Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 25 Víkingar sekúndubroti frá sigri 1. deild kvenna Enn komu Víkings- stúlkurnar á óvart VÍKINGSSTÚLKURNAR virðast ætla að koma á óvart í 1. deildinni í vetur. í fyrsta leik sínum náðu Þær jafntefli við FH og á sunnudagskvöldið gerðu þær jafnkefli viö enn eitt toppliðið, Val, 11:11. Er greinilegt að pólski Þjálfarinn hjjá Víkingi hefur unnið gott starf hjá félaginu en hann Þjálfar alla flokka Víkings. Valsstúlkurnar byrjuöu af miklum krafti og komust fljótlega í 4:1. Víkingsstúlkurnar náðu aö minnka muninn í 4:3 en enn sigu Valsstúlk- urnar fram úr og í hálfleik höfðu þær örugga forystu, 8:5. Valsstúlkurnar byrjuðu seinni hálf- leikinn af sama kraftinum og þær skoruðu tvö fyrstu mörkin. Var staðan þá 10:5 og stórsigur Vals blasti viö. En Víkingsstúlkurnar gáfust ekki upp heldur hleyptu í sig hörku í vörninni og það sem eftir var leiksins skoruöu Valsstúlkurnar að- eins eitt mark en Víkingsstúlkurnar 6, þar af skoraði Ingunn fjögur mörk á svipaðan hátt, með uppstökki eftir aukaköst. Undir lokin voru Valsstúlk- urnar einni færri á vellinum og Víkingsstúlkurna með boltann en Val tókst að verjast og koma í veg fyrir að Víkingar ynni óvæntan sigur. Það ^em fyrst og fremst hefur batnað hjá Víkingi er vörnin og markvarzlan en sóknarleikurinn er heldur einhæfur, nær eingöngu treyst á stórskyttuna Ingunni Bernódus- dóttur. Hún sýndi beztan leik að þessu sinni ásamt Agnesi. En Vík- ingsliðið er greinilega á réttri leiö. Valsliðið olli vonbrigðum. Stór- skyttan Sigrún Guðmundsdóttir leik- ur nú með að nýju en virðist ekki hafa sama styrkleika og áður. Harpa Guðmundsdóttir var í strangri gæzlu allan tímann en skoraði samt 4 mörk. Mörk Víkings: Ingunn 6, Agnes Bragadóttir 4 (2v), Sigurrós Björns- dóttir 1 mark. Mörk Vals: Harpa 4, Sigrún 4, Oddný Sigurðardóttir 1, Erna Lúð- víksdóttir 1 og Björg Guðmundsdótt- ir 1 mark. - SS. Haukar unnu Þ6r í 1. DEILD kvenna léku Ilaukar ok Þór á Akureyri á laugardag ok sÍKruðu Hauka-stúlkurnar verð- skuldað 13-9. ok var staðan 7-2 í hálfleik Ilaukum í vil. Markhæstar Haukum: Halldóra Mathiesen 4, Svanhildur Guð- laugsdóttir og Kolbrún Jónsdóttir 2 hvor, Björg Jónatansdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Sesselía Friðþjófsdóttir, Margrét Theódórsdóttir og Guðrún Gunn- arsdóttir 1 mark hver. Mörk Þórs: Soffía Hreinsdóttir 3, Magnea Friðriksdóttir 2, Guðný Bergvinsdóttir, Harpa Sigurðar- dóttir, Dýrfinna Torfadóttir og Anna Gréta 1 mark hver. - Sigb. G. • Barist af hörku í leik Fram og Breiðabliks. Létt hjá Fram FRAM-stúlkurnar hafa enn fullt hús stiga í 1. deild kvenna. Á laugardag- inn mættu Þær nýliðunum í deild- inni, UBK, og var sannarlega aldrei um neina keppni Þar að ræöa, til Þess hafði lið Fram allt of mikla yfirburði. Fram lék vel í fyrri hálfleik og hafði þá yfir, 7-2, en í síðari hálfleik var leikleysan í fyrirrúmi. Slökum síðari hálfleik lauk 4-1 fyrir Fram, allt í allt 11-3 og gefa þær tölur ágæta mynd af gangi leiksins. Mörk Fram: Jenný Grétarsdóttir 5, Oddný Sigsteinsdóttir 3, Guðríður Guðjónsdóttir, Jóhanna Halldórs- dóttir og Erla Sverrisdóttir eitt hver. Mörk UBK: Hulda Halldórsdóttir 2 og Alda Helgadóttir 1 mark. — 99- Haukastúlkurnar lögðu KR HAUKASTÚLKURNAR sigruðu KR, í nokkuð skemmti- legum leik í 