Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTOBER 1978 37 um að bráð. Aldir eru liðnar síðan þetta land, sem áður var gróður- sælt og blómstrandi, varð nakið og bert á stórum svæðum. Skógarnir þekja aðeins tæplega 5% af flatarmáli þess, sem er 131.944 krrr. íbúatala 8.970.000. Sökum uppblásturs er gróðurmoldarlagið naumast annað en þunn skán. Aðeins tæp 20% jarðvegsins eru nothæf til gjörræktar ávaxta. „Ef græða á landið upp,“ segir Hásler, „mun það verða verk margra kynslóða." Ástandið í nálega öllum miðjarðarhafslöndum er í aðalat- riðum sízt betra en í Grikklandi og á Spáni. Rómarríki þarfnaðist ógrynnis timburs til skipasmíða og annarra hernaðarþarfa, og hlífði hvergi löndum sínum umhverfis Mare Romanum. Egyptaland. Egyptar höfðu stofnað heimsveldi sitt áður en Grikkir komu tii skjalanna. Nú munu aðeins um 35.000 km2 af 1.001.499 km2 flatarmáli landsins vera ræktunarhæfir, og það byggja 36.350.000 manns. í nýrækt munu nú ekki vera yfir 5—7.000 km2. Hvort vonir þær, sem bundn- ar eru við Assuanstífluna rætast, er enn óvíst. Tveggjafljóta-landið. í allar áttir út frá neðri hlutum stórfljót- anna Tígris og Efrat, þar sem Súmerrar bjuggu á 4. og 3. árþúsundi f. Kr., þaðan sem Abraham lagði land undir fót frá Ur, þar sem Babylon og Assyría lögðu grundvöll að merkri heims- menningu, teygja sig nú sífellt stækkandi steppur og eyðimerkur. Rányrkja og uppblástur virðast óstöðvandi. Sahara. Margt þykir benda til þess, að stærsta eyðimörk heims, hin rösklega 8.000.000 km2 víð- feðma Sahara, hafi að talsverðu leyti að minnsta kosti verið frjósamt og byggt land; fyrir þúsundum ára að vísu. Nú færir hún veldi sitt út daglega. Gobi. í kringum árið 300 f. Kr. var risaflæmi Mið-Asíu, þar sem Gobí-eyðimörkin þenur sig nú yfir 2.000.000 knr sævði, að miklu leyti þéttbýlt og gróðursælt land. Upp- greftir þar um slóðir þykja ótvírætt benda til þess, og eru vatnsveitu- og áveitukerfi nefnd til styrktar þeirri skoðun, að svo hafi verið fyrir um 2.500 árum. Evrópa. Meginland Evrópu var í fyrndinni þakið skógi allt að 90%; nú er 25% meginlands hennar þakið skógi. Mexiko og Peru. Einnig Mexiko, þar sem 'Aztekar byggðu upp merkilegt menningaríki, og enn- fremur Peru, þar sem Inkar sköpuðu ekki ómerkari menningu, eru nú sem óðast að blása upp og breytast í eyðimerkur á víðáttu- miklum svæðum. Jöfnun heldur áfram Og enn er brennt, rutt, höggvið og sagað. „Kjarabaráttan“, peningahyggjan ryður brautina án afláts niður á jafnsléttu sósíalism- ans. Allir, sem einhvern tíma hafa tekið trúna á framfarir í anda „velferðar", heimta stöðugt meiri „framfarir", þeim mun meiri og örari því einfeldingslegri sem þeir eru. Af og frá er, að þeir veiti því minnstu athygli, að skrumsmurð- ar lífsgæðakröfur gera allar þjóð- félagsumbætur, sem hæfustu ein- staklingar lífs og liðinna kynslóða hafa upphugsað og þvingað fram, verði að engu í slíkri hringiðu. Ýmsir hafa látið sér detta í hug, að snúið verði við, þegar menn hafi rekið sig á. Því miður sýnist fátt benda til að svo giftusamlega vilji til í bráð, og víst er um það, að sá árekstur yrði dýr. „Framfara"- og „velferðar“-vél- in er orðin sjálfstæð, hún hefir slitið sig undan ’stjórn skynsem- innar, gengur fyrir sjálfsafli og maðurinn hefir enga hugmynd um, hvar, hvenær eða hvernig hruna- dansinum muni ljúka. Bændur og bændasamtök Til þess að fá góða ull af íslensku fé þarf að laða fram eiginleika hennar með ræktun, þá hlýtur allur aðbúnaður sauðfjár og umhirða að þurfa að vera í góðu lagi og vanda verður meðferð ullarinnar eftir rúning. Bændur hljóta sjálfir að verða að ganga ríkt eftir þvi, að sanngjarnt mat sé lagt á ullina og fylgjast náið með út frá hvaða sjónarmiðum ullin er metin. Verð ullar verður að tengjast gæðum. Bændur mega ekki sætta sig við að ullarverk- smiðjur greiði