hans ... __ q __ Finnar áttu sérstæðan listamann er Mauno Markkula nefndist (1905—1959) og fara ekki færri sögur af honum en af Kjarval. „Á miöjum aldri fór hann í fyrsta skipti til Stokkhólms. Hann hafði ávallt fundizt sænska afspyrnu Ijótt mál og var sannfæröur um, aö það stafaöi í einu og öllu vegna þess, að aumingja Svíarnir drykkju svo vont vatn. Til að tryggja það, að raddbönd hans hlytu ekki skaða af ferðinni, tók hann 60 lítra kút með hreinu vatni með sér. En tollurinn vildi alls ekki trúa því að hér væri um ferskt vatn að ræða og tók það af honum og sendi til efnagreining- ar — kom þá í Ijós, að ekki einasta var þetta vatn, heldur nákvæmlega eins vatn og í Stokkhólmi! — O — Finnskir listamenn, er bjuggu í listamannahúsnæði, höfðu aðgang að sameiginlegu sturtubaði vissan tíma á viku hverri, — en nefndur Mauno var svo yfir sig feiminn og teprulegur, að hann vildi ekki notfæra sér þaö. Þess í stað, og til þess að leysa vandann varðandi nauðsynlegt hreinlæti fór hann í borgina og keypti sér froskmanns- búning — þó allt of víðan. Fór síöan heim, afklæddist hverri spjör og tróð sér í búninginn. Batt kyrfilega fyrir skálmarnar, svo öruggt væri að ekkert læki á gólfið, festi slöngu inn í aðra ermiana og setti svo þvottalög niöur um hálsmáliö. Skrúfaði þarnæst frá krananum, þannig að vatnið streymdi inn ermina og fyllti brátt búninginn, hljóp þá að næsta glugga og setti hinn handlegginn út um hann, en opin ermin á þeim handlegg þjónaði sem afrennsli. Hristi hann sig nú allan og skók af miklum móði drjúga stund en vatnið fossaði um allan stakkinn og svo út um ermina í glugganum. Er leikur stóð sem hæst og Mauno vildi hætta, þó hljóp allt í baklás meö slönguna sém festist svo ólánlega við kranann, að ef hann hefði reynt að losa sig hefði hann oröið aö kippa henni í suhdur, en þá heföi vatniö sprautast um alla vinnustofuna og eyðilagt fjölmarg- ar vatnslitamyndir, er lágu á víð og dreif á gólfinu. Mauno tók þá til bragðs að öskra af öllum mætti á hjálp því honum leist alls ekki á blikuna. Varð bróður hans þá gengið fram hjá vinnustofunni og spyr hver fjandinn gangi á — en þaö varö Mauno aö sjálfsögöu til happs! Yksi — Kaksi — Kolmi . — Einn — tveir — þrír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.