Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 63 Dægurlagasöngvarinn Charles Aznavour, 162 sm, ásamt forstjóra sínum. Tízkukóngurinn Emilio Schubert, 164 sm, ásamt sýningarstúlku. Skemmtikrafturinn Sammy Davis jr., 154 sm, meö hávöxnu vööva- trölli. Hinn góökunni býzki leikari Heinz Rilhmann, 165 sm, ásamt starfs- bróður sínum. Lágvaxið fólk - lengi lifi! SÁ SEM ekki er 170 sm á hæð er álitinn vera lágvaxinn. Eins og mörg dæmi sýna á lágvaxið fólk við margs konar erfiðleika að etja í lífinu, sem hinir hávöxnu þekkja ekkert til. Hávaxnir kallast þeir, sem eru einn og áttatíu og þar yfir. Niðurstöður nýlegra vísindarannsókna sýna þó, að lágvaxið fólk á yfirleitt alltaf lengra líf fyrir höndum en hinir hávöxnu. Það borgar sig því að vera lítill vexti. Meðalhæð karlmanna er um það bil 173 sm. Sá sem er minna en 170 sm á hæð er almennt álitinn vera lítill vexti; það er sagt um hann, að hann sé of lítill og litið á hann, sem eins konar olnbogabarn nátt- úrunnar. Sá sem er aftur á móti 180 sm og meira á hæð er talinn til hinna stórvöxnu og álitinn vera sérstaklega heppinn. Sá sem vill vera talinn maður með mönnum nú á dögum og vill t.d. krækja sér í stöðu yfirmanns hjá fyrirtækinu, verður að vera meira en meðaimaður á hæð. Þessi staðreynd kom nýlega fram við sérstaka skoðanakönnun. Georg Sieber, sálfræðingur og ráðgjafi margra iðnfyrirtækja í Múnchen, slær eftirfarandi atriði föstu: „Hinn dæmigerði forstjóri er höfðinu hærri en ég.“ Georg Sieber er 174 sm á hæð. Lágvaxnir menn verða sem sagt að leggja sig alla fram, ef þeir ætla sér að hreppa æðstu stöður sem stjórnendur fyrirtækja. Þjóðfélagsfræðingur- inn Saul Feldman við háskólann í Cleveland ,í Bandaríkjunum efndi til skemmtilegrar könnunar í tilraunaskyni: Hann sendi 140 ráðningarstjórum fyrirtækja út- fylltar umsóknir um lausar stöður yfirmanna, sem fyrirtækin höfðu augiýst. Hvert fyrirtæki fékk send tvö útfyllt umsóknareyðublöð, sem báru nöfn tveggja manna með eins mikla hæfileika til starfsins; líkamsstærð umsækjandanna var hins vegar skráð 165 sm við annað nafnið en 183 sm við hitt nafnið. Niðurstaðan varð sú, að aðeins fjórði hver ráðningarstjóri ákvað að ráða hinn lágvaxnari í stöðuna í sínu fyrirtæki. Það var einnig í Bandaríkjunum, sem nýlega var gerð viðamikil og víðtæk rannsókn á yfir 750 karl- mönnum af ýmsri stærð. Niður- stöður þeirrar rannsóknar ættu að vera lágvöxnum mönnum mikil huggun: þótt lífið sé ekki alltaf beinlínis leikur fyrir lágvaxna menn, þá eru það þó þeir, sem oftast eiga síðasta leikinn í lífinu: Yfirleitt lifir lágvaxið fólk mun lengur og við betri heilsu, heldur en hinir hávöxnu. Þjóðfélagsfræðingurinn Thomas T. Samaras, sem vann við útreikn- inga á einstökum þáttum rann- sóknarinnar, segist geta slegið eftirfarandi föstu: Þar sem sér- hver hópur, sem rannsakaður var, bar yfirleitt sömu eða mjög svipuð líkams- og heilsufarseinkenni inn- byrðis, þá þykjumst við eftir rannsóknina hafa komizt að raun um, að hinir smávöxnu lifa a.m.k. 11% lengur en hinir hávöxnu úr sama hópi. Þessi mismunur gat jafnvel orðið allt að 19% í sumum rannsóknarhópunum, hinum lág- vöxnu í vil. En sem sagt, hinir hávöxnu njóta sannanlega mikillar hylli sem leiðtogar og yfirboðarar, enda þótt þetta val á hinum stóru í leiðtogastöður sé ekki hægt að útskýra með rökum skynseminnar að sögn sálfræðinga. Það er hins vegar dulin eðlisávísun í undir- meðvitund manna, er á raútur sínar að rekja til grárrar forn- eskju, sem ræður valinu á hinum hávaxna leiðtoga. A þessari eðlis- ávísun byggjast hleypidómar nú- tímamanna í þessum efnum. Hjá forfeðrum okkar, veiðimönnunum úti á gresjunum, var sá maður betur