Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 VIORödN kaffinu GRANI GÖSLARI Slík hagræðins mun valda byltingu í flutningum! eci Byrji einhver að skjóta hleypur þú af stað og heimtar að fá að sjá byssuleyfið! Utimarkaður — líf- leg tilbreyting BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson ÁVALLT er gaman að fylgjast með góðum spilamönnum við græna horðið. Þeir spila ekki alltaí nákvæmlega rétt sam- kvæmt því. sem í bókum stendur og byrjendur læra. En þá hafa þeir sínar ástæður og fara eftir fyrri reynslu og stöðumati hvcrju sinni. Gjafari austur, allir á hættu. Norður S. 64 H. Á3 T. D64 L. KD9862 Austur S. D H. KD874 T. K108 L. Á1073 Suður S. ÁK1087532 H 6 T. Á72 L. G Spilið kom fyrir í rúbertubridge og sagnir spilaranna voru líflegar. Austur opnaði á einu hjarta, suður stökk í fjóra spaða, vestur sagði fimm hjörtu og fimm spaðar norðurs urðu lokasögnin. Spilarinn í suður átti greinilega fyrir sögn sinni. En tilraun vesturs var hæpin. Hann gat hæglega vtapað 800 í stað þegs að fá töiuna í fjórum spöðum. Og norður teygði sig í fimm án nokkurrar vissu um vinning. Þó sagði reynsla hans, að rétt væri að reyna. Vestur spilaði út hjartagosa, sem tekinn var í borðinu. Spilar- anum leist ekki á aö þurfa að spila tíguldrottningunni. En hann jók möguleika sína mjög með því að trompa hjarta á hendinni og taka á trompás áður en hann spilaði laufgosa. Tilneyddur tók austur á ásinn, en vestur lét fimmið. Austur átti þá út á óþægilegum tíma. Sagnhafi átti greinilega ekki annað lauf og vestur gat ekki átt tígulásinn úr því hann doblaði ekki. Austur sætti sig því við, að hann var varnarlaus en forðaði yfirslagnum með því að spila laufi. Spilaaðferð sagnhafa var mjög skemmtiieg. Hann nýtti eina möguleikann til að austur þyrfti að spila sér í óhag. Vestur S. G9 H. G10952 T. G953 L. 54 COSPER Ég held þú verðir að fá þér ný gleraugu. Við eigum ekki hærri stiga á heimilinu! „Sú ánægjulega breyting hefur orðið á bæjarlífinu í Reykjavík á þessu hausti að kominn er á fót vikulegur útimarkaður og er það lífleg og ánægjuleg tilbreyting í fásinninu sem er svo oft einkenn- andi hjá okkur íslendingum. Það má í raun telja undarlegt að ekki skuli fyrir löngu vera kominn upp fastur markaður af þessum toga, því þrátt fyrir erfið veður- skilyrði er það sýnt að slík starfsemi á fullan rétt á sér og er vel þegin af borgarbúum. Þeir sem standa að honum og samþykktu leyfi fyrir honum eiga því alla þökk skilið. I mörg ár hefur bæjarlífið í Reykjavík verið fremur tilbreyt- ingarlaust, hægt hefur verið að fara í bíó, leikhús, tónleika og ýmislegt þess háttar og að ógleymdum skemmtistöðunum, en það er rétt eins og allar borgir hafa uppá að bjóða og ekkert fram yfir það. Reykjavík hefur ýmis- konar einkenni framyfir erlendar borgir, víst er það, en það er frekar frá hendi náttúrunnar, t.d. Elliða- árnar, fremur en uppátæki borgar- anna. Þess vegna langaði mig að festa línur þessar á blað, þ.e. til að auglýsa eftir því hvort menn búa ekki yfir einhverjum skemmtileg- um hugmyndum um enn frekari fjölbreytni í borgarlífi Reykjavík- ur, sem önnur bæjarfélög gætu auðvitað líka notið góðs af og notfært sér hugmyndina. í hugann kemur t.d. trimmkeppnin, sem var á dögunum í Keflavík, er mikill hluti bæjarbúa hóf þátttöku í keppni við vinabæi sína á Norður- löndum og mætti e.t.v. taka eitthvað slíkt upp í henni Reykja- vík. Tívólí var og hét í eina tíð og öðru hverju hafa vaknað upp hugmyndir um að hefja starf- rækslu þess að nýju, en menn hafa ekki vogað sér að stökkva á það af ótta við lélegan rekstrargrundvöll, sem er e.t.v. ekki óeðlilegt. Báta- sport, hestaíþróttir og ýmsar aðrar íþróttir eiga vaxandi vinsældum að fagna og því þarf að gæta þess að menn geti stundað þær í góðri aðstöðu. Ég minni á flugdaginn sem var i haust, hann var feikivinsæll og mætti eflaust reyna að hafa slíkan dag árlega, en ekki annað hvert ár, eins, og ég held að venjan sé nú. Hér hefur verið minnst á ýmislegt, sem lífgað hefur upp á bæjarlífið í Reykjavík og væri gaman að fá að heyra álit og hugmyndir fleiri um þessi atriði, því áreiðanlega má I/Sl IWIAirDCTC Framhaldssaga eftlr Georges Simenon. JUL MAIunt 1 O Jóhanna Krístjónsdóttir íslenzkaói. 