Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 250. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Herir Amins taka sneið af Tanzaníu Nairobi. Dar Es Salaam, 1. nóvember, Reuter — AP UGANDASTJÓRN tilkynnti í kvöld að hcrir landsins heíðu náð á sitt vald landskika í Tanzaníu við vcstanvert Viktoríuvatn. Ilertna fregnir að landsvæðið Kagera sé um 1.850 ferkílómetr- ar að stærð. en Ugandamenn hafa lengi gert tilkall til Kagera. Útvarpið í Uganda sagði að allir Tanzaníumenn á svæðinu „ættu nú að vita að þeir lúta stjórn Idi Amins sigurvegara hins brezka heimsveldis". Útvarpið sagði einnig, að árás Ugandahers á Idi Amin Friðarsamningur að mestu tilbúinn New York. W'ashington. Tel Avív, 1. nóvember — AP-Reuter. MOSHE Dayan utanríkisráðherra ísracls sagði í kvöld. að friðarsamn- ingur ísraelsmanna og Egypta væri að mestu tilbúinn og að hægt yrði að leiða til lykta þau atriði, sem óafgreidd væru. á fundi Menahems Begins forsætisráðherra Israels og Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York a fimmtudag. Begin kom til New York í kvöld. Sagðist hann eiga fund um friðar- samningana með Vance á fimmtu- dagsmorgun, en frá New York heldur Begin til Kaliforníu áður en hann heldur í einnar viku heimsókn til Kanada. Ummæli Dayans hafa að vonum vakið með mönnum bjartsýni á að friðarsamningur verði brátt í höfn. Þó ríkir enn ágreiningur milli Bandaríkjamanna og ísraela um byggðastefnu ísraels á hernumdu svæðunum og ennfremur eru ísraels- . menn óánægðir með að Bandaríkja- menn hafa frestað för nefndar sem kanna skal þörf ísraelsmanna fyrir hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna. ísraelskar heimildir hermdu að Begin muni hugsanlega krefjast loforða Bandaríkjamanna um hernaðaraðstoð sem skilyrði fyrir áframhaldandi friðarviðræðum. Kunnugir töldu það ólíklegt þar sem forsetinn hefur gefið í skyn að Pentagon-leiðangurinn verði sendur til ísraels þegar skriður komist á friðarviðræðurnar. Sjá „Ekki linnir látum ..." bls. 22. Kagera hefði aðeins staðið í um 25 mínútur. Heföu hermenn Tanzaníu sem hreiðrað höfðu um sig á um 1.000 ferkílómetrum lands Uganda einnig verið hraktir á brott í aðgerðinni. Sagði aðstoðarmaður Amins í kvöld að nú væru aðeins dauðir Tanzaníu- menn í Uganda. Pólitískar heimildir í Nairobi sögðu, að um 3.000 hermenn Uganda, búnir skriðdrekum og stórskotavopnum, hefðu tekið þátt í landnámi Kagera. Sagði herráð Uganda, að frá og með deginum í dag verði landamæri Uganda og Tanzaníu við Kagera-ána, en áin er um 32 kílómetrum sunnan við landamæri landanna. Ugandastjórn hefur undanfarið sagt að Tanzaníumenn hefðu gert innrásir í landið, en því hefur jafnan verið neitað í Dar Es Salaam. Pólitískar heimildir hermdu í dag, að upplýsingar þær, sem þeim hefðu borist, styddu málstað Tanzaníu og að Amin hefði einungis verið að villa um fyrir mönnum. Julius Nyerere Tanzaníuforseti kom í kvöld til Mozambique til viðræðna við Somora Machel forseta. Karl Bretaprins heilsar Elísabetu móður sinni og Bretadrottningu þegar hún gengur inn í þinghúsið til að setja þing í gær. Bak við drottninguna grillir í Filipus drottningarmann. Sjá nánar „Callaghan aðvarar..." bls. 22. &***/** ap. Carter sker upp herör til styrktar dollarnum Washington, 1. nóvember — Reuter—AP. JIMMY Carter Bandaríkjaforseti tilkynnti f dag áhriíamiklar aðgerðir sem stjórn hans hyggst grfpa til á næstunni til að styrkja stöðu dollarans, en dalurinn hefur beðið