Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 „Einsdæmi að leggja fram fjár- lagafrumvarp án þess að kynna það fyrst stjórnarflokkunum” — sagði Matthías Bjamason við umræður á Alþingi í gær FYRSTU umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinn- ar til staðfestingar bráða- birgðalögunum var haldið áfram í neðri deild Alþing- is í gær. Albcrt Guðmundsson (S) satfðist vilja endurtaka það sem hann hefði áður sagt við umræður um þetta mál, að það bryti í bága við réttlætistilfinningu þjóðarinn- ar. Þjóðin væri hrygg og henni liði illa vegna þessara ráðstafana ríkisstjórnarinnar. Sagði Albert að atvinnuvegirnir væru að sligast undan hinum miklu álögum sem á þá væru lagðar af hinu opinbera, og væri það það einkennileg Gróður og landnýting NÝLEGA kom út þriðja lesörk Landverndar um umhverfismál, er nefnist Gróður og landnýting, eftir Ingva Þorsteinsson. Lesarkir Land- verndar eru skólaútgáfa og er ætlað að mæta þörfum þeirra fyrir aðgengilegt lesefni í umhverfis- fræðum. Hið nýja rit er 48 bls. að stærð og fjallar um íslenskan gróður, sögu hans, einkenni, lífs- skilyrði, eyðingu og nýtingu. I þessari lesörk er ítarleg heimilda- skrá, tillögur um ritgerðaefni og ábendingar um ýmis íhugunar- og umræðuefni varðandi efnið. Lesörk- in hentar efstu bekkjum grunn- skóla, framhaldsskólum og sérskól- um og ýmsum. Hún auðveldar umfjöllun um eitt stærsta umhverf- ismál á Islandi, verndun og nýtingu lifandi auðlinda landsins, þ.e. gróð- urlenda þess. Litskyggnuflokkur Landverndar Landeyðing og landgræðsla tengist efni lesarkarinnar og er eðlilegt hjálpartæki við kennsluna. í skólaútgáfu landverndar eru áður komnar lesarkirnar Lífríki fjörunn- ar og Þættir um vistfræði hafsins, og litskyggnuflokkurinn Myndun og mótun landsins. Það er skrifstofa Landverndar að Skólavörðustíg 25 í Reykjavík, sem fyrst og fremst sér um dreifingu þessa efnis og geta þeir sem áhuga hafa snúið sér til hennar. Bridgefélag Suðurnesja Danivalsmót Þriðjudaginn 17. okt. lauk hjá félaginu tvímenningskeppni, Danivalsmótinu. Þátttaka var óvenju lítil, aðeins 12 pör. Röð efstu para varð þessi: Einar—Gísli 110 Haraldur—Gunnar 68 Alfreð—GuðmUndur 61 Butler 24. okt. var haldinn eins kvölds tvímenningur með Butler-sniði. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta fyrirkomulag er notað hér, en samkvæmt því er formið með tvímenningssniði, en útreikningur eins og í sveita- keppni. Röð efstu para varð þessi: Haraldur—Gunnar 47 Jóhannes—Karl 45 Alfreð—Ingvar 44 J.G.P.-mót Næsta mót félagsins er sveitakeppni og hefst hún í kvöld þriðjudaginn 31. okt. n.k. Menn eru hvattir til að fjöl- menna og að láta skrá sig sem fyrst. Spilað er í Stapa. Brldge Umsjónj ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Kópavogs S.l. fimmtudag var spiluð 2. umferð í hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs. Besta árangri kvöldsins náðu þessari sveitir: Stig: Vilhjálmur Vilhjálmss. 662 Sigríður Rögnvaldsd. 640 Armann J. Lárusson 604 Böðvar Magnússon 603 Eftir 2 umferðir er röð efstu sveita þessi: Stig: Armann J. Láruss. 1314 Vilhjálmur Vilhjálmss. 1216 Sigurður Sigurjónss. 1203 3. umferð-Verður spiluð næsta fimmtudag kl. 8.00 stundvíslega að Hamraborg 11. Matthías Bjarnason ráðstöfun að gera allt til að koma atvinnufyrirtækjum á kné, á sama tíma og rætt væri um nauðsyn þess að tryggja atvinnuástandið. Sagði Albert það vera sorglega staðreynd að það væri Alþýðu- bandalagið sem mestu réði, þrátt fyrir það að lýðræöisflokkarnir hefðu samanlagt fengið kjörna 46 þingmenn af 60 á móti 14 þing- mönnum Alþýðubandalagsins. Jóhanna Sigurðardóttir (A) sagði, að réttlæta mætti þá aðferð sem farin hefði verin í skatt- heimtu með hinu alvarlega ástandi sem við blasti. Þó væri of