Morgunblaðið - 01.11.1978, Page 1

Morgunblaðið - 01.11.1978, Page 1
32 SÍÐUR 249. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fjárlagafrumvarpið lagt fram: Tekjuskattar hækka - Milljarða fjárvöntun FJÁRLAGAFRUMVÁRPIÐ fyrir árið 1979 var la>?t fram á Alþingi í gær. IleildarútKjöld ríkissjóðs skv. frumvarpinu nema rúmlega 198 milljörðum króna en heildartekjur um 206 milljörðum. Á blaðamannafundi. sem Tómas Árnason fjármálaráðherra efndi til í gær lýsti hann því yfir. að þingflokkur Alþýðubandala>ísins hefði samþykkt að standa að því að legga frumvarpið fram. en Geir Gunnarsson sagði í viðtali við Morgunblaðið að þingflokkurinn hefði ekki samþykkt eitt eða neitt. Fjármálaráðherra vitnaði einnÍK til þess að formaður Alþýðuflokksins hefði lýst frumvarpinu sem stjórnarfrumvarpi en formaður þinsflokks Alþýðuflokksins sagði í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. að Alþýðuflokkur væri andvígur tveimur mejfinatriðum frumvarpsins. (Sjá nánar um þennan ágreininsí stjórnarflokkanna á baksíðu og miðsíðu). Helztu atriði, sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu eru þessi: • Gert er ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs á næsta ári af inn- heimtum tekjuskatti verði rúm- lega 70'7, hærri en á yfirstand- andi ári, aukizt úr 20.2 milljörð- um í 35.2 milljarða. Hlutdeild beinna skatta í heildartekjum ríkissjóðs eykst úr 18.2% á þessu ári í 22.1% á næsta ári skv. þessu frumvarpi. • 3.5 milljarða gat er í fjárlaga- frumvarpinu vegna þess, að ríkisstjórnin hefur ekki ákveðið, hvort hún framlengir tekju- skattsaukann og eignaskatts- aukann eða hvort hún aflar þeirra tekna með öðrum hætti en því er lýst yfir að ný tekjuöflun verði „ígildi fram- lengingar skattaákvæða bráða- birgðalaganna". t 2.8 milljarða gat er í frumvarp- inu vegna þess, að áætluð framlög til niðurgreiðslna nema um 18 milljörðum en þurfa að nema rúmlega 20 milljörðum til þess að standa undir fyrirheit- um ríkisstjórnar um auknar niðurgreiðslur 1. desember n.k. I Skattbyrði einstaklinga er 3 milljörðum meiri en ella þar sem skattvísitalan er ákveðin skv. frumvarpinu 143 miðað við 100 á yfirstandandi ári og miðuð við framfærsluvísitölu en ætti að vera 151 ef hún fylgdi launahækkun. Beint framlag úr ríkissjóði til vegamála er fellt niður. Það nemur í ár rúmlega 1300 milljónum króna og heföi því átt að nema um 1800 milljónum á næsta ári miðað við breyting- ar á verðgildi krónunnar. Framlög til verklegra fram- kvæmda minnka verulega. Sjá nánar um fjárlaga- frumvarpið á bls. 18. Við- töl á bls. 17. VantraiiststiUaga á stióm Irans felld Teheran, 31. október — AP Reuter STJÓRN JAAFAR Sharif Em- ami. forsætisráðherra írans. hélt velli í þinginu í dag. þegar greitt Nær dauða en lífi í far- angri þotu London, 31. októbcr, Kcutcr. UNGUR Bandartkjamaður fannst nærri dauða en lífi í farangursgeymslu Jumbóþotu breska flugfélagsins British Airways, er hún lenti í London í dag cftir að hafa flogið alla leið frá Detroit í Bandaríkjunum. Bandaríkjamaðurinn, sem heit- ir Thomas Brady, fannst innan um farangur með regnfrakka einan til skjóls, en kuldinn í slíkum farangursgeymslum getur verið gífurlegur. Er hleðslumenn flugfélagsins fundu hann í dag, þjáðist hann mjög af svokallaðri „háfjalla- veiki“, en það er mjög alvarlegur sjúkdómur sem fjallgöngumenn fá stundum þegar þeir klífa mjög há fjöll. Einnig hafði hinn lági þrýstingur haft mjög