Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KI. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI heldur ekki fengiö af sér að leggja á vogarskál þeirra sem boða „frelsi" mannsins til að gera það sem honum sýnist að því er virðist jafnvel án ábyrgðar á sér og náunganum. Þess vegna sátum við heima. Ég harma að Verðandi skyldi sigra í kosningunum, en Vaka átti bara ekki betra skilið. Með von um að í næstu kosningum í H.í. verði í framboði afl, er virðir lýðræðið í verki, bæði frelsið og ábyrgðina. Ef svo verður mætum við lýðræð- issinnar er heima sátum nú. Lýðræðissinnaður H.í. nemi.“ • Heilluð af íslandi „Grátklökkur“ skrifari „Viltu ekki í þetta eina skipti brjóta odd af oflæti þínu og birta fyrir mig nafn og heimilisfang fimmtán ára ítalskrar stúlku, sem hafði samband við mig og langar að eignast tvo pennavini íslenska fremur en einn. Eins og segir í bréfi 'hennar, sem hún skrifar á ensku: „I’m sure I’ll love and respect Iceland more when I have two correspondents there.“ Telpan segist heilluð af Islandi og vita heilmikið um það, enda hafi hún lært um það í skólanum. Þar leggur hún auk þess stund á fjögur tungumál: ensku, frönsku, þýsku og spænsku! Hún segist enda ætla að verða „ráðstefnutúlkur" og vinna ef til vill í Bandaríkjunum þar sem hún eigi ættingja. Nafn þessarar rösku stúlku er: Luigina Rotundo. Og heimilisfangið er: Via Canton Vesco n. 9 10015 Ivrea (Torino) Italia. Ég er viss um að enginn verður svikinn sem byrjar að skrifast á við Luiginu litlu." Þessir hringdu . . . • Að flytjast milli landa Ferðamaður, sem segist hugs- anlega vilja flytja um nokkurra ára skeið til útlanda vildi gera nokkuð að umtalsefni þær reglur er gilda um eignayfirfærslu frá íslandi til útlanda: — Þeir sem einhvern tíma hafa reynt að færa eigur sínar eða hluta þeirra til útlanda, svo sem verð- mæti fasteigna eða einhverra álíka upphæða hafa rekið sig á hversu erfitt það getur verið, en oft þurfa menn að gera það t.d. vegna bústaðaskipta. Mér hefur dottið í hug að flytjast til útlanda um tíma a.m.k., en eitt af því sem kann að standa í vegi fyrir því er að ekki er hægt að fá gjaldeyrisyf- irfærslu nema fyrir litlum hluta þeirra fjármuna sem nauðsynlegir eru til að koma undir sig fótunum á erlendri grund. Þær reglur sem nú er farið eftir segja eitthvað á þá leið að flytja megi sæmilega upphæð fyrst, en síðan nokkur hundruð þúsund árlega upp frá því, þannig að það tekur mann sem á meðalstóra íbúð mörg ár að flytja allt söluandvirði SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Jurmala í Sovétríkjunum í ár kom þessj staða upp í skák alþjóðlegu meistaranna Ermenkovs, Búlgaríu, sem hafði hvítt og átti leik, og Sahovics, Júgóslavíu. 26. Bxg6! (En ekki 26. Hxf6 — Dxd3) fxg6, 27.1)xg6+ - Kh8. 28. Rh5! og svartur gafst upp. Sovézki stórmeistarinn David Bronstein, fyrrum áskorandi Botvinniks um heimsmeistarátitilinn, sigraði á mótinu hiaut 10 v. af 15 möguleg- um. Næstir komu landi hans Gufeld og a-þýzki stórmeistarinn Knaak með 9 v. Taimanov varð fjórði með 8'/2 v. hennar til útlanda. Á meðan rýrna peningarnir í hinni íslenzku verð- bólgu, nema hugkvæmni geti fundið þeim verðtryggða geymslu. Og til þess þarf líka sá sem flytur út að eiga vísan fjárhaldsmann á Fróni. Þess vegna langar mig tit að fá umræðu um það hvað mönnum finnst um þessar reglur, á að leyfa mönnum að flytja á einu bretti nokkrar milljónir út úr landinu eða er þessum málum bezt fyrir- komið með núverandi skipan? Eru gjaldeyrisreglur okkar almennt talað nógu frjálslegar eða getum við bara ekki haft þær öðruvísi? Eru reglurnar nógu breytilegar, þ.e. stundum verða ýmsar breyt- ingar á, sem geta gert nauðsynlegt að breyta gjaldeyrisreglum? Þetta væri fróðlegt að heyra og sjá menn ræða um, en að lokum skal það þó þakkað sem vel var gert, að hækka gjaldeyri til ferðamanna þótt deila megi um 10% álagninguna á hann. HÖGNI HREKKVÍSI Tö/LSkOÐUN HEFUZÐU bETm TOU-5KYI-T ?!" Snyrtistofan Gyðjan Andlitsböö — Handsnyrting Fótsnyrting — Litanir Vaxmeöferö Glæsibæ Sími 53044. Lærið vélritun Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 2. nóvember. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13. VálritunarskQlinn Suöurlandsbraut 20 Nýkomnir áteiknaöir jóladúkar, tvistsaumsmyndir og klukkustrengir í úrvali. HANNYRÐAVERSLUNIN ÓÐINSGÖTU 1 SÍMI 13130 frompton Porkinson VONDUÐ VARA HAGSTÆTT VERÐ VALD. POULSEN' SUÐURLANDSBRAUTlú SÍMAR: 38520-31142 Enskir rafmótorar einfasa 0.33—3 HÖ þrífasa 0.5—25 HÖ Gírmótorar 0.5—7.5 HÖ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.