Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978 29 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ir röksemdafærsla hans þar um virtist að litlu haldi koma og rann út í sandinn eins og vænta mátti. Það var satt að segja mjög undarleg árátta hjá íslendingi að finna hvöt hjá sér til þess að reyna að rakka Eimskipafélag íslands niður í svaðið. Þetta óskabarn íslands, sem stofnað var á neyðar- tíma fyrir 63 árum og hvert eitt einasta heimili á landinu tók þátt í með hlutabréfakaupum, auk Vestur-Islendinga sem veittu félaginu einnig stórmikla hjálp. Það verður vart metið til fjár hve geysimikla þýðingu Eimskipa- félagið hefur haft fyrir þjóðina á umliðnum áratugum. Og tvö heimsstríð hafa dunið yfir þessa jörð á þeim 63 árum sem liðin eru frá stofnun Eimskips, tvö skip félagsins hafa verið skotin í kaf í hafdjúpið í styrjaldarátökum stór- þjóðanna. Og auk þess strandaði Goðafoss við Straumnes við Aðal- vík vestra í hríðarveðri og nátt- myrkri 30. nóvember 1916, nýsmíð- að skip, nokkurra mánaða gamalt. Svo traustlega var það skip byggt að skipsflakið blasir enn við allra augum eða hefur gert til skamms tíma þegar siglt er venjulega skipaleið fyrir Norðvesturstrand- ir. Já, alla þessa brotsjói hefur Eimskipafélagið staðið af sér og svo mun enn verða þrátt fyrir þá árás, sem nú er að því gerð. En það er gifta félagsins að koma ávallt sterkara út að hverri raun af- staðinni. Ég læt fylgja þessum línum nokkur ávarpsorð ráðherra Is- lands, Sigurðar Eggertz, við fyrstu komu Gullfoss til Reykjavíkur. 16. apríl 1915 sigldi Gullfoss fánum skreyttur í fyrsta sinn inn í Reykjavíkurhöfn. Eftir að Gull- foss hafði lagzt upp að sté ráðherra Islands, Sigurður Eggertz, fram á stjórnpall skipsins og mælti: „íslendingar, Gullfoss er kom- inn heim yfir hafið. Siglinga- draumar íslenzku þjóðarinnar eru að rætast. Það er bjart yfir þjóð vorri, það er bjart yfir Eimskipa- félaginu í dag, það er bjart yfir þjóð vorri í dag því að þetta félag er runnið af samúð allrar þjóðar- innar. Þjóðin hefur ekki aðeins lagt fé í fyrirtækið, hún hefur lagt það sem meira er, hún hefur lagt vonir sínar í það. Þetta fyrirtæki sýnir fremur öllu öðru hvað vér getum áorkað miklu er vér stöndum allir fast saman. Auknar samgöngur eru lykíllinn að fram- tíð vorri. í nafni íslenzku þjóðar- innar þakka ég Eimskipafélags- stjórninni fyrir þá ósérplægni og dugnað er hún hefur sýnt með forgöngu sinni fyrir þessu fyrir- tæki. í nafni íslenzku þjóðarinnar býð ég Gullfoss velkominn heim. Fylgi honum gifta landsins frá höfn til hafnar, frá hafi til hafs, lifi Gullfoss! Hér fylgja svo línur ortar þegar fýrri Gullfoss kom til landsins, af Sigurði Sigurðssyni frá Arnar- holti: Heill og sæll úr hafi, heill þér fylgi jafna. Vertu giftu gjafi gulls í milli stafna. Sigldu sólar vegi signdur drottins nafni ávallt, djarft að eigi, undir nafni kafnir. Sig. Sig. frá Arnarholti. Þorkell Hjaltason.