1. deild kvenna í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í gærkvöldi. KR-stúlkurnar höfðu betur framan af í leiknum og komust í 4 — 1, en Haukar söxuðu á forskotið og í hálfleik var aðeins eins marks munur 6 — 5 fyrir KR. I síðari hálfleiknum tókst Haukastúlkunum að sigla fram úr og ná tveggja marka forustu 8—6, með því að ná nokkuð góðum leikkafla um miðjan hálfleikinn. Pln KR-stúlkurnar höfðu ekki sagt sitt síðasta í leiknum og tókst að jafna 8—8, en síðan ekki söguna tneir. Hauka-stúlkurnar voru sterkari á lokakaflanum og skor- uðu tvö síðustu mörk leiksins og sigruðu 10—8. Mörk Hauka: Margrét Theódórs- dóttir 7, Kolbrún Jónsdóttir 2, Svanhvít Guðlaugsdóttir 1, Hall- dóra Mathiesen 1. Mörk KR: Hansína Melsteö 5, Jónína Olafsdóttir 1, Arna Garð- arsdóttir 1 og Olga Garðarsdóttir 1. - ÞR ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ 0 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ lokaminút- ur í leik HK og Hauka NÝLIÐAR HK í 1. deild kræktu sér í sín fyrstu stig í deildinni á móti Haukum í Hafnarfirði í gærkvöldi, gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu með einu marki, 20—19. Var sigurmark HK skorað af Vigni Baldurssyni sem smeygði sér inn úr hægra horninu og skoraði á milli fóta Ólafs Guðjónssonar markvarðar Hauka. Síðustu mínútur leiksins var slík spenna i leiknum að orð fá varla lýst, áhorfendur voru risnir á fætur og gott ef hár hafa ekki risið á höfði sumra þeirra við þá hröðu atburðarás sem í leiknum var. Þegar 1 mínúta og 40 sek. voru eftir af leiktímanum var staðan jöfn, 19—19, og HK-menn sækja. Spiluðu þeir nokkuð yfirvegað þangað til 28. sek voru eftir að Stefán Halldórsson reyndi óyfir- vegað skot úr vonlitlu færi og Ólafur Guðjónsson markvörður Hauka greip boltann og sendi þegar fram á Hörð Sigmarsson sem kominn var í dauðafæri. HK-menn sáu þann kost vænstan að brjóta illa á Herði og var umsvifalaust dæmt vítakast. Hörður framkvæmdi sjálfur víta- kastið en hinn snjalli markvörður, Einar Þorvarðarson, gerði sér lítið fyrir og varði skotið og var eldfljótur að kasta boltanum strax fram og voru aðeins 13 sek. eftir af leiknum þegar síðasta sókn HK hófst. Boltinn barst á síðustu sek. út í hornið til Vignis og hann gerði sér lítið fyrir lagði sig vel er hann fór inn úr horninu og skoraði laglega. Boltinn var varla kominn inn fyrir marklínuna er klukkan gall við og leiknum var lokið. Og þvílík fagnaðarlæti af hálfu HK-manna, engu líkara var en að þeir hefðu sigrað í sjálfu mótinu. Ahangend- ur þeirra þustu inn á völlinn og bókstaflega kaffærðu þá í hamingjuóskum. Þeir voru líka vel að þeim komnir, þeir lögðu aldrei árar í bát í leiknum og börðust af miklum dugnaði og aldrei betur en þegar mest á reyndi. Þessi leikur sýndi að þetta verða ekki síðustu stig þeirra í mótinu, það er undirritaður sannfærður um. Gangur leiksins var sá, að í fyrri hálfleiknum leiddu Haukar allan tíman en munurinn á liðunum var aldrei meiri en 3 mörk. Staðan í leikhléi var 11—9 Haukum í vil. HK kom ákveðið til leiks í síðari hálfleiknum og voru auðsýnilega ákveðnir í að selja sig dýrt. Þeir sóttu smátt og smátt í sig veðrið og þegar síðari hálfleikurinn var rétt hálfnaður höfðu þeir jafnað leikinn, 16—16. Hafði þá Björn Blöndal verið atkvæðamikill í liði HK og hvert þrumuskotið að fætur öðru