Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978 33% dilka frá einum bæ fóru í stjörnuflokk Saudárkróki. 31. október SLÁTRUN hófst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki hinn 13. september og iauk 24. október. Doktorsvörn í Háskólanum á laugardag LAUGARDAGINN I. nóvember n.k. fer íram doktorsvörn við lagadeild Iláskóla íslands. Mun Páll Sigurðsson dósent þá verja ritgerð sína „I>róun og þýðing eiðs og heitvinningar í réttar- fari" fyrir doktorsnaínbót í liigfræði. Andmælendur af hálfu laga- deildar verða Sigurður Líndal prófessor og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari. Deildarforseti lagadeildar, dr. Gunnar G. Schram, stjórnar athöfninni. Doktorsvörnin fer fram í hátíða- sal háskólans og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill aðgangur. (Fréttatilkynning) í sláturhúsum félagsins var að þessu sinni slátrað 62.122 fjár eða 3.963 kindum fleira en 1977. Meðalþungi dilka reyndist vera 14,425 kg og er það 0,294 kg þyngra en síðastliðið haust, ef tekið er tillit til þess að nú var allt kjöt vigtað inn án nýrnamörs samkvæmt ákvörðun framleiðslu- ráðs. Eins og kunnugt er tók gildi nýtt kjötmat í haust og er þar um nokkra stefnubreytingu í gæða- flokkun kjöts að ræða. Meðal annars kemur til sögunnar nýr gæðaflokkur, stjörnuflokkur, og eru gerðar mjög strangar kröfur til þeirra skrokka, sem í hann komast. Það heimili, sem flesta skrokka fékk í stjörnuflokk, var Syðra-Skörðugil í Seyluhreppi. Fóru 108 skrokkar af 328 innlögðum í stjörnuflokk eða um 33%. Aftur á móti lagði búið að Ytra Vallholti í Seyluhreppi inn þyngstu dilkana, 30,6 kíló og 30,3 kíló og hafði það heimili einnig mesta meðalvigt af öllu innlögðu dilkakjöti hjá félag- inu. — Jón. á Laugarvatni 50 ára HÉRAÐSSKÓLINN á Laug- arvatni verður formlega sett- ur í dag og þá minnzt 50 ára afmælis skólans en hann var fyrst settur 1. nóvember 1928. Nemendur fyrsta veturinn voru 24 en í vetur stunda 103 nemendur nám við skólann. Fyrsti skólastjóri var séra Jakob Lárusson í Holti en haustið 1929 tók Bjarni Bjarnason við skólastjóra- stöðu og gegndi henni til ársloka 1958. Vilhjálmur Einarsson var svo skólastjóri til næsta skólaárs, en haustið 1959 tók núverandi skólastjóri, Benedikt Sigvaldason, við skólanum. PHILIPS R'®Wi Viö hjá PHILIPS höfum þess vegna spariklætt ryksugurnar okkar í rautt, grænt og hvítt. Hjá PHILIPS sameinum við fallegt útlit og tæknilega fullkomnun. PHILIPS ryksugan hefur mikinn sogkraft en er samt hljóðlát. Stór hjól og snúningstengsl gera hana lipra og hún er fyrirferöarlítil í geymslu. Falleg og fullkomin vél gerir verkin auðveld. heimilistæ HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚN 8 - 15655 Fjórða umferð Olympíuskákmótsins: Báðar sveit- irnar töpuðu Buenos Aires, 31. október BÁÐAR ÍSLENZKU skáksveitirnar á Olympíuskákmótinu töpuðu I 4. umferði karlarnir fyrir Filipseyingum og konurnar fyrir Skotum. Helgi Ólafsson tefldi á fyrsta borði við stórmeistarann Torre og lauk skákinni með jafntefli, Margeir og Rodriguez gerðu jafntefli, Jón L. Árnason tapaði fyrir Bordonada og Ingvar og Torre gerðu jafntefli á f jórða borði. Guðlaug Þorsteinsdóttir og Houston gerðu jafntefli, Birna Nordal tapaði fyrir Hindle og Svana Samúelsdóttir tapaði fyrir Elder. Filipseyjar 2,5 — ísland 1,5 og Skotland 2,5 — ísland 0,5. Stórmeistarinn Torre hafði hvítt á móti Helga, sem beitti tízkuafbrigði gegn enskum leik. Torre fékk biskupaparið og rýmra tafl en Helgi nýtti mótspilsmöguleika sína til hins ýtrasta, náði hagstæðum uppskipt- um og stóð betur, ef nokkuð var, þegar samið var um jafntefli. Margeir hafði hvítt gegn alþjóðlega meistararnum Rodriguez og fékk Margeir betri stöðu út úr byrjuninni, en í 20. leik brá andstæðingurinn á það ráð að skipta upp í hróksenda- tafl með peði minna. Rodriguez tefldi framhaldið af öryggi og eftir langt þóf var samið jafntefli í 50. leik. Bordonada náði betri stöðu á móti Jóni, sem eyddi miklum tíma í að reyna að finna viðunandi fram- hald en árangurslaust og tapaði hann skákinni. Ingvar hafði hvítt á fjórða borði gegn öðrum Torre. Ingvar fékk betri stöðu út úr byrjuninni en missteig sig illa og Torre náði öflugri sókn. En Ingvar efldist við mótlætið og varðist af hörku og þegar skákin fór í bið hafði Torre ekki nægilegt mótvægi fyrir peð, sem hann haföi fórnað. Lauk skákinni með jafntefli eftir 57 leiki. Island og Filipseyjar hafa þrívegis teflt saman áður: í Siegen 1970 varð jafnt 2:2, einnig í Skopje 1972 en í Haifa 1976 unnu Filipseyingar eins og nú með 2,5:1,5. Eftir þessar fjórar umferðir er íslenzka karlasveitin í 15.—20. sæti með 9 'h. vinning og kvennasveitin er í sjötta sæti í sínum riðli með 4 vinninga og á möguleika á að komast í C-riðiI lokakeppninnar. ht/ese. Fide-þingið: Verður forseta- kjörinu frestað um einn dag? DR. EUWE, forseti Alþjóða- skáksambandsins, hefur tjáð Einari S. Einarssyni forseta Skáksambands Islands að sennilega verði að frcsta for setakjörinu á FIDE-þingi um cinn dag, þannig að það fari fram 8. nóvember. Einar S. Einarsson sagði í samtali við Mbl. í gær að Euwe hefði sagt að svo mörg deilumál þyrfti að útkljá á fyrsta fundi þingsins að hann teldi ólíklegt að tími gæfizt til forsetakjörs þann daginn, eins og dagskráin gerir ráð fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.