Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 7 r „Hringa- vitleysa" Tímans Þaö er fleira en krónan, sem hefur lækkað í verði á Þessum síðustu og verstu tímum. Þannig virðist tilfinningin fyrir réttu og röngu hafa brenglazt verulega ef marka má yfirlýsingar í blööum. Stórisannleikur- inn breytist frá morgni til kvölds. Það sem var satt í gær, verður rangt í dag, en er orðið aö sannleika aftur á morgun. Þannig skýrir Morgun- blaöiö frá bví sl. fimmtudag, að innan Albýöusambandsins séu mjög sterkar raddir um, að fulltrúar Þess í verð- lagsnefnd, sem eru Þrír, Snorri Jónsson, Ás- mundur Stefánsson og Jón Sigurðsson, segi allir af sér í nefndinni, breyti ríkisstjórnin ekki Þeirri ákvörðun, sem hún tók í sambandi við gosdrykki og smjörlíki. Næsta dag er svo for- síöuviðtal í Tímanum viö Snorra Jónsson, forseta ASÍ, Þar sem Þessi frétt er borin undir hann og haft eftir honum í Því sambandi: „Það hefur aldrei komið til tals og Það staðhæfi ég að viö segðum okkur úr verö- lagsnefnd." I forystugrein Tímans á laugardag er svo blaðinu snúiö viö og tekíö undir frétt Morgunblaösins: „Sá orðrómur hefur gengið um borgina sein- ustu daga, að fulltrúar AlÞýöusambands Islands í verðlagsnefndinni, Þeir Snorri Jónsson, Jón Sig- urðsson og Ásmundur Stefánsson, hafi tilkynnt ríkisstjórninni aö Þeir myndu gera verkfall í nefndinni, ef stjórnin fallist ekki á tiliögur um nýtt verð á gosdrykkjum og smjörlíki, sem Þeir höfðu gert tillögur um.“ Þar segir enn fremur: „Þegar Það var boriö undir fulltrúa AlÞýðu- sambandsins hvort Þeir hefðu hótað verkfalli, ef ekki yrði fallizt á tillögur Þeirra, gerðu Þeir hvorki að játa né neita, en sögðust halda fast við Þær. Hér skal ekki dæmt um, hvort fulltrúar AlÞýöusambandsins eöa ríkisstjórnarinnar höfðu réttara fyrir sér í Þessari deilu. Öll ástæða er Þó til að ætla aö fulltrúar AlÞýöusambandsins hafi ekki gert tillögur um meiri verðhækkun en Þeir töldu réttmæta. Eigi að síður mun Það koma ýmsum kynlega fyrir sjónir, Þegar fulltrúar AlÞýöusambandsins eru farnir að hóta verkfalli, ef ekki verði strax fallist á verðhækkunarkröfur sem Þeir bera fram. Það er eitthvað meira en lítið skrýtið við kerfi, sem knýr fram slíka afstöðu." Nú er að sjálfsögðu nokkur blæbirgðamunur á Því, hvort menn segja af sér eða fara í verkfall í verðlagsnefnd. En niður- staðan er sú sama, að viðkomandi hættir störfum í nefndinni, a.m.k. um skeið ef til Þess kemur og Þaö er kjarni málsins í Þessu sambandi. Ásmundur Stefánsson orðaöi Það svo við Morgunblaðið, að hann hefði ekki tekið ákvörðun um Þaö hvort hann segði af sér. Snorri Jónsson viröist hafa tekið verkfallsleiðina fram yfir, ef marka má ummæli Þórarins Þórarinssonar í forystu- grein Tímans. Og áfram í „hringavit- leysunni" í forystugrein Tímans segir ennfremur: „Núgildandi vísitölu- kerfi leiðir til slíkra víxl- hækkana, að launÞeginn stendur oftast í sömu sporum, Þótt hann hafi 40—50% fleiri krónur í höndunum í árslok en ársbyrjun. Þaö er fals- kenning, að hægt sé að hækka kaupið, Þegar tekjurnar eða framleiðnin hafa ekki aukizt, ööru vísi en að Það komi inn í verðlagið. Frammi fyrir Þessu stóðu fulltrúar AlÞýöusambandsins á dögunum. Kaupið hafði ekki aðeins hækkað, heldur haföi einnig orðið gengisfelling af völdum kauphækkana. Annað- hvort varð verðið á gos- drykkjum og smjörlíki að hækka í samræmi við Þaö eða verksmiðjur hlutu að stöðvast. Þegar fulltrúar AlÞýðu- sambandsins horfðust í augu við Þetta kusu Þeir heldur að láta veröiö hækka en að svipta hundruð manna at- vinnunni. Enginn getur láð Þeim Þetta.