hirðuleysingjum og snýrtimönnum í ullarræktun sama jafnaðarverð. Bændur verða sjálf- ir að hnekkja þeirri fullyrðingu verksmiðjustjóra að „aðeins lítill hluti íslensku ullarinnar sé í þeim gæðaflokki að hægt sé að búa til úr henni gæðavöru“ (sbr. Þjóðviljann 7. apríl ‘78). Stjórnendur og starfsfólk í ullarverksmiðjum Það er viðurkennd staðreynd að í nokkur ár hefur erlend ull verið blönduð íslenskri og seld sem hrein íslensk ulL Önnur staðreynd er að band og lopi úr slíkri blöndu hefur annað útlit og eiginleika en sama vara úr hreinni íslenskri ull. Undirrituð félög telja vinsældir íslenskrar ullarframleiðslu eiga kröfu að íslenska ullin verði nýtt sem sérstakt hráefni í vandaða vöru og að slík vara sé rétt merkt frá ullarverksmiðjunum. Útflutningsaöilar Á nokkrum árum hefur vará ur íslenskri ull aflað sér mjög auk- inna vinsælda á erlendum vett- vangi, það er sannfæring undir- ritaðra að vinsældirnar megi rekja til einstæðra eiginleika og sér- stkra náttúrulita íslensku ullar- innar og að þessi markaður verði best tryggður með því að leggja megináherslu á þessi séreinkenni. Við teljum því að útflutningsaðil- um beri að leggja áherslu á útflutning á vöru úr hreinni íslenskri ull, stuðla með því að unnið verði úr allri íslenskri ull innanlands og að íslensk uil komist í hærri verðflokk á heims- mælikvarða. Undirrituð telja viðsjárverða þá stefnu að flytja úr landi band og lopa til úrvinnslu erlendis í stórum stíl. Albingismenn — stjórnvöld Islenskur ullariðnaður á sér langa sögu. Á seinni árum hefur hann beinst inn á nýjar brautir og margur hefur séð glitta í gull í íslenskri ull og viljað hremma í skyndi. Við undirrituð förum fram á það við stjórnvöld að þau fylgist náið með framvindu mála í ullariðnaðinum og geri nauðsyn- legar ráðstafanir svo hvorki ótímabær útflutningur á óunnu eða hálfunni hráefni valdi skorti á hráefni til innelndra f.vrirtækja og einstaklinga né að önnur skamm- tímagróðasjónarmið geti spillt því sem áunnist hefur. Við teijum mjög tímabært að sett verði reglugerð um merkingu vara úr íslenskri ull og að jafnframt verði gerðar ráðstafanir til að vernda íslensk vörumerki og sérkenni íslensrkar vöru á erlend- um vettvangi. Loks tcljum við hrýnt að Alþingi leggi fram íé til rann- sókna á eiginleikum og hadni íslenskrar ullar með fjiilhreyttri framleiðslu og aukin viiruga-ði að markmiði. Við viljum eindregið hvetja þá hópa, sem við höfum hér sérstak- lega beint orðum okkar að, til að bregða skjótt við og taka þessi mál til alvarlegrar íhugunar, áður en það er um seinan. Að heiðarlega og skynsamlega sé að þessum málum staðið, varðar bæði sæmd og hagsmuni lands og þjóðar. Virðingarfyllst, Heimilisiðnaðarfélag Islands Gerður Hjörleifsdóttir Handprjónasamband Islands Margrét Gunnarsdóttir Félag. ísl. vefnaðarkennara Sigriður Halldórsdóttir Handavinnukennarafélag Islands Elísabet Magnúsdóttir Textílfélagið Sigurlaug Jóhannesdóttir Tóvinnu starfshópur Áslaug Sverrisdóttir. íslenska ullin á sér jafnlanga sögu og landsmenn. Landsnáms- rnenn fluttu sauðfé ásamt óðru góssi sínu er flytja mátti á skipum þá þegar landið byggðist. í sam- einingu aðlagaðist fólk og fé ókunnu harðbýlu landi, fékk af því svijj og séreinkenni. íslenska ullin hefur verið unnin í landinu í 1100 ár, séreinkenni hennar eru vel þekkt öllum þeim sem hafa haft hana milli handana og unnið úr henni á margvíslegan og nytsaman hátt: — Langt, sterkt og gljáandi tog, mjúkt og fjaður- magnað þel. Munir unnir úr úslenskri ull sýna þessi einkenni vel. Fatnaður, ábreiður, áklæðu, og rekkjuvoðir, segl, sekkir, reipi, taumar og gjarðir. Á Þjms. má sjá breiður og áklæði sem eftir margra ára notkun og aldalanga geymslu sýna enn gljáa togsins, mýkt þelsins og nærri hvergi sést brostinn þráður. Áður fyrr fóru allir þættir ullarframleiðslu og úrvinnslu