Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTOBER 1978 Loðnuaflinn um 380þúsund tonn HEILDARAFLINN á loðnuveiðunum er nú orð- inn rúmlega 380 þúsund tonn. Að undanförnu hefur loðnan genjjið sunnar og vestar. en hana er nú að finna á mjög stóru svæði norður og vestur af Ilorni. Síðasta sólarhring var lítil veiði vegna hrælu á mið- unum, en frá því á laugar- dag tilkynntu eftirtalin skip um afla Loðnunefnd- ar: Laugardagur: Skarðvík 615, Harpa 600, Hrafn 650, Sæbjörg 600, Eldborg 530, Magnús 540, Óskar Halldórsson 390, Gullberg 540, Jón Finnsson 500, Gísli Árni, 630, Húnaröst 460, Sæberg 300. Sunnudagur: Örn 500, Gígja 500, Jón Kjartansson 850, Fífill 380, Víkingur 450, Helga II 340, ísafold 600, Álbert 400, Bjarni Ólafsson 600. Vinnuveitendasamband íslands: „Engin samráð við gerð fjárlaga- frumvarpsins’, MORGUNBLAÐINU harst í gar cftirfarandi fróttatilkynning frá Vinnuvcitcndasamhandi íslands. I tilefni af ummælum fjármála- ráðherra, Tómasar Árnasonar, í Mbl. 28. okt. s.l. þar sem hann segir m.a.: „Við gerð/fjárlagafrum- varpsins hafa vefið höfð samráð við aðila vinnumarkaðarins um stefnuna í fjárlagafrumvarpinu" vill Vinnuveitendasambandið taka fram eftirfarandi: Þrír fulltrúar V.S.Í. mættu á l'undi samráðsnefndar 3ja ráð- Aðalfundur Varðar í kvöld AÐALFUNDUR Landsmála- fclagsins Varðar verður hald- inn í kvöld þriðjudaginn 31. ukt. í Valhöll. Iláalcitisbraut 1. Fundurinn hcfst kl. 20.30 og mun Ólafur B. Thors borgar- fulltrúi vcrða fundarstjóri. A fundinum mun Gcir IIa.ll- grímsson formaður Sjálf- sta‘ðisflokksins flytja ræðu. herra föstudaginn 20. okt. s.l. A fundi þessum var hvorki skýrt frá stefnu væntanlegs fjárlagafrum- varps né heldur einstökum efnis- atriðum þess. Eins og af framangreindu sézt, hefur því eigi verið um að ræða neins konar samráð um gerð fjárlagafrumvarpsins við Vinnu- veitendasamband Islands og vísar það því á bug allri ábyrgð á stefnu þess. Á fundinum var einungis rætt um á hvern veg ríkisstjórnin hyggðist haga samráði við aðila vinnumarkaðarins í framtíðinni. 26 grunaðir um ölvun ALLS voru 26 ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur um hclgina eða frá föstudegi til sunnudagskvölds. Á sama t/ma urðu 39 árckstrar og slys í tvcimur tilvikum. í gær. mánudag. urðu 9 árekstrar frá því kl. 6 að morgni til kl. 19 og urðu ekki slys á mönnum í þeim árekstrum. Jólasveinn Rammagerðarinnar er að vanda kominn tímanlega á sinn stað í glugga verzlunarinnar í Ilafnarstræti. en hans tilgangur er að minna fólk á að nú eru ekki tveir mánuðir til jóla og því vissara fyrir þá að hugsa sér til hreyfings sem eiga vini og ættingja á erlendri grund. Samkvæmt upplýsingum Hauks í Rammagerðinni hefur verzlunin um árabil séð um að pakka jólapökkum fyrir viðsliiptavinina og tryggja fylíilega sendingu þeirra, en hann kvað tímabært fyrir íólk að gera ráð fyrir góðum tíma bæði í sambandi við sendingar til fjarlægra hcimshluta svo sem Ástralíu og einnig í sambandi við skipspóst sem tæki langan tíma. Japanir vilja