20 3. kafli — Mér þætti fréiólegt að vita hvort telpan er hamingjusöm. andvarpaði frú Maigret þegar hún reis upp frá borðum til að fara og ná í kaffi í eldhúsinu. Ilún veitti því vitanlega athygli að hann hlustaði ckki á hana. Hann hafði rennt stóln- um frá borðinu og tróð í pípu sína og horfðu hugsandi inn í arininn. — Svo hélt hún áfram eins og hún væri að tala við sjálfa sig. , — Eg held það geti ekki verið ekki hjá þessari konu. Hann brosti eins og hann gerði gjarnan þegar hann vissi ekki gjörla hvað hún hafði sagt og svo teygði hann fram hönd- ina og skaraði í eidinum. Hann þóttist vita að á tugum annarra heimila væru heimilismenn nú að horfa inn í eidinn. sætu við matborðið. skröfuðu um allt og ekkert eða þegðu. Og úti fyrir grár dagurinn. sólarlaus og þungur. og birtan hranaleg. I>að var kannski þetta sem hafði villt honum sýn um morguninn án þess hann gerði sér grein fyrir því. í níu skipti af hverjum tíu fannst honum eðlilegt að flytja sig nánast í nýtt umhverfi í huganum þegar hann íór að velta máli fyrir sér. I>á reyndi hann umfram annað að setja sig inn í allar lífsvenjur þeirra sem í hlut áttu. skilja viðbrögð þeirra og taka þátt í hvunn- dagshugsunum þeirra. En þetta var allt öðruvísi. Kannski var það eðlilegt vegna þess að atburðir voru að gerast í veröld sem líktist hans eigin heimi. í húsi sem hefði getað verið hans hús. Martin-fjölskyldan hefði sem hægast getað búið á sama stigagangi og hann í stað þess að búa í húsinu á móti og þá hefði það áreiðanlega verið frú Maigrel sem hefði tekið að sér að ga-ta CoJette þegar fóstur- móðir hennar brá sér frá. Auk þess bjó á næstu ha*ð giimul frauka sem var sams konar manngerð og fröken Doncoeur. eini munurinn var sá að grann- kona þeirra var rjóðari og gildari. Ilann var ekki viss um hvort þetta torveldaði honum málið eður ei. Kannski þurfti hann jafnan að hafa meiri fjarlægð til að geta horft á mál hlutiaus- ari augum en hér var um að ra'ða. Meðan þau snæddu gómsæt- an hádegisverðinn hafði hann sagt frú Maigret frá viðburð- unum og hún hafði allan tímann einblínt út um glugg- ann. — Og húsviirðurinn er viss tim að enginn hafi komizt inn í húsið án þess hann hefði orðið þess var. — Nei. húsvörðurinn er nefnilega ekki viss. l>að voru gestir hjá henni til klukkan hálf eitt og síðan fór hún að sofa. Hún segir það hafi verið straumur fólks sem kom og fór eins og jafnan á helgum dög- um. — Ileldurðu að eitthvað ger- ist frckar í þessu máli? I>að var honum ekki Ijóst þótt innst inni fyndist honum trúlegast að atburðir yrðu. Fyrst og fremst truflaði hann þó sú vissa og vakti upp hcilahrot hjá honum að frú Martin hafði ekki leitað til hans af fúsum og frjálsum vilja heldur hafði frökin Doncoeur nánast neytt hana til þess. Eí hún hefði farið fyrr á fatur hefði hún væntanlega orðið fyrri til að frétta af brúðunni og aðrir hefðu ekki heyrt um jólasveininn og allt það — og ætli hún hefði þá ekki látiö málið kyrrt liggja og líklega hefði hún brýnt fyrir telpunni aö segja ekkert. I>að hefði bún sennilega gert. það fann Maigret á sér. en hann vissi en ekki hvers vegna. En því var hann líka viss um að eitthvað ætti frekar eftir að gerast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.