Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978 Ragnheiður Jónasdótt- ir Sœtúni — Minning Fædd 25. íeb. 1922. Dáin 19. sept. 1978. „Þótt færri lofi gamla bursta- bæinn en borgarturninn nýja út við sæinn'", er mér fátt minnis- stæðara úr bernskunni en þegar ég aðeins 4ra ára leit Staðarsel fyrst. Þetta var haustið 1947 í rigningar- sudda, að við feðgarnir gengum á fund þeirra hjóna þeirra erinda, að þau fóstruðu mig í nokkrar vikur. Staðarsel var lágreistur bursta- bær, sem stóð á litlum hóli og lét lítið yfir sér, en „bóndinn er þar frjáls og morgunglaður", tók til hendi, og öll umgengni húsráðenda bar þeim vitni um snyrtimennsku og hagleik. Með mér og hjónunum ungu í Staðarseli tókst slík vinátta, að hún hefur enst allar götur síðan, enda tóku þau mér strax, sem væri ég þeirra eigin sonur. Mér er enn í minni sú mikla hlýja og ástúð, sem stafaði frá þeim Rögnu og Vibba, en engir eru næmari á slíkt en einmitt börn. Hjónin í Staðarseli höfðu úr litlu öðru að moða fyrstu- búskaparárin en heiðarleikanum og dugnaðinum og virtust lifa í þeim anda að guð leggði þeim eitthvað til, sem hjálpuðu sér sjálfir. Það var ekki að skapi Rögnu, frekar en Bjarts í Sumar- húsum, þegar þurrkur gafst, að rolast inni í bæ og fikta við matseldir eða sofa. Áð skjóta þokunni á Brekkna- heiði ref fyrir rass var frelsisstríð þeirra. Af slíkum dugnaði og krafti gengu þau hjón að öllum störfum, að ég trúði því að kraftar þeirra væru óþrjótandi, og síst grunaði mig þá, að Ragna gæti veikst, hvað þá að sjúkdómar gætú hrifsað hana burt af þessum heimi löngu fyrir aldur fram. En enginn má sköpum renna. Ragnheiður fæddist 25. febrúar 1922 í Hvammi í Þistilsfirði. Foreldrar hennar voru þau Jóhann Jónsson bóndi og kona hans Kristín Sigfúsdóttir. Systkina- hópurinn í Hvammi var stór, eða átta talsins, en elsti bróðurinn dó í bernsku. Hin sex sem eftir lifa eru öll búsett heima í héraði, dugnaðar og myndarfólk. Ragnheiður gifti sig-eftirlifandi manni sínum Vigfúsi Jósefssyni 14. júní 1942. Hófu þau búskap á Ytra Álandi, en 1944 keyptu þau jörðina Staðarsel og bjuggu þar til ársins 1949, er þau keyptu Sætún, þar sem þau hafa búið síðan jafnan góðu búi. Ragnheiði og Vigfúsi varð ekki barna auðið en tóku til fósturs árið 1959 sex ára stúlku Sigrúnu Davíðs, og gengu henni í foreldra stað og hún þeim í dóttur stað. Vibbi og Ragna voru í senn stolt og hamingjusöm með fósturdóttur sína, enda er hún góðum gáfum gædd og miklum dugnaði. Sigrún er gift Eysteini Sigurðssyni og eiga þau litla dóttur sem Sigríður heitir. Þau hafa búið í tvö ár á Þórshöfn en dvelja nú heima á Sætúni. I vor átti ég erindi norður á Þórshöfn og dreif mig inn í Sætún til að hitta Vibba og Rögnu, en þá var hún farin á sjúkrahúsið á Akureyri og hafði þegar gengið undir uppskurð. I huga mínum var Ragna svo hraust og sterk, að mér fannst að hún hlyti að koma heim áður en langt um liði. En maðurinn með ljáinn var á öðru máli, Ragna lést af völdum veikinda sinna 19. september, og var til moldar borin í Svalbarðskirkjugarði laugardag- inn 23. september s.l. Ragna var hrókur alls fagnaðar, það var líka gestkv4æmt á Sætúni, enda í þjóðbraut, og þangað þótti öllum gott að kona. Alveg sama var hvort