Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 Fasteignasalan JLaugavegi 18^_ sími 17374 I smíðum 5 herb. íbúðir með eöa án bílskúrs. Afhendast tilbúnar undir tréverk. Samtún 2ja herb. samþykkt kjallara- íbúð, um 60 ferm. Útb. 5 millj. Hraunbær 18 fm herb. með aðgang að snyrtingu. Útb. 1.5 millj. Kópavogur 3ja—4ra herb. risíbúð í vestur- bæ Kópavogs. Útb. 8 millj. Seljendur Höfum kaupendur að 2ja—6 herb. íbúðum, raðhúsum og einbýlishúsum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Haraldur Magnússon, viðskiptafræðingur, Sigurður Benediktsson, sölumaður. Kvöldsími 42618. Hafnarfjörður Hafnarfjöröur... til sölu 2ja herb. íbúðir viö Álfaskeið og Vesturbraut 3ja herb. íbúðir í nýlegum fjölbýlishúsum við Suðurgötu og Strandgötu. Einbýlishús 6 herb. í Kinnunum og við Brekkugötu í Garöabæ Fokheld hæð í tvíbýlishúsi viö Melás. 4ra herb. hæð við Löngufit. Árni Grétar Finnsson hrl. Strandgötu 25, Hafnarf sími 51500. AKiLÝSINííASÍMlNN KK: 22480 Florflimblntitb Tískuverslun í fullum gangi hefi ég til sölu. Upplýsingar aðeins gefnar á skrifstofunni. Baldvin Jónsson, hrl. Kirkjutorgi 6, 816688 Eskihlíð 4—5 herb. 115 ferm. íbúö á 1. hæð. Sem skiptist í 3 svefnherb., 1—2 stofur. Rúmgott baö og eldhús og kalda geymslu innan íbúðarinnar. Laus strax. Úrval annarra eigan á skrá. EIGIIdK umBODiDlni LAUGAVEGI 87, S: 13837 /iCiCjPj? Heimir Lárusson s. 10399 ’I'UOO Ingileifur Einarsson s. 31361 Ingótfur Hjartarson hdl Asgeir Thoroddssen hdl 816688 I smíðum 2ja og 3ja herb. íbúðir í miðbæ Kópavogs sem afhendast tilb. undir tréverk og málningu í okt. ‘79. Bílskýli. Fast verð. Beöið eftir húsnæöis- málastjórnarláni. Úrval annarra eigna á skrá. EIGMd V umBODiDhní UmBODID LAUGAVEGI 87. S: 13837 //ÍÁJ?JP Heimir Lárusson s. 10399 *"OOO Ingileifur Einarsson s. 31361 Ingólfur Hjartarson hdl. Asgeir Thoroddssen hdl. 816688 Vesturberg 4—5 herb. 110 ferm. íbúö á 1. hæö sem skiptist í 3—4 svefnherb. — eina—tvær stofur, Eldhús meö borökrók og baö meö þvottaherb. inn af. Verð 15 millj., útb. 10 millj. Úrval annarra á skrá. LAUGAVEGI 87, S: 13837 Heimir Lárusson s. 10399 16688 Ingileifur Einarsson s. 31361 Ingolfur Hjartarson hdl Asgetr Thoroddssen hdl Mikil endumýjun á fjórð- ungsþingi N ordlendinga Lárus Ævar Gudmundsson líklegur formadur FjúrðunKsþinK Norðlendinsa. hið tuttuKasta í röðinni, var sett í Héraðsheimilinu á Blönduósi kl. 15.30 sl. sunnudatí af fráfarandi formanni þess. Jóhanni Salbers Guðmundssyni sýslumanni Skag- firðintía. í máli hans kom m.a. fram, að FFN er myndað af 6G sveitarfélöKum og 6 sýslufélögum í háðum kjördæmum Norð- lendingafjórðungs og að það á 33 starfsár að baki. Fjórðungsþing kemur árlega saman til fundar en milli þinga starfar fjórðungs- stjórn, fjórðungsráð og 12 milliþinganefndir. Milli 70 og 80 sveitarstjórnar- menn voru við þingsetningu, en alls eiga 90 fulltrúar rétt til þingsetu. Þar af hafa 40 fulltrúar ekki setið fjórðungsþing áður, sem sýnir mikla endurnýjun í sveitar- stjórnum Norðlendinga á þessu kosningaári. Forseti þingsins var kjörinn Lárus Ægir Guðmundsson sveitar- stjóri Skagaströnd. Varaforseti Hilmar Kristjánsson Blönduósi og ritarar Pétur Sigurðsson Skegg- stöðum og Sveinn Sveinsson Tjörn. Áskell Einarsson frkvstj. FFN flutti skýrslu um liðið starfsár og lagði fram reikninga sambandsins og tillögu að fjárhagsáætlun fyrir komandi ár. Guðjón Stefánsson frkvstj. Borgarnesi flutti erindi um húsnæðismál. Ávarp fluttu Jón Tómasson, nýkjörinn form. Samb. ísl. sveitarfélaga, Jóhann T. Bjarnason fyrir hönd Fjórðungs- sambands Vestfjarða, Þór Hagalín frá Samb. sveitarfél. á Suðurlandi og Guðjón Ingvi Stefánsson frá Samb. sveitarfél. á Vesturlandi. Enn fremur þingmennirnir Páll Pétursson, Pálmi Jónsson og Finnur Torfi Stefánsson. Séra Árni Sigurðsson, form. Hólafélags, flutti erindi um störf þess og stefnumið. Lagðar voru fram fundargerðir og tillögur frá milliþinganefndum um sjávarútvegsmál, landbúnað og landnýtingu, ferðamál, menningarmál, iðnþróun og sam- göngumál. Enn fremur voru lagðar fram tillögur frá fjórðungsstjórn