Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978 15 „A meðal skáldfugla” Úrval úr bókum Tómasar Ríkisútgáfa námsbóka hefur sent frá sér bókina A meðal skáldfugla — úr ljóðum Tómasar Guðmunds- sonar valið af Matthíasi Johannessen sem einnig ritar inngang að bókinni. Höfundurinn ritar svo eftir- mála sem hann nefnir Að bókarlokum. Þessi bók er fyrst og fremst gerð með skólana og æsku landsins í huga, er pappírskilja og seld við vægu verði. Kvæðin í bókinni eru 56 að tölu og tekin úr öllum ljóðabókum Tómasar. Fyrst er hið alkunna kvæði Við sundin blá tekið úr sam- nefndri bók, sem kom út 1925, og síðasta kvæðið er Minningarljóð um Stubb úr bókinni Heim til þín, ísland, sem kom út 1977. Ritgerð Matthíasar um skáldið er 28 bls. Þeir Tómas og Matthías eru nákunnugir og kemur ýmislegt fram í ritgerðinni sem þeim hefur einum farið í milli og engum hefur verið kunnugt til þessa. I eftirmála sínum ræðir Tómas Guðmundsson Tómas m.a. um unga fólkið og ljóðin og minnist örlítið á sína eigin bernsku. í lok eftirmálans segir hann á þessa leið: „Að því er mig snertir er ég.forsjón og fólki eilíflega þakklátur fyrir að hafa gefið mér kost á að lifa hamingju- samt bernskuskeið í nánu vinfengi við náttúruna, fugla, jurtir og dýr, og jafnvel steina, og ég vona að þess sjái einhvern stað í ljóðum mínum. Ég get með sanni sagt að frá því ég man fyrst eftir hefur „dauð nátt- úra“ ekki verið til í mínum innra heimi og ungur gerði ég mér far um að umgangast allt, sem þar lifði og hrærð- ist, af engu minni virðingu og tillitssemi en „annað fólk“. Og ég vildi ekki fyrir nokkurn mun hafa farið á mis við þau kynni." Nafn bókarinnar er valið eftir heiti eins ljóðsins í síðustu bók Tómasar. Á meðal skáldfugla er 144 bls. að stærð og er prentuð í Setbergi. Kápuskreytingu annaðist sonur skáldsins, Tómas Tómasson. (Frá Ríkisútgáfu náms- bóka). Lýst eftir vitnum og ökumönnum MÁNUDAGINN 23. október s.l. klukkan 7.45 að morgni varð það atvik á mótum Reykjanesbraut- ar og Lækjargötu í Ilafnarfirði að rauðri Volkswagenbifreið var ekið af La'kjargötunni inn á Reykjanesbrautina í veg fyrir áðra Volkswagenbifreið. G-1905. Ökumaður síðarnefnda bílsins reyndi að forðast árekstur en við það missti hann stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum, að hún skall á ljósastaur og skemmdist mikið auk þess sem ökumaður og farþegi slösuðust. Bifreiðin, sem ók af Lækjar- götunni hvarf af vettvangi og er ökumaðurinn beðinn að gefa sig fram við Rannsóknarlögregluna í Hafnarfirði svo og vitni, sem gætu bent á um hvaða bifreið þarna var að ræða, en a.m.k. tveir bílar komu þarna að í þann mund sem áreksturinn varð. Kristján Stefán Sinfóníutónleikar: Blásararnir í aðalhlutverki BLÁSARARNIR okkar í Sinfóníuhljómsveitinni fá að spreyta sig á næstu reglulegum tónleikum hljómsveitarinnar annað kvöid, fimmtudag, í Háskólabíói. Á efnisskránni verða Klassíska sinfónían eftir Prokofieff, Sinfónía concertante eftir Mozart fyrir blásarakvart- ett og hljómsveit og Sinfónía nr. 1 eftir Brahms. Stjórnandi er búlgarski hljómsveitarstjórinn Russlan Raytscheff en hann er tónleikagestum hér í fersku minni frá því að hann stjórnaði hér einum tónleikum á síðasta starfsári. Einleikarar í blásarakvartettin- um verða þeir Kristján Þ. Stephensen, Sigurður I. Snorra- son, Stefán Þ. Stephensen og Hafsteinn Guðmundsson sem allir leika í Sinfóníuhljómsveitinni og hafa allir leikið áður einleik með hljómsveitinni, bæði á tónleikum og í útvarpi. Tónleikar þessir verða endurteknir föstudaginn 3. nóvember kl. 11.20 fyrir Mennta- skólann í Reykjavík og Mennta- skólann við Sund. Sigurður Morgunhariinn fráPHlUPS Góðan dag. Ég er morgunhaninn frá Philips. Ég er bæði útvarp og klukka og get því vakið ykkur hvort sem er með hringingu eða morgunútvarpinu (sef aldrei yfir mig). Ég get líka svæft ykkur með útvarpinu á kvöldin, sé sjálfur um að slökkva þegar þið eruð sofnuð og geng alveg hljóðlaust. Es. Þar fyrir utan, þótt ég segi sjálfur frá, er ég svo geðugur og fallega byggður að það er blátt áfram gaman að vakna með mig við hlið sér. PHILIPS heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.