frá honum hafnaði í marki Hauka. að um nýliða er að ræða. Bestu menn HK í leiknum voru Björn Blöndal, Einar Þorvarðarson og Hilmar Sigurgíslason. Hjá Haukum var enginn einn betri en annar. Nafnarnir Hörður Sigmarsson og Harðarson voru drjúgir við að skora en skutu líka mikið. Sigurgeir Marteinsson var harður í vörninni og barðist vel en vantaði meiri hjálp. - ÞR 1 stuttu málii íslandsmótið I. deild. Iþróttahúsið liafnarfirði, 30. október Hauk- ar-IIK 19-20(11-9). Mörk Hauka, Hörður Siitmarsson 5 (2v), Ilörður Ifarðarson 5(3v), Imtimar Haralds- son 2. Andrés Kristjánsson 2(1 v). SÍKurgeir Marteinsson 1. Árni Hermannsson 2, I'órir Gíslason 1, Árni Sverrisson 1. Mörk IiKi Björn Blöndal 7, Hilmar Siiturgfslason 6, Kaitnar Ólafsson 2(lv), Stefán Halldórsson 1, Kristinn Ólafsson 1, Vignir Baldursson 1, Beritsveinn Þórarins- son 2. Brottvísanir af leikvelli, Björn Blöndal ok ErlinK SÍKurðsson báðir úr HK f 2 mfn. Misheppnuð vftaköst, Einar Þorvarðarson ver vftakast frá Ilerði SÍKmarssyni á 60. mfnútu. Dómarari Gunnar Kjartansson ok Ólafur SteinKrímsson og da-mdu þeir leikinn vel. aðeins sekúndubroti að leiknum var lokið. Bæði liðin sýndu það í þessum leik að þau eru í góðri æfingu og verða mjög erfið viðureignar í vetur, þau leika nú mun hraðari handknattleik en þau hafa gert og gerir það leikinn skemmtilegri á að horfa. Ahorfendur eiga því væntanlega von á skemmtilegum handknattleik í vetur hjá þessum liðum. Lið Vals lék þennan leik vel framan af en er líða tók á leikinn var eins og takturinn í sóknar- leiknum glataðist og sóknarleikur- inn varð einhæfur og um of var keyrt inn á miðju vallarins. Liði Vals hættir til að missa niður fengið forskot í leikjum sínum. Varnarleikurinn er orðinn mjög góður hjá liðinu, og markvarslan einnig, þó datt botninn óvenju snögglega úr góðum leik Olafs markvarðar í þessum leik. Leik- menn Vals eru hávaxnir og sterk- legir og enginn hægðarleikur að finna glufur í vörninni hjá þeim. Bestu menn Vals að þessu sinni voru Jón Karlsson sem hélt spilinu vel gangandi og er alltaf hættuleg- ur í sókninni með sín lúmsku skot, þá voru þeir Stefán Gunnarsson og Þorbjörn Guðmundsson seigir bæði í sókn og vörn, og skoruðu báðir falleg mörk. Valsliðið hefur það fram yfir flest önnur lið að enginn veikur hlekkur er í keðj- unni, leikmenn eru mjög jafnir að getu, og berjast vel. Lið Víkings átti góðan dag. Þeir voru frekar seinir í gang í leiknum, en þeir gáfust aldrei upp og létu ekki deigan síga og uppskáru annað stigið og með örlítilli heppni hefðu þau bæði geta hafnað hjá þeim. Lið Víkings virðist enn vera í mótun að vissu leyti, liðið hefur yfir ágætum hornamönnum að ráða en nýtir þá ekki sem skyldi, þá er athyglisvert hve fáar sendingar Árni Indriða- son fær úr að vinna á línunni, hann gjörsamlega týndist lang- tímum saman í sóknarleiknum. Varnarleikur liðsins og mark- varsla var frekar slök til að byrja með en lagðaðist er líða tók á leikinn, og var orðin góð í lokin. Besti maður Víkings í þessum leik var tvímælalaust Páll Björgvins- son, var það hann sem var prímus mótor í leik liðsins og átti hann stærstan þátt í að Víkingi tókst að jafna. Páll er mjög útsjónarsamur leikmaður jafnframt því sem hann er mjög leikreyndur og það er þungt á metunum í svona spennu- leikjum. Sigurður Gunnarsson kom