fram á heimilunum. Tengslin milli ræktunar og úrvinnslu voru þann- gi sjálfsögð og eðlileg og menn þekktu vel ullina og hina marg- breytilegu möguleika hennar og jafnframt var ljóst nauðsyn þess að búa, eins vel og kostur var á, að sauðkindinni og hirða ullina vel. Breyttir atvinnuhættir og verka- skifting í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að sambandið hefur rofnað milli þeirra sem rækta ullina og hinna sem sjá um hina margvís- legu úrvinnslu. Meðferð ullarinnar á öllum stigum ræktunar og vinnslu mótast nú öðru fremur af skammtíma sjónarmiðum, þar sem hver og einn meðhöndlar ullina eins og honum sýnist þægilegast. Bóndinn hefur til skamms tíma fengið óviðunandi verð fyrir ullina og ekki séð sér hag í því að leggja sérstaka alúð við ræktun og hriðingu hennar. Verksmiðjurnar sjá sér hins vegar hag í þvi að drýgja íslenska ull með erlendri og gervilita ullina í svokallaða sauðaliti í þeim tilangi að auðvelda sér vinnslu og auka sölu. Því virðist svo sem enginn framleiðandi sjái sér lengur hag í því að laða fram eiginleika íslensku ullarinnar og gera úr henni sérstaka vöru né standa vörð um þá handverkshefð, sem tengd er þessri merkilegu auðlind. Undirrituð samtök vilja með þessu bréfi beina orðum sínum til allra þeirra sem áhuga hafa og áhrifum geta beitt, til þess að endurskoðuð verði sú stefna sem nú ríkir í meðferð og úrvinnslu á íslenskri ull. Jafnframt hvetjum við sömu aðila til að beita sér gegn þeim hættulegu verslunarháttum sem felast í sölu á erlendri ullarblöndu sem íslenskri ull, litaðri ull sem ull í sauðalitum og síðast en ekki síst útflutningi á íslensku bandi og lopa til úr- vinnslu erlendis. Það hlýtur að liggja í augum uppi að slíkur útflutningur jafngildir dauðadómi fyrir ullariðnaði þeim sem á síðari árum hefur verið stofnað til víða uni landið. Til þess að fá einhverju áorkað í þessu efni verða þeir aðilar sem hlut eiga að máli að vinna saman af einhug að því að finna heiðar- lega og heillavænlega lausn. Með tilliti til þess leyfum við okkur að benda eftirtöldum aðilum á þau atriði sem við teljum að taka beri til athugunar: rót sína að rekja til séreinkenna íslenskrar ullar og að verksmiðj- um beri að leggja aukna áherslu og alúð við að draga þau fram og hagnýta í stað þess að eyða þeim og gera um leið erlendum aðilum auðveldara um vik við eftiröpun. Það er skýlaus krafa undirritaðra til ullarverksmiðja að öll lopa- og bandframleiðsla sé greinilega merkt, svo ekki fari milli mála, hvort um hreina íslenska ull og sauðaliti er að ræða eða ekki. Þá viljum við hvetja ullarverk- smiðjurnar til að auka fjölbreytni í framleiðslu á íslensku bandi fyrir hand- og listiðnað. Stjórnendur og starfsfólk á saumastofum, prjónastofum og vefstofum Á fjölmörgum vinnustofum um land allt er framleiddur fatnaður til útflutnings úr bandi frá íslenskum ullarverksmiðjum. Það hlýtur vera hagur starfsfólks sem við þessar vinnustofur vinnur að fylgjast með því að framleiðslan sé svo vönduð sem kostur er og að frágangur, áferð og hönnun svari kröfum tísku og tíðaranda hverju sinni, að efnið sem unnið er úr sé vel nýtt, að varan sé rétt merkt. Það er án nokkurs vafa afar nauðsynlegt að fá framsýna og færa fatahönnuði til starfa við þessar vinnustofur. Hand-og listíðafólk Þó list- og heimilisiðnaður sé ekki stundaður nú að sama skapi og með jafnmikilli fjölbreytni og fyrr á öldum, þá eru enn býsna margir og raunar vaxandi fjöldi sem fæst við slíkt og gegnir íslenska ullin í því tilliti stóru hlutverki sem hráefni, enda engir sem þekkja betur eiginleika íslenskrar ullar en þeir sem vinna úr henni í höndum. Handprjónara, vefara, og aðra sem vinna úr íslenskri ull hvetjum við eindregið tii að standa einhuga að þeirri Áhersla á hreina íslenska ull

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.