Morgunblaðið - 31.10.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.10.1978, Qupperneq 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 248. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Nýjar árásir frá Zambíu Njósnarar dæmdir Ncwark. 30. októbcr. Hcutcr. TVEIR sovózkir njósnarar. Valdik Enger og Rudoif Chernayyev. voru í dag da'mdir í 50 ára fangelsi hvor og alríkisdómari sem dæmdi þá sagði, að fangelsun þeirra mundi afstýra frekari nj(>snastarf- semi „sérhverrar fjandsamlegrar ríkisstjórnar.“ Rússarnir störfuðu hjá Sameinuðu þjciðunum. r Israelsmenn enn vongóðir Jerúsalem. 30. október. — Reuter-AP. MOSHE Dayan utanríkisráðhcrra sagði í fsraclska útvarpinu í dag að töluvert hefði miðað áfram í nýjum viðræðum hans og Cyrusar Vánce utanríkisráðherra Bandaríkjanna um drög að friðarsamningi við Egypta. en bandarískur talsmaður hvatti til gætni. Utanríkisráðherrann sagði að hann og Vance hefðu rætt tillögur um breytingar á samningsdrögunum. en bætti því við að í sumum málum væri afstaða Egypta og ísraelsmanna enn ólík. Hann vildi engu spá um hvenær friðarsamningur yrði að veruleika. Embættismenn í Jerúsalem segja að viðræðunum sé haldið áfram án þess að nokkur hætta sé á því að þær sigli í strand þrátt fyrir deilu þá sem hefur risið vegna fyrirtætlana ísra- elsmanna um að auka landnám sitt á vesturbakka Jórdanár. Menachem Begin forsætisráð- herra, kallaði stjórnina saman til að hlýða á skýrslu frá Dayan um viðræður hans í Washington í gærkvöldi með landvarnaráðherra Egypta, Hassan Ali. Þetta voru fyrstu beinu viðræðurnar síðan ísraelska sendinefndin var kölluð heim til skrafs og ráðagerða 21. október. Begin hefur sent Carter forseta harðorða orðsendingu um landnámið og mun hafa ítrekað rétt ísraels til að efla landnámið hvenær sem sé og reisa ný útvirki eftir gerð friðar- samnings. I Bagdad komu til fundar utan- ríkisráðherrar Arabaríkjanna tit að undirbúa fund æðstu manna land- anna er miðar að því að vega upp á móti samkomulaginu í Camp David og friðartilraunum Egypta og ísra- elsmanna. Arabaleiðtogar ætla að reyna að koma í veg fyrir hvers konar friðarsamninga Egypta og ísraels- manna og binda vonir sínar við loforð um að lána Egyptum stórfé og hótanir um nýtt voldugt hernaðar- . . , . , a.,!.. . . „ . , „ bandaiag gegn ísraei oetning fundar utanríkisraðherra Arabaríkja 1 Bagdad 1 gær. Hafinn er undirbúningur neyðar- ráðstafana sem verða ræddar á leiðtogafundinum á sviðum stjórn- mála, hermála og efnahagsmála samkvæmt heimildum á fundinum. Stofnaður verður sjóður til stuðn- ings ríkjum sem eru í fremstu víglínu og ráðgert að sýrlenzki herinn fái liðsauka. Níu milljarðar dollara verða lagð- ar í sjóðinn árlega næstu 10 ár og Egyptar geta fengið helminginn ef þeir vilja. í dag réðust nokkur hundruð ættflokkamenn á bæinn Paveh í Vestur-íran og felldu 30—40 and- stæðinga stjórnarinnar sem tóku þátt í mótmælafundi samkvæmt fréttum sem hafa borizt til Teheran. í þessum bæ hafa 11 verið skotnir til bana í átökum öryggissveita og andstæðinga stjórnarinnar að sögn íranska útvarpsins. Lögregla beitti skotvopnum og táragasi í nokkrum öðrum bæjum til að bæla niður óeirðir. Rúmlega 80 hafa týnt lífi á landsbyggðinni í þessum mánuði. Fréttir bárust um óeirðir í um 20 bæjum og stúdentar efndu til mótmæla í Teheran. í hinni helgu borg Mashhad í norðausturhluta landsins tóku um 25.000 manns þátt í mótmælum gegn fyrirætlunum um að lengja útgöngubannið um fjóra tíma. Salisbury. 