ágætlega frá leiknum en skortir auðsýnilega meiri leik- reynslu, Sigurður hefur gífurlegan sfökkkraft og ætti að geta skorað mun meira en hann gerir með upphoppum. Ólafur Einarsson lék nú með Víking að nýju eftir langt hlé og kom ágætlega frá leiknum, en skortir auðsýnilega meiri æfingu. Er sýnilegt að mikið býr í Víkingsliðinu og er undirritaður ekki frá því að það eigi eftir að vaxa með hverjum leik í vetur. Ekki er hægt að segja svo skilið við leikinn að minnst sé á dómgæslu Gunnlaugs Hjálmars- sonar og Kristjáns Ingibergssonar. Var hún allan tímann mjög góð. Dæmdu þeir af mikilli röggsemi, og voru ákveðnir í dómum sínum, sem sagt dómgæsla eins og hún gerist best. I STUTTU MÁLI. fslandsmótið 1. doild LauKardalshöll 29. uktóber. VíkinKur - Valur 22.22 (8.11). MÖRK VÍKINGS. Páll BjörKVÍnsson 6 (1). Víkkó SÍKurðsson 1. Árni Indriðason 3. Ólafur Einarsson 3. Erlrndur Hrrmannsson 3. Ólafur Jónsson 2. SÍKurður Gunnarsson 1. MÖRK VALS. Jón Karlsson 5 (2). Þorbjörn Guðmundsson 5 (1). Strfán Gunnarsson 4, Bjarni Guðmundsson 3, Jón Prtur Jónsson 3, Strindór Gunnarsson 1. Gísli Arnar 1. MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST, Árni Indriðason skaut yfir á 19 mín. ok Kristján SÍKmundsson varði frá Jóni Karlssyni á 29. mín ok á 10. mín. BROTTREKSTUR AF VELLI. Strindór Gunnarsson ok Bjarni Guðmunds- son Val háðir í 2 mín. ÞR Stéfán Gunnarsson dregur ekki aí sér þar sem hann er kominn í gegn um vörn Víkings í hinum æsispennandi leik Vals og Víkings um helgina. Kristján Sigmundsson kemur út á móti eins og fuglinn fljúgandi og varði skot Stefáns. Það var eins og lið Hauka áttaði sig ekki á þessari miklu mót- spyrnu sem þeir fengu frá nýðlið- unum, og náðu þeir ekki að hrista þá af sér. Það sem vó þyngst á metunum var slök markvarsla og að sóknarleikurinn var ekki nægi- lega yfirvegaður, skotið var ótíma- bærum skotum, sem Einar varði létt. Síðustu átta mínútur leiksins var jafnt á öllum tölum, þar til alveg í lokin. Lið HK barðist vel í þessum leik og með sama hugarfari ná þeir langt í deildinni í vetur miðað við Íípdliip) kemur nálægt boltanum á línunni og Gústaf var ávallt reiðubúinn að skila vítaköstunum í netiö, þrátt fyrir að mikið lægi við. Framan af lék Fram-iiðið allt of mikið upp á það að láta Atla Hilmarsson skjóta utan af velli. Það kom fljótlega í ljós að þetta var ekki hans dagur og liðið fór strax að leika betur þegar það dreifði spilinu meira. I STUTTU MALI. LauKardalshöll. íslandsmótið f handbolta, 1. dcild, ÍR - Fram 17-18 (12-7) Mörk ÍR. Brynjólíur Markússon 6 (1 víti), Guðjón Martcinsson 5, Ársa-ll Hafstoinsson ok Bjarni Bcssason 2 hvor. SÍKurður Gíslason ok Bjarni Hákonarson eitt hvor. Mörk Fram, Gústaf Björnsson 7 (5 víti), Atli Ililmarsson 3 (1 viti). Erlendur Davíðsson. SÍKurbergur SÍKsteinsson ok Binfir Jóhannesson 2 hver. Kristján Unnarsson ok Theodór Guðfinnsson eitt hvor. Borttrekstrar, Steinn Öfjörð. Ársæll llatsteinsson ok SiKurður Gíslason (R, allir í 2 mínútur. ok Guðjón Erlendsson Fram einnÍK i 2 mín. Varin víti, Jens varði frá Gústaf f f.h. ok SÍKurður Þórarinsson varði frá Brynjólfi í sfðari hálfleik. Leikinn dæmdu þeir Bjarni Kristjánsson ok Árni Tómasson. Áttu þeir bærileKan daK. - KK. • Bjarni Bessason iR, skorar eitt af tveim mörkum sínum í leiknum gegn Fram um