Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 27 MEÐALTALSAOSÓKN 1. OE/LO KNATTSP . - HANDKNA TH HUniUn — \ | "'l "'"j : : 2S j | T | "1 X, ], | , j £* ] 25 > 1 ■ r- T~~ f j 1 1 . : - j 1: | : «4—1 -X—\ —;—\—*—X"”—i • Þetta línurit er að finna á skrifstofu íþróttaráðss Reykjavíkur og má þarna sjá hvert stefnir í meðalaðsókn í knattspyrnu og handknattleik. Efri línan er fótboltalínan og sú neðri höfðar til handboltans. Að öðru leyti skýrir myndin sig sjálf og hún er mönnum mikið umhugsunarefni, svo að ekki sé sterklegar að orði kveðið. Ljósm. Mbl. — gg. Aðsókn að leikjum í 1. deild handbolta og fótbolta aldrei minni AÐSÓKN á 1. deildarleiki hefur minnkað svo mikið á undanförnum árum, að f algert óefni er komið. Árið 1977 var meðalfjöldi á hvern 1. deildarleik í hand- bolta aðeins tæplega 300 manns. Það er af sem áður var, því að þegar best hefur látið árin 1971-72, var meðalfjöldi á hvern leik hvorki meiri né minni en 1380 manns. Meðalfjöld- inn á sfðasta keppnistíma- bili var því um 1000 háls- um færra en þegar hámarkinu var náð! Það sama er upp á teningnum í knattspyrnunni. Á keppnistímabilinu 1971 var heildarf jöldi áhorfenda á 1, deildarleikjum í knatt- spyrnu 45.233, auk allra sem löbbuðu inn á boðsmið- um. Á síðasta keppnistíma- bili skreið talan rétt yfir 20.000 og áhorfendafjöld- inn að leikjum sumra smærri félaganna náði ekki 200. Og aðeins 4 leikir gáfu meira en eina milljón í tekjur. Það má því öllum ljóst vera, að einhver skollinn er á seyði, eitthvað alvarlegt, sem verður að taka hraustlega á, ef ekki á að ganga af viðkomandi íþróttagreinum dauðum. Mbl. ræddi í þessu sambandi við forráðamenn Laugardalsvallar, Baldur Jónsson, og Laugardals- hallar, Gunnar Guðmunds- son og fer sitthvað úr þeim viðtölúm hér á eftir, en þeir félagar voru spurðir hverjar skýringar þeir teldu að lægju að baki hinnar geigvænlegu fækkunar áhorfenda. Færa leiki fram — afnema helgarleiki — Þaö er leikið á sama tíma dags og þegar ég var að byrja að vera með í þessu fyrir 50 árum síðan, eða klukkan 8.30 á kvöldin. En íþróttahreyfingin verður að taka tillit til fólksins, við missum þetta fólk eftir vinnudag upp í Breiðholt, Árbæ, Kópavog, Garða- bæ og Hafnarfjörð, síðan fyrir 50 árum hafa útvarp og sjónvarp komið fram í sviðsljósið og lái enginn þeim er ekki getur rifið sig upp úr stólnum heima eftir erfiðan vinnudag til þess að horfa á fótboltaleik. Það á að koma til móts við þetta fólk með því að færa leikina fram til klukkan 18.30 og grípa fólkið þannig áður en það heldur til síns heima eftir vinnu, sagði Baldur Jónsson og hann hélt áfram: — Og ég vil láta hætta þessum helgarleikjum. Hér í Reykjavík er allt annað viðhorf í gildi, á Stór-Reykjavíkursvæðinu búa um 100.000 mannns og um hverja helgi er mikill straumur fólks út úr bænum, í minni bæjunum á landinu er þetta ekki eins áberandi vani. Allt er þetta ferðafólk, fólk sem ekki kemur á völlinn, en margir hefðu kannski komið, hefði verið leikið á skikkan- legum tíma í miðri viku. En nei, nei, allir leikir í 1. deild