Ragna gekk að störfum innan húss eða utan, hvorttveggja fórst henni jafn vel og öll störf leysti hún af sama eldmóði. Hjá Rögnu og Vibba áttu þeir skjól, sem minna mega sín í samfélaginu, og eru þeir fjölmarg- ir, sem hafa notið gæsku þeirra og sakna nú vinar í stað. Ekki kann ég að nefna öll þau börn, sem höfðu sumardvöl á Sætúni, lengur eða skemur, en hitt er víst að öll nutu þau mikillar umhyggju og elskusemi þeirra hjóna. Sjálfur dvaldi ég hjá þeim í átta sumur og einn vetur að auk og minnist þess tíma með þakklæti. Fátt er dýrmætara fyrir unglinga en að mega deila kjörum með svo góðu fólki og kynnast því fjöl- skrúðuga mannlífi, sem í sveitinni var og er ef til vill enn. Ragna var sannkallað náttúru- barn, hún dáðist af og naut hins víða fjallahrings, og hún hreifst af fallega fénu þegar það kom af fjalli á haustin drifhvítt á lagðinn. Enga konu hef ég þekkt, sem var jafn gjörsneydd öllu tildri en Rögnu, en hún naut þess samt í ríku mæli að klæða sig fallegum fötum, og prýða heimili sitt fallegum munum. Ragna kunni að gleðjast öðrum fremur sem ég hef kynnst á lífsleiðínni, sem er eiginleiki er svo margir hafa glatað í samtíðinni. Hún var mörgum góð kostum prýdd, og ekki minnst vegna þess að um Rögnu verður ætíð sagt, eins og um Auði djúpuðgu forðum, að hún var drengur góður. Ég heimsótti Rögnu á sjúkra- húsið á Akureyri, aðeins þrem dögum áður, en hún lést. Hún var þá mjög þjökuð af veikindum, en andlega hress og fagnaði mér innilega. Við rifjuðum upp sólskinsdaga í sveitinni og minntumst margra gleðistunda, gangnaferða og þeirra útreiðatúra sem farið var í þegar tími gafst. Hún minnti mig á hversu vel ég hafði kunnað að meta heita rúgbrauöið hennar og mysuostinn, sem mér hefur síðan fundist að enginn kynni að búa til. Ragna leiðrétti mig, þegar mig rangminnti er við létum hugann reika aftur í tímann. Þegar ég kvaddi þessa góðu konu í hinsta sinn, varð mér ljóst að sannarlega var hún sterk, og engum lík, hún kveið engu þótt hún ætti fyrir höndum langferð, sem við þekkjum ekki, en eigum samt öll eftir að renna. Örugg trúarvissa hennar gaf henni þann kjark, sem dugði til þess að kvíði eða ótti komst ekki að. Allirsveitungar sem og aðrir sem kynntust Rögnu sakna hennar nú, en sárastur er harmur þeirra á Sætúni. Hlýjar samúðarkveðjur sendum við Vigfúsi, Sigrúnu og Eysteini og öðrum venslamönnum Rögnu. Að leiðarlokum færi ég henni þakkir fyrir alla hennar gæsku í gegnum tíðina og móðurlega um- hyggju. Guð blessi minningu Rögnu á Sætúni. Árni M. Emilsson. Jófríður Jóhannesdótt- ir — Minningarorð Hinn 18. okt. s.l. andaðist í Borgarspítalanum Jófríður Jóhannesdóttir, eða Fríða eins og hún var oftast kölluð. Fríða var fædd 6. nóv. 1907. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Jónsson og Margrét Guðmunds- dóttir, sem bjuggu aö Hellu á Fellsströnd. Fríða var yngst- af fimm börnum þeirra, en önnu systkini voru Leifur, Guðjón sem eru látnir, Steinunn og Guðmundur. Fríða átti einn hálfbróður, Ragnar, frá seinna hjónabandi föður hennar, og hefur hann búið hjá systur sinni meira og minna s.l. tuttugu ár, en þau voru mjög samrýnd. Um 1930 stofnar Fríða heimili með unnusta sínum Gísla Jónssyni að Tungu í Dölum, en eftir 