helgina. Ljósm. RAX. ÆSISPENNANDI leik Víkings og Vals í 1. deildinni í handknattleik, sem fram fór á sunnudag lauk með jafntefli 22—22 og ekki er hægt að segja annað en að úrslitin hafi verið sanngjörn eftir gangi leiksins. Ilinsvegar voru heilladisirnar með Valsmönnum í lok leiksins er þrumuskot Páls Björgvinssonar var á leið í netið. en sekúndubroti of seint. Leikurinn var flautaður af á svo til sömu stundu og góðir dómarar leiksins dæmu ekki mark. Mikil stemming var hjá hinum fjölmörgum áhorfendum og voru leikmenn beggja liða óspart hvattir áfram af stuðingsmönnum sínum. Það var Jón Karlsson sem opnaði markareikning Valsmanna í leiknum og í fyrri hálfleik höfðu Valsmenn undirtökin í leiknum og réði þá mestu um að markvarsla Víkings var mjög slök, og varnar- leikurinn ekki nægilega góður. Hinsvegar varði Ólafur Benedikts- son mark Vals mjög vel, og vörn Valsliðsins var geysisterk. Það var þó ekki fyrr en um miöjan fyrri hálfleik að Valsmenn ná afgerandi forystu í leiknum og tókst þeim að breyta stöðunni úr 5—6 í 10—6, á um 10 mínútna kafla. Víkingar gáfust þó aldrei upp og staðan í hálfleik var 11—8, Val í hag. Síðari hálfleikur var vel leikinn af hálfu beggja liða, og mjög spennandi allan tímann. Sóknar- leikur beggja liða var hraður og mikið reynt af hröðum upphlaup- um, sem tókst allvel hjá báðum liðum. Þegar fimm mínútur eru liðnar af síðari hálfleik er staðan 14—10 fyrir Val, og var eins og þeir hefðu leikinn í höndum sér, en þá fór Kristján markvörður Víkings að verja og Páll Björgvinsson fór í mikinn ham og skoraði hvert markið á fætur öðru, og hvað annað glæsilegra. Á sama tíma hrakaði varnarleik Vals og Ólafur hætti að verja. Víkingar minnka forskot Vals- manna smátt og smátt og á 47 mínútu leiksins jafnar Páll með gullfallegu marki 19—19. Stefán Gunnarsson nær foryst- unni fyrir Val með hörku langskoti en Víkingar láta ekki deigan síga og enn tekst Páli að jafna 20—20. Nú er allt á suðupunkti og mikil harka komin í leikin og ekkert gefið eftir. Jón Pétur nær enn á ný forystúnni fyrir Val 21—20, og fimm mínútur til leiksloka. Erlendur jafnar 21—21 fyrir Víking og nú geta smámistök ráðið úrslitum leiksins. Valsmenn sækja og Steindór G. Gunnarsson fær góða sendingu inn á línu og er í dauðafæri en Kristján Sigmunds- son ver meistaralega, og Víkingar fá skyndisókn og Árni Indriðason skorar glæsilega af línu. Víkingar taka forystuna i leiknum 22—21, tvær mínútur eru eftir er Vals- menn hefia sókn. Jón Karlsson tekst að skora með lúmsku skoti fyrir utan punktalínu og enn er jafnt. Víkingar sækja en eru full bráðir. Sigurður Gunnarsson reyn- ir skot en það fer yfir, og nú hafa Valsmenn allan möguleika á að gera út um leikinn, en Bjarni Guðmundsson fær dæmdan á sig ruðning er hann fer inn í vörnina, var það strangur dómur. Víkingar bruna upp og Páll skýtur hörku- skoti sem syngur í netinu en eins og áður er greint frá munaði leikslok Elnkunnagiöfln HK: Einar Þorvarðarson 3, Vignir Baldursson 2, Kristinn Ólafsson 2, Bergsveinn Þórarinsson 2, Hilmar Sigurgíslason 3, Karl Jóhannsson 1, Ragnar Ólafsson 2, Erling Sigurösson 2, Stefán Halldórsson 1, Björn Blöndal 3, Fríójón Jónsson 1, Kolbeinn Andrésson 1, HAUKAR: Þorlákur Kjartansson 1, Ingimar Haraldsson 2, Sigurgeir Marteinsson 3, Hörður Harðarson 2, Hörður Sigmarsson 2, Sigurður