Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978 ------------- Skúli Hansen, yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti, gefur súper uppskriftir í dag fyrir fjóra. rsteiktur fiskur i t.d. skotuselur) 1. Smjörateikt ýsufíðk meÖ harrýhrís- grjónum. (ÁœtliÖ u.þ.b. 250 g á mann). Ýsuflökin eru shorin i hœfilegar sneiðar og velt upp úr hveiti. KryddaÖ meÖ: Season all og engiferi. Steikt upp úr íslensku smjöri. Látið 2 epli, afhýdd og sneidd, með á pönnuna. Að síðustu er 1/2-1 dlaf hvítvíni hellt yfir. Karrýhrísgrjón: Brœðið smjör á pönnu og stráið karrý yfir. Blandið síðan soðnum hrísgrjónum vel saman við. 2. Smjörsteiktir humarhalar í skel meÖ ristuðu brauði og smjöri. (U.þ.b. 1 hg. halar í skel). Humarinn er þýddur og hver hali klofinn í tvennt. Steikt í íslensku smjöri. Kryddaö meÖ: Hvítlaukssalti. Þegar humarinn er tilbúinn er saxaðri steinselju stráð yfir. Berið fram með sneiddum sítrónum, ristuðu brauði og smjöri. 4. Smjörsteiktur skötuselur með rcekjum. (U.þ.b. 1 kg. nýrskötuselur). Skerið skötuselinn í 100 g sneiðar og veltið þeim upp úr hveiti. Kryddaö með: Salti, pipar og hvítlaukssalti. Steikt í íslensku smjöri. Látið rcekjurnar krauma með ofurlitla stund. Þegar fiskurinn er tilbúinn er gott að kreista sítrónu yfir. Borið fram með soðnum kartöflum og agúrkusalati. Pönnusteikt smálúöuflök meÖ tómötum og lauk. (U.þ.b. 250 g á mann). Smálúðan er skorin í þunnar sneiðar. Þeim er síðan velt upp úr hveiti og kryddaðar með salti, pipar og papriku. Steikt upp úr íslensku smjöri. Skerið niður 4 tómata og 2 lauka og látið krauma með. Að síðustu er safi úr sítrónu kreistur yfir og auðvitað nýjar soðnar kartöflur og hrásalat borið með. Smjör er hrein náttúruafurð. Framleidd úr nýjum rjóma og örlitlu af salti. Við bjóðum líka ósaltað og sérsaltað smjör. Hitaeiningar eru jafnmargar og í 8mjörlíki. 110 grömmum eru 74 hitaeiningar. • Kurt Nielsen mun vera kominn á fremsta hlunn að hætta með danska iandsliðið í knattspyrnu, en hann hefur séð um þjálfun þess. Danir hafa þegar augastað á arftaka hans og það er enginn annar en sjálfur Ferenc Puskas, sem hér sést í boltaleik. Engan þarf að minna á, að Puskas er líklega fremsti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið, eða a.m.k. í alfremstu röð. Puskas þjálfar gríska liðið IFK frá Aþenu og rennur samningur hans við gríska liðið út árið 1979. Öruggar heimildir eru fyrir því, að Puskas hafi mikinn áhuga á starfinu, en Danir hafa þegar hafið viðræður við snillinginn. 6 með 11 rétta í 10. leikviku komu fram 6 seðlar með 11 rétta leiki og var vinningur á hvern seðil kr. 174.000 - Af þessum seðlum voru 4 frá Reykjavík, 1 frá Garðabæ og einn var nafnlaus. Með 10 rétta var 91 röð og vinningur fyrir hverja kr. 4.900,- Síðustu vikurnar hefur vinningsupphæðin verið um 1.5 millj. kr. og þátttaka alls um 3 millj. kr. Af þessari upphæð fá íþróttafélögin 25% í sölulaun eða um 3A millj. kr. Hluti íþróttafélaganna í Reykjavík er um 71% en félaganna utan höfuðborgarinnar 29%. Sé landinu skipt í kaupstaði og dreifbýli, eru íþróttabandalögin með um 86% af sölunni en héraðssamböndin með um 14%. NM unglinga í lyftingum um næstu helgi Dagana 4. og 5. nóvember n.k. verður NM unglinga í lyftingum haldið í Danmörku. Eftirtaldir aðilar hafa verið valdir í landslið unglinga, en það heldur utan 2. nóv n.k.: 60 kg fl. Þorvaldur B Rögnvaldsson KR. 67.5 kg fl. Haraldur Ólafsson IBA, 75 kg fl. Þorsteinn Leifsson KR, Freyr Aðalsteinsson IBA, 82.5 kg fl. Guðgeir Jónsson Á, Guðmundur Helgason KR, 90 kg. fl. Birgir Þór Borgþórsson KR, Sigmar Knútsson ÍBA, 100 kg. fl. Óskar Kárason KR og llOkgfl. Ágúst Kárason KR. Fararstjóri verður Björn Hrafns- son. Heimsmeistaramótið í kraftlyft- ingum verður haldið 2. til 5. nóv. n.k. í Turku í Finnlandi. Keppendur frá íslandi, er halda utan 2. nóv. n.k. verða Skúli Óskarsson í 75 kg flokki, en hann keppir á laugardag, og Óskar Sigurpálsson, sem keppir í 110 kg flokki á sunnudag. Fararstjóri verður Ólafur Sigurgeirsson. Unglingamót Ægis í sundi VANTAR ÞIG VINNLJ VANTAR ÞIG FÓLK tP ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUG- LYSIR í MORGUNBLAÐINU HIÐ árlega unglingamót Ægis í sundi verður haldið sunnudaginn 12. nóvember 1978 í Sundhöll Reykjavíkur. Upphitun hefst kl. 14.00, en keppnin kl. 15.00. Þátttökugjald er kr. 200.00 fyrir hverja einstaklingsgrein og sama fyrir boðsund. Þátttökutilkynningar sendist til Guðmundar Harðarssonar, Hörða- landi 20, Reykjavík, sími 30022, í síðasta lagi mánudaginn 6. nóvember. Þátttökutilkynningar skulu berast á tímavarðarspjöldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.