Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLA ÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 61 pick-upar og nálar SKIPHOLTI 19 R. SÍMI 29800 (5 LÍNUR) 27 ÁR í FARARBRODDI r rc . VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI [w it finna eitt og annað sem við getum gert okkur til enn frekari ánægju og gagns. Tómstundir manna eru orðnar svo miklar að liggur við að erfitt sé fyrir fólk að vita hvað það á að gera við tímann, og því er nauðsynlegt að við reynum í sameiningu að finna enn fleira til að sinna í frístundum. Reykjavík er langt frá því að vera leiðinleg borg, hún verður ekkert leiðinlegri en þegnar henn- ar eru, það er í þeirra valdi að gera hana skemmtilega og vissulega mætti finna eitthvað til að auka á fjölbreytni borgarlífsins. Reykvíkingur.“ • Hestaunnend- ur eru margir „Nokkuð er fjallað um mál- efni hestamanna og fréttaflutning af íþrótt þeirra hjá Velvakanda sl. föstudag. Eru þar annars vegar skrif frá hestakarli, sem vill meiri umfjöllun um hesta í sjónvarpi og er það ekki óeðlileg ósk. Sjónvarp- ið hefur ekki sýnt svo mjög mikið frá hestamennsku um dagana og mætti vel íhuga að gera meira af því, og benda má umsjónarmanni íþróttaþáttarins á, að þótt knatt- spyrna og aðrar boltaíþróttir eigi sér marga aðdáendur og eðlilegt sé að gera skil landsmótum í hinum ýmsu greinum, þá eru hestamenn orðnir mjög fjölmennir og vinsældir hestamennsku hafa breiðst mjög út og vaxið á síðustu örfáum árum. Þessi íþrótt er heldur ekki bundin við ákveðin svæði, því út um allt land eru i hestamannafélög og hvarvetna nýtur þessi íþrótt vaxandi vin- sælda. Þess vegna mætti e.t.v. gefa henni meiri gaum en áður og þakka skal það sem kom fram hjá Bjarna Felixsyni að brátt sé von á ýmsu efni um hesta, innlendu og erlendu. Annar hestakarl.“ Þessir hringdu • „Poppvarp“ eða útvarp? 5780-6184. — Mig langar til að varpa fram þeirri fyrirspurn hvort bíl- stjórum S.V.R. sé leyfilegt að hafa hjá sér útvarp eða segulband er þeir eru í akstri vagnanna. Stund- um kemur fyrir að þessi tæki eru svo hátt stillt að erfitt er að tala saman í vagninum og þessi áreitni við farþega, sem ég vil kalla, er illþolandi. Auðvitað er ekki hægt að amast við að bilstjórar hafi útvarp til að hlusta á fréttir og annað sem þeim finnst slæmt að missa af en þeir verða að gæta þess að mér finnst að hafa ekki svo hátt stillt að trufli farþega, því það eru ekki allir sem vilja hlusta á sífellt popp og mætti reyndar fara að kalla útvarpið poppvarp en ekki útvarp. Dagskráin er oft svo yfirfull af poppi að ekki er hlustandi á hana tímunum saman. Til eru mörg góð popplög sem mér geðjast vel að en ég kann ekki við þau innihalds- sn^uðu lög sem oft eru leikin og finhst það einkenna um of popplög hversu bæði textarnir og lögin eru einatt innihaldslítil. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Kikinda í Júgóslavíu í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Lim, Singapore, og Júgóslavans Nemet, sem hafði svart og átti leik. Eiríkur Ásgeirsson forstjóri S.V.R. sagði aðspurður að það hefði verið látið óátalið þótt bílstjórar hefðu haft útvarpstæki hjá sér í vögnunum, en því hefði verið neitað að fasttengja tæki í þá. Almenna reglan í nágranna- löndunum væri sú að notkun útvarps í almenningsvögnum, væri bönnuð. — Það má því segja að þetta atriði hafi legið milli hluta hjá okkur, sagði Eiríkur, ég hefði ekkert við þessa kvörtun að athuga og ég hefi sagt við mína menn að svo lengi sem ekki berist almennar kvartanir til okkar út af þessu þá sé þetta í lagi. Á það má líka benda að bílstjórarnir vinna á kvöldin t.d. þegar eitthvað er í útvarpi sem þeir annars hafa ekki tækifæri til að hlusta á og ætti varla að trufla enda eru jafnan fáir í vögnunum að kvöldlagi, en auðvitað eigum við fyrst og fremst að hugsa um farþegana í þessu sambandi. HÖGNI HREKKVISI 10-1% © i»78 McNiifkt Synd., lae. 9 Domkirkjukorinn Söngfólk óskast í kór, sem syngur viö messur í Dómkirkjunni og heldur einnig sjálfstæöa tón- leika. Æfingar veröa einu sinni til tvisvar í viku. Söngkennari kórs- ins veröur Elín Sigurvinsdóttir, en söngstjóri Marteinn Hunger Friöriksson. Áhugasamt söngfólk hafi sam- band viö söngstjóra í síma 44548 eöa viö kirkjuvörö í síma 12113. Sóknarnefndin. itfBTffilB "pEmEZ EKK\ KLobKEZPA!1 S^'SlGeA V/öGA £ “ÍiLVERAW Gullfalleg Rosenthal vara, — matarstell í drapplitu, rauðu eða gulu. SCANDIC stellið sameinar gæðaframleiðslu, fallega hönnun og frábæran stíl. SCANDIC stellið er kjörið fyrir þá, sem kunna að meta fagra hluti og notadrjúga. SCANDIC er dæmigerð vara frá Rosenthal. studio-line Á. EINARSSON & FUNK 21. ... Rxc4! (En auðvitað ekki strax 21.... Dh4, 22. Rf3) 22. Rxc4 - Dh4, 23. Rce3 - Bxh3, 24. Hf3 - Bd7+, 25. Kgl - Bb5! og svartur gafst upp, þár sem hann á enga vörn við hótuninni 26. ... Dh2 mát. Búlgarski stórmeistarinn Spassov sigraði á mótinu. Hann hlaut 12 v. af 15 mögulegum. Næstur kom Nemet með 11'/2 v. GVZlQ VA3/-A OfófOtf VN IXA (Kck^SBí sui&tífot y/uwwiR V AftOVÍ/ y v/Mv fA<?AV/tfVö , YlÖtfGOM l' 0 \1va9 ^vmr vsft 'Qú &TLA AQ Wa VÖ^GOVÍ V1//.LÍOAIOM ÍAti, íl/*? • • • O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.