Aöalsteinsson 2, Þórir Gíslason 3, Árni Hermannsson 2, Ólafur Guðjónsson 1, Árni Sverrisson 2, Andrés Kristjánsson 3. VÍKINGUR: Kristján Sigmundsson 2, Steinar Birgisson 2, Ólafur Jónason 2, Skarphéðinn Óskarsson 2, Sígurður Gunnarsson 2, Páll Björgvinsson 4, Erlendur Hermannsson 3, Árni Indriðason 3, Viggó Sigurösson 3, Ólafur Einarsson 2, Eggert Guðmundsson 1. VALUR: Ólafur Benedíktsson 3, Jón Karlsson 3, Þorbjörn Guömunds- son 3, Stefán Gunnarsson 3, Bjarni Guðmundsson 2, Þorbjörn Jensson 2, Steindór Gunnarsson 2, Jón Pétur Jónsson 2, Gísli Arnar Björnsson 1, Hákon Árnason 1. ÍR: Jens Einarsson 4, Ingimundur Guðmundsson 1, Bjarni Hákonarson 1, Jóhann Ingi Gunnarsson 1, Steinn Öfjörö 2, Sigurður Sigurðsson 1, Hafliði Halldórsson 1, Sigurður Gíslason 3, Ársæll Hafsteinsson 2, Brynjólfur Markússon 3, Bjarni Bessason 2, Guðjón Marteinsson 3. FRAM: Guðjón Erlendsson 3, Sigurður Þórarinsson 2, Björn Eiríksson 1, Theodór Guðfinnsson 2, Hjörtur Þorgilsson 1, Erlendur Davíðsson 2, Kristján Unnarsson 1, Birgir Jóhannesson 3, Pétur Jóhannsson 2, Gústaf Björnsson 3, Atli Hilmarsson 2, Sigurbergur Sigsteinsson 3. Æsispennandi Sigurmark ÞAÐ VAR ckki hægt annað en að kcnna í hrjósti um veslings IR-ingana. þegar þcir tiipuðu lcik sínum gegn Fram í Islandsmótinu í handholta á laugardaginn. Það var einfaldlcga vegna þess, að eina skiptið scm Fram tókst að jafna. var 2 mínútum fyrir leikslok og eina skiptið sem Fram komst marki yfir í leiknum. var þegar aðeins ein mínúta var til lciksloka. Þá var orðið um seinan fyrir IR að jafna metin. IR lék þcnnan leik lcngst af mun betur en Fram. hafði örugga forystu í hálflcik. 12—7. í síðari hálfleik hélst lcngi vel 3—5 marka forysta ÍR. eða allt þar til í lokin. að Frömurum tókst að smjúga fram úr og sigra 18—17. Fram tryggði sér þar með sín fyrstu stig í mótinu en IR á enn eftir að hljóta sín fyrstu stig. ÍR-ingar voru mjög frískir framan af og þegar fyrri hálfleik- ur var hálfnaður, var staðan 8—2 ÍR í vil. Góður kafli Fram minnkaði muninn um tíma í 2 mörk, 9—7, en ÍR-ingar skoruðu 3 síðustu mörk hálfleiksins, 12—7. Framan af stefndi aldrei í annað en öruggan sigur ÍR, þannig var staðan um miðjan síðari hálfleik 15—11 fyrir ÍR og síðan 16—13 þegar aðeins tæpar 5 mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði Gústaf Björnsson 4 mörk í röð, þar af 3 úr vítaköstum og Fram hafði því náð forystunni þegar aðeins 1 mínúta var til leiksloka. Bjarni Bessason jafnaði og þá voru aðeins 42 sekúndur eftir. Framarar hlupu í sóknina og þegar 7 sekúndur voru eftir, komst Sigurbergur í slíkt færi í horninu, að hann gat varla annað en skorað, jafn öruggur hornamaður og hann er. Bestu menn vallarins voru markverðirnir Jens hjá IR, sem varði frábærlega allan leikinn, og Guðjón Erlendsson hjá Fram. Hans þáttur var hvað mestur lokakaflann, þegar Fram var að vinna upp forskot ÍR. Var Guðjón ÍR-ingum þá mikill og loðinn frumskógur á marklínunni. Guðjón Marteinsson var góður til að byrja með, auk þess var Brynjólfur góðu/ í sókn og Sigurður Gíslason í vörn. Hjá Fram voru bestir auk Guðjóns, þeir Sigurbergur, Birgir og Gústaf. Sigurbergur er drífandi afl í liðinu (enda þjálfari), Birgir fiskar víti ef hann skorar ekki sjálfur ef hann Fram 7 sek. fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.