settur, sem gat elt veiðidýrið hraðast á sínum löngu fótleggjum; og hinn háleggjaði komst líka oftast undan á flótta frá hættuleg- um óvinum. Hinir armlöngu voru líka betur settir í návígi gegn armstuttum smávöxnum mönnum. Þannig urðu hinir hávöxnu smátt og smátt að hinum „betri mönn- um“ meðal alls almennings, nutu virðingar og urðu leiðtogar. Þessi aðferð manna við að velja sér leiðtoga hélzt óslitið fram til tíma háaðalsins í Evrópu. Aðals- mennirnir voru oftast höfðinu hærri en öll alþýða manna. Þess ber hins vegar að geta, að í hinni næstum þúsund ára gömlu sögu enska háaðalsins eru aðeins tveir menn, sem vitað er að hafi náð 100 ára aldri eða meiru. Á þessu þúsund ára tímabili teljast um 600.000 karlmenn til enska há- aðalsins. Af hverjum 100.000 karlmanna úr öðrum þjóðfélags- stéttum í Englandi — og þar með lágvaxnari — náðu aftur á móti á sama tímaskeiði meira en þrír karlmenn hundrað ára aldri. Með öðrum orðum: líkurnar á því að hinir lágvaxnari yrðu 100 ára voru yfir tíu sinnum meiri en fyrir hina hávöxnu. Bandarísku vísindamennirnir, sem unnu að áðurnefndri rann- sókn á fylgni líkamsstærðar og lengd æviskeiðsins almennt, beindu einnig rannsóknum sínum að sérstaklega hávöxnum mönnum með það fyrir augum að komast að raun um, hvort sérstaklega hár líkamsvöxtur stæði í nokkru sam- hengi við lengd æviskeiðsins hjá hinum mjög hávöxnu. Þeir báru lengd æviskeiðs níu nú látinna karlmanna, sem voru tveir metrar og 30 sm á hæð, saman við aldur níu annarra látinna karlmanna, sem voru tveir metrar og tíu sm á hæð. Það kom í ljós greinilegur mismunur á lengd æviskeiðs innan þessara tveggja líkamsstærð- ar-hópa. Hinir feiknastóru náðu að meðaltali aðeins 39.8 ára aldri, en hinir mjög stóru (þ.e. 210 sm) urðu hins vegar að meðaltali 44.4 ára gamlir. Sé niðurstöðum hinna banda- rísku rannóknar beitt mjög al- mennt, og fimmtugur karlmaður hafður til viðmiðunar, þá kemur um það bil þetta í ljós: Fimmtugur karlmaður, sem er 170 sm á hæð eða meira má reikna með að lifa 21 ár í viðbót. Fimmtugur karlmaður, sem er lægri en 170 sm getur haft góða von um að lifa í 24.5 ár til viðbótar. Og hvað svo með blessað kven- fólkið? í niðurstöðutölum banda- rísku rannsóknarinnar, sem vitnað hefur verið til hér að framan, er kvenna hvergi getið af þeirri einföldu ástæðu, að það voru ekki nægilega margar konur, sem vildu gangast undir þessa rannsókn, til þess að kvennahópurinn yrði marktækur við útreikninga. Aðeins um 18% íslenzkra karl- manna eru lægri en 170 sm, en aftur á móti eru 72 af hverjum 100 íslenzkum konum undir 170 sm hæð. Tæplega 30% íslendinga eru meira en 180 sm á hæð; en af hverjum 8 sem ná þessari hæð, eru 7 karlmenn og aðeins ein kona. Það má því í fljótu bragði álíta, að hinar smávaxnari, fíngerðu konur verði allmiklu eldri yfirleitt en karlmennirnir. Og þetta er líka staðreynd, sem hagskýrslur bera greinilega með sér: Fimmtugar konur geta að öllu jöfnu búist við að lifa í 28.3 ár í viðbót, og að meðaltali eiga konurnar því í vændum heilum 5 árum lengra æviskeið en karlar. En með öðrum orðum yfir 20%. lengra æviskeið miðað við fimmtugsaldurinn. Eftir að niðurstöður rannsóknar Bandaríkjamannanna liggja fyrir, er þegar farið að bera á því, að líffræðirannsóknir beinist í miklu ríkara mæli en hingað til hefur verið að þvi að ráða gátuna sem felst í hinugreinilega samhengi á milli líkamsstærðar og lífslengdar. Þýtt og endursagt. KnattspyrnuÞjálfarinn Dettmar Cramer, áöur pjálfari FC Bayern í MUnchen. Hann er 160 sm á hæö og sézt hér á æfingahlaupi meö drengjunum sínum, sem allir eru ríflega höföinu hærri en hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.