kaupa mik- ið af niðursoóinni loðnu Stjórnarmenn Lagmetisins i markaðskönnun í Japan LÁRUS Jónsson alþingismaður og Heimir Hannesson lögfræðingur sem báðir eiga sæti í stjórn Sölustofnunar lagmetisins eru nýkomnir heim úr ferð til Japans þar sem þeir ræddu við fjölmörg fyrirtæki um mögulega sölu og dreifingu á íslenzkum lagmetisafurðum. Sölustofnun lagmetisins seldi á árunum 1973 og 1974 allnokkuð af loðnu til Japans. Einkaumboðsaðili í sambandi við þá sölu var Taiyo fisheris, mjög stórt fyrirtæki í fiskveiðum og fiskvinnslu í Japan, sagði Lárus í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Það kom síðar í ljós,“ sagði Lárus, „að það voru ýmsir erfið- leikar við að selja þetta mikla magn til neytenda og ástæðan var m.a. sú, að niðursoðin loðna var nýjung á markaði í Japan og einnig kom til efnahagskreppa sem tafði sölu. Nýlega er lokið sölu á þessari sendingu og einnig er nýlega runnin út einkaumboðs- samningurinn við Taiyo — fyrir- tækið. Þegar Heimi Hannessyni vara- formanni stjórnar Lagmetis og formanni Ferðamálaráðs bauðst ferð til Japans í sambandi við störf að ferðamálum afréð stjórn Lagmetisins að við færum saman til viðræðna við japanska aðila um þessi mál. Japan er mikilvægasta markaðsland Asíu á sviði sjávar- afurða og sala lagmetis fer mjög vaxandi þar, m.a. frá Norður- löndunum. I þessari ferð ræddum við markaðsmál við 7 aðila og þær viðræður voru ekki eingöngu vegna möguleika á loðnusölu, heldur einnig í sambandi við aðra lagmetisframleiðslu svo sem þorskhrogn, kavíar úr grásleppu- hrognum, lifrarpöstu sem er fram- leidd úr hrognum og lifur, síld, rækju og hörpudiski. Það má í þessu sambandi geta þess að danskir aðilar eru nú að fara inn á þennan markað í vaxandi mæli og m.a. selja þeir til Japans kavíar úr íslenzkum grásleppuhrognum og íslenzk þorskhrogn. Við teljum því mjög brýnt að taka þessi mál föstum tökum, en einnig fórum við til viðræðna um markaðsmál til Seol í Suður-Kóreu og til Manila á Filipsseyjum. Þingsályktunartillaga Alberts Guómundssonar: Þingnefnd kanni rekstur, fjárfestingu og stjórnmálaleg tengsl S. Í.S. „ALÞINGI ályktar að kjósa rannsóknarnefnd skipaða sjö þingmönnum til að gera athugun á rekstri, fjárfestingum, er- lendum umsvifum og stjórnmálalegum tengslum Sambands ísl. samvinnu- félaga og tengdra fyrir- tækja með sérstöku tilliti til einokunaraðstöðu og markaðsdrottnunar þess- ara fyrirtækja,“ segir með- al annars í þings- ályktunartillögu sem Al- bert Guðmundsson hefur lagt fram á Alþingi. í þingsályktunartillögunni, sem dreift var til þingmanna í gær, segir einnig, að störf nefndarinnar skuli einkum miðast við að leita svara við eftirtöldum spurningum: 1. Hver eru tengsl S.I.S. og tengdra fyrirtækja við Fram- sóknarflokkinn og hver hefur verið hagur beggja af þessum tengslum? 2. Að hve miklu leyti hafa sérstakar frádráttarheimildir samvinnufélaga í lögum um tekju- og eignaskatt skapað S.I.S. og kaupfélögunum víðtæka einok- unaraðstöðu? 3. í hve ríkum mæli nýtur S.