3ja ára sambúð missir hún Gísla. Faðir minn sálugi átti því láni að fagna að vera hjá þeim í sveit þennan tíma. Þarna mynduðust svo sterk vináttubönd, að Fríða reyndist t Eiginmaöur minn GUOMUNDUR DALMANN ÓLAFSSON andaðist í Landspítalanum aöfaranótt 29. október fyrir hönd barna okkar, tengdasonar, barnabarna, foreldra og tengdafööur, Soffía Jóhannesdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar og fósturmóöur RAGNHEIÐAR JÓHANNSDÓTTUR Satúni Langanesi, N-Þing. er lést hinn 19. sept. s.l. Sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og hjúkrunarfólki Fjórðungssjúkra- húss Akureyrar fyrir frábæra hjúkrun og umönnun viö hina látnu. Vigfús Jósefsson, Sigrún Davfös. t Bróöir okkar EINAR JÓNSSON, Hátúni 12 er látinn. t Þökkum Innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu HULDU BRYNJÓLFSDÓTTUR, Bræöraborgarstfg 15. Þórir Jónsson, Eiríkur Jónsson, Guöfinnur Jónsson, EyÞór Jónsson. Hörður Magnússon, Ólafía Magnúsdóttir, Pótur Pétursson og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, STEFÁNS JÓHANNSSONAR, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 2. Daóína Þórarinsdóttír Jóhannsson. t Hugheilar þakkir fyrir veitta samúö viö andlát og jaröarför, MARGRÉTAR FRÍÐU JÓSEFSDÓTTUR, fró Sólheimum, Vestmannaeyjum. Sigurjón Einarsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartkær eiginkona mín, VALGERDUR INGIMUNDARDÓTTIR. Geitarstekk 2, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju, í dag miövikudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd barna, foreldra og annara vandamanna, Ríkaröur Steinbergsson. t Þökkum auösýnda vináttu og hluttekningu viö andlát og jaröarför, ÓLAFS JÓNSSONAR, stórkaupmanns. ArnÞrúöur Jónsdóttir, Snjólaug Ólafsdóttir Briem, Haraldur Briem, Jón Hjaltalín Ólafsson, Þórunn Þórhallsdóttir, örn Ólafsson. okkur systkinum sem besta amma og eftir lát föður míns var hún móðir minni stoð og stytta á erfiðum tíma og er það þakkað hér af alhug. Árið 1941 réð Fríða sig sem ráðskonu hjá þeim ágætu bræðr- um Helga og Kjartani Guðmunds- sonum, Suðurgötu 45, Hafnarfirði, og átti hún þar heimili sem sitt eigið til dauðadags. Þeirrar hamingju varð Fríða aðnjótandi 1961 að taka að sér lítinn frænda sinn, Guðmund Eirík, þá 5 mánaða gamlan. Ég minnist þess, þegar Guðmundur var fermdur, hvað F’ríða var hamingjusöm og þakklát skapara sínum að henni skyldi auðnast að koma drengnum sínum upp. Guðmundur reyndist fóstur- móðir sinni vel enda hinn besti drengur. Ósjaldan var það þegar ég leit inn til Fríðu, að hún þurfti að bregða sér handan götunnar á st. Jósepsspítala í heimsókn til sjúklinga, jafnvel þótt kynnin væru ekki mikil. Þannig var Fríða, alltaf miðl- andi öðrum af því sem hún átti og alltaf sá hún björtu hliðarnar á hverju máli og má með sanni segja að hún hafi haft að leiðarljósi „Sælla er að gefa en þiggja.“ Guðmundi og öðrum aðstandendum sendir fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Fríðu. Hannes E. Halldórsson. Afmælis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því, að afma'lis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær burfa að vera vélritaðar og ■ð góðu li'nuhili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.