Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 39 Minning: Bernódus Benedikts- son, stýrimaður Fæddur 12. aprfl 1909. Dáinn 24. október 1978. Hann lézt í Landakotsspítala hinn 24. þessa mánaðar tæplega sjötugur að aldri eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Benni Ben, en svo nefndum við kunningjarnir hann oftast, fædd- ist og ólst upp í Bolungarvík yngstur tíu systkina. Hann var sonur hjónanna Sigríöar Helga- dóttur og Benedikts Halldórssonar sjómanns. Benedikt fórst í fiski- róðri þegar Benni var rúmlega ársgamall. Þá var fatæktarbasl hjá flestum við Djúp og lífsbarátt- an hörð, þannig að unglingar byrjuðu, hvort kynið sem var, strax og þau fóru að standa í fæturna að vinna og afla fanga til heimilis foreldra sinna. Benni var einn af þeim, harðduglegur og vinnugefinn. Það voru alveg ótrú- leg vinnuafköst sem fengust frá unglingum í svona sjávarplássi við línubeitingu, fiskbreiðslu o.s.frv., og þar ríkti vinnugleði. Benni þótti snemma bæði hörkuduglegur og handlaginn. í flota Bolvíkinga voru bátarnir 2—4 smálestir, en sem betur fór flestir þilfarsbátar, og formennirnir afbragðs skip- stjórnarmenn. Benni byrjaði sjó- mennsku á þessum litlu fleytum og stundaði þá atvinnu árum saman. Ég held að hann hafi verið eina vertíð hjá einum bræðra sinna á stóru bátunum, tæplega 30 lesta, mjög eftirsótt skipsrúm, en þannig hittist á að þrír af bræðrum Benna voru skipstjórar á þessum fögru fleytum, þeir Guðmundur (fórst með m/s Rask), Helgi og Halldór. Það mun vera einsdæmi í sögunni. Sautján ára gamall fékk hann skipsrúm hjá hinum þjóðkunna aflamanni Kristjáni Kristjánssyni frá Bolungavík, og var hjá honum í meira en tvo áratugi, lengst af á b/v Andra, síðar b/v Viðey. Hinu meira stýrimannaprófi lauk hann 1936, og var stýrimaður eða skipstjóri eftir það. 1956 söðlaði hann um að réðst til Ríkisskips, og var stýrimaður á m/s Herðubreið þar til skipið var selt úr landi um 1970. Þá fer hann á Árna Friðriks- son í 2—3 ár. Síðustu árin starfaði hann í landi hjá Hafrannsóknastofnun og sá um alla aðdrætti, veiðarfæraút- Amnað o.fl. í sambandi við skip þeirrar stofnunar. Hann var sér- stakt snyrtimenni, og bar alla tíð hag útgerðar sinnar mjög fyrir brjósti. Fyrir 3—4 árum kenndi hann sér þess sjúkdóms, sem síðar varð hans banamein, var þá í sjúkra- húsi öðru hverju og í vinnunni þess á milli, því að hann var alla tíð harður við sjálfan sig. Mesti happa- og hamingjudagur í lífi Bernódusar var efalaust þegar hann kvæntist Maríu Elísa- betu Sigurbjörnsdóttur (Ellu Maju), dóttur Margrétar Þórðar- dóttur og Sigurbjörns Sigurðsson- ar, sem voru vel þekktir borgarar í Reykjavík. Þau giftu sig 4.2. 1935, og hafa lifað í gifturíku hjóna- bandi alla tíð. Þau eignuðust sjö börn, og eru 5 þeirra á lífi; mestu myndarbörn, öll gift góðum mök- um og hafa komizt vel áfram í lífinu og farnazt vel. Barnabörnin, augasteinar afa og ömmu, eru orðin 18. Ég vil að síðustu þakka þeim hjónum fyrir margar ánægju- stundir, sem við hjónin áttum á þeirra heimili að Lönguhlíð 23, en þar hafa þau búið í eigin íbúð í 30 ár. Það fylgdi þeim heimsóknum mikil ánægja. Frúin alltaf kát og glöð, bóndinn orðheppinn, glögg- skyggn á broslegu hliðar lífsins og skemmtilegur í viðraeðum. Við fórum alltaf kát og hress út af því heimili. Ég samhryggist innilega ekkj- unni, börnum þeirra, svo og systkinum hans, en þau eru tvö ofan moldar og öðrum aðstandend- um. Ásgeir M. Ásgeirsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Teljið þér. að foreldrar ættu að veita börnum sínum líkamlega refsingu. ef þau gera eitthvað rangt? Já, ef það er gert í kærleika. Aldrei, ef það er gert í reiði. Biblían kennir skýrt, að líkamleg hirting, sem beitt er af kærleiksríkri umhyggju fyrir barninu, sé ekki aðeins réttmæt, heldur barninu til góðs. Tökum dæmi: „Sá, sem s'parar vöndinn, hatar son sinn, en sá, sem elskar hann, agar hann snemma" (Orðskv. 13, 24). Annað orð í Biblíunni um þetta hljóðar svo: „Vöndur og umvöndun veita speki, en agalaus sveinn gjörir móður sinni skömm. — Aga þú son þinn, þá mun hann láta þig hafa ró og veita unað sálu þinni“ (Orð skv. 29, 15, 17). Hins vegar getur of harður agi valdið miklu tjóni. Þess vegna þörfnumst við anda Guðs í hjörtu okkar, þegar við tyftum börn okkar, svo að við gerum það með réttum huga og réttum hætti. Við heyrum heilmikið um afbrot æskumanna nú á dögum. Það er eitt mesta vandamálið í landi okkar. Við hljótum að gera okkur ljóst, að ástandið væri annað, ef börnum væri kennt á unga aldri, hvað hlýðni er og réttur og virðing og þau væru öguð. Biblían segir enn fremur: „Ef fíflska situr föst í hjarta sveinsins, þá mun vöndur agans koma henni burt þaðan“ (Orð skv. 22, 15). •TOYOTA Heimspekideild T oyota Carina Station 4ra dyra Bíllinn sem þýzkir bílagagnrýnendur sögöu aö væri svo frábær aö til þess aö finna sömu gæöi væri komiö í 6—7 millj. kr. verðflokk. Carina er bíll af réttri stærö fyrir fjölskylduna. Carina er frá Toyota, þaö tryggir gæðin. Sparið kr. 500.000.- nokkrum bílum óráöstafaö. •TOYOTA” NÝBÝLAVEGI 8. - KÓPAVOGI SÍMI44144 Háskólans: Fyrirlestur um málrækt og málvernd BERTIL Molde, prófessor í Stokkhólmi, flytur opinberan fyrirlestur um málrækt og málvernd, fimmtudaginn 2. nóvember í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands. Fyrirlesturinn verður fltt- ur á sænsku og nefnist „Sprákplanering och sprákvárd t Sverige". Fyrir- lesturinn verður haldinn í stofu 310 í Árnagarði og hefst klukkan 17.15. Öllum er heimill aðgangur. Toyota Corolla mest seldi bíll í heiminum síöastliöin 3 ár. Hvers vegna? Corolla er Toyota. Corolla er traustur bíll. Corolla er sparneytinn bíll, ók 101 km á 5 I í sparaksturskeppni. Corolla er rúmgóöur bíll. Corolla er einn besti endursölubíllinn. Sparið kr. 350.000.- nokkrum bílum óráöstafaö Söludeild — Varahlutir — Viðgerðarpjónusta allt á einum stað V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.