afhroð á erlendum gjaldeyrismörkuðum að undanförnu og verðfall hefur verið á verðbréfum í bandarísku kauphó'llinni. Begin Stjórnmálaleiðtogar og banka- menn tóku aðgerðum forsetans mjög vel í dag. Dollarinn bætti stöðu sína á stærstu gjaldeyris- mörkuðunum og verðbréfamark- aðurinn hresstist við á ný. í aðgerðum Bandaríkjastjórnar er gert ráð fyrir því að tekið verði allt að 30 milljarða dollara lán í erlendum gjaldmiðlum til að kaupa dollara. Einnig ætlar stjórnin að auka sölu á gulli og á næsta uppboði stjórnarinnar á gulli verður framboðið aukið um 50 af hundraði. Verða 1.5 milljónir únsa boðnar upp á mánuði frá og með desember. Ennfremur verða vextir á lánum bandaríska seðlabankans hækkað- ir um einn af hundraði í 9.5 af hundraði og hafa þessir vextir aldrei verið hærri. Jafnframt Skaut tyrkneskt varð- skip grískan bát í kaf? Ankara, 1. nóvember, Reuter, AP. IIASAN Esat Isik varnarmála- ráðherra Tyrklands staðfesti í dag að komið hefði til áreksturs tyrknesks varðskips og grísks fiskibáts á Jónahafi í gærkvöldi. cn embættismenn í Aþenu sb'gðu að varðskipið hefði skotið bátinn í kaf í grískri lögsögu og að einn af fjórum úr áhöfn hans hefðu farist. Isik sagði að gríski báturinn hefði verið að veiðum í tyrkneskri fiskveiðilögsögu þegar varðskipið kom að honum. Hann sagði að varðskipsmenn hefðu gefið bátn- um aðvaranir um að koma sér á brott en bátsverjar hefðu ekki sinnt því. Isik sagði að varðskipið hefði svo rekist á bátinn þegar það sigldi þétt við hann þegar það reyndi að knýja bátinn til að breyta um stefnu. Varnarmálaráðherrann sagði að áreksturinn væri slys og hefði fiskibáturinn siglt af vettvangi af eigin rammleik og lítt laskaður. Ráðherrann bætti því við að tyrknesk stjórnvöld hefðu í dag lagt fyrirspurn fyrir grísk stjórn- völd um afdrif fiskibátsins og áhafnar hans. Hann sagði að ef í ljós kæmi að báturinn hefði sokkið og að einn maður hefði farist þá þætti tyrkneskum stjórnvöldum það miður. verður bönkum gert að auka gjaldeyrisforða sinn og er það gert til þess að hvetja bankana til að fá dollara að láni erlendis og til að letja útlánastarfsemi í Bandaríkj- Augljóst þykir að þessar aðgerð- ir útheimti hækkun innláns- og útlánsvaxta á öllum sviðum. Talið er að vaxtahækkanir og aukning fjárforða bankanna muni hamla hagvexti, þar sem útlán til neyt- enda og fyrirtækja verða dýrari. Sérfræðingar stjórnarinnar töldu þó ólíklegt að hagvaxtar- kreppa skylli á og að auðvelt ætti að vera að koma í veg fyrir hana. Sjá „Aðgerðum til styrktar dollaranum..." bls. 23. Hollenzk- ur tollvörð- ur skotinn DUsseldorf. Kerkrade. t. nóvember — Reuter. MAÐUR og kona skutu hol- lenzkan tollvörð til bana í dag og særðu tvo til viðbótar. þar af cinn alvarlega. á landama>r- um Hollands og Vestur-Þýzka- lands. Talsmaður stjórnarinn- ar í' Bonn sagði. að líklcga hcfðu hjúin vcrið borgar- ska>ruliðar eða eiturlyfja- smyglarar. en þau komust undan til Hollands. Skothríð hjúanna og toll- gæzlumannanna hófst þegar þeir síðarnefndu urðu þess varir að maður um þrítugt var að reyna að klifra yfir stein- vegg á landamærunum. Þegar maðurinn varð tollgæzlumann- anna var skaut hann á þá og samstundis hóf vinkona hans að skjóta á tollverðina úr annarri átt. Hófst mikil leit að tvímenn- ingunum beggja vegna landa- mæranna, en sendibifreið sem þau stálu og komust á undan fannst í nærliggjandi bæ í Hollandi. Jimmy Carter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.