um skipan milliþinganefnda og starfsnefnda þingsins og frá fjórðungsráði um staðgreiðslu opinberra gjalda, fasteignamat sem gjaldstofn, endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga, verk- efnaskiptingu ríkis og sveitar- félaga, skipulagsmál sveitarfélaga og endurskoðun starfshátta fj órðungssambandsins. Á sunnudagskvöld sátu þingfull- trúar og gestir kvöldverðarboð og héraðsvöku í Félagsheimilinu á Blönduósi í boði sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Veizlu- stjóri var Jón Isberg sýslumaður. I gær fluttu Guttormur Sigur- björnsson frkvstj. Fasteignamats ríkisins erindi um fasteignamatið, Albert H. Sanders bæjarstjóri um samstarf sveitarfélaga á Suður- nesjum, Hörður Jónsson verkfræð- ingur hjá Iðntæknistofnun um iðnþróun, Þór Hagalín sveitar- stjóri um undirbúningsfélög að iðnþróun, Jóhann P. Bjarnason frkvstj. um símamál og Sturla Kristjánsson fræðslustjóri um starfsemi fræðsluráða á Norður- landi. Þá voru umræður í fram- haldi af þessum erindum og um framkomnar tillögur. Um kvöldið fóru þingfulltrúar í kynnisför um Blönduós. í dag fjallar þingið um tillögur þingnefnda og kosið verður í stjórn og milliþinganefndir. Gert er ráð fyrir því að Lárus Ægir Guðmundsson verði kosinn for- maður sambandsins, en sú hefð hefur komizt á, að formaður þess er ætíð kjörinn úr því héraði eða frá þeim stað, sem fjórðungsþingið er haldið hverju sinni. SF. Seltjamames verdi prestakall Aðalsafnaðarfundur Seltjarnar- nessóknar var haldinn í Félags- heimili Seltjarnarness sunnudag- inn 22. október s.l. Þar var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalsafnaðarfundur Seltjarnarnessóknar, haldinn í Félagsheimili Seltjarnarness þann 22. október 1978, samþykkir að beina þeim tilmælum til kirkju- málaráðherra að hann hlutist til um að á fjárlögum fyrir árið 1979 verði gert ráð fyrir pestsembætti á Seltjarnarnesi og staða prests í Seltjarnarnessókn verði síðan auglýst þegar heimild., liggur fyrir." Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær: □ Hverfisgata 4—62 Kópavogur: □ Borgarholtsbraut. Vesturbær: □ Miöbær Úthverfi: □ Árbær II □ Ármúli Uppl. í síma 35408 Samkvæmt tilkynningu Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins frá 19. ágúst 1963 er Seltjarnarnes sérstakt prestakall sem nær yfir eina sókn, Seltjarnarnessókn. Þann 9. nóvember 1974 boðaði dómprófastur, Óskar J. Þorláks- son, til fundar á Seltjarnarnesi og var þá ákveðið að stofna þar söfnuð og kjósa sóknarnefnd. Prestar Neskirkju hafa síðan þjónað söfnuðinum og hefur safnaðarstarfið farið fram í félagsheimilinu, en nú er bygging kirkju í undirbúningi. Söfnuðurinn vill efla kristilegt starf í sókninni. Til þess þarf hann sinn eigin prest og eru verkefni fyrir hann ótæmandi. Seltjarnarnes er eini kaupstaður landsins þar sem er ekkert prestsembætti. Prestur verður ávallt þungamiðjan í kirkjulegu starfi, hvar sem er, en án hans til lengdar er hætta á að deyfð og drungi hvíli yfir safnaðarstarfinu. Seltirningar vilja öflugt safnaðarstarf og fara þeir því fram á að á árinu 1979 verði stofnað sérstakt prestsem- bætti í þeirra sókn. (Frá sóknarnefnd Seltjarnarness) Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga á föstudag Níundi ársfundur Hafnasam- bands sveitarfélaga verður hald- inn að Hótel Esju, Reykjavík, föstudaginn 3. nóvember n.k. Samgönguráðherra, Ragnar Arnalds, mun flytja ávarp í upphafi fundarins. Auk venjulegra ársfundastarfa verður fjallað um skipulagsmál hafna og kynntar verða hugmynd- ir um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði hafnamála. Hafnasamband sveitarfélaga var stofnað árið 1969. Aðild að sambandinu eiga nú 54 hafnir. Formaður hafnasambandsins er Gunnar B. Guðmundsson, hafnar- stjóri í Reykjavík. Auk fulltrúa aðildarhafna munu sækja fundinn fulltrúar frá Samgönguráðuneyti, Hafnamála- stofnun, Siglingamálastofnun og nokkrum öðrum stofnunum, sem afskipti hafa af hafnamálum. AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 jffloreunblnbib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.