eru á tímum sem stór hópur fólks er ólíklegur til þess að komá, þótt hann hefði undir hagstæðari kringumstæðum haft áhuga á því. Eg tel það vera mestu vitleysu sem knattspyrnuhreyfingin hefur gert (eða ekki gert) að breyta ekki leikjatímum. Enn hefur Baldur orðið: — Næst mestu vitleysuna gerðu þeir, þegar þeir fjölguðu liðunum í 1. deild. .Við höfum aldrei þurft að kvarta undan aðsókn, þegar boðið hefur verið upp á sterk lið, en allir vita, að erfitt er að selja lélega vöru og fjölgunin hafði í för með sér mikinn fjölda leikja sem fólk sækir hreinlega ekki. Aðsóknin á suma af lakari leikjum deildarinnar milli mið- lungs og fall-liða, var slík að það var nánast hlægilegt, en þó gat maður varla hlegið. — Ég vil láta skera þetta mál upp, þetta er mál sem varðar alla. Það ætti að flýta leikjum til klukkan 18.30, leggja niður helgar- leiki og fækka liðum í 1. deild á ný, þessum hugmyndum hef ég verið að reyna að koma til skila hjá þeim sem hlut eiga að máli, en sannleikurinn er sá, að mótanefnd og forystumenn félaganna þora ekki að taka afstöðu til málsins. Fyrr heldur en seinna hljóta þessir menn að sjá að svona sofandahátt- "ur dugir ekki lengur, það verður eitthvað að gera. Nýja fyrirkomulagið eingöngu hagur þeirra stóru Þessar meðaltalstölur fara enn lækkandi, því miður, sagði Gunnar Guðmundsson í Höllinni, Þetta nýja fyrirkomulag, með aðeins einn leik í 1. deild á hverju kvöldi á sama tíma og þessi mikla hækkun kemur á aðgangseyri, mun varla laða áhorfendur að, en það er þeirra mál (félaganna). Hækkunin er í sjálfu sér ekkert óeðlileg miðað við þá dýrtíð og verðbólgu sem hér ríkir, en kjarni málsins er sá, að þar sem áður voru 2—3 leikir á kvöldi er nú aðeins einn, þannig að fólkið fær mun minna fyrir peningana. Ég tel að þetta nýja fyrirkomulag sé eingöngu hagur þeirra stóru, það má sjá af áhorfendafjöldanum hjá liðum eins og Fylki og Fram, þegar fjöldinn nær varla 200. Gunnar bætir við: — En hin mikla fækkun áhorfenda var hafin áður en að nýja fyrirkomulagið leit dagsins ljós, þannig að það er ekki eina skýringin. I fyrra var íslandsmótið klippt í tvennt vegna HM í Danmörku og það eyðilagði mótið sem slíkt. Ég tel einnig, að fjölgun liða í 1. deild og of margir landsleikir hafi aðeins orðið til þess, að fólk hefur ekki úthald í að fylgjast með öllu vegna þess hve dýrt það er orðið. Fólk fer að velja úr og þá kemur af sjálfu sér, að fleiri koma til að sjá sterkari liðin leika, svo að ekki sé minnst á landsleikina (allmargir fara að- eins á landsleiki, innsk. — gg). Orsakirnar eru fleiri og flóknari heldur en hér kemur fram, en það er mín skoðun, að þetta séu mikilvæg atriði og ráði miklu, voru síðustu orð Gunnars. Ekki eðlilegt Eins og Baldur sagði, er þetta mál sem varðar alla. Það getur ekki talist eðlilegt að á sama tíma og fólkinu fjölgar á Reykjavíkur- svæðinu, fækki áhorfendum jafnt og þétt. Þeim sem hlut eiga að máli ber skylda til að gera stórátak í málinu og hér hafa komið fram úrbótahugmyndir tveggja manna sem standa málinu mjög nærri. Mætti ekki