Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTOBER 1978 19 Ný heilsu- gæzlustöð vígð í Búðardal Búðardal 28. 10 í DAG var tekin í notkun ný heilsugæzlustöð mjög fullkomin sem á að þjóna Dalasýslu og 3 hreppum í Austur-Barðastrandarsýslu. Þar starfa 2 læknar, héraðshjúkrunarkona og læknaritari auk hjúkrunar- konu sem hefur aðsetur í strandarsýslu. Skjöldur Stefánsson formaður byggingarnefndar rakti undir- búning og sögu byggingarinnar. Heilsugæzlustöðin er rúmlega 400 fermetrar að stærð og í henni er öll aðstaða sem til þarf og auk þess verður þar aðstaða fyrir tann- lækni. Heilsugæzlustöðin er hin glæsilegasta, teiknuð af Jes Einari Þorsteinssyni arkitekt, en byggingarframkvæmdir unnar af heimamönnum. Byggingar- meistarar voru Gunnar Jónsson og FIosi Valdemarsson, raflagnir Garpsdal í Austur-Barða- annaðist Einar Stefánsson raf- virkjameistari. Hér er almenn ánægja með þessa heilsugæzlustöð og þar hafa margir lagt fram ómetanleg störf við undirbúning og það er ekki sízt að þakka þrýstingi frá kvenna- samtökum á stæðinu að þessi heilsugæzlustöð er orðin að veru- leika. Margir gestir voru við opnunina m.a. Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri og nokkrir þingmenn kjör- Vinnuveitendasamband íslands: ^Afturvirkar íþyngjandi ráðstafanir samræmast ekki stjómarskránni” Á lundi framkvæmdastjórn- ar Vinnuveitendasambands ís- lands þann 26. sept. 8.1. var ákveðið að sambandið hefði frumkvæði að því að láta reyna á réttmæti álagningar opin- berra gjalda skv. bráðabirgða- lögum nr. 96 frá 8. september 1978 um kjaramál. Hefur Vinnuveitendasambandið nú ráðið Helga V. Jónsson. hæsta- rcttarlögmann til að hafa með höndum undirbúning og fiutn- ing próímáls í þessu skyni. Ekki er enn ákveðið vegna hvaða fyrirtækis (eða fyrir- tækja) prófmálið (eða préfmál- in) verða höfðuð, en samkvæmt upplýsingum Barða Friðriks- sonar framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands ís- lands hafa öllum félögum inn- an VI vcrið send gögn til þess að allur formlegur undirbún- ingur vcrði með réttum hætti. Aðildarfélögum hefur því ann- ars vegar verið sent form að greiðslu með fyrirvara, sem stfluð er til Gjaldheimtunnar, og í öðru lagi form að kæru til niðuríellingar gjöldum þess- um, sem stfluð er til skatt- stjóra. Fer hér á eftir sýnishorn af umræddum formum sem VÍ hefur sent aðilum sambandsins: Til skattstjórans í Reykjavík. Hér með leyfum við okkur að kæra til niðurfellingar þau opinberu gjöld sem lögð hafa verið á félagið samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 96 frá 8. september 1978 um kjaramál. Til rökstuðnings kröfum okk- ar bendum við á að slíkar afturvirkar iþyngjandi ráðstaf- anir samrýmast ekki ákvæðum 67. gr. stjórnarskrárinnar eða meginreglum laga. Virðingarfyllst. Til gjaldheimtunnar. Hér með tilkynnist yður að félagið (ég undirritaður) fellst ekki á réttmæti álagningar opinberra gjalda skv. bráða- birgðalögum nr. 96 frá 8. september 1978 um kjaramál. Greiðsla félagsins á gjöldum þessum nú og í framtíðinni fer því fram með fyrirvara um rétt til endurkröfu. Virðingarfyllst. Nýja heilsugæzlustöðin í Búðardal. dæmanna. Sigurbjörn Sveinsson héraðslæknir lýsti byggingunni eftir formlega opnun heilsugæzlu- stöðvarinnar og var gestum boðið að ganga um og skoða húsakynnin undir leiðsögn lækna og byggingarmeistara, en að því búnu var boðið til kaffidrykkju og var sýslumaður, Pétur Þorsteinsson, veizlustjóri. Oddviti Laxárdals- hrepps, Kristinn Jónsson, tók til máls og lýsti ánægju sinni yfir þeim áfanga sem náðst hefði. Alexander Stefánsson alþingis- maður tók undir og þakkaði læknunum sem hér fyrr á árum unnu*mikil og góð störf við mjög erfiðar aðstæður. Matthías Bjarnason alþingis- maður tók næstur til máls og var málu'm mjög kunnugur, því hann vann ötullega að þeim í sinni ráðherratíð. Friðjón Þórðarson alþingismaður tók til máls og talaði um læknaþjónustuna nú og fyrr á árum og þá erfiðleika sem þá var við að etja, erfið ferðalög eins og oft geta verið, sérstaklega á vetrum, og ræddi hann um gamla læknishúsið hér á staðnum, en í því var fyrr á árum aðstaða til að taka inn í eitt herbergi sængurkonu. Þá minntist hann á sjúkraflutningana fyrr og nú og starf héraðslækna í dreifbýli og taldi að þeim mætti ekki gleyma því þeir unnu störf sín við erfið og léleg skilyrði miðað við það sem gerðist í dag og allir óskuðu ræðumenn þessari stofnun og starfsfólki góðs gengis í starfr. Að endingu þakkaði Pétur Þor- steinsson sýslumaður öllum sem hlut áttu að þessu framfaramáli og hefðu stutt að þetta varð að veruleika og nefndi einn mann sem átti sinn drjúgan þátt í málinu og var í fjárveitinganefnd nær allan tímann sem það var á döfinni, en það var Jón heitinn Árnason alþingismaður, og bað hann gesti að rísa úr sætum til minningar um hinn látna. Að endingu þakkaði sýslumaður öilum sem að þessum málum hefðu unnið og gestum fyrir komuna. Margar kveðjur og heillaóskir bárust á þessum eftirminnilega degi. Kristjana. Ástæðurnar eru margar. Við getum nefnt hin frábæru mynd og tóngæði Philips. Líka mætti nefna.aö tækiö er sérstaklega einfalt í notkun. Kostir Philips VCR kerfisins koma best í Ijós á litsjónvarpstækjum með stórum skermum en það er sú gerö er flestir Evrópubúar kjósa. Philips kerfið er það eina á markaðnum í dag, sem hannað er í Evrópu fyrir evrópska litsjónvarpskerfiö. Philips myndsegulbandið hentar öllum. Það hentar vaktavinnufólki, sjómönnum og öllum öörum, sem ekki geta sest niöur viö sjónvarpið hvenær sem er. Fjölskyldur í fjölbýlishúsum geta sameinast um tæki og sent út t.d. barnatíma á laugardagsmorgnum. Philips myndsegulbandið er stillanlegt þrjá sólarhringa fram í tímann og sjálfvirkni tryggir vel heppnaða upptöku. Viðhald Philips myndsegulbandsins er auk þess einfaldara en annarra sambærilegra tækja. Þess vegna kaupa flestir Philips myndsegulband. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.