Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ' ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ • Vilma Bardauskiene. fyrst kvenna yfir sjö metrana í langstökki. Hún er eðlilega glöð með árangurinn. Vilma Bardauskiene: Fyrst kvenna yfir 7 m í langstökki BLAÐ var brotið í sögu frjáls- íþrótta er kona stökk yfir sjö metra í langstökki í fyrsta sinn. Nánar tiltekið stökk konan 7.07 metra og var þar að verki sovézka stúlkan Vilma Bardauskiene. Bætti hún þar með tveggja ára gamalt heimsmet austur-þýzku stúlkunnar Sigrun Siegl um 8 sentimetra. En hver er þessi Vilma Bardau- skiene? Þeir eru líklega ekki margir sem þekkja nafn hennar, en það er sennilega vegna þess að hún er kvenfrjálsíþróttamaður, og sovézk í þokkabót. Vilma er þó ekki neinn nýgræðingur í langstökkinu. í fyrra var þessi 25 ára gamla húsmóðir frá Litháen með bezta afrekið í heiminum því þá stökk hún 6,82 metra á móti í bænum Krasnodar 22. september. Var sá árangur fjórða bezta afrek kven- manns frá upphafi. Og áður en tímamótastökkið kom hafði hún stokkið 6,80 metra í ár. Metstökkið kom í keppni í bænum Kisjinev og sýndi hún þá öryggi því næst lengsta stökk hennar mældist 7.06 metrar. Nýi heimsmetshafinn hefur ver- ið nokkuð lengi að. Hún stökk fyrst yfir sex metra árið 1969, en þá stökk hún 6,12 metra aðeins sextán ára gömul. Það var unglingamet Litháen. Tveimur árum síðar bætti hún sig í 6,37 metra, en svo tók hún frí frá keppni árin 1974 og 1975 til að gegna móðurhlutverki sínu. Vilma tók þó aftur til við æfingar og keppni 1976 og stökk þá 6,51 metra. Hún hefur því sýnt mestar framfarir á ferli sínum eftir að hún varð móðir. Þar sem Vilma ber nú höfuð og herðar yfir stöllur sínar ætti henni ekki að verða skotaskuld úr því að hreppa gullverðlaunin. Vilma Bardauskiene stundar nám í landafræði, er gift og á eitt barn. Aður en hún gekk í það heilaga bar hún eftirnafnið Augustinaviciute. Vilma er fædd 15. júní 1953 í bænum Pokruois í Eystrasaltslýðveldinu Litháen. Hún er 1,71 metri á hæð og 64 kg. Þjálfari hennar heitir Ivan Gadovitsj. — ágás. Selur Liver- pool Dave Fairclough? DAVID „supersub" Fairclough verður að öllum líkindum seldur frá Liverpool áður en langt um líður. þ.e.a.s. ef eitthvert lið sér sér fært að greiða þau 350.000 sterlingspund sem sett hafa verið á kappann. Þykir ýmsum það vafalaust nokkuð há upphæð fyrir leikmann sem kemst ekki einu sinni í aðalliðið hjá félagi sínu. Fairclough hefur aðeins leikið tvo leiki með Liverpool í haust, báða sem varamaður. A síðustu árum hefur hann getið sér gott orð fyrir að koma inn á sem varamaður og skora mikilvæg mörk. Var mark- heppni stráks ekki einleikin oft á tíðum og oftar en einu sinni kom það fyrir að hann skoraði með sinni fyrstu spyrnu í leiknum. Ekki er ljóst hvaða félög komi til með að íhuga strák, en það verður vafalaust stórlið, því að þau smærri hafa vart ráð á munaðar- vöru sem leikmaðurinn er gerður að með slíkum verðmiða. 3 stórlið litu ekki við Passarella DANIEL Passarella, fyrirliði landsliðs Argentínu í knattspyrnu, er ekki aðeins einn frægasti knattspyrnu- maður í heiminum í dag, heldur er hann einnig talinn vera einhver sterkasti varnarmaður veraldar. Margir knattspyrnumenn hafa einhvern tíma á ferli sínum orðið fyrir þeim vonbirgðum sem fylgja því að félagi þeirra þykja þeir ekki nógu efnilegir og láta þá fara leiðar sinnar. Sumir leikmenn hafa síðar orðið frægir knattspyrnumenn og landsliðsmenn í þokkabót. En Passarella var þrívegis sagt upp hjá góðum liðum í Argentínu, er hann var kornungur og að stíga fyrstu skrefin á ferli sínum. Ætli forráðamenn þeirra félaga roðni ekki dálítið í andlitunum, þegar þeir rif ja upp hve dómgreind þeirra var léleg hvað varðaði Daniel Passarella? Passarella hóf að æfa og leika með áhugamannaliðinu Argentínó í heimabæ sínum þegar hann var aðeins 8 ára gamall. 