30. október — AP. Reuter. RHÓDESÍUMENN skýrðu í dag frá nýjum átökum við Zambíuhermenn á norðurlandamærunum og f London sagði Abel Muzorewa biskup. að bráðabirgðastjórnin, sem hann á sæti í. gæti komizt í Verðbréf hrynja New York. 30. okt. Reuter. AP. GÍFURLEG sala var á verðbréf- um í Wall Street í dag og margir flýttu sér að selja verðbréf sem þeir höfðu keypt fyrir lánsfé. Um 29 milljónir hlutahréfa skiptu um eigendur og þau snarlækkuðu í verði. Sérfræðingar segja, að það sé talin of mikil áhætta að eiga hlutabréf. Aðalskýringarnar eru hækkandi vextir og árangurslaus barátta Carter-stjórnarinnar gegn verðbólgunni. Dollarinn hélt áfram að lækka í dag og hefur sjaldan átt eins slæman dag. Verð á gulli hækkaði um 11 dollara únsan. Sérfræðingar vilja engu spá um hve mikið dollarinn eigi enn eftir að lækka. Sumir segja að það eina sem nú geti bjargað dollaranum, sé stórlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. hættu ef þingkosningar yrðu ekki haldnar fyrir áramót eins og lofað hefur verið. Yfirstjórn hersins sagði. að tvær nýjar árásir hefðu verið gerðar með eldflaugum. fallbyssum og vélbyss- um frá Zambfu á landamæraþorpið Chirundu, sem er bækistöð öryggis- sveita Rhódesfustjórnar. en gat ekki um manntjón. Svipaðar árásir voru gerðar á staðinn á laugardagskvöld, hinar fyrstu sem hafa verið gerðar á Rhódesíu frá Zambíu síðan Rhódesíumenn réðust á búðir skæru- liða blökkumanna í Zambíu fyrir tveimur vikum og felldu 1500. Jafnframt skýrði Rhódesíustjórn frá því í dag, að fleiri hvítir menn hefðu flutzt frá landinu í september en í nokkrum öðrum mánuði síðan 1965 þegar lýst var einhliða yfir sjálfstæði Rhódesíu. I London sagði Muzorewa biskup, að það gæti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér ef Ian Smith forsætisráðherra stæði ekki við loforð sitt um að halda almennar kosningar fyrir áramót. Smith sagði um helgina, að svo kynni að fara að fresta yrði kosning- unum af tæknilegum ástæðum. Muzorewa sagði í ræðu sem hann hélt í konunglegu utanríkisstofnun- inni að hann teldi að Smith hefði aðeins verið að láta í ljós skoðun sína og ekki talað fyrir hönd allrar ríkisstjórnarinnar. Vopnaðir hermenn elta andstæðinga írönsku stjórnarinnar í Teheran. Tveir ráðherrar í íran segia af sér Teheran. 30. október — ReuterAP TVEIR RÁÐHERRAR í rfkisstjórn írans, Mohammed Baheri dómsmálaráðherra og Manouchehr Amzun aðstoðarráðherra, sögðu af sér í dag og ekkert lát varð á óeirðunum í landinu. Þar með hafa fjórir ráðherrar sagt af sér síðan Jaafar Sharif-Emami forsætisráðherra myndaði rfkisstjórn sína 27. ágúst. Hossein Najafi hefur verið skipaður dómsmálaráðherra og Mostafa Paidar aðstoðarráðherra. Neðri deild þingsins hefur til meðferðar tillögu um vantraust á stjórnina, en talið er að stjórnin sigri auðveldlega í atkvæðagreiðslu um hana þar sem innan við 30 þingmenn af 268 hafa greitt atkvæði gegn ríkisstjórninni. í Teheran hefur mikið verið bollalagt hvort Sharif-Emani for- sætisráðherra muni segja af sér, en Mohammed Reza Ameli-Tehrani upplýsingaráðherra sagði eftir af- sagnir ráðherranna í dag að um þann möguleika hefði ekki verið rætt og að stjórnin mundi halda áfram „afar erfiðu starfi sínu". Afsögn Baheris kemur á óvart en Amzun hafði boðað afsögn sína. Um þann möguleika er einnig rætt að forsætisráðherra taki hófsama stjórnarandstæðinga í stjórnina. Uppreisn í Ugandaher Nairobi. 30. októbcr. Rcutcr. AP. BLAÐ í Kenya hermdi í dag. að sveitir úr Ugandaher hefðu gert uppreisn gegn Idi Amin forscta og bollalagt er hvort þetta liggi til grundvallar fréttum frá Uganda þess efnis að innrás hafi verið gerð í landið. Blaðið. Kenya Daily Nation, hefur eftir heimildum í Kampala að uppreisnin hafi byrjað í búðum Ugandahers í Mbarara og að bærinn, sem er 40 km frá landamærum Tanzaníu, sé nú á valdi uppreisnarmanna. Samkvæmt frétt blaðsins stóðu að uppreisninni stuðningsmenn vara- forseta Uganda, Mustafa Adrisi, sem bað um hæli í Egyptalandi þegar hann leitaði sér þar lækninga í apríl. Uganda-útvarpið segir að „bardag- arnir“ séu komnir á alvarlegt stig og að landgönguliðar Ugandamanna hafi brotizt gegnum víglínu Tanzaníumanna. Fyrri viðvörun um loftárásir á bæi í Tanzaníu var ekki endurtekin. Trúboðar segja að flugvélar Ugandamanna hafi tvívegis flogið yfir landamæri Tanzaníu og gert loftárásir á bæinn Bukoba þar sem þrir hafi beðið bana, en yfirvöld i Tanzaníu staðfestu ekki fréttina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.