byrja á því að athuga þær? - gg. íþróttamaður í sviðsliósinu: Þorsteinn Bjarnason ÞORSTEINN Bjarnason, markvöröur hjá ÍBK og körfuboltamaöur hjá Njarðvík, er einn hinna fáu manna sem jeikiö hefur landsleiki í tveímur ípróttagreinum. Hann lék sinn fyrsta landsleik í knattspyrnu gegn Bandaríkjunum í sumar og stóö sig Þar svo vel, að á óvart kom er hann var látinn víkja fyrir Árna Stefáns- syni nokkrum dögum síöar í leikn- um gegn Póllandí. Þorsteinn lék Þó í Þeim landsleikjum sem eftir voru. Þorsteinn, sem er aöeins 21 árs aö aldri, lek sinn fyrsta landsleik í körfu á síðasta vetri gegn Norö- mönnum ytra og sama vetur bætti hann sex landsleikjum í sarpínn. Þorsteinn hefur auk Þess leikið Þrjá unglingalandsleiki í körfu og hann var eitt sinn varamaður í unglinga- landsleik í knattspyrnu gegn Færeyjum, en í stuttu spjalli sem Mbl. átti við Þorstein fyrir skömmu, víldi hann lítiö gera úr peim leik, enda kom hann ekki inn á. Þorsteinn byrjaöi aö leika knatt- spyrnu Þegar í 5. flokki og hann man ekki eftir sér öðruvísi en standandi milli stanganna. Hann hlýtur að hafa Þótt liðtækur Þá Þegar, vegna Þess aö iöulega lék hann með eldri flokkum en hann tilheyröi sjálfur og strax á fyrsta ári í 2. flokki, var hann tekinn inn í meistaraflokkshópinn sem vara- maður Þorsteins Ólafssonar. Þor- steinn Ólafsson fór síðan til náms í Svípjóð og Þorsteinn tók stööu hans. Síöan hefur Þorsteinn B. leikiö svo vel, að Þorsteinn Ól. kæmist líklega ekki í liö ef hann kæmi heim nú. Þaö er mun styttra síöan Þor- steinn lagöí körfuknattleikinn fyrir sig, eða aðeins 6 ár. Hann Þótti fljótlega efnilegur Þar sem og í fótboltanum. Staöa hans í körfunni er framvöröur. Þorsteini ætti ekki að verða skotaskuld úr Því að bæta viö landsleikjum í báöum greinum, Þ.e.a.s. haldi hann áfram að æfa báöar íbróttimar, en í viðtalinu sagði hann að Það stefndi allt í paö að hann yrði aö gera upp á milli Þeirra og á Þessu stigi taldi hann sig ekki geta sagt hvor yrði ofan á. Þaö er óhætt að segja, að sjónar- sviptir yrói af honum í hvorri greininni sem er. Komið hefur nokkuð á óvart, aö Keflavík tryggði sér sæti í UEFA-bikarkeppninni að ári, eftir að hafa byrjað af illa og verið jafnvel í fallbaráttu framan af. Þorsteinn var spurður álits á pessu: — í fyrra vorum við með geysilega ungt lið og við vildum fyrir alla muni sýna að við ættum erindi í fyrstu deild og vel Það. Það tókst og við stóðum okkur vonum framar. í vor virtist síðan sem alia baráttu vantaði, viö glopruðum niður nokkrum öruggum stigum og allt virtist komið í óefni. Þá settumst við niður og ræddum málin og útkoman varð sú, að við tókum mikinn fjörkipp og náðum í Þriöja sætið og um leið Evrópusæti. Síðustu tvö árin hefur Þorsteinn starfað sem kennari í Njarðvíkun- um, en í haust geröi hann sér nokkrar vonir um að fá inngöngu í íprottakennaraskóla íslands á Laugarvatni. Ekkert varð úr Því, og Þorsteinn hefur verið í fremstu röð í liði Njarðvíkur í körfunni sem fyrr. — 99- Porsteinn Bjarnason. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.