“ Þessir hringdu • Varnir við gang- brautarslysum B.M.i — Mig langar að koma með eina ábendingu varðandi hugsan- lega vörn við gangbrautarslysun- um. Hún er sú að bílstjórar sem hyggjast stöðva bíl sinn við gangbraut þar sem tvær akreinar eru í hvora átt, staðnæmist ekki nema á þeirri akrein, sem fjær er gangandi fólkinu, þ.e. ef fólkið bíður við hægri akrein, þá verði bíllinn á þeirri vinstri og öfugt. Með þessu er síður hætta á að bíllinn skyggi á fólkið sem leggur SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á Reykjavíkurskákmótinu í febrúar kom þessi staða upp í skák þeirra Bent Larsens, sem hafði hvítt og átti leik, og Anthony Miles. af stað yfir götuna, og bíll, sem í þessu tilviki er þá á vinstri akrein, hefur gott tækifæri til þess að sjá fólkið. Ég held ég fari rétt með það, að svona á að gera t.d. í Svíþjóð og að það sé bannað að hleypa fólki yfir gangbraut á annan hátt. Hvernig væri að við tækjum þetta atriði til athugunar? • Atvinnulýðræði? Jóhann Guðmundsson bar fram eftirfarandi spurningar, sem Velvakandi hvetur viðkomandi til að svara sjái þeir sér það fært: 1) Hvernig er hægt að búast við að atvinnulýðræði geti þróast á vinnustöðum þegar það ríkir ekki einu sinni í verkalýðsfélögum, þar sem ekki eru hlutfallskosningar? 2) Hvað vill Lúðvík Jósepsson raunverulega gera í vaxtamálun- um, ég gat ekki séð að neinar tillögur kæmu fram um það í Kastljósinu á dögunum? 3) Hvernig samrýmist það slag- orð, sem hampað var af núverandi stjórnarflokkum fyrir kosningar, að samningarnir ættu að fara í gildi, því sem nú er verið að gera, aukasköttun á tekjur og eignir? • Gott erindi Ö.Á.i — Erindið um daginn og veginn sl. mánudagskvöld er með því betra sem ég hef heyrt lengi, en þó vantaði t.d. í það umræðu um umferðina úr Breiðholtinu, það vantar aðra akstursleið þaðan og ég er líka á móti því sem fram kom að banna ætti utanlandsferðir. HOGNI HREKKVISI 3 :í ®! HERJR H/VNÖ ALoe^l óPe/WfAÐup SlGeA V/öGA £ ÁiLVtftAW I kvöld k 1.20:30 Fyrirlestur. BERTIL MOLDE: „Nordiskt spráksarharbete och Nordiska Spráksekretariate. Veriö velkomin. NORRÍNA HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS IFORMICÁ BRAND Ef þú vilt fá varanlega áferö á innréttinguna, skilrúm, sólbekki og svo frv., þá er FORMICA númer eitt. Endingin er alveg ótrúleg. Meira litaval og fallegri viöarmynstur færöu hvergi. Spuröu smiðinn, hann þekkir þaö, eöa hringiö í síma 85533 og biöjiö um Eyjólf, hann veitir allar upplýsingar. G. Þorstcinsson & Johnson h.f. Armúla 1 Sími 8 55 33 'V\ 8 DAGAR ÞANGAÐ TIL olivetti STUNDA SKRÁRKEPPNINNI LÝKUR. „MR. TOUGH" bíður eftir því að verða skírður íslenzku nafni. 3 VERÐLAUN í BOÐI. Keppnin er fyrir „börn á öllum aldri." Sendið útklipptan ramma með úrlausn ykkar til: Skrifstofutækni hf. ■ (v. hliðina á pylsuvagninum) Tryggvagötu - Reykjavík. Larsen lék hér 50. Kg2, en í Informator, júgóslavnesku árbók- inni, heldur Miles því fram að hvítur hafi getað unnið með því að leika 50. Dxf3! - al=D, 51. h7 - f5 (Svartur verður mát eftir 51... Kg7, 52. h8=D+! - Kxh8, 53. Dh5+) 52. Dxf5+ - Ke7. 53. Df7+ - Kd8, 54. d6!, því að 54... Dxd6 gengur ekki vegna 55. Dg8+ — Ke7, 56. h8=D o.s.frv. En Larsen fann e)ikixéttu.leiði.im og,skákm endaði, _ um síðir með jafntefli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.