Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978 7 r Komiö annaö hljóö í strokkinn Gils Guömundsson skrífar oft athyglisverðar greinar, Þegar sá gállinn er á honum. Á sunnudag- inn birtist eftir hann heilsíðupistill í Þjóð- viljanum undir heitinu: Manndómsverk aö vinna. Þar fjallar hann um viðhorfin í kjaramálum og vald launpegahreyfingar- innar enda finnur hann, að par er víða pottur brotinn. En pað sem einkum er athyglisvert er pað, að hann kemst að Þeirri niðurstöðu, að sú stefna verkalýöshreyfing- arinnar, sem hún hefur fylgt í reynd, að einblína á krónuhækkanir í stað raunhæfra kjarabóta, er röng. Þannig segir hann: „Til Þess aö ná einhverju taumhaldí á Þeirri ótemju sem óðaverðbólgan er Þarf tvímælalaust marg- víslegar samverkandi aðgerðir og breyting á vísitölukerfi kann að vera ein af Þeim. Þar sem Það er sannfæring mín, að hinir almennu launÞegar, Þeir sem ekki hafa lært á verðbólgukerfið, skaðist öðrum fremur á óðaverð- bólgunni, Þegar til lengd- ar lætur, held ég að Það hljóti að vera sameigin- legt meginverkefni ríkis- stjórnar og fulltrúa launa- fólks að móta Þá efna- hags- og kjaramálastefnu sem tryggi eins og hægt er að margyfirlýst höfuð- markmið stjórnarstefn- unnar geti oröið að veru- leika. Til Þess dugar ekkert eitt allsherj- ar-læknisráð. Enginn læknar hitasótt með Því að fleygja hitamælinum. En í leit að samkomu- lagsleiðum er sjálfsagt að minnast Þess, að verka- lýðshreyfing og önnur launÞegasamtök hafa margsinnis lýst Því yfir, að Þau meti ýmsar aðrar kjarabætur en kaup- hækkun engu miður en krónufjöldann enda er Þaö kaupmátturinn og atvinnuöryggið sem máli skiptir Þegar til lengdar lætur.“ Vitaskuld var óhugs- andi, að Gils Guðmunds- son hefði getað látið ummæli sem Þessi sér um munn fara fyrir nokkrum mánuðum, meðan slagorðið „samningana í gildi“ var látið gjalla og Því var haldið fram af sömu aðilum, að launakostnað- ur skipti ekki máli í rekstrarafkomu fyrir- tækja. En batnandi manni er bezt aö lifa, — og vonandi heldur Gils Guðmundsson áfram að skrifa af skynsemi um launamál, Þótt Þaö eigi fyrir honum að liggja að komast aftur í stjórnar- andstöðu. Tauga- titringur Þjóö- viljans En ritstjórar Þjóðvilj- ans hafa ekki sömu rósemd hugans og lýsir sér í skrifum Gils Guðmundssonar. Þeir gera sér grein fyrir Því, að stéttir eins og háskólamenntaöir menn og sjómenn eiga óupp- gerða reikninga við ríkis- stjórnina og Þá ekki sízt ráðherra AlÞýðubanda- lagsins, sem hvað ákaf- ast hrópuðu samningana í gildi fyrir kosningar, en vilja nú ekki við neitt kannast. Og voru svo ofan í kaupið helztu tals- menn Þess, aö eigna- og tekjuskattsaukarnir voru teknir upp, sem hvað harðast koma niður á háskólamenntuðum mönnum og sjómönnum, Þar sem Þeir taka ekki tillit til sjómanna- frádráttarins. Þegar Þessi viðbótarskattlagning bætíst við skerðingu kaupgjaldsvísitölunnar eða hið lága fiskverð má líkja Því við Það, að etið sé af launakökunni af báðum endum. í forystugrein Þjóðvilj- ans segir m.a. í gær: „Það víröist Ijóst að við lifum á Þeim tímum, Þegar búast má viö vaxandi átökum um skiptingu tekna og ýmisleg öfl munu reyna aö koma pví svo fyrir að Þau átök sýnist ekki hvað sízt verða á milli ein- stakra hópa launafólks. Á tímum örs hagvaxtar fær sú hugmynd byr undir vængi, að betur launaðir hópar eins og gangi á undan öðrum og ryöji Þeim braut sem síðar verður gengin. Hagvöxt- urinn tryggir Það líka, að allir hópar fá nokkra bót sinna mála og síður er tilefni til að hugsa um launamun. En j tímum kreppu og stöðnunar verða menn í flestum löndum varir við pá stað- reynd, að á síðast liðnum aldarfjórðungi hefur ekki orðið um launajöfnun eða tekjujöfnun að ræða, miklu frekar hefur bilið aukizt milli einstakra samfélagshópa. Þetta býður svo upp á hættur á sundrungu í verkalýös- hreyfingunni, í samtökum launafólks." Þetta er hin lærða málsvörn marxistans: Sjómenn og háskóla- gengið fólk á aö láta sér segjast, launamunurinn hefur aukizt Þeim í vii og nú er kominn tími til að leiðrétta Það, er sami boðskapurinn á mæltu máli, ómengaðri ís- lenzku. Vatnsþéttur krossviður nýkominn Stæröir: 122x244 cm. Þykktir: 4 — 9 — 12.— 15og18 mm. Á mjög hagstæöu veröi. Timburverzlunin Voiundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Þakka innilega öllum er sýndu mér vináttu, hlýhug og rausnarskap á sjötugsafmælinu. Lifiö heil. Gudmundur Egilsson. ---— \ Nú er rétti tíminn aó endurryóverja bílinn fyrir veturinn. Ryóvarnarskálinn Sigtuni 5 . * . Simi 19400 - Pósthólf 220 |BCT!|I ^ .y______£____________) DÖMUR IHVÍLDARÞJÁLFUN tauga og vöðvaslökun I fyrir dömur á öllum aldri. • HvQdarþjálfun losar um streitu og spennu og auðveldar svefn. e Tímar einu sinni í viku á miðvikudögum. LÍKAMSÆFINGAR - SLÖKUN fyrir dömur á öllum aldri. e Sérflokkur eingöngu ætlaður þeim dömum sem vilja léttar, liðkandi og styrkjandi líkamsæfmgar. # Vigtun - mæling - sturtur. e Sérstök áhersla lögð á slökun. e Tímar tvisvar i viku á þriðjudags- og föstudagskvöldum kl. 8.30 DÖMUFLOKKUR 60 ÁRA OG ELDRI líkamsæfingar - slökun e Sérflokkur fyrir dömur er vilja þægilegar, mýkjandi og styrkjandi líkamsæfingar. e Sérstök áhersla lögð á slökun. e Vigtun - mæling - sturtur e Tímar einu sinni í viku á miðvikudögum. Námskeiðin hefjast miðvikudaginn 1. nóvember í leikfimissal Laugardalsvallar. Upplýsingar og innritun í síma 82982 ÞÓRUNN KARVELSDÓTTIR íþróttakennari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.