“ Hér kemur Þórarinn Þórarinsson aö kjarna málsins og er ómyrkur í máli um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, svo aö hlutur hennar verður næsta óhrjálegur. Senn fá Sandgerðingar og Garðmenn hitaveitu Garði 30. okt. MIKIÐ upprif hefir verið í þorpinu í sumar vej?na lagningar á hitaveituaeð. Lagt hefir verið í allar götur fyrir ofan Garðbraut, að undanteknum tveimur nýjustu götunum. Urðarbraut og Ein- holti. Er nú verið að leggja í aðalgötu bæjarins, Garðbraut. Af aðallögninni frá Keflavík er það að frétta, að búið er að leggja hana langleiðina til Sandgerðis og á móts við svæði varnarliðsins, sem heitir Rockville, skiptist lögnin yfir í Garð. Er lagning æðarinnar liðlega hálfnuð þaðan út í Garð. Þessar upplýsingar fengust hjá Guðmundi Björnssyni hjá Hita- veitu Suðurnesja sem tjáði mér jafnframt, að þeir gerðu sér vonir um að geta hleypt vatni á til Sandgerðis og Garðs fyrir áramót- in. Að öllum líkindum myndi Sandgerði fá hleypt á eitthvað fyrr en Garður. Ekkert er byrjað aö setja upp svokallaðar grindur í Garðinum, en sá hluti inntaksins sem hita- veitan setur upp innanhúss. Um greiðslur fyrir inntak hitaveitunn- ar er það að segja, að húseigendur greiða 'A þegar vatni er hleypt á og % á tveimur árum. Um verð á inntaki hitaveitunnar er ekkert hægt að segja nú þar sem taxtarn- ir koma til með að breytast nú á næstunni. I dag kostar svokallaður mínútulítri 3250 krónur á mánuði en venjulegt meðalhús þarf þrjá slíka til upphitunar. Af nágrönn- um okkar í Sandgerði er það að frétta, að búið er að leggja í um 60% húsanna þ.e. nánast allar götur sunnan Austurgötu. Ráðgert er að lagningu hitaveit- unnar í Sandgerði og Garði ljúki fyrir 1. júlí nk. en því ráða veður meira en menn. Fréttaritari Landsmalafelagið Vöröur samband félaga Sjálfstæðismanna í hverfum Reykjavíkur. AÐALFUNDUR .Aöalfundur Landsmálafélagsins Varöar sambands félaga Sjálfstæöismanna í hverfum Reykjavíkur, veröur haldinn þriöjudaginn 31. okt. í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liönu starfsári. 2. Reikningsskil. 3. Kjör stjórnar og endurskoðenda. 4. Önnur mál. Geir Hallgrímsson, formaöur Sjálfstæöisflokksins flytur ræöu. Þriöjudagur 31. okt. — Kl. 20.30 — Valhöll Stjórnin. Viðarþiljur á loftog veggi: Eik Gullálmur Teak Hnota Palisander Ljóst meranti Kvistóttur cedar Askur Oliven askur Fura Jacaranda Bubinga Coffeeteak Indverskur palisander Eik í loft Eik í loft og veggi Fura í loft Fura í loft og veggi Hamraöar veggplötur 122 X 244 cm. 61 X 244 18,8 X 180 cm X 10 mm. 18,8 X 245 — — — 18,8 X 180 — — — 18,8X245 — — — 62 X 245 — X 11 — Timburverzlunin Voiundur hf. KLAPPARSTIG 1. SIMI 18430 — SKEIFAN 19. SIMI 85244 Dömur athugið Er byrjuð með megrunarkúr- ana aftur Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma megrunarkúrnum. Megrunarnudd, partanudd og afslöppunar- nudd. Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseöill Nudd- og snyrtistofa Ástu Baldvinsdóttur, Hrauntungu 85 Kópavogi Opiö til kl. 10 öil kvöld Bílastæói. Sími 40609. Meirí kraftur minni eydsla meö rafkertunum frá BOSCH BOSCH BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.