15 ára gamall, árið 1968, fór hann til reynslu til stórliðsins Boca Jouniors. Þar voru tveir þjálfarar. Öðrum fannst Passarella mikið efni, en hinum þótti lítið til hans koma. Þeir gátu ekki komist að niðurstöðu þannig að ekkert varð úr framtíð Passa- rella hjá Boca. Þá fór hann til Indipendiente og þegar hann fór heim aftur að reynslutíma lokn- um, var honum sagt að hann yrði ráðinn til félagsins, hann myndi fá bréf síðar til staðfestingar. Það bréf sást aldrei. Loks reyndi Passarella að komast inn hjá Estudientes, en því máli lauk á sama hátt og málinu hjá Indi- pendiente. Þegar hér var komið sögu, var Passarella eiginlega búin að gefast upp á því að fara í atvinnu- mennsku og hann gekk á ný í raðir Argentínó. Nokkru eftir það var hann lánaður til 2. deildar liðsins Juno, en þjálfarar Argentínó og Juno voru miklir mátar. Þriðji vinurinn var Omar Sivori sem þá var landsliðsþjálfari Argentínu. Þeir félagarnir komu á fót æfinga- leik milli Juno og landsliðsins, en þegar einn af miðvörðum lands- liðsins meiddist á síðustu stundu, var Passarella að því spurður hvort hann vildi ekki hlaupa í skarðið og leika með landsliðinu. Öllum á óvart sagði Passarella „nei takk.“ Þá skýringu gaf hann, að ef hann léki vel, fengi hann síðastur/ manna heiðurinn af því, en ef hann léki vel með smáliðinu yrði vegur hans meiri. Svo fór að Passarella lék frábærlega vel og skömmu síðar barst til hans freistandi tilboð frá River Plate. River borgaði Argentínó aðeins sem* svaraði 8000 sterlingspundum fyrir kappann og hann lék sinn fyrsta leik fljótlega og þá gegn einu sterkasta liðinu þar í landi og einu þeirra sem hafði hafnað honum nokkrum árum áður, Boca Jouniors. River vann 1—0 og Passarella lék mjög vel. Hann var aðeins 19 ára þegar þetta átti sér stað og síðan hefur leið hans legið stöðugt upp á við og náði hápunkti sínum þegar hann tók við heims - bikarnum úr höndum Videla for- seta, eftir að Argentína hafði sigrað Hollendinga 3—1 eftir framlengingu í Buenos Aires í sumar. Cesar Menotti, landsliðsþjálfari, valdi Passarella fyrst í unglinga- landsliðið og var frammistaða hans þar frábær. En einvaldurinn virtist ekki eins ólmur í að láta hann leika A-landsleiki. Astæðan var sú, að Passarella þótti og þykir mjög sókndjarfur af miðverði að vera og Menotti taldi að það gæti komið illa niður á varnarleik liðsins ef Passarella væri þar aðalmaðurinn. En þegar HM nálgaðist og nálgaðist, forfallaðist hver varnarmaðurinn af öðrum, þannig að allt stefndi í óefni hjá vesalings Menotti. Undir lokin beinlínis neyddist Menotti til þess að nota Passarella í liðið á HM og flestir knattspyrnuáhugamenn minnast vafalaust hver útkoman varð. Passarella varð lykilmaður bæði í sókn og vörn, lék hann svo vel, einkum síðla á mótinu, að undrum sætti. Hann sýndi einnig á sér nokkrar ógeðfelldari hliðar, svo sem þegar hann rak olnbogann í andlitið á Jóhanni Neeskens og hélt uppi pexi um gifsumbúðir á brákaðri hendi Rene Van Der Kerkhov, sem hann taldi ólöglegur og hættulegar. Svona hlutum gleyma menn gjarnan þegar tíminn líður og eftir stendur aðeins, að maðurinn var fyrirliði heimsmeistaraliðs Argentínu árið 1978. Passarella hampar heimsbikarnum eftir sigurinn gegn Hollandi. Vejle danskur meistari VEJLE tryggði sér Danmerkur titilinn í knattspyrnu, er liðið vann B-1901 á útivelli 2—1. Ein umferð er eítir í dönsku deildinni en úrslit í henni geta engin áhrif haft á hvaða lið hafnar í efsta sæti, ekkert lið getur náð Vejle að stigum. Þetta er í fjórða skiptið sem austur jóska liðið Veljle verður Danmerkurmeistari. Ur slit í dönsku deildarkeppninni um helgina urðu þessii B-1901 - Vejle 1-2 KB — Esbjerg Frem — Aarhus B. 93 — Randers Freja Köge — Odense Slagelse — Skovbakken Kastrup — Næstved Fredrikshavn — B-1903 Staðan nú er þessi: Vejle 18 6 Esbjerg 15 8 AGF 14 9 0-2 OB 14 8 7 59-38 36 2-1 B-1903 12 9 8 45-31 33 3-1 B. 93 12 9 8 44-37 33 2-3 K.B. 14 4 11 49-39 32 2-5 Slagelse 1010 9 49-50 30 1-0 Frem 10 811 30-31 28 0-1 Skovbakken 10 712 46-48 27 Næstved 9 614 35-43 24 Kastrup 8 714 36-40 23 B.1901 8 714 48-58 23 59-32 42 Frederikshavn 7 715 37-51 21 47-32 38 Köge 7 715 27-48 21 49-38 37 Randers Freja 6 4 19 39-83 16 ♦.» V V V V V V- *> '*> »> *> *> V> v> -> v> -> '> *> »> *> V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.