Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978 Póstur og sími: Vildu fá — fengu „Gífurlegur samdráttur í framkvæmd- um,” segir póst- og símamálastjóri RÍKISSTJÓRNIN sam- þykkti á fundi sínum í gærmorgun að heimila Pósti og síma að hækka gjaldskrá sína um 12% að meðaltali, auk þess sem samþykkt var 2% hækkun til verðjöfnunar á síma- gjöldum. Póstur og sími hafði farið fram á 45% hækkun, svo að hér er um mikinn niðurskurð að ræða á beiðni stofnunarinnar. „Sérstök nefnd, sem ég skipaði til þess að fjalla um hækkunar- beiðni opinberra stofnana lagði þessa hækkun til og ríkisstjórnin féllst á álit nefndarinnar, enda hafði nefndin sínar röksemdir fyrir álitinu," sagði Svavar Gests- son viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Þetta er hluti af þeirri aðhalds- Myndtístarmerm setja bann á Kjarvalsstaði FÉLAG íslenskra myndlistar- manna samþykkti á fundi sínum sl. mánudagskvöld að Iýsa yfir banni á Kjarvalsstaði frá og með 1. nóv nóvember n.k. og hefur félagið skorað á alla félaga sína svo og alla félaga Bandalags fslenskra listamanna að snið- ganga Kjarvalsstaði. sýna þar ckki né fremja aðra listraena starfsemi eins og málum er nú háttað eins og segir í samþykkt fundarins. Þessi fundarsamþykkt Félags ísl. listamanna er gerð í kjölfar viðræðna, sem átt hafa sér stað um stjórnun og rekstur Kjarvals- staða milli fulltrúa Bandalags íslenskra listamanna og Félags íslenskra myndlistarmanna ann- ars vegar og hússtjórnar Kjar- valsstaða og annarra ráðamanna Reykjavíkurborgar hins vegar. A síðasta fundi í hússtjórn Kjarvais- staða lagði meirihluti hússtjórn- arinnar, formaður stjórnarinnar Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Davíð Oddsson, fram tillögu þess efnis að listamenn skyldu sitja í stjórn hússins með málfrelsi og tillögu- rétt en ekki atkvæðisrétt, þegar fjallað væri um listræn málefni. Minnihluti hússtjórnarinnar, Guðrún Helgadóttir, lagði hins vegar til að fulltrúar listamann- anna hefðu atkvæðisrétt. I samþykkt fundar FIM segir að félagið uni ekki þessari fávíslegu afstöðu meirihluta hússtjórnar og lýsi því yfir banni á Kjarvalsstaði í annað sinn, en myndlistarmenn samþykktu sambærilegt bann á húsið í byrjun árs 1976. Sjá áskorun listamanna, bls. 12. bætti Svavar við. „Þessi afgreiðsla þýðir gífur- legan samdrátt í framkvæmdum Pósts og síma, því að hækkunin dugir vart meira en fyrir þeim miklu hækkunum, sem orðið hafa á rekstrarútgjöldum stofnunar- innar,“ sagði Jón Skúlason póst- og símamálastjóri í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Við erum ekki búnir að skoða þetta ofan í kjölinn en ég sé ekki betur en við verðum að skera niður flestállar framkvæmdaáætlanir. Þetta hlýtur að sjálfsögðu að koma illa við þá fjölmörgu, sem bíða eftir því að fá síma en á ýmsum stöðum víðs vegar um landið eru öll númer í notkun og því engin númer að fá. Bið þess fólks mun því lengjast ennþá meira. Við sendum í fyrra öllum þingmönnum skýrslu um ástandið og þeim er því fullkunnugt um símaskortinn. Væntanlega. munum við halda fund á miðvikudagsmorguninn og reyna þar að gera okkur grein fyrir stöðunni," sagði Jón Skúla- son. GÓÐUR AFLI — Skuttogarinn Snorri Sturluson kom til Reykjavíkur í gær með um 200 tonn eftir 11 daga veiðiferð. Að undanförnu hefur verið heldur rólegt hjá togurunum, en þessi góði afli skipverja á Snorra