Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978 3 Létt undir með fötl- í umferðinni uðum HJÁ gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar er um þessar mundir unnið að áætlun um breytingar á gangbrautum, þannig að þær verði greiðfarnari fyr- ir fólk í hjólastólum. Að sögn gatnamálastjóra, Inga ÍJ. Magnússonar, er hugmyndin að taka skáa af gangstéttum út á götuna og sömuleiðis við umferð- areyjar, þannig að auðveld- ara verði yfirferðar hjóla- stólum en áður. Lítillega er byrjað á þessum breyting- um, en það fer síðan eftir tíð á næstu vikum hve mikið verður gert í haust. Við Háaleitisbraut 13 hefur undanfarið verið unnið að breyt- ingum, en þar er Endurhæfingar- stöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. í samvinnu gatnamála- stjóra, umferðarnefndar, SVR og lögreglunnar hefur verið ákveðið að biðskýli SVR færist nær endurhæfingarstöðinni og ný gangbraut verður ger'ð í námunda við skýlið. Akreinar verða þrengd- ar til að greiðara verði fyrir fatlað fólk að komast yfir og til að draga úr hraða umferðarinnar. Þá verða settar upp tröppur með handriði að stöðinni þannig að bakki þar verði viðráðanlegri. Stúdentafélag Reykjavíkur: Rœtt um ríkisum- svifog skattamál á opnum fundi Frá breytingunum á og við Háaleitisbrautina. (Ljósm. Kristi&n). STÚDENTAFÉLAG Reykja víkur gengst fyrir fundi á Ilótel Sögu annað kvöld. fimmtudag. klukkan 20.30 og verður rætt um skattamál og rikisumsvif á fundinum. Stutt framsöguerindi flytja þeir Lúð- vík Jósepsson alþingismaður. Gylfi b. Gíslason prófessor. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri og Sveinn Jónsson endur- skoðandi. Fyr á tímum gekkst Stúdenta- félag Reykjavíkur fyrir fjörug- um umræðufundum um ýmis málefni og vandamál þjóð- félagsins á líðandi stund. Þessi starfsemi félagsins hefur nú legið niðri um alllangt skeið og hefur félagið látið sér nægja að minnast fullveldisdagsins 1. desember með sérstökum full- veldisfagnaði 30. nóvember ár hvert. Stjórn félagsins hefur nú ákveðið að freista þess að endurvekja hina vinsælu um- ræðufundi félagsins og verða þeir öllu áhugafólki opnir. Undanfarnar vikur hefur athygli manna beinzt að skatta- málum og þörf ríkisins fyrir sífellt meiri og meiri peninga. L&ðvfk JÓHVpSNOn Þórarinn Þórarinsson Sveinn Jónsson Aukaskattálagning, sem lögð var á fyrir tilhlutan nýrrar ríkisstjórnar nú í haust hefur einkum orðið til þess að ýmsir velta nú fyrir sér hvert stefnir í ríkisfjármálum okkar Islend- inga. Hvort skattheimta ríkisins sé orðin of mikil eða hvort hún eigi enn eftir að aukast. (Úr fréttatilkynningu Stúdentafélags Reykjavíkur). Borgin úthlutar 224hesthúsplássum — sótt var um pláss fyrir rúml. 1200 hross BORGARRÁÐ afgreiddi í gær umsóknir um hesthúslóðir í Selási og var þar úthlutað plássum undir 224 hross en alls barst 301 umsókn fyrir rúmlega 1200 hross. Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri sagði að alls hefðu þessi 224 pláss komið í hlut milli 60 og 70 aðila og fengi hver að hámarki pláss fyrir 4 hross; meira væri þó um að menn fengju pláss fyrir færri hross. Sagði Egill Skúli að nauðsynlegt hefði verið vegna fjölda umsókna að setja strangar reglur um, hverjir ekki fengju úthlutað við þessa lóðaúthlutun og hefðu þeir sem ættu lögheimili utan Reykja- víkur ekki komið til gréina við úthlutun, þeir sem ættu samþykkt hesthús hefðu heldur ekki komið til greina, þeir sem ekki ættu hesta, þeir sem hefðu fengið úthlutað hesthúsum frá Reykja- víkurborg eða Fáki og þeir sem væru undir lögaldri. 234 dilkar í stjörnu flokk á Þórshöfn Þórshöín. 31. október. SAUÐFJÁRSLÁTRUN lauk 20. október og var alls slátrað 15.387 fjár, meðalvigt var 15.314 kg. Ilæstu meðalvigt áttu Kristbjörn Jóhannsson Tunguseli. 17.499 kg og Ágúst Guðröðarson Sauðanesi. 17.184 kg. Þyngsta dilkinn áttu bræð- urnir Óli og Gunnar Ilalldórs- synir Gunnarsstöðum. 26.3 kg. I stjörnuflokk fóru alls 234 dilkar og flesta í þann flokk fengu bra'ðurnir Grímur og Vigfús Guðbjörnssynir Syðra- Álandi. 78 dilka. Árið 1977 var slátrað 14.199 fjár og meðalvigt þá var 16.195 kg, en þá var vigtað inn með mör. en það var ekki gert í ár. — Þorkell Enn bræla á loðnumiðunum: Sjö skip með yfir 10 þúsund tonn LOÐNUAFLINN er nú orðinn 383 þúsund tonn á sumar- og haustvertíðinni. Mestu hefur ver- ið landað í Siglufirði. en á eftir koma löndunarstaðirnir Raufar- höfn. Seyðisfjörður og Neskaup- staður. Sigurður RE hefur fengið mestan afla veiðiskipanna. sem verið hafa um 50. alls 15.625 tonn. Ekkert veiðiveður hefur verið síðan aðfararnótt sunnu- dags. en þau höfðu beðið veðurs á loðnumiðunum. í gærkvöldi var enn bræla á miðunum. Eftirtalin skip höfðu í gærkvöldi fengið meira en 10 þúsund lestir: Sigurður 15.625, Börkur 12.540, Gísli Arni 11.540, Pétur Jónsson 11.120, Loftur Baldvinsson 10.805, Víkingur 10.400, Skarðsvík 10.100. Þau átta skip, sem tilkynntu um loðnuafla í gær voru: Huginn 250, Börkur 600, Sigurð- ur 400, Árni Sigurður 170, Rauðsey 250, Hákon 270, Náttfari 170, Ársæll 150. BUÐIN Skipholti 19. Reykjavík / Sími 29800. 27 ár í fararbroddi. Kynntu þér nýju línuna frá Crown 1978-1979

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.