langt gengið í skattlagningu á ekkjur, ellilífeyrisþega og öryrkja, og flutti hún breytingatillögu við frumvarp ríkisstjórnarinnar sem hnígur í þá átt að draga úr áhrifum hinna nýju laga á þessa hópa. Þrátt fyrir að réttlæta mætti skattlagninguna frá því í haust, þá sagði Jóhanna að ekki kæmi til greina að sínu áliti að Alþýðu- flokkurinn samþykkti frekari tekjuskattsinnheimtu í framhalds- efnahagsaðgerðum. Þess í stað ætti að stefna að afnámi tekju- skatts á almennar launatekjur þegar á þessu þingi. Finnur Torfi Stcfánsson (A) sagði, að aðgerðir ríkisstjórnar- innar hefðu þegar náð tilætluðum árangri: Staða atvinnuveganna hefði verið tryggð, tryggður hefði verið friður á vinnumarkaðnum og verðbólgunni hefði verið haldið niðri. Hins vegar ríkti óvissa um framhaldið, og sýna þyrfti mikla aðhaldssemi við gerð fjárlaga. Kvaðst þingmaðurihn treysta. á stuðning þingmanna Sjálfstæðis- flokksins í því að sýna aðhald og að reyna að draga úr ríkisútgjöld- um. Matthías Bjarnason (S) sagði, að breytingartillaga Jóhönnu Sig- urðardóttur breytti ákaflega litlu, hún kæmi ákaflega fáum til góða. Þá ræddi Matthías um fjárlaga- frumvarpið, og spurði hvað liði frumvarpinu, hvers vegna það það hefði ekki verið lagt fram í gær eins og lofað hefði verið. „Það bólar ekkert á fjárlagafrum- varpinu," sagði Matthías, „Það bólar ekki einu sinni á fjármála- ráðherranum, hann sást þó í síðustu viku.“ Sagði þingmaðurinn það einsdæmi að fjárlagafrumvarp væri lagt fram án þess að búið væri að kynna það stjórnarflokk- unum og tryggja stuðning þeirra við það í megin dráttum. Nú væri frumvarpið hins vegar sett í prentun áður en samstarfsflokk- arnir í ríkisstjórninni hefðu litið það augum. Að lokinni ræðu Matthíasar var samþykkt með 29 samhljóða at- kvæðum að vísa frumvarpinu til annarrar umræðu og fjárhags- og viðskiptanefndar. AIÞIÍIGI Ekki f rekari tek juskatt á almennar launatek jur urinn geti undir engum kringumstæðum í áfram- haldandi efnahagsaðgerð- um staðið að auknum tekjuskatti á launatekjur, heldur eigi hann hiklaust á þessu þingi að stefna að afnámi hans nema ef vera skyldi á allra hæstu tekj- ur,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir, einn þingmanna Alþýðuflokksins á Alþingi, í gær er bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar voru til umræðu. Jóhanna sagði einnig, að augljóst væri að sú skattheimtuleið, sem valin var, næði alls.ekki til allra þeirra, sem ná hefði þurft til, og sloppið hafa vegna „hripleks skattakerfis“. Hins vegar yrði að hafa í huga, að sá tími sem til stefnu var hefði verið allt of skammur, mun lengri tíma þyrfti til að gagngerar breytingar yrðu á skattakerfinu og skattaeftirlitinu. Þá bar Jóhanna fram breytinga- tillögu við frumvarp ríkisstjórnar- innar til staðfestingar bráða- birgðalögunum, þar sem gert er ráð fyrir því, að ekkjur, ellilífeyr- isþegar og örorkulífeyrisþegar, sem litlar tekjur hafi aðrar en almannatryggingabætur, þurfi ekki að bera neinn eignaskatts- auka. Hilmar Rósmundsson tekur sæti á Alþingi — segir Jóhanna Sigurðardóttir,. þingmaður Alþýðuflokksins „ÉG TEL að Alþýðuflokk- Jóhanna Sigurðardóttir HILMAR Rósmundsson, skip- stjóri. tók í gær sæti á Alþingi í fjarveru Jóns Helgasonar, sem er erlendis í opinberum erindagjörð- um. Hilmar skipaði þriðja sætið á framboðslista Framsóknarflokks- ins í Suðurlandskjördæmi við alþingiskosningarnar í vor. Hann hefur ekki áður átt sæti á Alþingi. Þá tók í gær sæti á Alþingi Soffía Guðmundsdóttir, tónlistar- kennari á Akureyri, í fjarveru Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðar- ráðherra, en hann er nú erlendis í opinberum erindagjörðum. Soffía hefur áður setið á Alþingi sem varamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.