Sturlusyni bendir e.t.v. tii að betri tímar fari í hönd. Myndin er tekin við löndun úr Snorra í gær. (Ljósm. RAX.). / / Osk ASI um afturköilun á uppsögn samninga: 9 af 230 aðildar- félögum ASÍ haf a ákveöið afturköHun Morgunblaðið leitaði í gær upplýsinga um það hjá Hauki Má skrifstofustjóra Alþýðusambands íslands hve mörg aðildarfélög Al- þýðusambandsins hefðu fallist á áskorun stjórnar ASÍ um að afturkalla upp- sögn kjarasamninga, en ef þeim er ekki sagt upp framlengjast þeir af sjálfu sér um þrjá mánuði frá 1. des. n.k. og síðan þrjá mánuði í senn ef uppsagnir koma ekki til. í Alþýðusambandi íslands eru Talsmenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags: Mótmæla fullyrðing- um fjármálaráðherra að fá þessum atriðum breytt sagði um samstöðu um fjárlagafrumvarpið ~ „ÞINGFLOKKUR Alþýðu- bandalagsins hefur sam- þykkt að standa að því að leggja fjárlagafrumvarpið fram,“ sagði Tómas Árna- son fjármálaráðherra á fundi með blaðamönnum í gær. Jafnframt sagði ráðherr- ann, að formaður Alþýðu- flokksins, Benedikt Grön- dal, hefði lýst því yfir í útvarpsþætti, að fjárlaga- frumvarpið væri flutt með vitund og vilja Alþýðu- flokksins og að það væri stjórnarfrumvarp, þó svo að einstakir þingmenn hefðu ýmsar athugasemdir fram að færa. Er Morgunblaðið hafði sam- bandi við Sighvat Björgvinsson, formann þingflokks Alþýðuflokks- ins, í gærkvöldi, sagði hann, að þingmenn Alþýðuflokksins gætu ekki samþykkt tvö af meginatrið- um fjárlagafrumvarpsins. Þessi atriði sagði Sighvatur vera mikla hækkun á beinum sköttum á eijistaklinga, og að ekki skuli vera gert ráð fyrir því í frumvarpinu að lækka allverulega útgjöld ríkisins til framleiðsluaukandi fram- kvæmda í landbúnaði og til útflutningsuppbóta. Ef ekki tækist þykktu þessa þætti frumvarpsins. Þá hafði Morgunblaðið einnig samband við Geir Gunnarsson, einn þingmanna Alþýðubanda- lagsins, í gærkvöldi. Geir sagði að þingflokkur Alþýðubandalagsins hefði ekki samþykkt eitt né neitt í sambandi við fjárlagafrumvarpið. Engin samþykkt hefði verið gerð í þingflokknum til stuðnings fjár- lagafrumvarpinu né gegn því. Sjá nánar á blaðsíðu 17. um 230 félög, flest almenn félög ófaglærðs verkafólks, en sam- kvæmt upplýsingum Hauks Más hafa aðeins 5 félög tilkynnt skrifstofu ASÍ um að þau muni falla frá uppsögn kjarasamninga og eitt félag hefur tilkynnt að það muni ekki falla frá uppsögn. Þau félög sem hafa hlýtt áskor- un ASÍ eru félög Bifreiðasmiða, prentarar, afgreiðslustúlkur í brauðbúðum, Verkalýðsfélag Akraness og Bakarasveinar, en það félag sem hefur tilkynnt ASÍ að það muni ekki afturkalla uppsögn samninga er Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur. Þá kvað Haukur Már þá vita um nokkur félög sem hafa ákveðið að afturkalla uppsögn og nefndi Dagsbrún og Verkalýðsfélag Borg- arness og einnig mun Iðja hafa ákveðið afturköllun. Þá kvað hann þá m.a. vita um afstöðu sjómanna sem munu ekki fallast á afturköll- un á uppsögn samninga. Tvö jafntefli gegn Ástralíu UM miðnætti í nótt var lokið tveimur skákum í viðureign íslendinga og Ástrala á ólympíu- skákmótinu » Argentínu. Guðmundur gerði jafntefli við Shaw í 25 leikjum og Ilclgi gcrði jafntefli við Rogers í 27 leikjum. Friðrik var mcð betra á móti Jamieson en staðan í skák Margeirs og W(K)dhams var óljós. Sjá bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.