Í.S. og tengd fyrirtæki meiri og hagkvæmari lánafyrirgreiðslu en annar atvinnurekstur? 4. Hver er hagur S.Í.S. og kaupfélaganna af núverandi greiðslufyrirkomulagi afurðalána? 5. Hver er hagnaður S.Í.S. og kaupfélaganna af búfjárslátrun og hvert rennur sá hagnaður? 6. Hafa S.Í.S. og kaupfélögin nær einokun á dreifingu og vinnslu landbúnaðarafurða innanlands? 7. Hvernig er háttað sölu dilkakjöts til útlanda og söluþókn- un vegna þeirrar sölu? 8. Hvernig er háttað rekstri og fjárfestingum S.Í.S. og tengdra fyrirtækja erlendis? 9. Hvernig er háttað samvinnu við erlend samvinnufélög og hvert rennur hagnaðurinn af þeirri samvmnu: 20. Eru skattframtöl S.Í.S. og tengdra fyrirtækja endurskoðuð með sama hætti og gert er hjá öðrum atvinnurekstri? 11. Voru einhver tengsl á milli innflutningsbanns á kexi ,og brauðvörum og stofnunar kexverk- smiðju Sambandsins? 12. Hvers vegna hefur S.I.S. leitast við að efla tengsl við fjölda annarra fyrirtækja á ólíkum rekstrarsviðum og þannig skapað verulega hættu á víðtækri markaðsdrottnun fyrirtækisins á nýjum sviðum líkt og gerst hefur í kexframleiðslu á síðustu misser- um? 13. Að hve miklu leyti er markaðsdrottnun þessara fyrir- tækja í gegnum hátt vöruverð þáttur í þeirri dýrtíð, sem á undanförnum árum hefur rýrt kjör almenns launafólks á íslandi? 14. Hvaða skýringar eru á því, að gífurleg fjárfesting S.I.S. og kaupfélaganna í fasteignum hefur ekki leitt til hlutfallslegrar lækk- unar vöruvérðs? 15. Hvers vegna hefur S.Í.S. og kaupfélögin kosið að nota markaðsdrottnun sína frekar til eignamyndunar í stað þess að veita almenningi í landinu ódýrari þjónustu? I greinargerð með þings- ályktunartillögunni segir flutn- ingsmaður meðal annars, að hún sé flutt til þess að S.Í.S. og þau fyrirtæki, sem því tengjast, verði ekki útundan, ef Alþingi telur æskilegt að rannsaka starfsemi stærstu fyrirtækja landsins. Þær spurningar, sem settar séu fram í tillögunni, séu samdar í sama anda og spurningar Ólafs Ragnars Grímssonar til handa Flugleiðum hf. og Eimskipafélagi íslands hf., til þess að rannsóknin á S.I.S. megi verða sama eðlis og rannsókn á hinum fyrirtækjunum. Þingsályktunartillögu Alberts var sem fyrr segir dreift til þingmanna í gær, og verður hún væntanlega tekin til umræðu síðar í þessari viku, sennilega á fimmtu- dag. Á næstu vikum mun stjórn Lagmetisins fjalla nánar um þessi mál, en þess má geta að japanska fyrirtækið Taiyo vill kaupa veru- legt magn af loðnu á ný. Þar sem búist er við mikilli hækkun á loðnu er erfitt að ganga að sinni frá sölu á þessum afurðum. Enn einn gúmbátur fundinn ENN er fundinn einn gúnr hátur af svipaðri gerð og hinir fjórir sem fyrr hafa fundist. Síldarbátur, sem var á siglingu 25 mílur vestur af Ingólfshöfða, fann 25 manna hát um 4 mílur frá landi. Að sögn Hannesar Haf- steins hjá Slysavarnafélag- inu er enn ekki vitað hvaðan þessir bátar eru komnir. Það var Matthildur sem fann bátinn, tók hann um borð og fór með hann til Hafnar í Hornafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.