slæm áhrif á Brady, en í farangursgeymslu slíkra véla er enginn búnaður til að halda þrýstingi óbreyttum. Brady mun að sögn lækna ná sér að fullu eftir ævintýrið og verður fluttur til Detroit á morgun með áætlunarflugvél British Airways. var atkva'ði um vantraust á hana, í kjölfar hinna miklu hræringa í landinu að undanförnu. Munur- inn í atkvæðagreiðslunni var þó mun minni en í þeim tveimur atkvæðagreiðslum sem fram hafa farið að undanförnu. Það hefur valdið stjórn landsins gífurlegum áhyggjum að um 37 þúsund verkamenn hjá bensín- framleiðslufyrirtæki stjórnarinn- ar eru í verkfalli og tap ríkisins þess vegna er í kringum 20 milljarðar íslenzkra króna á dag, en fluttar eru út um 5 milljónir tunna af bensíni daglega. Skálmöldin hélt og áfram í þorpum og bæjum víöa um landið og eitt dagblaða landsins segir m.a. frá því að þingmaður einn hafi farið fyrir 2000 manna liði sem réðst gegn andstæðingum keisarans í nágrenni Teheran og hafi a.m.k. 65 manns látið lífið í þeim átökum. Svipaða sögu mun Dollar enn á niðurleið London. Tokyo, 31. októbcr. AP. Rcutcr. STAÐA dollars versnaði cnn á gjaldeyrismörkuðum víða um heim í dag. Gagnvart japanska jcninu komst hann í enn citt lágmarkið frá stríðslokum. eða 175.70 jen hver dollar. en áður hafði hann lægst komist í 176.50 jen. Við opnun gjaldeyrismarkaðar í Zurich í morgun komst dollar þar í metlægð, eða 1.4650 frankar fyrir hvern dollar. vera að segja úr öðrum héruðum landsins, þar sem allt logar í bardögum. Á fundi með fréttamönnum í Washington í dag lýsti blaðafull- trúi Carters Bandaríkjaforseta því yfir að Carter og Bandaríkjastjórn styddu aðgerðir keisarans heils- hugar, og vonuðust til þess að honum og fylgismönnum hans tækist að koma á lögum og reglu í landinu innan tíðar. Jóhannes Páll páfi 2. reisir landa sinn, Stefano Wyszynski kardínála. upp þegar sá síðarnefndi ætlaði að krjúpa fyrir hinum nýja páfa er þeir hittust fyrir skömmu. ísrael — Egyptaland: Friðarsamningar í Ósló 9. desember? Jerúsalem, Washington. ReuterAP. MENACHEM Begin. forsætisráðherra ísraels. sagði í dag að hann vonaðist til þess að geta undirritað friðarsamninga við Egypta í Ósló 9. desember n.k. þegar hann hittir Anwar Sadat. forseta Egyptalands. en þeir félagar fá friðarverölaun Nóbels afhent 10. desember í Ósló. Til þess að hraða enn samning- um á fundum viðræðunefnda Israelsmanna og Egypta í Was- hington, hyggst Begin koma við þar á morgun á leið sinni til Kanada. Haft er eftir áreiðanleg- um heimildum að Begin muni hitta Carter forseta að máli í viðkomu sinni i Washington og þeir muni bera saman bækur sínar, vegna þess missættis sem risið hefur nú á síðustu dögum með Israelsmönnum og Banda- ríkjamönnum. Begin sagði að þótt nokkur ljón væru enn í veginum, sæi hann ekkert því til fyrirstöðu að hann og Sadat gætu undirritað nýjan friðarsamning rikja þeirra í Ósló. í síðustu fréttum frá Washing- ton segir hins vegar að blaðafull- trúi Carters hafi lýst því yfir að Carter hefði alls ekki í hyggju að hitta Begin þegar hann kemur til Bandaríkjanna á morgun, honum hefði einfaldlega ekki verið boðið til Hvíta hússins. Ekki bárust neinar áreiðanlegar fréttir frá fundi 21 arabaríkis í Baghdad í Irak í dag, en þar þinga utanríkisráðherrar allra ríkja Arababandalagsins utan Egypta lands um aðgerðir í baráttunni gegn Israel. Fundurinn er fyrir luktum dvrum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.